Morgunblaðið - 20.11.1966, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 20. nóv. 1966
Útgefandi:
Fr amkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
P;tstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglvsingar og afgreiðsla:
Áskriítargjald kr. 105.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur. Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Biarnason frá Vigur.
Matthías Jonannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
7.00 eintakið.
ISLAND OG SÞ
¥Tm þessar mundir eru 20 ár
liðin síðan ísland gerðist
aðili að samtökum Samein-
uðu þjóðanna. Það var 19.
nóv. árið 1946, sem ísland
gerðist meðlimur samtak-
anna. Um sumarið það ár
hafði Alþingi samþykkt með
36 atkvæðum gegn 6 að ís-
land skyldi sækja um aðild
að þessum víðtæku alþjóða-
samtökum. Áttta þingmenn
sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una en tveir voru fjarstadd-
S.
í þessu sambandi má geta
þess að stofnríki samtakanna
gátu einungis gerzt þau ríki,
sem höfðu sagt Þýzkalandi
og Japan stríð á hendur. —
Ríkisstjórn íslands vildi hins
vegar ekki stíga slíkt skref,
þar sem hún taldi það ekki
samrímast yfirlýstri hlut-
leysisstefnu landsins. Komm-
únistar töldu hins vegar sjálf-
sagt að ísland lýsti yfir styrj-
öld á hendur þessum tveimur
stórveldum, sem þá höfðu að
vísu verið gjörsigruð. Er það
enn ein sönnun þess að komm
únistar eru ekki þær „friðar-
dúfur“ sem þeir gjarnan þykj
ast vera.
Atkvæðagreiðslan á Al-
þingi um aðild íslands að
Sameinuðu þjóðunum sýnir
að menn voru engan veginn
sammála um hana. Ýmsir
töldu það varhugavert fyrir
þessa litlu þjóð og gerast að-
ili að svo víðtækum alþjóða-
samtökum með þeim skuld-
bindingum, sem því fylgdu.
Nú mun það hins vegar allra
skoðun að mikið gæfuspor
hafi verið stigið þegar ísland
gerðist aðili að Sameinuðu
þjóðunum. Við höfum haft
margvíslegt gagn af þeirri að
ild. Á hinu mikla þjóðanna
þingi hefur ísland og þjóð
þess verið kynnt með marg-
'víslegum hætti. Þar hefur
verið tekin upp barátta fyrir
mikilsverðum hagsmunamál-
um þjóðarinnar. Til dæmis er
óhætt að fullyrða að mjög
ólíklegt er að við hefðum
unnið þá sigra, sem raun ber
vitni í landhelgismálinu, ef
málið hefði ekki verið tekið
upp á Allsherjarþinginu og
málstaður okkar kynntur þar
af dugnaði og fyrirhyggju, og
honum aflað þar fylgis.
Kjarni málsins er að ís-
lendingar vildu með aðild
sinni að þessum miklu friðar-
sámtökum leggja sitt litla lóð
á vogaskálina til þess að
stuðla að friði og uppbygg-
ingu eftir hinn blóðuga hild-
arleik. íslendingar gerðu sér
einnig ljóst, að þeim skapað-
ist jafnframt gullið tækifæri
til þess að kynna hagsmuna-
mál þjóðar sinnar og treysta
grundvöll nýfengins sjálf-
stæðis.
Það var lán íslenzku þjóð-
arinnar að glæsilegur og mik
ilhæfur stjórnmálamaður var
fyrstur til þess að verða full-
trúi íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum. Það var Thor
heitinn Thors, sem var sendi-
herra íslands hjá samtökun-
um í 18 ár, eða þar til hann
lézt fyrir tveimur árum.
Hann átti ríkan þátt í að
skapa íslandi og þjóð þess
þann velvilja og það álit, sem
land hans nýtur nú innan
Sameinuðu þjóðanna. Að
honum látnum tók Hannes
Kjartansson, sem um margra
ára skeið hafði verið- aðal-
ræðismaður íslands í New
York við sendiherrastarfinu.
En einnig hann hefur reynzt
dugandi og farsæll fulltrúi
lands síns.
Sameinuðu þjóðirnar eru
ekki alfullkomnar frekar en
önnur mannanna verk. En
þær hafa unnið mannkyninu
stórfellt gagn í þau 21 ár, sem
þær hafa starfað. Von mann-
kynsins um frið og framþró-
un byggist í ríkum mæli á til-
veru þeirra.
Það er íslenzku þjóðinni
gleðiefni að eitt virtasta blað
heimsins, „New York Times“
birtir nýlega grein eftir mik-
ilsmetinn amerískan stjórn-
málamann, þar sem þannig
er að orði komist, að tvö
minnstu ríkin í Sameinuðu
þjóðunum, ísland og Luxem-
burg, hafi jafnan komið þar
vel og virðulega fram. Slík
ummæli eru þessari litlu þjóð
mikils virði.
íslenzka þjóðin þakkar full
trúum sínum á þingi Samein-
uðu þjóðanna, og lætur í ljós
þá ósk og von að samtökun-
um megi takast að tryggja
frið og farsæld alls mann-
kyns í nútíð og framtíð.
BLOMLEG
STAHFSEMI AB
A lmenna bókafélagið hefur
nú ákveðð að stofna til
útgáfu á nýjum flokki ís-
lenzkra bóka, sem nefnist
Bókasafn AB, og er gert ráð
fyrir, að fyrst um sinn komi
ekki út færri en 4—6 bækur
árlega í þessum flokki. Með
Bókasafni AB er að því
stefnt, að „jafnan séu tiltæk
helztu rit íslenzk frá fyrri
og síðari tímum, sem megi í
senn teliast til imdirstöðu-
rita í bókmenntum okkar og
jafnframt hverium nútíma-
manni girnilegt til lestrar“
eins og segir í fréttatilkynn-
ingu Almenna Bókafélagsins
um hinn nýja bókaflokk.
Þegar eru fullprentaðar
Rætt um a
frá New Yórk
Valasasnt er þéað úr slíku verði
New York. — AP.
ENDA þótt merki sjáist þess,
að ákveðinnar óánægfju gæti
vegna þess að aðaistöðvar
Sameinuðu þjóðanna eru í
New York, er þó ekki farar-
snið á neinum.
Enginn vafi leikur á, að sú
skoðun, að flytja beri úr 100
milljóna dollara aðalstöðvun-
um á Manhattaneyju, á tals-
verðu fylgi að fagna. En hins
vegar valda sjórnmála- og
fjárhagsaðstæður því, að meiri
hluti fengist ekki fyrir því, að
flytja aðalstöðvar samtakanna
til nýs staðar eins og málurn
nú háttar. Mörg lönd, sem e.t.
v. sjá eftir því í dag, að hafa
samþykkt fyrir 20 árum að
aðalstöðvar samtakanna
skyldu vera í New York, telja
óskynsamlegt að flytja þær.
Athygli manna hefur beinst
að þessu undanfarið vegna
„innrásar“ hóps bandarískra
Gyðinga í sendiráð Sýrlands
í New York. Hins vegar hefur
vandamálið verið fyrir hendi
alla tíð síðan S.þ. var valinn
staður í New York. 1045 var
felld með þriggja atkvæða
mun tillaga Arabaríkja um að
Evrópa yrði fyrir valinu frem
ur en Bandaríkin.
Ástandið hefur breytzt síð-
an þá. Asíu og Afríkulönd
eru nú orðin verulegt vald,
sem áhrif hefur á gerðir og
ákvarðanir samtakanna. Sendi
menn frá ríkjum dökkra
manna hafa kvartað undan
því, að þeir verði fyrir niður
eða í vinnslu fjórar bækur í
þessum bókaflokki og má
nokkuð af þeim ráða um
verkefnaval Bókasafns AB,
en það mun taka jafnt til
skáldverka og fræðirita allt
frá þeim tíma, sem hinum
eiginlegu fornbókmenntum
sleppir og fram á okkar daga
og gera sér far um að vera
sem fjölbreyttast og forvitni
legast.
Starfsemi Almenna Bóka-
félagsins stendur nú greini-
lega með miklum blóma eins
og þessi nýi bókaflokkur ber
glöggt vitni um. Fyrir tveim
ur árum hóf Almenna Bóka-
félagið útgáfu bókaflokks,
1 sem riefnist íslenzk þjóð-
fræði, og kom þá út tveggja
; binda verk, kvæði og dans-
: leikir, en önnur bókin í þeim
flokki eru íslenzkr málshætt
ir. Alfræðisafn AB nýtur
mikilla vinsælda með þjóð-
inni en í bví er leitazt við
að gefa út bókasafn, sem flyt
ur hina fiö1lbreT’t’1“cfu þekk-
ingu nútímans til fólks á ís-
lenzkri tungu.
Það er vissulega mikil-
vægt að stunduð sé á íslandi
. útgáfustarfsemi, sem gerir
| hinar ströngustu kröfur til
I bæði útlits og gæða þess efn-
lægingu vegna litararfs síns,
í New York.
Alvarlegur atburður átti sér
stað fyrir nokkrum árum, er
stór hópur afrískra sendi-
manna fékk bréf, þar sem
þeir voru nefndir „niggarar“
og sagt að hypja sig heim.
Undir bréf þessi var skrifað
„Ku Klux Klan“. Bandaríska
leyniþjónustan FÍB kannaði
málið, en tókst ekki að hafa
upp á höfundum bréfa þess-
ara.
Sovétríkin og fylgifiskar
þeirra, sem eitt sinn voru
mjög fylgjandi því, að aðal-
stöðvarnar væru í New York,
hafa nýlega tekið upp stuðn-
ing við stefnu Afríku- og Asíu
ríkja, og stungið upp á því,
að aðalstöðvarnar yrðu flutt-
ar til Evrópu. Bandaríkin
hafa haldið sér utan við þess-
ar deilur eins og frekast hef-
ur verið unnt.
í ræðu, sem sendiherra
Saudi-Arabíu flutti í fjárhags
nefnd samtakanna fyrir
skömmu, rakti hann fjölmarg-
ar gamlar kvartanir og bætti
við nokkrum nýjum. Sendi-
herrann tók skýrt fram að
hann væri ekki sem Arabi að
koma fram með ertnistillög-
ur og að afstaða hans mark-
aðist ekki af því, sem gerzt
hefði í sendiráð Sýrlands.
Síðan sagði sendiherrann að
New York væri of óhrein, of
dýr, þar væru alltof margir
áhrifahópar, sem otuðu sínum
tota, of mikið af glæpum og
kynórum. Taldi sendiherrann
að lítið, hlutlaust land í Ev-
rópu myndi gefa kost á ódýr-
ari búsetu, auknum friði til
handa sendinefndum og gefa
samtökunum meiri alvöru-
svip.
Þessi atriði voru vegin og
metin er Allsherjarþing S.þ.
valdi á sínum tíma Bandarík
in framyfir Evrópu. Það sem
úrslitum réði, var að talið var
að með staðsetningu samtak-
anna í New York myndu
Bandaríkin færast nær al-
þjóðamálum. Margir minntust
þá þeirrar staðreyndar, að
Bandaríkin neituðu að taka
þátt í Þjóðabandalaginu.
Sendiherra Saudi Arabíu
taldi að þessar ástæður væru
ekki lengur í gildi, því Banda
ríkin væru leiðandi áhrifa-
vald innan S.þ.
Helztu erfiðleikarnir á því,
að finna samtökunum annan
stað, eru fólgnir í því, að
finna aðalstöðvunum hentug-
an stað í landi, sem reiðu-
búið væri til að taka við þeim
og finna þær milljónir dollara,
sem slíkur flutningur myndi
óhjákvæmilega kosta.
Útþensla samtakanna á
seinni árum hefur útilokað
marga staði, sem til greina
gátu komið í upphafi vega.
Það eru aðeins fáir staðir í
heiminum, þar sem nægilega
mikið er af gistihúsum, veit-
ingahúsum, og nægilega greið
an aðgang að fjölmiðlunar- og
fjölskiptitækjum, sem þúsund
ir erlendra sendimanna krefj
ast.
BBl
IOB3ÐANFAR
- nýtt blað Sjálfstæðismanna
Norðurlandskjördæmi vestra
m r ~i
trnmJ
L
NÝTT BLAÐ, Norðanfari, hefur
hafið göngu sína. Er það mál-
gagn Sjálfstæðismanna í Norð-
urlandskjördæmi vestra. Rit-
stjóri þess er Halldór Jónsson,
bóndi, Leysingjastöðum, en með
honum í ritstjórn: Valgarð
Björnsson, læknir, Hofsósi, Stef-
ón Friðbjarnarson bæjarstjóri,
Siglufirði; Björn Daníelsson,
skólastjóri, Sauðárkróki og Guð
jón Jósefsson, bóndi, Súluvöll-
um.
í grein, þar sem blaðinu er
is, sem út er gefið en því mið
ur hefur þess orðið vart í
bókaflóði undanfarinna ára,
að nokkuð hefur slaknað á
þeim líröfum. Almenna Bóka
félagið hefur hins vegar jafn
an sett markið hátt í þessum
efnum og haldið sínu striki
og það hefur kannski aldrei
verið þýðingarmeira en ein-
mitt nú, þegar fjölmiðlunar-
tæki nútímans eru sem óðast
að hefia innreið sína í landið
og sto'fna ef til vil'l í hættu
beirri sígildu fróðleiksmiðlun
sem fram hefur farið með út
gáfu góðra bóka.
fylgt úr hlaði, segir, að nnfn-
giftin sé bundin þeim ásetnin-gi
þeirra, sem að útgáfunni standa,
að þar skuli jafnan mest rúm
skipa þau mál, er snerta norð-
lenzkar byggðir, vöxt þeirra og
viðgang. Þá segir að blaðið muni
kosta kapps um að ræða lands-
og héraðsmál þau, sem efst eru
á baugi hverju sinni. Það vilji
flytja óhlutdrægar fréttir af
málefnum, fólki og fyrirtækjum
og verða þannig tengiliður milli
hinna dreifðu byggða. Einnig er
-^iætlunin að blaðið flytji ýmiss
konar þjóðlegan fróðleik, Ijóð og
sagnir. Loks segir: ,Það er ósk
Norðanfara að hann megi sem
víðast vera velkominn gestur og
hagi þannig háttum sínum, að
flestum finnist hann viðlits verð
Forsíðugreinin í þessu fyrsta
blaði nefnist: „Ríkisstjórnin stuðl
ar að atvinnuuppbyggingu í Norð
lendingafjórðungi. Inn í blaðinu
eru greinarnar: Hvað má gera til
atvinnuuppbyggingar á Siglu-
firði? og Fáein orð um fram-
kvæmd vega. Þá eru fréttagrein-
ar úr Skagafirði austan vatna og
Hvammstanga, sagt frá fjórð-
ungsþingi Norðlendinga, skóla-
setningum, minningarorð um
Hermann Þórarinsson og margt
fleira.