Morgunblaðið - 23.11.1966, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.11.1966, Qupperneq 25
MiðvíkudagUf 23. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 25 Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni Dðnsk verðbólga f eftirfarandi grein segir danski ritstjórinn Helge WELLEJUS frá verðbólgunni í Danmörku, og á- hrifum þeim, sem hún hefur á aðalatvinnuveg Dana, landbún— aðinn EKKI OPNAR maður danskt blað svo, að orðið „inflation" blasi ekki við. Einhversstaðar í dálkunum er rætt um verðbólg- una. En hún er rædd jafn hita- laust og sagt væri frá endurbygg ingu ómerkilegs barnaskóla eða því, að gamall prestur væri hrokk inn upp af. En eiginlega ætti orð ið verðbólga að vera skrifað með eldletri í Danmörku. Kannske sloðaði það ekki heldur. Það er Sören Kirkegaard sem segir frá málaða leiktrúðnum, sem kom íram fyrir tjaldið til að tilkynna að leikhúsið stæði í björtu báli. — Þá veltist fólkið um af hlátri. • Eldtungur verðb.ólgunnar sleikja hinsvegar áfergjulega allt það sem brunnið getur í danska húsinu, og ýmsir heimamenn leita hælis bak við múr og grjót. Þess vegna hækkar húsaverðið um 1% á mánuði. Á tímabilinu 1959—63 um 3% á mánuði. Ein- faldasta „parcel-hús“, þ.e. ein- býlishús, fæst varla keypt eða byggt fyrir minna en 130 þús. d. krónur. Þar af leiðandi verða ung, nýgift hjón að vera við því búin að borga 10.000 krónur á ári í húsaleigu. i! í framkvæmdinni þýðir þetta, að gamla fólkið hefur séð húsið sitt hækka upp í verð, sem er 6 ■—8 sinnum hærra en uppruna- legt andvirði hússins. Um jarðir í sveit er líku máli að gegna. i Þetta hefur haft í för með sér, að margir borgarbúar hafa keypt sér sveitabýli og telja sparifé sitt ' betur geymt þannig en í bankan- um. Og auk þess fæst veruleg lækkun á tekjuskattinum með þessu, því að heimilt er að draga hallann á búrekstrinum frá tekj- unum. Borgarbúar kaupa yfir 1000 sveitabýli á hverju árL Launatakar komast í æsing þeg ar þeir tala um „þann algerlega óverðskuldaða gróða, sem hús- eigendur og bændur njóti vegna hinnar gífurlegu hækkunar á fasteignum". í því sambandi má ekki gleyma, að hér er um verð- bólgukrónur að ræða. Hagfræð- ingar í opinberu starfi fræða mann á því, að maður sem keypti húsið sitt fyrir 20.000 kr. og sel- ur það fyrir 120.000 hafi grætt 100.000 kr. Og fyrir þessa peninga getur hann keypt það sem hann þarf. En þetta er skrifborðsvizka. Maður, sem ungur keypti sér hús fyrir 20.000, stritaði og spar aði í mörg ár til þess að hafa nóg í vexti, afborganir og eigna- skatta (sem eru háir í Dan- mörku). Hann hélt húsinu vel við og samfara tækniþróuninni endurbætti hann það, lagði í það vatnsleiðslu og miðstöðvarhitun, til þess að tryggja sér betri veru stað í ellinni. Ef hann selur nú — eða erfingjar hans gera það — hvað verður þá af ágóðanum? Fær hann betra hús fyxir verð- hækkunina? Alls ekki. Sennilega fær hann lakara hús. Ef hann leggur peningana í bankann gleypir hin árvissa verðbólga og skatturinn meira en renturnar af höfuðstólnum. Eða tökum til dæmis danskt sveitabýli. Þau eru samtals 165 þúsund í dag, og verðið á meðal- stóru dönsku býli (18 hektarar af góðu landi í góðri rækt) kemst faæglega upp í 300.000 krónur — eða jafnvel miklu hærra, eftir því hvar jörðin er og hvernig hún er hýst og hve mikið fylgir af vélakosti, Fyrir rúmum fimmtíu árum kostaði svona jörð í verulega góðu standi kringum 50.000 krón ur. Og á langri stritævi hafði eigandinn kannske borgað af lán unum, svo að áhvílandi lán voru ekki nema 10.000 krónur. Þegar hann var orðinn gamall og lúinn og seldi jörðina gat hann sezt í helgan stein með 30—35 þúsund kr. sparifé. Hann gat keypt sér lítið hús í næsta járnbrautar- þorpi, og vextirnir af peningun um, sem hann átti eftir — þús- und krónur eða vel það — voru eftirlaunin hans. Hann komst af án þess að gjóta augunum til op- inberu styrktarsjóðanna. Ef eigandi svona meðalbýlis selur í dag, kemst verðið kannske upp í 350.000 krónur. Til þess að fylgjast með tíman- um og auka framleiðsluna hefur hann hvað eftir annað orðið að byggja ný peningshús, kaupa ný tízku vélar í stað þeirra gömlu og verja fé til þess að kaupa sér betri bústofn (kýr og svín). Við þetta hafa föstu lánin og skuld- ir vegna kraftfóðurkaupa aukizt verulega. Ef bóndinn lætur af bú skap getur hann líklega keypt sér hús, en afgangurinn til lífeyr is verður lítill. Ef sonur hans tekur við jörð og áhöfn sam- kvæmt gangverði getur hímn ekki staðið undir vöxtunum af skuldinni og sköttunum. Hann hefur ekki nema 20.000 kr. í árs- tekjur og það er of lítið til þess að reka bú, sem kostar 300.000 kr. eða meira. Þessvegna verður sonurinn að fá jörð og áhöfn fyr ir miklu lægra verð, en faðir hans hefur þeim mun minna að bíta og brenna eftir erfiði og sparnað langrar ævL — Ef borg arbúi kaupir jörðina greiðir hann fullt gangverð og leggur fram fé til þess að breyta henni í nýtízku býli, hvað sem það kostar. En jörðin gengur úr ættinnL Að jarðir í útjaðri stóru bæj- anna séu seldar sem bygginga- lóðir síðari árin — fyrir millj- ónir króna — kemur ekki fram angreindu við. En hvað hefur svo gerzt með launþegana síðan 1914, er fyrsta vísitalan var gefin út í Dan- mörku? Það ár var tímakaup iðn aðar- og handverksmanna 50 aur ar. í dag er tímakaupið að meðal tali 11 krónur, eða hefur 22-fald azt. Kaupmáttur krónunnar í dag er aðeins 1/6 af því sem hann var 1914. Ef tímakaupið hefði aukizt í sama hlutfalli ætti það að vera 3 kr. í dag. Með öðrum orðum: eiganda ein býlishúss hefur tekizt að „græða“ 100.000 krónur á verðbólgunni á 50 árum, en iðnaðarmaðurinn hef ur aðeins þurft 5 ár til að upp- skera sama vinning. Vitanlega er einhver veila í þessari rökfærslu. En það eru veilur í öllu því, sem hægt er að setja í samband við verðbólguna. Það er lóðrétt lygi að það borgi sig að spara. Sá sem lagði 1000 krónur í bankann árið 1914 á að vísu, með vöxtum og vaxtavöxt- um, 7680 kr. inni í dag, en ef rýrnun krónugildisins er tekin með í reikninginn, ásamt áhrif um rentunnar á skattinn í 52 ár, á eigandinn minna núna, en þess ar 1000 kr. sem han lagði inn ár ið 1914. Hefði maðurinn ekki lagt þessar þúsund krónur í bank ann, en keypt fyrir þær danskt brennivín og geymt það í kjall- aranum, mundi það vera 120.000 kr. virði, með núverandi útsölu- verði! En ríkið hefur alla tíð ýtt á eftir verðbólgunni og rýrnun pen ingagildisins. Hið opinbera inn- heimtir og eys út 60—70 sinnum meiru í dag en fyrir hálfri öld. Ef gamla vísitalan frá 1914 væri í gildi ennþá, mundi hún vera 595 stig í dag. En núverandi vísitala er frá árinu 1963. Hún er 118 stig í dag, svo að peninga gildið hefur rýrnað um 18% á hálfu fjórða ári. í samanburði við nágrannalöndin hefur Dan- mörk metið í verðbólgunni. Frá 1954 til 1965 steig danska vísi- talan um 54%, sú sænska um 46 og sú norska um 43%. í Dan- mörku hefur hækkun vísitölunn ar síðan 1960 numið 5,5% á ári. Ef menn vilja fyrirhafnarlítið losna við aurana, sem þeir hafa nurlað, er vandinn ekki annar en sá að setja þá í bankann. Danska vísitalan rauk upp í 118 í júlí. Vert er að taka eftir því, að í ár var það 45 kr. hækk un á afnotagjaldi útvarps, sem olli 800 milljóna aukningu á dýr tíðinnL í fyrra var það hátt kartöflu- verð í maí-júní, sem hafði 800 til 900 milljón króna áhrif á vísi töluna. Vegna 22 króna aukinna útgjalda fyrir kartöflur fengu ýmsir embættismenn 4000 króna bætur. Vegna dýru kartaflanna í júní fékk ógiftur verkamaður svo mikla kauphækkun, að hann getur keypt fyrir hana nóg af kartöflum til næstu 16 ára. Og 45 króna hækkun útvarpsgjalds veldur því að kennari, póstmeist ari eða aðrir í sama launflokki fá 1000 króna launahækkun. Þekki maður dönsku jafnað- armannastjórnina rétt — og það gerir maður, þvi miður — vísar hún allri óvissu og efa um vísi- töluna og hlutdeild hennar í verð bólgunni til nefnda. Og þar verð- ur þráttað um hver sé fær um að hafa nokkra skoðun á málefnum, sem koma manni fyrir sjónir sem hreinræktuð vitfirring. Hallinn á utanríkisverzluninni á fyrra helmingi þess árs var birtur fyrir skemmstu: — Hann er 1900 milljón krónur. Getur það frætt danskan skattgreið- anda nokkurn skapaðan hlut? — Kannske hefur hann skrifað bak við eyrað, að gjaldeyrisforði Dan merkur er 2,5 milljarðar. En veit hann að þessi gjaldeyrisforði er í raun og veru lánsfé — sumt stutt lán. Veit danski skattborg- arinn að fjárhagur Danmerkur er ekki betri en Englands — og að beggja megin Norðursjávar lifa menn í sömu voninni og mr. Micawber, að „eitthvað hljóti að ske“ — (Something must turn up)“. Það sem hefur skeð hvað Dan mörk snertir, upp á síðkastið, hef ur alls ekki verið gleðilegt. Inn- flutningstollar í Þýzkalandi og Ítalíu loka raunverulega fyrir milljónatekjur af útflutningi kvikfjár. Þetta gerðist meðan ut anríkisráðherra landsins var í ferðalagi um Eldland og önnur lönd Suður-Ameríku. En þar eru engir peningar til að kaupa dansk ar vörur fyrir. Dönsku löggjafarnir koma bráð lega saman eftir sumarleyfið. En aðeins skýjaglópar geta trúað því, að þingið láti það verða sitt fyrsta verk að setja virkan hemil á verðbólguna. Það verður skraf að og skrafað um réttindi til frá dráttar á skattaframtalinu, um aukna óbeina skatta og milljón- irnar, sem fjárlagaliðirnir fara fram úr áætlun. Stjórnarandstað an fær á ný tækifæri til að stað- reyna, að þó borgaraflokkakjós- endur séu í hreinum meirihluta í Danmörku, er framtakið ekki Leikfélag Hveragerðis hefur að undanförnu æft leikritið Deleriu mBúbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Frumsýning verð- ur á leiknum á næstk fimmtu dag á Hótel Hveragerði. — Leikstjóri er Gísli Halldórs- son. Myndin er tekin á æf- ingu. nógu mikið til þess að taka stjórn artaumana af getulausri jafn- aðarmannast j órn. Ef einhver dirfist — eins og farðaði trúðurinn hans Sörens Kirkegaard — að ympra á því, að sviðalykt væri í húsi Dana, mundi slíkt vekja „munterded i salen“, eins og komist er að orði í þingfréttunum. - íþróttir Framhald af bls. 30 Charlton — Portsmouth Cr. Palace — Nowich Derby — Birmingham Hudderf. — Coventry Ipswich — Rotterham Wolverhampt. —Preston 3:2 í Skotlandi urðu úrslit m. a þessi: Dundee — Hibernian 2:1 Dunfermline — Celtic 4:9 Hearts — St. Mirren 4:0 Motherwell — Dundee U 1:1 0:2 0:0 1:2 3:1 3:2 Rangers — Ayr 4:0 Staðan er þá þessi: DEILD: * 1. Chelsea 24 stig 2. Liverpool 23 stig 3. Manchester U. 23 stig 4. Stoke 22 stig 5. Everton 21 stig DEILD: 1. Wolverhamtopn 24 stig 2. Ipswich 24 stig 3. Crystal Palace 23 stig 4. Carlisle 23 stig 5. Bolton 22 stig J íff M B (5 — — Teiknari: J. M O R A Gestgjafinn áminnir gesti sína um að líta vel eftir Spora úr því að hann gengur í svefni. Það væri kannski bezt að binda hann fastan með öryggisól. — Nei, nei, segir Júmbó, þess gerist ekki þörf. Hann gengur ekki í svefni oftar en einu sinni á nóttu — Það hryggir mig að ég skuU ganga í svefni, segir Spori og tyiiir sér á rúm- stokkinn. Nú þori ég varla að loka aft- ur augunum. — Vertu rólegur, vinur minn. Ég sagði þetta aðeins til að róa gestgjafann. Skipstjórinn og aðrir, sem eru viðstadd- ir, botna ekkert í þessu öllu saman. Hvera vegna var ekki hægt að segja honum eins og var? — Því þá hefðum við Ijóstrað þvi upp, að við höfum meðferðis hluti, sem eru þess virði að þeim sé stolið, segir Júmbó. Og það hefði orðið tU þess að fleiri hefði langað til að stela.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.