Morgunblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 1
53. árgangur 276. flbl. — Fimmtudagur 1. desember 1966 Prentsmiffia Morgunblaðsins Kurt Georg Kiesinger kanzlaraefni kristilegra demókrata í Vestur-Þýzkalandi og Willy Brandt leiðtogi Jafnaðarmanna á fundi með blaðamönnum. Myndin vartekin sl. laugardag, er þeir til- kynntu, að flokkar þeirra hefðu tekið höndum saman um að mynda nýja ríkisstjórn. Ludwig Erhard lætur af embætti í dag Rifstjóri „Der Spiegel" tals- maóur nýju stjórnarinnar ? ; Bridgetown, 30. nóvember ■ ; NTB. ; U THANT fHUGAR EMBÆTTISSETU TtJ Thant aðal-framkvæmdar- stjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því nýlega yfir að hann mundi fyrir hádcgi í dag tilkynna hvort hann treysti sér til að gegna áfram embætti sínu hjá sam- tökunum. Hefur hann áður til- kynnt að hann muni láta af embætti þegar yfirstandandi AIls herjarþing lýkur hinn 20. þ.m., en vegna fjölda áskoranna fall izt á að íhuga málið nánar. 1 dag tilkynnti hinsvegar U Thant að vegna óska Öryggis- ráðs SÞ gæti hann ekki að svo stöddu skýrt frá ákvörðun sinni. Orðrómur er um það í aðai- stöðvum SÞ að U Thant hafi fallizt á að gegna áfram fram- kvæmdastjóraembættinu, en engin staðfesting hefur fengist. Fulltrúar marga ríkja hafa und anfarið gengið á fund U Thants til að hvetja hann til að gegna áfram embætti sínu. Hefur Ör- yggisráðið ekki hvað sizt tekið þátt í þessum áskorunum, og í gær fór nefnd frá ráðinu á fund framkvæmdastjórans þess- ara erinda. Formaður nefndar- innar var Arthur Goldberg, full trúi Bandaríkjanna, sem er for- seti ráðsins fyrir nóvember. Með honum fóru fulltrúar Sovét ríkjanna, Bretlands og Frakk- lands. Talið er víst að Öryggisráðið. komi saman á lokuðum fundi á föstudagsmorgun, ef U Thant fellst á að gegna embætti sínu enn um skeið, og leggi síðan málið fyrir Allsherjarþingið síð- ar sama dag. Gæti Allsherjar- þingið þá um kvöldið samþykkt skipan U Thants í embættið á ný- Þótt U Thant vildi ekkert ræða um framtíð sína hjá SÞ, ræddi hann við fréttamenn í dag um ástandið í Vietnam. Sagðist hann fagna því að horfur væru á vopnahléi þar um jólin og ára- mótin, og kvaðst vona að vopna hléið gæfi tækifæri til frekari viðræðna um friðarsamninga. Var fréttamönnum afhent skrif- leg yfirlýsing framkvæmda- stjórans, þar sem hann segir m.a.: „Framkvæmdastjórinn fagnar innilega fregnum, sem birzt hafa um að allir aðilar hafi samþykkt vopnahlé í Vietnam yfir jólin og áramótin. Er hann eindregið þeirrar skoðunar að ástæðurnar, sem aðilar byggja samþykkt sína á, gætu komið á algerri stöðvun hernaðarað- gerða, og þannig skapað mögu- leika á því að færa átökin frá vígvöllunum og að samninga- ' borðinu". Forsætisráðherrar Bonn, 30. nóv. — NTB. LDDWIG Erhard, fráfarandi kanzlari Vestur-Þýzkaland, af- henti Helnrich Uiibke, forseta, formlega launsarbeiðni stjórnar Binnar I kvöld og mun láta af embætti á morgun, fimmtudag. í dag hélt Erhard siðasta stjórn nrfund sinn og kvaddi meðráð- herra sína, en af þeirra hálfu þakkaði Seeblom, samgöngumála ráðherra, samstarfið. Sagði See- bohn, að Erhard hefði unnið V- Þýzkalandi mikið gagn bæði gem efnahagsmálaráðherrann, sem skapað hefði efnahagsundrið á V-Þýzkalandi og einnig sem kanzlari .„Þér hafið gefið milljón om manna aftur lífsgleði þeirra", sagði Seebohm. Á me'ðan komu þingflokkar kristilegra demókrata og jafnað- ormann saman á fund hvor í BÍnu lagi til Iþess að sam(þykkja ráðherralisita hinnar nýju stjóm- er, sem Kurt Georg Kiesinger og Willy Brandt hafa unnið að í sam einingu. Hin svokallaða „stóra samsteypustjórn" mun verða skipuð fremstu stjórnmálamönn- um beggja flokkanna. Endanleg skipan ríkisstjórnarinnar hafði enn ekki verið ákveðin, en talið var, að í henni yrðu 10 ráðherr- anna úr Kristilega demókrata- flokknuim en 9 úr flokki jafnað- anmanna. DiesingieT verður kanzl ari en Willy Bandt varakanzlari og utanríkisráðherra. Samkvæmt frásögn þýzku fréttastofunnar DPA hefur aðal- ritstjóri fréttatímaritsins „Der Spiegel“, Conrad Ahlers, gengið að tilboði um að verða varatals- maður ríkisstjórnarinnar í Bonn. Árið 1962 var Ahlers að undir- lagi Franz Josef Strauss, fyrr- verandi varnarmálaráðherra, handtekinn á Spáni í sambandi við svonefnt „Spiegelmál“, en Strauss mun sennilega verða Framhald á bls. 31. Kosygin í París Kemur í opinbera heimsókn til Frakklands í dag París, 30. nóv. (NTB). ALEXEI Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna kemur í opinbera heimsókn til Frakk- lands á morgun, fimmtudag. Meðan á heimsókninni stendur *nun hann eiga viðræður við de Gaulle, Frakkiandsforseta, og ræða þeir aðallega öryggismál Evrópu, styrjöldlna í Vietnam og þróunina í viðskiptum land- anna. Viðræður eiga að hefjast stuttu eftir komu Kosygins til Orly-flugvallarins við París, en þar verður tekið á móti ráð- herranum sem þjóðhöfðingja. Skotið verður 101 heiðursskoti og fjöldi fyrinmanna taka á móti Kosygin og flytja honum per- sónulegar kveðjur de Gaulles. Kosygin dvelur í Frakklandi í átta daga, og er hann að endur- Framhald á bls. 31. þinga í Kaupmannah. ; BREZKI fáninn — „The Un- : j ion J ack“ — var í nótt dreg- ; ; inn niður í síðasta sinn frá Z j stj órnarráðsbyggingunni í ; ; Bridgetown og þar með reis Z j upp nýtt sjálfstætt ríki, Bar- ; ; bados, sem lotið hefur brezk- : j um yfirráðum í 339 ár. S Barbados, sem er lítil eyja ; ; utarlega í Antillaeyjaklasan- : Z um í Karabiska hafinu, mun ; ; verða eitt af minnstu lönd- : : um veraldar. Helztu fram- ; ; leiðsluvörur þess eru sykur : : og rom, en góðar vonir eru ; ; bundnar við, að í framtíðinni ; j verði það fjölsótt af ferða- j j fólki, en nú þegar er landið : : byriað að verða vinsælt j j ferðamannaland. ; S Við athöfnina í nótt, er ■ Framhald á bls. 31. ■ ■ Kaupmannahöfn, 30. nóv. — (NTB): — FORSÆTISRÁÐHERRAR allra Norðurlandanna verffa viffstaddir á hinum árlega fundi þeirra og stjórnarnefndar Norffurlandaráffs, sem haldinn er aff þessu sinni í Kaupmannahöfn í dag og á morg un. Viffræffurnar hófust í morgun á fundi stjórnarnefndarinnar í danska þinginu. og fyrsti sam- eiginlegi fundurinn var í kvöld. Á morgun koma forsætisráff- herrarnir tvivegis saman til vl# ræffna, auk þess sem þeir mæta á fundum meff stjórnarnefnd Norffurlandaráffs. Á dagskrá fundanna eru mörg sameiginleg hagsmunamál allra landanna, þeirra á meffal mark- affshorfur í Evrópu og efnahags- samvinna Norffurlanda, samvinna í flugmálum á Norffurlöndum, og fjöldi mála, sem rædd verffa á næsta þingi Norffurlandaráffs. -- XXX ---- Bjarni Benediktsson, forsætis- ráffherra, fór utan í gærmorgun. Þessi mynd er frá fundi forsætisráffherra Norðurlanda í Kaupm mannahöfn, sem hófst í gær. Þeir eru taliff frá vinstri: Bjarni Benediktsson, Tage Erlander, Svíþjóff, Jens Otto Krag, Dan- mörk, og Rafael Paasio, Finnlandi. Á myndina vantar Per Borten forsætisráðherra Noregs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.