Morgunblaðið - 04.12.1966, Blaðsíða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 4. des. 1908
Hollendingar héldu mig
alvörurithöfund
Geðbótarsp|all við Örlyg
Sigurðssan
ÞAÐ þarf dágóða karl-
mennsku, góðborgaralega
frekju, drjúgar gáfur,
talsverða listfengi og dá-
samlega eiginkonu til að
— Xil þess þú birtir ekki
mynd af sýrumorðingjanum,
eins og gamli samverkamað-
ur minn frá Dagverðareyri,
Magnús á Þjóðviljanum, þá
færðu hérna nýja mynd af
mér, tekna í Hollandi í sum-
ar. Ég er á leið út í síkja-
báí.
kollsteypast í gegnum líf-
ið eins og Örlygur Sigurðs
son listmálari hefir gert.
En það má hiklaust tífalda
þetta allt til að hafa mann-
dóm í sér til að setja brot af
þessu rósaverki og mannlífs-
blúndudóti á bókfell.
í»etta kom mér í hug þegar
ég óð snjóinn heim að húsi
hins nýbakaða kollega Haga-
líns, Mýrdals, Káins, Kiljans
og Storm Petersens og vatni
var ausinn fyrir rúmlega 40
árum, eða tæplega 50, eftir
því hvernig á það er litið,
og gefið nafnið Örlygur. Þessi
heiðursmaður er af húnverzk
um sauðaþjófum kominn
langt í ættir fram og þaðan
er honum sjálfsagt kominn
manndómurinn til sinna síð-
ustu verka, en það er að gefa
út þækurnar „Prófílar og pan
fílar“, sem senn er fjögurra
ára og því farin að hjálpa
sér sjálf til . „r.averkanna
og nú er nýfædda reifabarnið
„Þættir og drættir“, sem enn
hefir ekki verið kynnt að
marki á opinbetrum vett-
vangi og engan veginn sjálf-
bjarga, svo stöðug bleyju-
skipti þarf nú að hafa á barn
inu í öllum blöðum, útvarpi
og sjónvarpi og raunar hvar
sem um bókmenntir er rætt.
Ég knúði dyra að Hafra-
felli við Múlaveg. Að vörmu
spori vatt sér út í gættina
yfirskeggjaður og svarthærð
ur strigabassi og sagði:
— Komdu blessaður. Eg
hélt að það kæmi annar frá
ykkur. En það var gott að þú
komst. Þar hiti skrattinn
ömmu sína, tveir aðalsmenn
norðan af Akureyri.
Þar með var samtalið haf-
ið, þótt raunar segði ég fátt
í fyrstu.
— Hvaða Whisky drekk-
urðu? spyr þessi jarðneski
skapari máls og mynda, —
það er raunar engin breyting,
sem á mér verður, þótt mér
önglist nokkrar krónur,
nema ég fer í dýrari teg-
undir. Sem stendur er það
Johny Walker (Red Label) og
Churchill vindlar, sem mér
voru gefnir í gær. Gerðu
svo vel. Ég var búinn að taka
niður einhver ósköp á minn-
isblað, sem ég ætlaði að segja
við blaðamanninn, þar sem
ég þekkti ekki djöfsa. En nú
hendi ég því öllu í rusla-
körfuna og við skulum byrja
á að fá okkur í staupinu og
svo skulum við rabba sam-
an eins og akureyrskum ar-
istókrötum sæmir. Þú spyrð.
Þú ert vanur. Ég svara.
— Já. Ég ætlaði.........
— Hann Matthías, ég kalla
hann nú stundum séra Matt-
hías á Mogganum. Já hann
sagði helvískur um daginn,
að það væri kominn ofvöxt-
ur í tunguna á mér. Hann
sagði að ég ætti að taka við
þar sem Gutenberg gamli
hætti. Já, fáðu í glasið mað-
ur. Annars er ég búinn að
sjá að við eigum bara að
drekka öl. Það er nefnilega
engin hætta á að maður
stökkvi yfir borð og stóla
með nokkra lítra af öli í mag
anum.
— Já. Mér datt í hug að
spyrja...........
— Þetta með hann Guten-
berg. Ég get sagt sem svo, -
að hér hafi orðið litlar fram-
farir í prentlistinni frá því
1585 að Guðbrandur Þorláks
son Hólabiskup gaf út sína
ágtæu biblíu. Rúmum 100 ár-
um áður höfðu Hollendingar
komist upp á lag með að gefa
út guðsorðabækur og náð góð
um árangri, en síðan hafa
þeir ekki almennilega náð sér
á strik fyrr en í sumar að
þeir prentuðu „Þætti og
drætti.“
— En, heyrðu Örlygur . . .
— Er þetta ekki fullgott
á þá? Við skulum bara láta
það fara.
— En, heyrðu Örlygur ....
— Já, já. Láttu það bara
flakka..........
— Ö-R-L-Y G U R.
— Já, fyrirgefðu góði.
Varstu að segja eitthvað.
Fáðu þér í glasið. Þú ....
— Viltu nú ekki segja mér
í stórum dráttum hvernig
(þessi Hollandsprentun þlin
gekk fyrir sig?
— Ég byrjaði á því að fara
upp í ísafoldarprentsmiðju,
hina elztu og virðulegustu
prentsmiðju í Reykjavík. Þar
settu þeir fyrir mig allt ís-
lenzkt mál í bókinni og
þrykktu af nokkur eintök í
lengjum, svona eins og vín-
arbrauðslengjum. Já, segðu
það. Vínarbrauðslengjur. Síð-
an skar ég vínarbrauðslengj-
urnar niður, límdi upp í bók
ásamt með myndum, flaug
með þetta til Hollands og
þar ljósmynduðu þeir hverja
síðu, eins og ég hafði gengið
frá henqi. Þar í hinu blauta
Hollandi var ég tekinn sem
alvörurithöfundur og prent-
smiðjustjórinn kom með ís-
landsklukku Kiljans í skraut
handi á hollensku og hann
hristi hana svo glumdi í öllu
prentverkinu. Eg sat marga
dinnera og konferensa drakk
aðskiljanlega sjenevera og
amstelbjóra þangað til loks-
ins ég lamdi í borðið heimt-
aði samning. Nafnið á fyrir-
tækinu hafði ég fundið í bóka
búð hér heima, raunar fleir-
um en einni. Skrifaði þeim
öllum og bað um tilboð og
tók því lægsta. Þeir sem ekki
höfðu fengið „blod paa tand-
en“, þ.e. prentað fyrir Ame-
ríkanann, voru lægstir. En
þeir gerðu þetta með stakri
I bók Örlygs eru margar litmyndir af þjóðkunnum mönn-
um. Þessi er af séra Ásmundi biskupi.
flestra. Það má margt af
þeim fuglum læra. Já. Settu
tþað.
— Hvað kostaði fyrirtæk-
ið þarna úti í Hollandi?, fæ
ég skotið iiin leiftursnöggt.
— Það er eitt, sem gott
er að kunna í bisness, en
sem er erfitt fyrir okkur
Norðlendinga, en það er. að
halda kjafti.
— En ef þú ferð á hausinn?
— Ég heyrði nýlega þá eðl-
isfræðilegu staðreynd, að kaf
bátur gæti ekki sokkið með
5 Þingeyinga innanborðs.
Þess vegna er ekki ástæða
til að óttast að bókaútgáfa
sökkvi til botns í öllu þessu
bókaflóði, þótt henni sé að-
eins stjórnað af einum Ak-
ureyringi, því loftið er ekki
enn úr öllum flotholtum,
þótt ég sé búinn að vera
hér í Reykjavík í 21 ár.
— Hvemig kunnirðu við
GflFNAFfll-KINN SiGuepue. BEKNPSEN HUCflR AJQ
WÚSE-iC.UUH X'' MÍfll-VEE*Ct íflF flUS'ruRSHEÆTt . R
5l©US-ri« ^ÝNlflGU MÍHFI X USTftMflNKftSF/VUIWI«1
r
SIE3ASTA- ■siflh ,
prýði. Og þegar bækurnar
komu þá var svo vel frá
þeim gengið. að þær voru í
kössum, eins og lík eru flutt
í og bankaseðlar. Ég ætla
líka að nota timbrið í við-
byggingu við húsið mitt. 1
sambandi við innflutning get
ég sagt þér frá því að ég hitti
nýlega bónda, sem var mjög
skeptiskur á að flytja inn
handritin vegna gin- og
klaufaveiki, en hins vegar
eru „Þættir og drættir" stíf-
pússaðir og steriliseraðir. Ég
vona bara að bókamönnum
verði um hana svipað og þú
ságðir í Mbl. að prófessor
Einari Ólafi Sveinssyni hefði
orðið við að handleika Skarðs
bók, að þeir gráti höfgum
tárum. í verðlagi bókarinnar
fer ég með löndum eða sönd
um, eins og Loftleiðamenn,
til þess að hún nái til sem
Hollendinga?
— Hollendingar eru merki
legir menn. Já, og alveg
furða hvað þeir eru lítið leið
inlegir, eins og þeir eru dug-
legir. Hollendingar tóku mér
vel og settu mig á virðulegt
sveitahótel, sem alvörurithöf-
und, sem þyrfti að hugsa í
ró og næði. Þá var ég stoltur
af að vera af þessari bók-
menntaþjóð. En á hótelinu
heyrðist hvorki bílflaut né
píkuskrækur alla nóttina.
Morguninn eftir sagði ég svo
sem alvörurithöfundur, að ég
yrði að kynnast lífinu í Hol-
landi og snerta á púlsi þjóð-
arinnar og þá var ég settur
inn á hótel við Rembrant-
torg í miðju næturklúbba-
hverfinu þar sem gleðlæti
stóðu til klukkan fimm á
morgnana.
— Hver borgar brúsann?
— Tvær ferðir til Hollands
koma sem kostnaður við
éftirlit láeð verkinu og auð-
vitað er það frádráttur sem
kemur fram hjá skattyfirvöld
unum. Það er líka annað við
þesar utanferðir. Ef ég
fer að gerast alvöru-
rithöfundur þá veit ég að ég
verð helmingi leiðinlegri og
þess vegna er það nauðsyn-
legt fyrir samlanda mtna að
ég fari til útlanda tvisvar á
hverri bók. Svo var þetta stór
skemmtileg ferð. Ég flaug
með Loftleiðum til Luxem-
borgar og síðan fór ég niður
að Rín og þar um- borð í
fljótandi glerhöll, sem ég
sigldi með niður Rínardalinn
og ekki á amalegum tíma, Þá
stóð yfir vínuppskeruihátíðin
þar. Mér fannst fallegast frá
Rúdersheim til Koblepz. Ég
sigldi undir Lorelei, en svo
sá ég ekkert nema kýrrassa
og vindmyllur í Hollandi.
— Hvers vegna fórstu ann-
ars með þessa prentun til
Hollands?
— v -gna síaukins prent-
smiðjukostnaðar hér heima.
Hollendingar geta gert þetta
miklu auðveldara vegna
vinnuhagræðingarinnar. Þeir
gerðu áætlun um verkið fyrir
fram og þessi áætlun stóðst
eins og hernaðaráætlun. Eg
stakk upp á því að við ex-
porteruðum til Hollands nýj-
um eyjum frá Suðurlandinu,
en þá vantar sífellt land,
eins og þú veizt, en síðan
prentuðu þeir bækur fyrir
okkur í staðinn. Þeir töldu
þetta þurfa að fara fyrir dóm
stóla í Haag, en ég hef ekki
lagt málið fyrir náttúru-
verndarráð enn. Annars tóku
þeir mig fyrir alvörurithöf-
und. Það er alveg satt. —
Enda skildu þeir ekki eitt
einasta orð sem stóð í textan-
um.
Nú fór af og til að slá út
í fyrir okkur í samtalinu,
ekki sökum ölvunar heldur
vegna þéss að við þurftum
að segja hvor öðrum ótal sög
ur, sannar og lognar af ar-
istókrötum frá Akureyri. En
mér dettur ekki til hugar að
leggja þann kross á lesendur
að fara í gegnum það allt
á prenti, enda orðalagið á
sumu of magnþrungið fyrir
almenning.
Nú var ég farinn að fá að
spyrja spurningar af og til og
loks komum við að byrjun-
inni, nefnilega nafninu á bók
inni. Þá sagði skáldjöfurinn:
— Þetta er ekki heilsu-
fræðibók í þeim eiginlega
skilningi, eins og orðið
„drættir“ gætu bent til. ég á
við sinadrætti. Hitt vona ég
að hún valdi mönnum ekki
vonbrigðum, en verði mönn-
um til heilsubotar og nokk-
urrar kæti, lengi og vel.
— vig.