Morgunblaðið - 23.11.1966, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
13
MiðvikuðagttT 5S. nóv. 1966
Guðmundiir 0. Hagalín skrifar:
„Bezt að fara stiilt af stað...“
Steinunn Eyjólfsdóttir:
Hin gömlu kynni og fleiri
sögrur. —
Bókaútgáfan Eeiftur,
Keykjavík 1966.
KONA, sem er fædd og uppalin
hér í Reykjavík hefur sagt mér
ýmsar sögur frá bernskuárum
Ei'num. Og hún hefur tjáð mér,
að þá er hún og leikfélagar henn
ar voru orðin þreytt á einhverj-
um síenöurteknum og af full-
orðna fólkinu viðurkenndum
leikjum, hafi allt í einu dottið
upp úr einhverjum krakkanum:
„Eigum við ekki annars að
koma að gera kúnstir?"
' Þessu kveður hún ávallt hafa
verið vel tekið, og svo var þá
upp á ýmsu fundið, sem siða-
vandir aðstandendur tóku ekki
gott og gilt, ef þeir komust á
enoðir um það. En ýmsir óvið-
komandi menn, sem af tilviljun
urðu sjónarvottar, virtust hins
vegar oft og tíðum skemmta sér
vel — og því betur, sem minna
var „af setningi slegið“. Og svo
tóku þeir þá að eggja og espa
krakkana!
Mér hefur stundum dottið þetta
í hug þegar ég hef lesið nýjar
bækur — oftast, en ekki ávallt
eftir unga höfunda. Þá fýsir að
ekrifa, trúlega af einhverri innri
þörf til að tjá tilfinningar sínar
og viðhorf. En hvað sem köll-
uninni líður, mundu þeir flestir
þrá, að bækur þeirra veki veru-
lega athygli — og þá um leið
þeir sjálfir. Þeir komast flestir
tiltölulega fljótt að raun um, að
enginn leikur er að finna sér
eðlilegt og um leið sérstakt, en
þó ekki afkáralegt form, en brátt
hafa þeir komizt að raun um, að
til er næstum óbrigðult ráð til
oð láta taka eftir sér. Það er ein-
ínitt að gera kúnstir. Og þeir sjá,
oð það verður gert með ýmsu
móti. Dálítið óvenjulegt og jafn-
vel andkannalegt efni, klúrt, svo
kallað djarft orðalag og svo ým-
Iss konar frávik frá venjulegu
íormi, jafnvel betra en ekkert að
gera kúnstir í réttritun eða
eleppa stórum stöfum og lestrar
merkjum. Og það er síður en
evo, að eins þeir, sem lítið hefur
verið gefið grípi til þessa. Stund
um gera það svo gáfaðir höfund-
or, að maður gæti freistazt til að
gruna þá um græsku, — látið
eér detta í hug, að þeir hefðu
gaman af að sjá viðbrögð þeirra
bókmenntalegu spekinga, sem
vilja ekkert síður en láta væna
eig um að vera gamaldags! Og
evo glottir þá kannski hrekkja-
lómurinn — ekki sízt ef hann
les ritdóm, þar sem einn hinna
spakvitru lýsir yfir því í löngu
máli, að hann botni hreint ekkert
i bókinni, en klykkir svo út með
þeirri speki, að þetta muni ef
til vill vera það form, sem koma
ekuli — eða að slík bók sem
þessi geri í rauninni allar áður
út komnar af sömu tegund ger-
eamlega ómerkar! Þeir vilja auð
ejáanlega, þessir bókvitringar,
láta blábjánalega og tízkusoltna
lesendur segja, að báðir geti nú
nokkuð, rithöfundur og ritdóm-
I í hinni litlu bók Steinunnar
I Eyjólfsdóttur eru tíu stuttar sög
ur. Aðeins ein þeirra er óvenju-
leg að efnisvali, en engar skæl-
ingar í stíl, engin svokölluð
dirfska í málfari, ekkert klúrt
eða andkannalegt í atburðarás-
inni. Mér er sagt, að Steinunn
sé ung stúlka, sem láti sér sæma
að vinna við fiskpökkun í frysti
húsi og trúlega hefur hún ekki
hirt eða haft tóm til að kynna
sér hina tízkubundnu lífstján-
ingu þeirra, sem fegnir vildu
hafa augun í hnakkanum eða
annað í höku og hitt í enni, ef
þeir vektu þá verulega eftir-
tekt, en máske er hún líka ónæm
íyrir slíku
ar, enda ekki snið þeirra þannig
yfirleitt, að til þess verði ætlazt.
En þær eru sagðar á látlausu og
lipru máli, og stíllinn er hnökra-
lítill, en hins vegar ekki svipmik-
ill. Skáldkonan er auðsjáanlega
gædd allríkri glöggskyggni á
mannlegt eðli og mannlegt sam
býli, sér veilur og vankanta, en
er þó ekki ádeilugjörn, enda á
hún meira skopskyn en svo, að
hún taki hvern mannlegan brest
hátíðlega.
Sögurnar eru misjafnlega hag-
lega gerðar, en sumar sýna hæfni
til þeirra taka á efninu, sem
sóma athyglis- og kímnigáfu
skáldkonunnar. Svo er um Hin
gömlu kynni, Köllun, Að hlæja
eða gráta, Sögu, sem allir kunna
og Þegar óskirnar rætast. Mið-
ur tekst um sögurnar Skáldið og
skruddan og Hvít blóm — og í
Yfirflutningsskrifstofunni, þar
sem skáldkonan hefur fengið
skemmtilega hugdettu, reisir hún
sér hurðarás um öxl. Sumar-
kvöld minnir að efni og atburð-
arrás um of á kunnar smásög-
ur, innlendar og erlendar, sem
skrifaðar eru af skáldum, er bet-
ur kunna til verka en Steinunn
kann ennþá. í útgerðinni er ekki
smásaga, ekki einu sinni saga,
en þar er af smekkvísi, hófsemi
og raunsæi brugðið upp skyndi-
mynd úr atvinnulífinu, seinustu
drættirnir þannig, að myndin öll
verður eftirminnileg.
Ég efast um, að Steinunn Eyj-
ólfsdóttir hefði orðið sérlega hrif
in, þó að hrópað hefði verið fyr
ir henni margraddað húrra út af
þessari bók hennar. Ég bæti bezt
trúað, að hún hefði skellt í góm
og sagt:
„Ég er svo alveg hissa, hvern-
ig mennirnir láta. Þetta bókar-
korn mitt er svo sem ekki neitt
mikið. Ég var nú bar að þreifa
fyrir mér“.
En mættum við fá meira að
heyra?
Guðm. Gíslason Hagalín.
Kvöldvaka á
Héraði
Egilsstöðum 20. nóv.
Á FÖSTUDAG var fyrsta kvöld,
þriggja kvölda vöku, sem haldin
er í félagsheimilinu Yalaskjálf.
Sigurður Blöndal, formaður
Menningarsamtaka Héraðsbúa,
setti kvöldvökuna. Unnar Stef-
ánsson, erindreki, flutti því
næst erindi um sameining sveit-
arféiaga. Því næst voru umræð-
ur. í gærkvöldi var fyrsta atriðið
á dagskránni: Tekizt á yfir Lagar
fljót, einn fulltrúi frá hverjum
hrepp. Stjórnandi var Matthías
Eggertsson, Skriðuklaustri, en
dómari Kristján Ingólfsson, Eski-
firði. Karl Guðmundsson leikari
og fleiri fluttu gamanþátt, Gam-
anmál. Dansað var að lokinai
dagskrá.
í dag kl. 14, flytur ávarp Sig-
urður Blöndal, formaður MH.
Annað atriði á dagskrá er ís-
lenzk byggingarlist, erindi með
skuggamyndum, flutt af Herði
Ágústssyni. Tónakvartettinn frá
Húsavík syngur. Þá verður kynn-
ing á skáldskap séra Stefáns
Ólafssonar í Vallarnesi. Séra
Ágúst Sigurðsson, Vallarnesi
fltur erindi, og Karl Guðmunds-
son, leikari, les upp. Þá syngur
Tónakvartettinn aftur. Að lokum
flytur erindi, og Karl Guðmunds
son, fyrrverandi skólastjóri.
Steinþór.
Vörumorkaður
/ Listamannaskálanum Opið
oðe/ns frá kl. 1-6 e.h. fram
á föstudag
Notið tækifærið, gerið góð kaup
Bifvélavirki
Reglusamur ungur bifvélavirki óskar eftir traustri
atvinnu úti á landi. Skilyrði að húsnæði fylgi. —
Vanur rafsuðu, logsuðu og margs konar viðgerðum á
diesel- og benzínmótorum. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 5. des., merkt: „Ábyggilegur — 8533“.
Frá sjónarhóli
mæðra
BOGI Sigurðsson er undanfarna
daga búinn að rita mörg orð um
samninga Sumargjafar við Starfs
stúlknafélagið Sókn og þar eð ég
er starfsstúlka hjá Sókn og mál-
um þessum nokkuð kunnug, sé
ég mig knúða til að rekja þetta
mál nokkuð. Þessar línur eru pó
eingöngu á mína ábyrgð persónu-
lega.
Forsaga þessa máls er sú, að
á sl. vori fékk Sókn það inn í
samninga að álag á eftirvinnu,
sem áður hafði verið greitt frá
kl. 19 skyldi framvegis vera
greitt frá kl. 17. Ennfremur hafa
vinnuveitendur, aðrir en Sumar-
gjöf, um árabil greitt þeim Sókn
arkonum er vinna skemur en 36
stunda vinnuviku 7% hærra
kaup en ella. Um þessi atriði
stóðu samningaumleitanir Sókn-
ar við Sumargjöf. í allt sumar
hafði forstjórinn engan áhuga á
að tala við félagið. Þegar loks
samningar hófust neitaði hann
hvorutveggja. Þó kom þar að
að hann féllst á 7% en neitaði
eindregið eftirvinnuálaginu, sem
er 15,13 kr. á tímanum eins og
kaup er í dag Út af því stóð
verkfallið í 4 daga. Þá varð Bogi
Sigurðsson að láta undan rétt-
mætum kröfum starfsstúlkna,
sem fóru ekki fram á annað en
sambærileg kjör við það sem
borgað er af öllum öðrum vinnu-
veitendum Starfsstúlknafélagsins
Sóknar. En Bogi var ekki af
baki dottinn, nú hugðist hann að
reyna að „hefna þess í héraði
sem hallaðist á Alþingi". Hann
hafði orðið að láta undan fyrir
Margréti Auðunsdóttur og starfs-
stúlkum á barnaheimilunum, en
nú skyldi hefnd hans hitta ein-
stæðar mæður út um allan bæ,
því að ekki verður annað skilið
af grein hans, en að breyttur
lokunartími á barnaheimilum sé
bein hefnd fyrir það að hafa
orðið að láta í minni pokann í
þessu máli. Öðruvísi er ekki
hægt að skilja orð hans um 150
þús., sem hann segir Margréti
hafa hrifsað úr höndum Sóknar-
stúlkna og kastað á glæ!! En það
hlýtur líklega að vera sú upphæð
sem Sumargjöf sparar sér að
borga hálfsdagsstúlkunum, með
því að láta þær vinna frá kl.
13—17 í staðinn fyrir að vinna
til kl. 18 eins og áður var. Er
það í sjálfu sér mjög merkileg
yfirlýsing, að þeim peningum,
sem ekki eru borgaðir Sóknar-
stúlkum, sé á glæ kastað, ekki
metur nú forstjóri Sumargjafar
starfsemina mikils.
Þá er að minnast á sjálfa á-
lagsupphæðina, sem virðist for-
ráðamönnum Sumargjafar svo
mikill þyrnir í augum að þeir
treysta sér alls ekki til að borga
hana. Ég rengi ekki útreikninga
þeirra, en annar reikningur er
líka til á því dæmi. Ég hef reikn-
að út hvað það myndi kosta á
hvert barn, ef því væri deilt
þannig niður, og telst mér til að
það sé kr. 16,66 á mánuði. Þetta
er of há tala, því að þarna hef
ég reiknað með að Sóknarstúlk-
ur ynnu allt árið en svo er ekki.
Á sumrin vinna nær eingöngu
nemar auk fóstranna, svo þetta
álag yrði svo til ekkert þá mán-
uði. Ég er alveg viss um að ef
forráðamenn Sumargjafar hefðu.
látið svo lítið að leita álits for-
eldra, sem hefði sannarlega ver-
ið sanngirniskrafa, þá myndu
foreldrar sem hlut eiga að máli
hafa verið fúsir til að borga
þessa upphæð úr sínum vasa.
Það kemur fram í greinargerð
Sumargjafar að forsendur fyrir
þessari ákvörðun um lokunar-
tíma barnaheimila sé sú m. a. að
starfsstúlkur fái verulega hækk-
un með þessum samningum, en
fóstrur enga. Það er ekki von,
fóstrur eru ekki í Sókn. Eftir að
fóstrufélagið gafst upp á því að
vera stéttafélag og lagði allt sitt
ráð í hendur kjaradóms mun
hafa verið lítið um kjarabætur
hjá því félagi, t. d. munu þær
hafa gleymzt á sl. vori, það þarf
nefnilega alveg eins að heyja
kjarabaráttu á þeim vettvangi
eins og hverjum öðrum og mættu
fóstrur vera þess minnugar. Það
kann að vera óskadraumur Boga
Sigurðssonar að óbreyttar starfs-
stúlkur á barnaheimilum verði
einnig starfsmenn bæjarins svo
þær hætti að gera kröfur um
launahækkanir, sem sambærileg-
ar séu við aðrar verkalýðsstéttir,
og myndi þá e.t.v. skammt að
bíða að ófaglærðrar stúlkur á
barnaheimilum yrðu „annars
flokks vinnuafl", eins og Bogi
hefur eftir Margréti Auðunsdótt-
ur.
Nei, þarna er annar aðili, sem
bæði Bogi og forráðamenn Sum-
argjafar virðast gleyma, það eru
þeir sem eiga börn sín á barna-
heimilunum. Við sem þar eigum
börn eigum heimtingu á því að
svo sé búið að fólkinu að þar
veljist jafnan til starfa úrvals
fólk, svo sem nú er, og okkur
er sízt greiði gerður með því að
verið sé að sjá eftir kjarabótum
til handa þeim stúlkum sem
gæta barna okkar þar á meðan
við vinnum svo þær beri minna
úr býtum en starfssystur þeirra,
sem vinna á barnaheimilum
borgarinnar og allar hafa notið
fyrrgreindrar kjarabóta frá því
í vor.
Þá er sú staðhæfing að betra
sé barnanna vegna að loka kl.
17 en 18. Mæður sem stunda
vinnu neyðast til að senda börn
til að sækja börn sín ef lokað er
svo snemma að þær geta ekki
verið komnar úr vinnu. Væri
efni í aðra grein að ræða um þá
hlið málsins og slysahættu sem
því er samfara.
Maria Þorsteinsdóttir.
Seljum í dag
oo næstu daga
alls kenar (
smágallaður
mjaðmasíð-
buxur í kven
og urlioga-
stærðum á
mjög hagstæðu
verði
Bolholti 6.
s. 20 7 44.