Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 15
Sunnudagur 20. nðv. 19W
MORGb NBLAQIÐ
15
;
|
|
1
|
!
i
i
I
■
Aldrei meiri matvæle-
. %
Ein kýr á hverja tvo ibúa, en dráp nautgripa óheimilt,
deilan um helgi dýranna veldur rábherraskiptum ,
EINS og áður hefur verið frá
sk ýrt hér í blaðinu, urðu
hinn 7. nóvember sl. miklar
óeirðir í Nýju Delhi í Ind-
landi, þar sem að minnsta
kosti áita manns létu lífið en
margir særðust. Ástæðan fyr
ir óeirðunum: hinar heilögu
kýr Indlands. Atburðir þess-
ir hafa þegar haft sín áhrif
á ríkisstjórn landsins, því að
innanríkisráðherrann, Gulza-
rilal Nanda, sem er mjög
strangtrúaður Hindúi, sagði
af sér embætti, en forsætis-
ráðherrann, frú Indira
Gandhi, tók við því embætti,
og gegnir því nú samtímis
forsætisráðherraembættinu.
Samkv. trúarbrögðum
Hindúa, en til þeirra telst
mikill meirihluti Indverja,
eru kýr heilög dýr, sem ekki
má deyða. Þannig mega þeir
ekki neyta kjöts af nautgrip
um og eykur þetta að sjálf-
sögðu mjög á matvælaskort
þessarar hungruðu þjóðar,
því að talið er, að í landinu
séu um 225 millj. kýr, eða
nær ein á hverj.a tvo íbúa.
Þar af mun helmingurinn
vera nytjalaus, sem annars
staðar yrði slátrað þegar i
stað til átu. Þessi mikli fjöldi
kúa, sem ekkert gefa af sér
auka enn á vandræðin, þvi
að þær éta upp gróðurinn,
sem er af skornum skammti,
fyrir nytjadýrum, og spilla
þannig stórlega fyrir. Er tal-
ið, að vegna þeirrar helgi,
sem á kúm hvíla í Indlandi,
verði þjóðin fyrir tjóni, sem
nemi um 585 millj. dollara
á ári.
Þeir úr hópi Hindúa, sem
framfarasinnaðri eru, gera sér
hins vegar margir fulla grein
fyrir þessu, og vísa þeirri
staðhæfingu á bug, að hin
sérstaka meðferð á kúm í
landinu byggist á nokkrum
sönnum trúarlegum grund-
velli. í þess stað halda þeir
því fram, að hinn hindúiski
bóndi láti einungis stjórnast
af hjátrúarfullum ótta, sem
auðvirði hindúismann, þ.e.,
að hann muni endurfæðast í
líki einhvers lægra dýrs, ef
hann verði til þess að drepa
kú.
Mikill hluti Hindúa heldur
samt fast við hina miklu
helgi á kúm og á meðal
þeirra er Nanda, fyrrverandi
innanríkisráðherra landsins.
Hann er sagður slíkur græn-
metisneytandi, að hann hefur
stundum meðferðis sinn sér-
staka mat, er hann sækir
opinber boð. Hefur hann skor
að á öll sambandsríki lands-
ins, að samþykkja lög um
bann við slátrun kúa, og
hafði til þess óbeinan stuðn-
ing ríkisstjórnarinnar, enda
þótt hinir framfarasinnaðri
innan hennar hefðu spyrnt
gegn því.
Með þessu var talið, að rik
isstjórnin væri að hverfa frá
fyrri stefnu Nehrus, þar sem
tímanleg velferð þegnanna
var látin sitja í fyrirrúmi.
Ástæðan mun hins vegar vera
sú, að tæpir þrír mánuðir
eru þangað til, að almennar
kosningar eiga að fara fram
í landinu í fjórða sinn, frá
því að Indland öðlaðist sjálf
stæði. Mun stjórnin hafa ætl
að sér að skírskota til þeirra
mörgu, sem ekki vilja að
stjakað sé við hinum heilögu
kúm.
Bann við slátrun á kúm er
ekki fyrir hendi í öllum sam
bandsríkjum landsins. Sums
staðar fyrirfinnst það ekki, í
öðrum sambandsríkjum er
það aðeins að einhverju leyti,
og þá auðvelt að fara í kring
um það. f mörgum er það
hins vegar algjört og sums
staðar er því fylgt svo harka
lega eftir, að lögreglumenn
gera húsleit og opna ísskápa,
þar sem þeir eru til, í leit
að hinni óleyfilegu bannvöru.
Nanda hafði öll rök sín fyr
ir banni við slátrun kúa á
takteinum þegar á dögum
Nehrus, sem vísaði þeim á
bug með fyrirlitningu. Þegar
tilraun var gerð fyrir tíu ár-
um til þess að fá frumvarp
samþykkt sem lög í þinginu
í Delhi um að banna slátr-
un kúa um gjörvallt Ind-
land, varð Nehru æfareiður
og hafnaði frumvarpinu með
fyrirlitningu sem „gagns-
'ausu, heimskulegu og hlægi
legu“ og lýsti því yfir, að
heldur myndi hann segja af
sér með ráðuneyti sínu, held
ur en að samþykkja að kýr
væru mikilvægari en mann-
legar verur. Nanda var þá
einn ráðherranna í stjórn
Nehrus.
Enda þótt sumir vilji halda
því fram, að núverandi for-
sætisráðherra Indlands, frú
Gandhi hneigist ólíkt föður
sínum, að því að halda helgi
siði, Hindúa, er samt almennt
álitið, að afstaða hennar nú
hafi aðallega mótazt með til
liti til kosninganna, sem
framundan eru, því að ríkis-
stjórn Kongressflokksins,
undir forsæti hennar, nýtur
ekki sömu hylli og þegar
Nehru var forsætisráðherra.
Hindúar eru, þegar öllu er
á botninn hvolft, lang fjöl-
mennasti trúflokkur lands-
ins, og hlutfall þeirra gagn-
vart Múhameðstrúarmönnum,
sem eru næst fjölmennastir,
er um 10 á móti einum, og
gagnvart kristnum mönnum
er það um 40 á móti einum.
Þeir, sem tilheyra báðum sið
astnefndu trúflokkunum,
borða hiklaust kjöt af naut-
gripum þegar þeir hafa efni
á þvi, en það er ekki oft.
í fyrradag, þriðjudag, lýsti
Indira Ghandi, forsætisráð-
herra, yfir því á fundi með
fréttamönnum, að ástandið í
matvælamálum indversku
þjóðarinnar væri nú alvar-
legra en nokkru sinni fyrr í
manna minnum.
Einkum er ástandið alvar-
legt í Uttar Pradesh og Guja-
rat. Sagði ráðherrann, að nú
væri reynt eftir föngum að
senda matvæli til þeirra hér
aða, þar sem ástandið væri
alvarlegast. Hins vegar væri
ekki von á matvælasending-
um erlendis frá það, sem
eftir er þessa árs, og vafi
léki á, að Indland gæti keypt
Framhald á bls. 18
!
Austfirðingar í Reykjavík.
aðffilfunsSur
Austfirðingafélagsins verður í Sigtúni sunnudaginn
27. nóvember, kl. 3 e.h.
Stjórnin.
HöSuiti oitnr fyrirliggjandi
utvarpstæki með lausum hátölurum með
og án plötuspilara.
Einnig radíófóna.
Radióver sf.
Skólavörðustíg 8. — Sími 18525.
— Rannsóknir
Framhald af bls. 23
inu á sunnanverðu Norður-At-
lantshafi flytja með sér hlýjan
yfirborðssjó, en svigkraftur jarð-
ar beinir straumnum til hægri
við vindstefnuna og þannig safn-
ast þykkt lag af yfirborðssjó í
miðju iháþrýstisvæðisins. Þessi
hlýi yfirborðssjór er mjög eðlis-
léttur, og „£lýtur“ raunverulega
í eðlisþyngri djúpsjó líkt og ís-
jaki á vatni. Yfirborð hans stend
ur því hærra en sjávarins utan
lágþrýstisvæ'ðisins, og þessi hlýi
sjór leitar til þess hluta hafs-
ins, þar sem yfirborðið stendur
lægst, þ.e. þar sem eðlisþyngdin
er mest, en það er einmitt í
kalda sjóinn í nánd við heirns-
skautasvæðin. Golfstraumurinn
er sterkastur á mörkunum, þar
sem hið hlýja yfirborðslag þynn-
ist skyndilega, og halli sjávarins
er mestur.
Um 1950 setti hin» kunni
bandaríski haffræðingur, dr.
Henry Stommel, fram kenningu
um hringrás heimshafanna og
tók þá sérstaklega til meðferðar
Atlantshafið. Krufði hann ýmis-
legt til mergjar varðandi þessi
mál. Þannig kom hann fram með
skýringu á því, hvers vegna
Golfstraumurinn er svo miklu
öflugri straumur en Brazilíu-
straumurinn og rennsli hans jafn
vel meira en Japansstraumsins
(Kuroshiu) í Norðvestur Kyrra-
hafi. Tilgáta Stommels var sú,
að úr Nor’öur-Atlantshafi h'ljóti
að liggja djúpstraumur til suð-
urs meðfram austurströnd Amer
íku, er nái alla leið í Suður-ís-
haf, en það sama muni ekki eiga
sér stað í Kyrrahafi, enda var
það þekkkt, að skilyrði til djúp-
sjávarmyndunar í Vestur-
Kyrrahafi eru miklu lakari en
í Atlantshafi. Til þess að vega
upp á móti þessum suðurstraumi,
hljóti Golfstraumurinn því að
vera sterkari en Japansstraum-
urinn eða Brazilíustraumurinnn í
Suður-Atlantshafi, þar sem svo
hagar til, að bæ'ði yfirborðs- og
djúpstraumar liggja í sömu átt.
Jafnframt gerir Stommel ráð fyr
ir uppstreymi djúpsjávar á stór-
um svæðum, en einkum þó í
Suður-fsihafi, og þannig lokist
hringrásin. Kenning Stommels
var staðfest með beinum straum
mælingum á síðasta áratug. En
þegar höfuðatriðin voru Ijós,
80°
40°
Straumar á 2000 m dýpi í Atlantshafi
tóku menn að athuga ýmislegt
nánar. Eitt af því var það, að
Golfstraumurinn breytir stefnu.
Hann liggur í hlykkjum, sem
færast til. Stundum verður hann
svo öflugur í þess-um hlykkjum,
að einstaka hringstraumar silitna
utan úr. Slíkir hringstraumar
geta haft sín staðbundnu áhrif,
en það er tímabundíð ástand.
Hafa farið fram rannsóknir á
þessu, og kvaðst Unnsteinn gera
ráð fyrir að rannsóknirnar í
sumar, sem við höfðum haft
spurnir af, væru einmitt á slík-
um hlykkjum eða bylgjum í
Golfstraumnum.
Þetta minnti okkur á rann-
sóknir, sem gerðar voru haustið
1963 og 1965 í Grænlandshafi í
samvinnu við háskólann í Berg-
en og með styrk frá Nato. En |
Unnsteinn Stefánsson átti ein-
mitt hugmyndina að þessum
rannsóknum og hafði með þær
að gera. Frá Íslands hálfu vann
að þeim ásamt Unnsteini Svend
Aage Malmberg. Fjöllúðu þær
um strauma, bæði yfirborðs-
strauma og djúpstrauma,, í
Grænlandssundi og efnasamsetn-
ingu djúpsjávarins á þessum
slóðum. Og það kom í ljós að
Unnsteinn er einmitt nú á kafi
í að vinna úr þeim gögnum, sem
þá var safnað og undirbúa rit-
gerð um rannsóknirnar.
Við höfuð því fengið svar við
því, hvers vegna hann þurfti að
fá mann til að sjá um rann-
sóknir sínar við strendur Banda-
ríkjanna. Viðfangsefnin hér
kalla á hann.
E. Pá.