Morgunblaðið - 20.11.1966, Page 21
Sunnudagur 20. nðv. 19SI8
MORGUNBLAÐIÐ
21
- S. Þ.
Framhald af bls. 12
og Asíuríkin eru mjög mörg og
hafa því mikið að segja vi'ð allar
atkvæðagreiðslur. Þessi ríki
hafa sig mikið í frammi, fulltrú-
ar þeirra tala mikið og oft, flytja
mikið af tillögum o. s. frv. f öíl-
um fundarsölum og öðrum salar-
kynnum ber og mikið á negrun-
um. Virðast þeir a.m.k. vera
íjölmennastir allra kynflokk-
anna, sem þarna eru. Þetta er
yfirleitt myndarlegt fólk og tal-
ar vel, flytur ræður sínar eins
Og þaulvanir ræðumenn.
Hinsvegar þykir vestrænum
mönnum þeir oft vera nokkuð
iljótir á sér. Þeir hafa ekki þolin
mæði á við Vestur-Evrópumenn
til dæmis, og þeir virðast hugsa
©f skammt fram í tímann. Það er
eins og það sé um að gera að
koma áhugamálunum í gegn
hverju sem tautar. Gáfaðir virð-
ast þeir vera, ekki síður en aðrir
'kynstofnar, og þeir sem eru full-
trúar sinna ríkja hjá Sameinuðu
þjóðunum hafa vafalaust fengið
fyrsta flokks menntun, margir
ta'la t.d. ensku og frönsku sem
væru þeir innfæddir Englending
ar eða Frakkar og staðgóða þekk
ingu hafa þeir á efnahags- og
menningarmálum.
Hagnýting á auðæfum hafsins
Eg hef áður minnzt á ræðu þá
sem Emil Jónsson flutti á Alls-
herjarþinginu. — Ráðherrann
ræddi þar fiskimálin og þýðingu
fiskveiða fyrir íslenzku þjóðina,
og lagði megináherzlu á þau mál
öll, þ. á m. verndun fiskstofna og
hagúýtingu sjávaraflans á raun-
faæfan hátt. Nú vildi svo til, að
íslenzka sendinefndin fékk um
það vitneskju frá sendinefnd
Bandaríkjanna, að hún hefði í
huga að beita sér fyrir því að
lögð yrði fram tillaga í 2. nefnd
um undirbúning á nánari og betri
hagnýtingu á auðæfum hafsins.
Jafnframt var fengið uppkast að
tiUögunni. Hér var að sjálfsögðu
um merkilegt mál að ræða og
þýðingarmikið fyrir ísland. Var
því utanríkisrá'ðherra skýrt frá
þessu málefni og óskað fyrir-
mæla um það hvort ís-land ætti
©kki að gerast meðflytjandi að
þessari tillögu og var það sam-
þykkt. Sendinefndinni þótti ekki
uógu fortakslaust orðalag tillög-
unnar um fiskmál og verndun
tfisksitofna og beitti sér því fyrir
því að orðalagi tillögunnar yrði
breytt með hagsmuni ísiands í
fiskimálum fyrir augum, og
fékkst það orðalag, sem við
'höfðum lagt til, samþykfct. Á því
var raunar gerð smábreyting síð-
ar, en hún var okkur frekar ti'l
hags en óhags. í stórum dráttum
gengur tillagan út á eflingu haf-
og fiskirannsókna og það með
tfullu tilliti ti'l verndunar fisk-
etofna. I tillögunni er bent á
þörf aukinnar þekkingar á haf-
inu, sem þekur 71% af yfirborði
jarðar, þar eð meiri nýting á
auðæfum hafsins gæti bætt lífe-
kjör þjóða, sérstaklega þróunar-
iandanna. Þá er getið þeirrar
rannsóknarstarfsemi, sem þegar
tfer fram á vegum Sameinuðu
þjóðanna og fleiri aðila. Er bent
á þörf samstárfs til að forðast
að fleiri aðilar séu að vinna að
hinu sama sitt í hvoru lagi.
Efnahags- og félagsmálaráð Sam
einuðu þjó'ðanna hefur áður
gert ályktun um auðæfi hafeins
önnur en fisk, en þessi tillaga,
æm hér er um að ræða, nær til
fisks alveg ótvírsétt, eins og ég
hef þegar minnzt á. 14 þjóðir
gerðust flytjendur þessarar til-
lögu auk Bandaríikjanna og fs-
lands, þ. á m. Danmörk og Nor-
egur.
Umræður um tillöguna hófust
hinn 8. nóvember á morgunfundi
í 2. nefnd og fýlgdi James Roose-
velt, ambassador í sendinefnd
Bandaríkjanna, henni úr hlaði
með ítarlegri og skilmerkilegri
ræðu. Hann skýrði svo frá, að
Bandaríkjamenn hefðu ríkan á-
huga á að koma upp hjá sér
framleiðslu á fiskimjöli til
manneldis, og mætti á þann hátt
fá mikið af ódýrum og prótein-
ríkum matvælum úr hafinu. Þar
sem mannfólkinu fjólgaði ört og
örar en framlei'óslu matvæla,
væri hungur yfirvofandi víða um
heim, ef ekki yrðu fundnar nýj-
ar aðferðir til framleiðsilu mat-
mæla. Fleira mælti hann, sem vel
væri þess vert, að þess væri get-
ið, en því verður að sleppa hér.
Hitt vil ég taka fram, að megin-
hluti ræðunnar snerist um fisk-
málin og hagnýtingu fiskaflans,
á þann hátt, að fiskveiðar væru
skipulagðar þannig að raunhæf-
an árangur gæti borið.
Hannes Kjartansson, ambassa-
dor okkar, talaði snemma í um-
ræ'ðunum og tel ég rétt að rekja
nökkur atriði ræðu hans, þótt út-
dráttur úr henni hafi birzt í einu
dagblaðanna hér. Hann taldi til-
löguna mjög mikilvæga enda
nauðsynlegt mannkyninu að hag
nýta auðlindir hafsins sem bezt.
Hann benti á, að matvælafram-
leiðslan hefði hvergi nærri við
mannfjölgun á jörðinni. í þessu
ljósi litu íslendingar á tillöguna
og teldu æskilegt, að Sameinuðu
þjóðirnar gerðu yfirlit yfir allar
rannsóknir og alla viðleitni til að
vinna matvæli úr hafinu. Am-
bassadorinn kva'ðst vona, að þessi
athugun gæti með aðstoð sér-
fræðinefndar leitt til tillagna um
aukið alþjóðasamstarf um haf-
rannsóknir, fiskveiðitækni o. fl.
Hann minnti á ræðu Emils Jóns-
sonar, utanríkisráðherra, fyrr á
þessu alþjóðaþingi og vitnaði í
ræðuna, kaflann um fiskimál ís-
'lendinga, og kvað hann þessa
sextán ríkja tillögu, sem hér
lægi fyrir vera í anda ræðu ráð-
herrans. Ræðumaður fagna'ði því,
að samkvæmt tillögunni ætti
væntanleg rannsókn Sameinuðu
þjóðanna að taka sérstafct tillit
til þeirrar nauðsynjar að varð-
veita fiskstofna svo að þeir nýt-
ist sem bezt í framtíðinni. Þetta
verður að nægja úr ræðunni.
Sumar þjóðir, eins og þær sem
ekki liggja að sjó, t.d. Austur-
ríki, létu sér fátt um finnast, og
töldu önnur verkefni meira að-
'kallandi. Tillögunni var samt vel
teki'ð, og rétt þegar ég var að
fara af stað hingað heim frétti
ég, að,hún hefði verið samþykkt
í nefndinni með yfirgnæfandi
meirihluta.
Valdabarátta og togstreita
Eg er nú búinn að geta hér
nokkurra mála og auðvitað hægt
að halda svona áfram lengi enn.
Ég er nú líklega farinn að þreyta
ykkur og skal því fara_ að slá
'botninn í þetta erindi. Áður vil
ég þó skýra stuttlega frá einu
má'li til, ekki fyrst og fremst
vegna málsins sjálfs heldur
vegna málsatvika, sem komu
fram í sambandi við það. Ég sat
lítilsháttar í 6. nefndinni, laga-
nefndinni. Þar var verið að
iræ'ða um að boða til mikiMar
aliþj'óðaráðstefnu til þess að
ganga frá allsherjarsamningi til
þess að lögfesta reglur um milli-
rí'kjasamninga (Codification and
development of the Law of
Treaties), allmerkilegt mál út af
fyrir sig. Gert var ráð fyrir því
í tillögu, sem fyrir lá, að ölium
aðildarríkjum Sameinuðu þjóð-
anna, öllum ríkjum, sem aðiíd
eiga að Alþjóðadómstólnum og
þeim ríkjtun öðrum, sem Alls-
herjarþingið samþykkti, skyldi
iboðin þátttaka. Áusturblokkin
svonefnda, Sovétríkin og sam-
herjar þeirra, 'var óánægð með
þetta orðalag og reyndi að
koma að breytingu í þá átt að
öllum ríkjum sikyldi boðin þátt-
taka. Urðu um þetta atriði miki-
ar.deilur. U Thant framkvæimda-
stjóri átti samkvæmt tillögunni
að bjóða til ráðstfefnunnar. Bent
var á, að þegar svipuð tillaga var
á ferðinni fyrir nokkrum árum,
hefði hann ekki talið sér fært að
skera úr hvort viss lönd væru
ríki í þjóðréttarmerkingu, svo
sem ríki, sem eru vi'ðurkennd af
fáum áðilum, og fleira því um
•líkt. Betra væri því að láta Alls-
herjarþingið ákveða hverjum
bjóða ætti, eins og gert var ráð
'fyrir í aðaltfii'lögunni. Þetta vildu
Sovétríkin og þau ríki, sem þeim
fylgja að málum, ek'ki failast á
og héldu fast við sína tiUö'gu, en
svo fór að hún var fel'ld með
miklum atkvæðamun. Ég nefni
þetta má'l vegna þess, að mjög
oft varð maður í Sameinuðu
þjóðunum á einn e'ða annan hátt
var við hina miklu valdabaráttu
og togstreitu, sem á sér stað í
heiminum milli stefnu vesturé og
austurs. Það kemur fram í smáu
sem stóru.
Ég verð líklega að láta hér
staðar numið, þótt á margt
fleira mætti minnast.
Ég hefði gjarnan vilja minn-
ast á Öryggisráðið. Þar voru
þeir ísraelsmenn og Arabaríkin
að dei'la um landamæraárásir og
flóttamannamálin, sem eru meðal
hinna átakanlegustu mála, sem
leyst eru og óleysanleg virðaj*
því miður, en þessu verður af
sleppa, því ég er þegar orðinr
of langorður, Nú hafa einmit'
þessa dagana borizt fréttir um
harðnandi átök milli ísraels op
Jórdaníu.
Ég vil svo að endingu taka
fram, að ég teil störf Sameinuðu
þjóðanna mjög mikilsverð. Tii-
gangurinn er að vernda heims-
friðinn og þótt ekki hafi tekizt
að koma í veg fyrir styrjaldir,
hefur þó ýmislegt áunniz bæ’ði
um mál er snerta hernað, af-
vopnun og margt annað sem
mikla þýðingu hefur fyrir mann-
kynið í heild. Hvort tekst að
forða frá þbiðju heimsistyTjöId
veit enginn, og bezt 'að spá sem
minnstu um það.
Ég þafcka svo góða áheyrn og
vona að þessir sundurlausu þank
ar um störf Sameinuðu þjóðanna
hafi ekki þreytt ykkur um of.
Fagmenn og efni á sama stað.
GiðWO teppín góðu
Nýjar birgðir.
Klœðning hf.
Laugavegi 164. — Sími 21444.
SELJUM AÐEINS f>AÐ BEZTA
/ IUálverkasýning
V Jutta D. Guðbergsson er
!-% í Hótel Hveragerði.
num
FOR GOOD HAKiDWRITING
Platignum verksmiðjurnar hafa
nú sett á markaðinn nýjasta og
fullkomnasta kúlupennann
PLATIGNUM LONG-LIFE.
Pennaoddur úr ryðfríu stáli
og kúla úr WOLFRAM
. . . koma í veg fyrir slit, sem
orsakar ójafna blekgjöf og leka
. . . tryggja jafna blekgjöf og
áferðarfallega skrift.
Þér getið valið um fyllingar með
Meöium eða Fine oddi, í fjórum
bleklitum; bláu svörtu rauðu eða
grænu.
PLATIGNUM LONG-LIFE er
fullkomnasti kúlupenninn á mark
aðinum.
Fæst í bóka- og ritfangaverzlun-
um um land allt.
[lM'ltliIl
m
Heildsölubirgðir:
Andvari hf.
Laugavegi 28. — Sími 20433.
Lelbiongomoikaður
Hef opnað leikfangamarkað að Rauðarárstíg 20.
Góð og ódýr leikföng. — Komið og gerið góð kaup.
Leiblangamarkaðuiiui
Rauðarárstíg 20.
(á horni Njálsgötu og Rauðarárstígs).
BARRY STAINES
Linoleum, gólf- og veggflísar í viðarlíkingu.
Flísar sem auðveit er að leggja.
Glæsilegir litir.
LITAVER
Grensásvegi 22—24.
Símar 30280 og 32262.
SímavarzEa
Stúlka óskast til símavörzlu nú þegar. — Vakta-
vinna. Tilboð er greini aldur og fyrri störf, sendist
afgr. Mbl. fyrir 23. nóv. merkt: „10 línur — 4700“.