Morgunblaðið - 20.11.1966, Qupperneq 30
30
MO&GUNSIAÐÍÐ
Sunnudagur '20. nóv. 1956
Nýkomið:
GEARMÓTORAR:
0,25 — 0,4 — 0,6
1,5 — 2,2 — 3,0 kw.
STRÖMBERG
RAFMÓTORAR:
0,18 — 11,0 kw.
Þúsundir ánægðra notenda hér á landi er bezta
sönnunin fyrir gæðum þeirra.
Einkaumboð:
HANNES ÞORSTEINSSON
heildverzlun, — Hallveigarstíg 10.
Sími: 2-44-55.
Lóubúð
Jólanáttkjólarnir á telpur, perlon velour
3—9 ára og fallegir telpuundirkjólar
á 2—12 ára.
Barnavettlingar í úrvali, jóladúkar og
kaffidúkar, ýmsar gerðir.
LÓUBÚÐ
Starmýri 2 — Sími 30455.
— Ur verinu
Framhald af bls. '3
in hefur búið við, síðan síðari
styrjöldin brauzt út, að krónu-
tala tímakaupsins segir ekki allt
um tekjurnar eða afkomuna. I
stríðsbyrjun var tímakaupið kr.
1,20—1,45, nú er það við 50 kr.
En afkoman er ekki sú, sem
krónutölumismUnurinn gæti bent
til og langt frá því, þó að eng-
inn neiti því, að afkoma manna
og ýmis hlunnindi eru nú allt
önnur og betri en fyrir rúmum
25 árum.
Stundum heyrist því haldið
fram, að verðbólga sé sjávarút-
veginum til góðs, hún lækki
skuldirnar. Það kann að vera
rétt, að verðbólgan auðveldi
mönnum að greiða skuldir sínar,
þegar tekjur manna vaxa með
verðbólgunni eins og tímakaup,
en það á ekki við hjá útflutnings-
framleiðslunni, þar sem afurða-
Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund í
Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 21. nóv. kl. 8,30.
Fundarefni:
1. Stefán Jónsson bæjarfulltrúi ræðir bæjarmál.
2. Kosið verður í fulltrúaráð flokksins o. fl.
3. Kvikmyndasýning.
STJÓRNIN.
SeEur til leígu
Get útvegað sal fyrir smærri fundi.
Upplýsingar í síma 18408.
0 /V ss .rví /X □
kæliskápar, eru þegar vel þekktir hér á landi, þeir
eru formfagrir, rúmgóðir og vandaðir.
Frystikistur og
frystiskápar
eru úr bezta fáanlegu efni.
Halda -f- 20° til -h 26° kulda.
uppþvottavélin er afkastamikil húshjálp, er sjálf-
virk og tekur leir eftir 6—8 manns hverju sinni.
Kynnið yður kosti og gæði ÐANMAX heimilistækj-
anna og hið hag^væuui verð.
Vesturgötu 2.
Sími 20-300.
Laugavegi 10.
Sími 20-301.
verðið takmarkast af heimsmark
aðsverðinu Kauphækkanir leggj
ast svo miklu þyngra á útflutn-
ingsframleiðsluna en sem svarar
því, sem skuldabyrðirnar léttast
við verðbólguna. Verðbólga er
því stærsta böl sjávarútvegsins.
Léttbærara væri fyrir sjávarút-
veginn að taka á sig hóflegar
kauphækkanir, þegar markaðs-
verðið leyfir, ef verðlag stæði
nokkurn veginn í stað innan-
lands. Kaupgjaldið er t.d. í frysti
húsi um 25% af rekstrarkostnað-
inum, en annar kostnaður, sem
fylgir yfirleitt verðbólgunni, um
75%, þar á meðal hráefnið.
Eftirtektárvert er fyrir íslend-
inga að líta á þfóun þessara
mála, t.d. hjá Svíum. Þar hafa
launin hækkað í ár um liy4%,
en verðhækkanir hafa ekki num
ið nema 4%%. Næsta ár er gert
ráð fyrir, að launin hækki um
9%%, en verðhækkanir nemi
ekki meira en 3 ¥2%.
Hér á landi var lægsta tíma-
kaup karlmanna í árslok 1959
kr. 21,91, en er nú eftir 7 ár kr.
49,38 eða hefur hækkað um
125%. Dýrtíðin hefur hækkað á
sama tímabili úr 100 stigum 1
árslok 1959 í 198 stig haustið
1966 eða um 98%,
Síðustu árin, einkum 2—3, hef
ur verið hagstætt verð á út-
flutningsafurðum sjávarútvegs-
ins. Þess vegna hefur hann getað
tekið á sig ýmsar hækkanir. En
nú hefur skyndilega skipt um,
og verðið á helztu útflutningsaf-
urðunum fallið niður fyrir það,
sem það var fyrir hækkunina.
Þannig hefur blokkaverðið I
Bandaríkjunum fallið _úr 29’,2
centi í 23 cent' pundið, eða við
5 krónur kg. Það svarar til 1 kr.
og 50 aura á hvert kg, af fiski
upp úr sjó. Er það við % hlutinn
af fiskverðinu. Menn geta neitað
að trúa þessu, þangað til þeir
reka sig á staðreyndirnar. Verð-
ið er nú komið niður í það, sem
það var fyrir rúmum 20 árum,
þegar fslendingar byrjuðu að
selja blokk. Menn geta sagt:
Þetta kemur okkur ekki við, en
þannig er aðeins hægt að af-
greiða málið í bili. Verð á fiski
í neytendaumbúðum hefur einnig
fallið, þó ekki eins mikið. Lýsið
og mjölið hefur fallið við það
um % frá því sem það var í
íyrra. Það svarar til mun meira
verðfalls á síldinni upp úr sjó en
orðið er.
Verðið til Sovétríkjanna á
frosnum fiski hefur líka lækkað,
þótt það sé ekki eins mikið og í
Bandaríkjunum. Verð á smærri
saltfiski hefur lækkað, en ekki
enn á stórfiski. En hvað skeður,
þegar meira af framleiðslunni
beinist yfir í saltfisk. Skreiðin
hefur hækkað, það sem það er,
en það er ótryggur markaður,
sem getur fallið fliótt við aukna
framleiðslu hér og í Noregi, sem
er trúlegt, að eigi sér stað vegna
verðfallsins á freðfiskinum.
Vandamál sjávarútvegsins,
frystihúsanna, togaranna og
smærri bátanna, atvinnuöryggi
og stöðvun verðbólgunnar, sem
allt er nátengt hvað öðru, verða
áreiðanlega þau mál, sem ofar-
lega verða á baugi hjá hinu ný-
byrjaða alþýðusambandsþingi.
Eyjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Flókagötu 65. — Sími 17903.
BÖÐVAR BRAGASON
héraðsdómslögmaður
Skólavörðustíg 30. Sími 14600.