Morgunblaðið - 23.11.1966, Side 11

Morgunblaðið - 23.11.1966, Side 11
MOkGUNtiLÁÐIÐ MÍðvikuáaguf 2S. náv.1966 Um söluskatt af bifreiðasölu f HÆSTARÉTTI var nú nýlega kveðinn upp dómur í máli þar sem ágreiningurinn var um inn- heimtu söluskatts. Hafði toll- stjórinn í Reykjavík krafist þess, að lögtak yrði látið fram íara hjá gerðaþola, Guðjóni Guðjónssyni, til tryggingar sölu- ekattskröfu að upphæð kr. 18.262.00. Málavextir eru sem hér skal greina: Á árinu 1965 var Guðjón Guð- jónsson krafinn um söluskatt að fjárhæð kr. 18.262.00. Var skatt- urinn lagður á andvirði 5 bif- reiða, er áfrýjandi hafði selt á árinu 1963. Grundvöllur skatt- lagningarinnar var sá, að talið var að nefndur Guðjón hefði Btundað kaup og sölu bifreiða í atvinnuskyni á árinu 1963, enda þótt hann þá hefði haft aðra aðalatvinnu og hefði eigi til- kynnt um þessa starfsemi sína. í annarri grein sbr. 5. gr. 1. nr. 10 1960 sé hver sá aðili talinn eöluskattsskyldur, sem selji eða afhendi í atvinnuskyni vöru eða verðmæti með þeim takmörk- unum einum, sem í lögunum greinir. Var talið, að þau við- ekipti Guðjóns að selja 5 bif- reiðir á árinu 1963 væri fyrst og fremst sala í atvinnuskyni, enda hefði hann haft hagnað af þessum viðskiptum. Guðjón Guðjónsson mótmælti umræddri skattálagningu. Taldi hann að einstaklingar mættu ekipta um bifreiðar til einkaaf- nota eins oft og þeir vildu, án þess að ástríða af slíku tagi væri talin söluskattsskyld. Niðurstaða lögtaksmálsins í héraði, að hinn umkrafði sölu- ekattur vegna bifreiðasölunnar var talinn hafa verið réttilega álagður. Studdist úrskurður héraðsdómarans við ákvæði 13. tl. 9. gr. reglugerðar nr. 15. 1960 um söluskatt, en þar segir m.a. svo um þær sölur, sem undan- þegnar eru söluskatti: „Lausafé eem seljandi hefur notað í eigin þágu eða við starfsemi sína, enda geti salan ekki talizt til etvinnurekstrar. Með þessu ékvæði er t. d. undanþeginn eala á notuðum munum einstakl- inga, ennfremur sala véla og éhalda atvinnufyrirtækja, sem Xiotuð hafa verið í atvinnurekstri, ef salan getur talizt eðlilegur þáttur í endurnýjunar og við- haldi þeirra eða fyrirtæki hættir starfsemi. Sé sala nefndra fjár- muna meiri eða örari, en eðli- legt getur talizt með tilliti til aðstæðna hverju sinni, verður að líta svo á að um skattskylda starfsemi sé að ræða.“ Þessum úrskurði var áfrýjað til Hæstaréttar, og komst Hæsti- réttur að annárri niðurstöðu og segir svo í forsendum að dómi réttarins: „Afrýjandi seldi á áinu 1963 fimm nótaðar bifeiðir, en fjórar þeirra hafði hann keypt á sama ári. Eigi átti hann nema eina þeirra í einu. Var söluveð bif-r eiðanna samtals kr. 627.000,00, og hagnaður af sölunum er 12.000,oo samkvæmt skattframtali. Skatta- yfirvöld telja áfrýjanda sölu- skattskyldan af söluverði bif- reiðanna og hafa gert honum að greiða k. 18.262.00 í söluskatt. Er nú krafizt lögtaks hjá honum fyrir fjárhæð þessari auk drátt- avaxta og kostnaðar. Með kaupum og sölu nefndra bifreiða hefur áfrýjandi, sem enga sjálfstæða starfsstöð rak með bílasölu, svo vitað sé, hvorki stundað „sjálfstæða starfsemi“ í merkingu 4. gr., stfl. d. laga nr. 10/1960 né „atvinnurekstur" í merkingu 6. gr., 13. tl., sömu laga, er honum bæri að tilkynna sem söluskattskylda starfsemi eða atvinnurekstur til skatta- yfivalda samkvæmt 11. gr. sömu laga. Var áfrýjandi bví eigi skylt að greiða söluskatt af söluverði bifreiðanna. Samkvæmt þessu ber að fella hinn áfrýjaða úr- skurð úr gildi og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda máls- kostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti sem ákveðst kr. 15.000,00“. Kalla hesm sendiherra Tokíó, 21. nóv. — AP FRÉTTASTOPAN „Nýja Kína" skýrir svo frá í dag, að stjórn Norður-Kóreu hafi kallað heim sendiherra sinn í Peking. Ekki er vitað hversvegna, — en frétta menn gizka á, að ráðstöfun þessi standi í einhverju sam- bandi við þá stefnu stjórnar N- Kóreu að halda algeru hlutleysi í deilum sovézkra og kínversikra kommúnista. Krónur 4.300,00. Svefnbekkir frá kr. 2.800,00 (5 gerðir). Svefnsóíar, 2ja manna. Svefnstólar — Svefnherbergissett. Sófasett, 3 gerðir. — Útskorin sett. Sófaborð — Skrifborðsstólar. Vegghúsgögn (mikið úrval). Margt fleira. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Húsgagnavenliiin Þorsteins Sigurðssonar Grettisgata 13 — Stofnsett 1918. — Sími 14099 Páll V. G. Kolka ALLIR landsmenn eiga kröfu til þess, að hið opinbera sjái þeirn fyrir viðunandi embættisþjón- ustu, eftir því sem aðstæður leyfa og starfskraftar hrökkva til. Á þessu hefur orðið allmikill misbrestur víða á landinu vegna þess að menn hafa ekki fengizt í embættin og á þetta einkum við um lækna og presta. Með læknaskipunarlögunum frá 1965 er reynt að ráða bót á þessu með breyttu skipulagi, að því er læknisþjónustuna varðar, og er þar gert ráð fyrir samsteypum lækniáhéraða. Nefnd sú til end- urskoðunar prestakalla, sem heil brigðismálaráðherra skipaði síð- astliðið ár samkvæmt ályktun kirkjuþingsins 1964, hefur lagt fram nökkuð hliðstæðar tillögur um samsteypur - prestakalla og tilfærslur á þeim í því skyni að reyna tryggja öllum lands- hlutum prestþjónustu með betri nýtingu starfskrafta. Nú hafa þau furðulegu tíðindi gerzt, að meirihluti presta í Rangárvallaþingi hefur á ný- afstöðnum héraðsfundi sýnt það ábyrgðarleysi að stinga höfðinu niður í Landeyjasand og lýsa sig mótfalla öUum breytingum á núverandi fyrirkomulagi. Er því full ástæða til að útskýra þetta mál nánar, einkum fyrir þeim sem lítið eða ekkert þekkja til þess utan Suðurlandsundirlend- isins. Samkvæmt gildandi lögum eru nú til á pappírnum 102 presta- köll utan Reykjanessvæðins. Tæpur helmingur þeirra, eða 48, höfðu færri en 500 íibúa 1. des. 1964 — þar af 18 undir 200 og eitt með sjö — segi og skrifa sjö íbúa. Mörg presta- köll úti um land hafa árum sam- an haft engan fastan prest, og það jafnvel sum, sem áður voru talin eftirsóknarverð. Nú eru sem stendur 18 prestaköll, sem ekki hafa gengið út. Allar líkur eru til að þessum prestlausu köllum fjölgi mjög á næstu ár- um, eins og réttilega var sýnt fram á af formanni Prestafélags- ins, síra Gunnari Árnasyni, á síðasta Kirkjuþingi. Á næsta áratugi munu allmargir prestar hætta störfum fyrir aldurs sak- ir, viðkoma er lítil í guðfræði- deild Háskólans og margir hætta prestsstörfum úti á landi á miðj- um aldri, kjósandi heldur kennslu- eða skrifstofustörf í Reykjavík. Samkvæmt lækna- skipunarlögunum nýju njóta læknar í afskekktum og lélegum héruðum forgangsréttar til betri embætta, en þessu er öfugt var- ið með sveitapresta. Vegna hinna úreltu og siðspillandi prests- kosningalaga verða þeir að sitja þar sem þeir eru eitt sinn komn- ir, nema þeir hafi fjárafla eða fjársterka fylgismenn til að leggja út í harðvítuga kosninga- baráttu í eftirsóknarverðara brauði. Þeir eru sú eina stétt opinberra starfsmanna úti á landi, sem ekki geta átt von á neinum embættisframa, hversu vel sem þeir standa í stöðu sinni. Prestakosnmgalögin fæla því margan ungan guðfræðing frá því að sækja um sveitapresta kall, nema helzt einhver hóglíf- isbrauð, þar sem samgöngur eru ágætar og lítið þarf fyrir lífinu að hafa, þeir sem þannig eru sháttur gerðir. Hið margumtalaða jafnvægi í byggð landsins kemur að öllu óbreyttu þannig út, að því er presta og lækna snertir, að æ fleiri staðir utan Suðurlanás- undirlendisins og Faxaflóa- svæðisins verða að vera án þjón ustu þessara embættismanna. Þetta er einkum hart fyrir þau héruð, sem hafa lagt í mikinn kositnað við spítalabyggingu, eða fámenna söfnuði, sem hafa ráð- izt í dýra kirkjubyggingu. „Þetta er allt í lagi“, segja þeir góðu Guðsmenn í Rangárþingi, „við viljum hafa sérstakan prest til að þjóna Bergþórshvöls- kalli, með 300 íbúa, hvað sem þeim líður á Austfjörðum og Vestfjörðum. Nú er svo komið, að aðeins er einn þjónandi presitur í allri Vestur-Barðastrandasýslu, þótt þar séu fjögur prestaköll á papp- írnum. Hann verður að þjóna níu kirkjum og er á sjö þeirra yfir fjallvegi að fara, sem oft eru ófærir bílum á vetrum, svo að presturinn verður að, fara á skíðum á annexurnar. Á ein- hverjum þeirra kirkjustaða, og reyndar miklu víðar á þessu landi verður kirkja ékki opnuð til guðsþjónustuhalds á þeirri jólahátíð, sem í hönd fer. Þar á vísu ekki Yið sú gamla saga, að „kirkja fyrirfinnst engin“, held- ur hitt, að prestur fyrirfinnst þar ekki nema á einhverri blað- síðu í Lagasafninu. Sumurn finnst öllu borgið meðan hann er ekki strikaður út úr því. Svo langt eru þeir utan við lífið og veruleikann. —x— f Prestakallanefndinni áttu sæti Ásgeir Pétursson sýslumað ur, sem var formaður hennar, síra Ingólfur Ástmarsson bisk- upsritari, síra Sigurður Einars- son í Holti, Ólafur Björnsson, stjórnarráðsfulltrúi og undirrit- aður. Nefndin skipti með sér landinu til yfirferðar og hafði tal af flestöllum prestum úti á landi og fleiri málsmetandi mönnum. Hún mætti hjá þeim svo að segja öllum, að sumum Suðurlandsprestunum und.an- teknum, fullum skilningi á því, að nota yrði bættar samgöngur og samfærslu byggðarinnar til þess að nýta betur mjóg tak- markaða starfskrafta kirkjurm- ar. Þá verður að hafa presta- köllin í sveitum yfirleitt ekki mannfærri en með 500 ibúa, enda er prestum í Reykjavik ætlað að hafa 5000 manna söfn- uði og í öðrum kaupstöðum allt að 4000. Prestar þurfa h.íldur ekki nú orðið að annast yfir- heyrslu ungmenna við húsvitj- anir né taka manntal, eins og áður var, en af aukaverkum í 5C0 manna söfnuði koma á prest að meðaltali 13 skírnir, 4 hjóna- vígslur, 3—5 greftranir og ferm ingarundirbúningur 10—12 ung- menna á ári' Þetta er því sízt of mikið starf, nema þar sem erfið ar samgöngur eða Vetrarríki hamlar. Nefndin tók þó tillit til þess og lagði til að halda við fá- mennari prestaköllum á nokkr- um slíkum stöðum, svo sem á Langanesströndum og Borgar- firði eystri, enda getur prest- ur í afskekktri byggð verið ómet anlegur liðsmaður einnig í ver- aldlegum efnum. Ég hygg það varla ofmælt, að nefndin hafi lagt alla alúð við starf sitt. Nefndarálit hennar kom svo fyrir síðustu prestastefnu, sem féllst á það í meginatriðum, en vildi ganga skemmra í samsteyp um. Kirkjuráð tók bæði álitin til mjög rækilegrar athugunar, fór nokkuð bil beggja, en tengdi það svo við áður framkomið frumvarp um Kristnisjóð. Er þá einnig gert ráð fyrir aukinni verkaskiptingu og sérhæfingu, svo sem að ráðnir verði sér- menntaðir prestar til starfs með al sjómanna, á sjúkrahúsum og meðal ungmenna, en auk þess að kinkjan fái hreyfanlega starfs- krafta, sem hægt er að grípa til hverju sinni, sem þörfin er mest úti á landi. Nýafetaðið Kirkjuþing fjallaði svo um mál- ið og afgreiddi það með nokkr- um breytingum. Það er því furðulegt, að til skuli vera menn og það innan prestastéttar, sem telja engra breytinga þörf og spilla með því fyrir nauðsynleg- um endurbótum á starfstilhögun kirkjunnar. Ef prestar hefðu borið gæfu til þess að standa saman um ffumvarpið um breytta presta- kallaskipun og Kristnisjóð, eins og það kom frá Kirkjuráði, sem hafði leitast við að gæta hófs í samsteypum prestakalla, þá hefði mátt búast við að því væri tryggður sigur á Alþingi. Á því er enginn vafi, að kirkjulegur áhugi leikmanna er nú mun meiri í landinu en var fyrir 20— 30 áru-m, en verði allt látið reka á reiða í sikpulagsmálum kirkj- unnar mun þeim söfnuðum fjölga á Vestur-, Norður-, og Austurlandi, sem verða að mestu leyti að vera án prests- þjónustu, jafnvel á stórhátíðum. Verður það þá ekki sízt að kenna þeim undarlega og hörmu lega þvergirðingshætti, sem sum ir prestar hér sunnanlands eru gagnteknir af og spillir fyrir öllu kirkjulegu samstarfi. P. V. G. Kolka. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Opel Record 1966 Seljum næstu daga örfáa fólksbíla, stationbíla og sendibíla af gerðinni Opel Record, árgerð 1966 á lágu verði. Vébdeild $í§ Ármúla 3. — Sími 38900. DÆLUR % - 6“ Dælur af öllum tegundum fyrir heitt cg kalt vatn, lýsi og alls konar feiti. Leitið tæknilegra upplýsinga. =HÉÐINN= félaverzlun . Slml 24260 Vélaverzlun — Sími 24260.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.