Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 14

Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. nóv. 1966 Black & Decken Black & Decker verkfærin eru kærkomin tækifærisgjöf. Föndursettin eru einkar þægileg fyrir hverskonar föndurvinnu, viðgerðir og end urnýjun í heimahúsum. Við eina tveggja hraða %” borvél er hægt að tengja 16 mis munandi fylgihluti, t.d. hjólsög, útsög- unarsög, rennibekk, slíniskífur o. fl. Útsölustaðir: Málning & Járnvörur Byggingavörur h.f. O. Ellingsen h.f. Vald Poulsen h.f. Slippfélagið h.f. Byggingarvöruverzlun Kópavogs. Atlabúðin, Akureyri. Elís Guðnason, Eskifirði. Magni h.f., Vestm.eyjum. Málmur h.f., Hafnarfirði. Háaleiti s.f., Keflavík. Axel Sveinbjörnsson h.f. Akranesi. BAHCO HITABLÁSARINN í BÍLSKÚRINN hitar • Ioftræstir • þurrkar — ver bílinn gegn ryði. * Jafnari og fljótari hitun. * Stillanlegt inntak útilofts. * Loftræstir og þurrkar, án hitunar, þegar hún er óþörf. Langbezta lausnin, jafnt sumar sem yetur. FYRSTA FLOKKS FRÁ Sími 2-44-20 Suðurgata 10, Reykjavík. FÖNIX — íslendingar Framhald af bls. 5 er tekin til eins árs í senn, og er líftryggingin hrein áhættutrygging, ' þannig að verðbólgan eyðileggur ekki verðmæti hennar. Fastar regl ur gilda um skýrgreiningu hópanna, og krafizt er lág- marksþátttöku fjölda þeirra, sem samkvæmt skýrgrein- ingunni eiga rétt á þátttöku. Iðgjöldin eru yfirleitt reikn- uð út sem meðaltal iðgjalda- hópsins. Tryggingar þessar eru mjög ódýrar og eru eitt af því fáa, sem í verðbólgu- löndum hefur sífellt orðið ódýrara. Liggja til þess aðal- lega þær ástæður, að trygg- ingar þessar eru mjög ódýr- ar í rekstri, hópar hafa stöð ugt orðið stærri og stævri, og að dánar- sjúkra- og slysa- tíðni er lág í þessum trygg- ingum. Er hér um trygginga- grein að ræða, sem mikill markaður ætti að vera fyrir á fslandi, ef dæma má af reynslu annarra þjóða. Sjálfsögð þjónusta við tryggingataka er, að trygg- ingafélögin geti boðið upp á „allt-í-eitt-tryggingar“ í rík- ara mæli en nú er, og er það í samræmi við hinar sívax- andi og fjölbreytilegu trygg- ingaþarfir nútímafólks. Æski legt er, að tryggingataki geti gengið að víðtækum trygg- ingum undir einum og sama hatti og þá eins og bezt sam- ræmist þörfum hans, og er slíkt einnig rekstrarlega hag- kvæmt frá sjónarmiði trygg- ingafélagsins. Heimilistrygg- ing sú, sem hér er í gildi, er dæmi um slíka tryggingu, en rekstrar- og ferðatryggingar eru önnur hliðstæð dæmi. Er margt ógert í þeim efnum hér á landi“. • „Hvað viltu segja um helztu framtiðarverkefni í íslenzkum tryggingamál- um?“ „Eitt fremsta verkefnið álít ég vera, að komið verði á fót eftirliti með stofnun og rekstri tryggingafélaga og að gengizt verði fyrir því að lögð verði meiri áherzla í framtíðinni á kerfisbundna úrvinnslu á þeim gögnum, sem fyrir liggja hjá trygg- ingafélögunum. Niðurstöður slíkra athugana eiga að verða öllum kunnar, svo að unnt verði að byggja upp hagkvæm iðgjaldakerfi til gagns bæði fyrir tryggingarfélögin og tryggingataka. Eðlilegast væri, að komið yrði á fót stofnun, sem hefði stöðugt eftirlit með rekstri og rekstr- arafkomu tryggingafélaga og beitti sér fyrir tölvíslegum at- hugunum og úrvinnslu á tjón um og iðgj aldakerfum. Ann- ars eru verkefnin í íslenzk- um tryggingamálum ótæm- andi, og staðreyndin er, að við erum á því sviði um margt á eftir nágrannaþjóð- um okkar. En ef notuð er reynsla annarra þjóða, sem lengra eru á veg komnar í málefnum, er okkur varða, og hún að sjálfsögðu miðuð við okkar aðstæður, ætti að vera kleift að ná því forskoti, er þær hafa, á tiltölulega stuttum tíma“. Marathon, Florida, 18. nóv AP. FJÓRIR froskmenn hafa skýrt frá þvi, að þeir hafi fundið gaml an, spænskan fjársjóð á hafs- botni, skammt undan strönd Florida. Mennirnir fjórir hafa fundið um 400 silfurpeninga, sem hver um sig er um 4300 ísl. kr virði. Að auki hafa önnur verðmæti fundizt, svo að alls er talið, að mennirnir fjórir hafi fundið hluti að verðmæti 2 milij. ísl. króna. Góðmálmarnir eru úr skipi, sem sökk árið 1733, og var á leið til Mexíkó með gull og silfur að verðmæti 60 millj. dala. Tímabært ú ákvella jólakjólinn JcCall’s 8408 Crepefni. Teryleneefni. Nælon. Atlassilki. FlaueL Crimpelenefnið, sem þvegið er í þvottavél (meðal annars fjólblátt), McCallsniðin góðu. Margskonar efni í JÓLAKJÓLA fyrir litlar og stórar telpur. McCall’s 8376 Skólavörðustíg 12. Strandg. 9, Hafnarfirði. Háaleitisbraut 60. Laugavegi 11. Tilboð éskast í Taunus 12M árg. 1964 skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis að Vöku við Síðumúla. Tilboð sendist skrifstofu vorri, Borgartúni 1, fyrir hádegi nk. þriðjudag. Vátryggingafélagið hf. Upo frystikisturnar komnar aftur. Frystiskápar 160 lt. Kæliskápar. Kynnið ykkur gæðin. Sendum gegn póstkröfum um allt land. Upplýsingar og sýnishorn. H. G. GUÐJÓNSSON, Umboðs og heildverzlun, sími 37637 Háaleitisbraut 58—60.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.