Morgunblaðið - 20.11.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 20.11.1966, Síða 19
Suttnudagur 20. n5v. 1908 MORGU N BLAÐIÐ Sigríður Sigvuldu- ióítir frá Brekkulæk Minning SIGRÍÐUR Sigvaldadóttir er látin, horfin sjónum vorum, og á morgun verður hún til mold- ar borin. Fædd var hún að Brekkulæk í Miðfirði hinn 5. október 1912, dóttir hjónanna þar, Sigvalda Björnssonar bónda og Hólmfríð- ar Þorvaldsdóttur prests að Mel- etað. Á Brekkulæk voru átthagar hennar. Þar lék hún, lítil stúlka, sína æskuleiki í glöðum syst- kinahópi á gróandi grundum við hina lygnu, tæru Miðfjarðará. Mjúkar, hugþekkar línur Mið- fjarðardalanna og hæðanna þar umhverfis hafa efalaust átt sinn þátt í að móta skapgerð hennar. Mjallhvítur jökullinn í suðri, aðalsmerki útsýnisins, er sem ÍBÚÐ ÓSKAST Vil taka á leigu 3ja—5 herb. íbúð strax eða á næst- unni. Aðoins 3 fullorðnir í heirnili, mjög góð um- gengni. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Traust — 8516“ eða pósthólf 291, fyrir þriðjudagskvöld. Breyttu viðtolstími Viðtalstími minn að Klapparstíg 25, verður alla daga kl. 9,30—11, nema fimmtudaga kl. 4—5,30. Símaviðtöl kl. 9—10 f.h. alla daga í síma 11228, nema fimmtudaga í síma 20913. Vitjanabeiðnir í símaviðtalstíma eða í síma 20913 fyrir kl. 13.00. JÓN GUNNLAUGSSON, læknir. ViðsMptairæðiognr Viðskiptafræðingur óskar eftir vel launuðu starfi. Getur hafið starf nú þegar. Tilboð sendist afgr. MbL nierkt: „Atvinna — 8520“ fyrir 26. þ. m. Bezt ab auglýsa í Morgunblaðinu ön tákn um þá heiðríkju hugans, er hún bar með sér til æviloka — og var einnig hennar aðals- merki. En æskuárin liðu. Vinnan og starfið tóku við, þjónust'an við foreldra og systkini. Ung að ár- um stundaði hún nám í héraðs- skólanum að Laugum og aflaði sér hald.góðrar alþýðumenntun- ar. Nokkru síðar lærði hún sjúkrahjálp í Akureyrarspítala. Eftir það starfaði hún um ára- bil að hjúkrun, einkum heima- hjúkrun, í Vestur-Húnavatns- sýslu. Fyrir um það bil 20 árum fluttist Sigríður svo alfarin til Reykjavíkur, og stofnaði þar, móður sinni og yngri systur, lítið, yndislegt heimili. Þótti mörgum Húnvetningi góður kostur að eiga þar athvarf, enda var þar oft gestkvæmt. Trúi ég, að margur renni hlýjum huga til þeirra stunda, er þeir áttu þar. Móður sína, er þá va orðin há- öldruð, önnuðust þær systur af frábærri alúð til hinstu stundar. Meginhlutann af dvalartíma sínum í Reykjavík starfaði Sig- ríður á barnaheimilum borgar- innar. Hefur mér verið tjáð, að þjónusta hennar þar öll, hafi verið með afbrigðum farsæl, og mætti hún mörgum verða til fyrirmyndar. Eg fullyrði, að margur lítill, umkomulaus borg ari átti þar skjól og athvarf, sem hann ef til vill aldrei gleymir. Störf sín stundaði hún þar af sömu kostgæfninni, þar til á síð- astliðnu vori, er hún varð að gefast upp, helsjúk og þrotin að kröftum. En þótt Sigríður ynni störf sín í þjónustu annarra af einstakri árvekni, þá er þó hitt jafn víst, að syni sínum, Sigvalda Krist- jánssyni, sem nú er um tívtugt, fórnaði hún öllu því bezta, sem móðir getur í té látið, kröftum sínum, forsjá og kærleika. Hjá honum og tengdadóttur sinni átti hún líka athvarf síðustu stundirnar, sem hún gat dvalið heima. Eðlisþættir Sigríðar voru spunnir úr traustum taugum, bæði erfðum og áunnum. Efa- laust hefur lífið oft lagt henni þungar byrðar á herðar, ekki síður en svo mörgum öðrum. En aldrei sást annað en hún lifði hamingjusömu lífi — og það hygg ég raunar, að hún hafi gert. Það er vissulega mikil hamingja að vera gædd þeirri sálarró og þeirri hetjulund að bugast aldrei undan því, sem að höndum ber, hversu erfitt, sem það kann að vera. Kom þetta skýrast í ljós er Sigríður háði sitt síðasta sjúkdómsstríð. Hún velti byrðum sínuín aldrei yfir á aðra. Naumast getur nokkurt afl í veröldinni byggt upp slíkt and- legt þrek, annað en það trúar- traust, sem meðtekið er í æsku, við móðurbrjóst og við föðurkné og þróast síðan í reynslu áranna. Þannig mun það hafa verið hjá Sigríði. Hún er kvödd með kærri þökk af syni sínum, sonardóttur, tengdadóttur, systkinum sínum og öllum öðrum, sem kynntust henni. G. M. Þ. AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI leiðbeiningar um innkaup í hinum glæsilegu Konan mín vill Kemvood chef sér til aðstoðar í eld- húsinu . . . og ég er henni alveg sammála, því ekkert nema það bezta er nógu gott fyrir liana. KENWOOD CHEF er miklu meira og allt annað en venjuleg hrœrivél — Kenwood Chef er þægileg og auðveld í notkun og prýði hvers eldhúss . . . og engin önnur hrærivél býður upp á jafn mikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar. Verð kr. 5.900.- Viðgerða- og varahlutaþjónusta Sími 11687 21240 Jíekla Laugavegi 170-172 Húsgagnasmiður vanur innréttingum óskast nú þegar. Upplýsingar í símum 33239 og 32400. Sendisveinn óskast Vinnutími kl. 8—12 fyrir hádegi. Talið við afgreiðsluna, sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.