Morgunblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÍTmmtudagur 1. des. 1966 Eric Ambler: Kvíðvænlegt ferðaiag Þegar ÓH skýtur, þá er þetta öruggasti staðurinn tiil þess aS forða sér á. -■ ■' ■ . ■ i. ■■■ — 4* andi veikur. En þar skjátlaðist þeiim, og einmitt í þeim mis- skilningi þeirra sá hann leiðina út úr ógöngunum. Ef hann brygðist við nógu fljótt og djarf lega, kynni hann að geta slopp- ið. - Hann ályktaði sem svo, að þeir mundu ekki segja honum fyrirætlun sína jafnskjótt sem hann væri kominn upp í bílinn. Þeir mundu halda uppi þessari lygasögu um hótelið og hælið við Santa Margherita í lengstu lög. Frá þeirra sjónarmiði séð yrði það miklu auðveldara að aka um þröngu strætin í Genúa með mann, sem héldi sig vera að fara í sex vikna frí heldur en mann, sem væri hulinn sjón- um vegfarenda með valdi. Þeir mundu verða honum eftirlátir. I>eir kynnu meira að segja að leyfa honum að innrita sig í gistihús. Hvað sem öðru liði var það ólíklegt, að bíllinn gæti komizt gegn um þvera borgina án þess að verða einhvern tíma að stanza vegna umferðarinnar. Möguleikar hans á að sleppa byggðust á því að geta komið þeim að óvörum. Ef hann losn- aði á annað borð á fjölfarinni götu, gæti þeim orðið erfitt að ná í hann aftur. Ákvörðunar- staður hans yrði því tyrkneska ræðismannsskrifstofan. Hann hafði valið hana frekar en sína eigin, einfaldlega vegna þess, að hjá Tyrkjum slyppi hann með minni útskýringar. Það gæti flýtt fyrir málinu að nefna að- eins nafn Haki ofursta. Skipið var nú alveg að kom- ast að bakkanum og mennirnir stóðu þar reiðubúnir að grípa landfestarnar. Banat hafði ekki séð hann, en nú komu José og Josette út á þilfarið. Hann flutti sig snarlega út í hitt borðið. Jo- sette var sú manneskja, sem hann vildi sízt hitta, eins og á stóð. Hún gæti farið að stinga uppá því, að þau sameinuðust um leigubíl inn í miðborgina. Þá yrði hann að útskýra, hvers vegna hann væri að fara í bíl með þeim Möller og Banat. Og það gætu orðið hverskyns erfið- leikar aðrir. En í því bili stóð hann augliti til auglitis við Möller. Gamli maðurinn kinkaði kolli vingjarnlega. — Góðan daginn, hr. Graham. Ég var að vonast eftir að hitta yður. Það verður gaman að komast á landjörðina aftur, finnst yður ekki? — Ég vona það. Svipurinn á Möller breyttist ofurlítið. — Eruð þér tilbúinn? — Já, alveg. Hann setti upp áhyggjusvip. — Ég hef ekki séð Kuwetli í morgun. Ég vona, að þetta verði allt í lagi. Möller deplaði ekki augum. — Þér þurfið engar áhyggjur að hafa, hr. Graham. Svo setti hann upp umburðarlyndisbros. — Eins og ég sagði yður í gær, getið þér öruggur trúað mér fyrir þessu öllu. Kuwetli gerir okkur engin óþægindi. — Ef nauðsynlegt verður, hélt hann áfram vingjarnlega, — beiti ég valdi. — Ég vona, að það verði ekki nauðsynlegt. — Það vona ég líkia. Hann lækkaði röddina. — En úr því farið að tala um valdbeitingu á annað borð, þá sting ég upp á, að þér flýtið yður ekki alltof mikið í land. Þér skiljið, að skylduð þér verða kominn í land áður en við Banat fáum ráð rúm til að útskýra þessar breyt- ingar fyrir þeim, sem bíða í landi, gæti orðið slys. Þér eruð svo auðþekktur Englendingur, að þeim yrði vandalaust að þekkja yður. — Ég var þegar reiðubúinn að gera mér það ljóst. — Ágætt. Ég er svo feginn, að þér skulið skilja svona vel allt fyrirkomulagið á þessu. Hann leit við. — Nú, við erum þá lent ir. Þá hitti ég yður aftur eftir fáar mínútur. Hann kipraði saman augun. — Þér misnotið vonandi ekki traust mitt, hr. Graham? — Ég skal verða á staðnum. — Já, ég veit líka alveg, að ég get treyst yður. Graham gekk inn í manntóm- an salinn. Gegn um einn glugg- ann gat hann séð, að hluti af þilfarinu hafði verið girtur af. Mathishjónin og Beronelli- mæðginin voru þegar komin til Josette, José og Banat, og með- an hann var að horfia, kom Möll er með „konu“ sína. Josette leit kringum sig, eins og hún bygg- ist við einhverjum, og Graham gat sér þess til. að það væri han eigin fjarvera, sem hún væri að hugsa um. Hún gæti jafnvel farið að bíða eftir hon- um í tollskýlinu. Því varð hann að afstýra. Hann beið bangað til land- göngubrúin var komin á sinn stað, og farþegarnir með Mathis hjónin á undan, voru teknir að 39 ganga niður hana, þá fór hann út og aftast í halarófuna, rétt á eftir Josette. Hún leit við til hálfs er hún sá hann. — Ah! Ég var að velta þvl fyrir mér, hvað hefði orðið af þér. Hvað hefurðu verið að sýsla? — Bara að láta niður dótið mitt. —Svona lengi? En þú ert nú kominn. Mér datt í hug, að við gætum kannski ekið saman í strætisvagni og skilið eftir far- angurinn okkar á tollstöðinni. Það sparar okkur leigubíl. — Ég er hræddur um, að ég tefji fyrir þér. Ég hef ýmislegt að gefa upp við tollinn, og auk þess verð ég fyrst að fiara í ræð- ismannsskrifstofuna. Ég held það væri betra, að við sammæld vim okkur bara í lestinni. Hún andvarpaði. Æ, þú ert svo stirður. En gott og vel, við mætumst þá í lestinni. En komdu bar ekki of seint. — Það skal ég ekki gera. . — Og varaðu þig á litla fant- inum með rósailminn. — Lögreglan sér um hann. Þau voru nú komin að vega- bréfaeftirlitinu við innganginn að tollskýlinu, og José, sem hafði farið áfram á undan þeim, gekk eins hratt og ef hann yrði að borga fyrir hverja mínút- una. Hún þrýsti hönd Grahams og hvíslaði: — Jæja, elskan. Við sjáumst bráðum aftiur. Graham náði í vegabréfið sitt og elti ihin hægt gegnum toll- skýlið. Þar var aðeins einn eftir litsmaður. Þegar Graham koin til hans, voru Josette og José farin áfram og maðurinn sneri sér að fyrirferðarmiklum far- angri Bernoelli-mæðginanna. Sér til mikils léttis, þurfti Gra- ham að bíða. Meðan hann beið, opnaði hann töskiuna og flutti úr henni skjöl, sem hann þurfti á að halda, og stakk í vasa sinn. en nokkrar mínútur liðu enn áð ur en hann gat sýnt fararleyfi sitt, fengið tösbuna sína merkta og afhenta borðarkarli. Þegar hann var kominn gegn um hóp syrgjandi skyldmenna þeirra Beronelli-mæðgina, voru José Josette horfin. En þá sá hann Möller og Ban- at. Þeir stóðu við stóran bíl, sem hafði stanzað handan við leigu- bílana. Tveir menn stóðu hinu megin við bílinn — annar var hár vexti, í rykfrakka og með verkamannahúfu, en hinn var mjög dökkleitur maður og svip- þungur, í gráum frakka og moð hatt á höfði með engum brotuin í. Fimmti maðurinn, sem var ungur, sat við stýrið. Hjartað í Graham tók sprett, er hann benti burðarkarlinum, sem var farinn áleiðis að leigu- bílunum, og gekk síðan til mann •anna. Möller kinkaði kolli til hans, er hann kom til þeirra. — Gott! Nú er það farangurinn! Allt í lagi! Hann benti stóra mannin- um, sem brá við, tók töskuna af burðarkarlinum og setti hana 1 skottið á bílnurn. Gra'ham stakk pening að burð arkarlinum og settist síðan upp í bílinn. Möller kom á eftir og settist við hliðina á honum. Stóri maðurinn settist hjá öku- manninum. Banat og maðurinn í frakkanum settust á lausu sæt in, andspænis Möller og Gra- ham. Andlitið á Bant var gjör- samlega sviplaust. Maðurinn 1 frakkanum forðaðist að líta á Graham, en starði út um glugg- ann. Bíllinn lagði af stað. Næstum strax tók Banat upp skamm- byssuna sína og losaði öryggið. Graham sneri sér að Möller: — Er þetta nú nauðsynlegt? Ég ætla mór ekki að fara að hlaupa burt. Möller yppti öxlum. — Ein* ag þér viljið. Svo sagði hann eitthvað við Banat, sem glotti, festi öryggið aftur og stakk byss unni í vasa sinn. Bíllinn sneri inn á steinlögðu götuna, sem lá að hafnarhlið’.nu. — Hvaða gistihús förum við í? spurði Graham. Möller leit ofurlítið við. — Ég er ekki búinn að ákveða það enn. Við getum athugað það seinna. Við ökum fyrst úit til Santa Margherita. — Já, en......... — Það er ekkert „en“. Það er ég, sem ræð ferðinni. Hann gerði sér ekki það ómak að líta við í þetta sinn. — En hvað um hann Ku- wetli? — Hann fór með hafnsögu- bátnum snamma í morgun. — Hvað er þá orðið af hon- um? — Ætli hann sé ekki að skrifa skýrslu til Haki ofursta? Ég ræð yður til að gleyma honum alveg. Graham þagði. Hann hafði spurt um Kuwetli, einungis i þeim tilgangi að breiða yfir hræðslu sína. Hann hafði ekki verið í bílnum nema tvær mín- útuir og strax höfðu möguleik- arnir hans til að sleppa minnk- að verulega. Bíllinn skrölti yfir steinlagð* götuna áleiðis til hafnarhlið- Suðurnesjamenn! Glæsilegt Stor-BINGO í Félagsbíói í Keflavík í kvöld, fimmtu- dag, kl. 9. Aðalvinningurinn verður dreginn út í kvöld eftir vali m.a.: ■jc Grundig útvarpsfónn ■jc Sófasett ásamt sófaborði >f Atlas kœliskápur >f Saumavél, ferðaútvarp, gullúr ■jc Kaupmannahafnarferð fyrir tvo Auk þess verður frafnhaldsvinninguríiin dreginn út í kvöld en hann er Ferðaútvarp — Kaffistell fyrir 12 — Stálborðbúnaður fyrir 12 — Strauborð — Baðvog — Steikarapanna — Hitakanna — Myndavél — Hnífasett — Eldhússett. Einstakt tækifæri í kvöld MUNIÐ AÐ TRYGGJA YÐUR MIÐA í TÍMA._ Aðgöngumiðasala hefst kl. 6 í Félags- bíóL — Sími 1960. KRK. M J lO □ apönnuna á brauðið í baksturinn . & r. * — Osta-og smjörsalan s.f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.