Morgunblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 32
Síldarskip hætt komið EINS og skýrt er frá á öðrum stað í' blaðinu var síldveiðin síð- asta sólarhring mjög góð og áttu mörg síldveiðiskipanna fullt í fangi með köstin, sem voru óvenju stór. Eitt þeirra, Börkur frá Neskaupstað, var hætt kom- inn í fyrrinótt vegna geysistórs kasts, sem hann fékk 50 sjómít- ur ASA af Gerpi. Var búið að háfa um 280 lestir í skipið, er það tók að hallast á stjórnborða vegna þunga sildarinnar, sem eftir var í nótinni. Skipsmenn brugðu Skjótt við og höfðu björgunarbáta til reiðu og skáru síðan nótina upp við blökkina, þar eð skipið var í mikilli hættu. Einnig hafði skip- ið samband við nærstadda síld- veiði'báta. Er nótin hafði verið skorin frá rétti skipið sig við aítur. Börkur kom til Neskaup- staðar í gær með síldina, sem náðzt íhafði í þessu kasti. Baldvin Tryggvason for- maður Fulltrúaráðsins Á FUNDI stjórnar Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vik, sem haldinn var í gær, var Baldvin Tryggvason endurkjör- inn formaður Fulltrúaráðsins og Höskuldur Ólafsson varaformað- ur þess. Ritari var kjörinn Ólaf- ur B. Thors, formaður HeimdalU * Samkomulag við „Hækkun sú, sem hefur orðið á lýsinu er fyrst og frernst því að þakka, að frá síðustu mánaða- mótum hafa veiðar stöðvazt í að- alframleiðslulöndum, Perú og Noregi. Þegar ljóst var í sl. viku, tæknimenn sjónvarps EINS og kunnugt er ætluðu átta tæknimenn sjónvarpsins að hætta störfum í dag, þ.e. á mið- nætti í nótt, ef þeir fengju ekki leiðréttignu á launaflokkum. Hefði sjónvarpið orðið að hætta útsendingum, ef tæknimennirnir hefðu lagt niður störf. I gær náð lst samkomulag við tæknimenn- ina, og sagði Pétur Guðfinnsson, skrifstofustjóri Sjónvarps, í samtali við blaðið í gærkvöldi, að hann, ásamt öðrum sjónvarps- mönnum, fagnaði að vonum þessu samkomulagi. í fréttatilkynningu frá sjón- varpinu segir svo: „Samkomulag hefur náðzt um laiunakjör átta tæknimanna sjónvarpsins. Er samkomulagið gert á grundvelli þeirra til- lagna, sem Launanefnd ríkisins gerði. Á hinn bóginn hefur fjármálaráðuneytið með bréfi dagsettu 30. nóv. heitið að beita sér fyrir því, að launamál um- ræddra tæknimanna verði tekin til rækilegra athugana við und- irbúning næstu kjarasamninga við rikisstarfsmenn". ÞRÁTT fyrir aðvaranir lög- ? regluyfirvalda hafa börnin J mjög sótt á Tjörnina að undan 1 förnu þótt ísinn sé enn ótrygg ur. f gær létu íþróttayfirvöld undan bænum f jölmargra unnenda skautaíþróttarinnar og óku traktor íþróttavall- anna niður á Tjörn, til þess að gera þar skautasvell. En ísinn brást með þeim afleið- ingum, sem sjá má af mynd- inni. Baldur Jónsson íþrótta- ▼allastjóri tjáði blaðinu í gær að sá sem traktornum ók hefði sloppið heill á húfi. Hins veg- ar festist traktorinn svo ræki- lega í botnleðu Tjarnarinnar að ógerningur var að ná hon um upp nema með tilstyrk tveggja stærstu kranabíla borgarinnar og dugði þó varla til. Traktorinn er lítið eítt skemmdur af völdum vatns og leirs, en við skulum vona að hann komist fljótt í gagnið aftur og að nú frjósi Tjörnin ▼el fyrir jólin vegna skauta- bamanna. CLjósm. Sv. Þorm) ( Rangársmyglið að mestu upplýst SMYGLMÁLH) 1 Rangá er nú að mestu upplýst, að því er Ól- afur Jónsson, tollgæzlustjóri, tjáði Mbl. í gær. Hafa þrir skip- verjar játað á sig að eiga smygl- varninginn, en þar er um að ræða 237 potta af genever, 24 flöskur af rommi, 1 gallon af viskí, 0200 vindlingar og um 140 pakkar og lakkrískonfekti. Hefur einn skipverjanna játað Framhald á bís. 31 Frá afhendingunni í gær. T.v. forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Páll Ásgeir Tryggva- son, sem afhenti gjöfina, og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. Handritastof nuni nni af- hentar milljón krónur Verða notaðar til að gera listaskreyt- ingar á væntanlegu handritahúsi FYRIR réttum fjórtán árum gekkst Stúdentafélag Reykja- vikur fyrir fjársöfnun til byggingar handritahúss, þar sem hin forau handrit, sem nndanfarnar aldir hafa gist á danskri grund, skyldu geymd, er þau kæmu til tslands. Fékk Stúdentafélagið í lið með sér öll helztu félagssam- tök landsins. Gekk söfnunin mjög vel, og er fé það, sem safnaðist, nú að upphæð ein milljón króna. t gær afhenti Páll Ásgeir Tryggvason, deild arstjóri, menntamálaráðherra fé þetta fyrir hönd lands- nefndar þeirrar, sem áður- nefnd félagssamtök mynduðu, í hófi í Ráðherrabústaðnum. Voru þar mættir auk mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gísla- sonar, forseti tslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, stjórn Handritastofnunarinnar o g byggingaraefnd, og fulltrúar hinna ýmsu félagssamtaka. Páll Ásgeir Tryggvason sagði m. a. í ræðu sinni, að nokkru eftir sumarmál 1952 hefði Stúdentafélag Reýkja- víkiur haldið kvöldvöku í rík- Framhald á bls. 10 Verð á síldarlýsi og mjöli hækkar loks á heimsmarkaði Talsverð hækkun d lýsinu, en mun minni á mjöli MORGUNBLAÐIÐ frétti á skot- spónum, að verð á síldarlýsi og síldarmjöli hafi hækkað á heims- markaðinum síðustu daga. f þessu tilefni sneri blaðið sér til Sveins Benediktssonar, for- manns stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, og spurði hann um horf- ur á verði bræðslusíldarafurð- anna. Sveinn sagði, að hann og Sig- urður Jónsson, framkvæmda- stjóri SR. væru nýkomnir frá London, þar sem þeir hefðu at- hugað markaðshorfur í sl. viku. „Um miðja sl. viku kom í ljós au'kin eftirspurn á sfldarlýsi“, sagði Sveinn“, en sem kunnugt er hefur verð á því verið lágt undanfarna mánuði og fór lækk- andi allt til loka októbermánað- ar og var verðið komið niður í 50 sterlingspund tonnið cif“. „Seinni hluta síðustu viku tókst að selja nokkurt magn á £ 50 cif. með afhendingu í des- ember til febrúar nk. Eftir að kom fram í þessa viku hefur eftirspurnin enn aukizt og hafa sölur farið fram á £58 cif. og upp í £60 cif“. að verkfallið í Perú myndi að líkindum ekki leysast í lok má»- aðarins, eins og búizt hafði ver- ið við, hækkaði verðið". „>að stuðlar og að hækkun síldarlýsisins, að verð þess & heimsmarkaðinum var orðið ó- eðlilega lágt miðað við verð á jurtaolíum, sem notaðar eru til smjörlíkisgerðar eins og lýsið“. „Af sömu ástæðum hefur verð- ið á síldarmjöli hækkað úr 18 shillingum og 6 pence á prótein- einingu í tonni upp í 16 shillinga og 9 pence þrátt fyrir gífurlegar birgðir af fiskmjöli í Perú og Framhald á bls. 31 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.