Morgunblaðið - 04.12.1966, Blaðsíða 31
Sunnudagur 4. des. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
31
Frá fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn. Srenski forsætisráðherrann, Tage
Erlander er yzt tii vinstri, þá Rafael Paasio, forsætisráðherra Finna, síðan Jens Otto Krag,
forsætisráðherra Dana, þá Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og loks norski forsætis-
ráðherrann, Per Borten, sem tafðist nokkuð og kom ekki til Kaupmannahafnar fyrr en að
kvöldi 30. nóvember. Myndin er tekin á fundi ráðherranna 1. desember.
— Verzlunarferðir
Framh. af bls. 32
sem hönd á festi, frá rakettum
og rafmagnslestum upp í kvöld-
kjóla og gólfteppi.
Og meðan bjöllurnar í pen-
ingakössum þeirra hringdu
glaðiega, töluðu búðareigend-
urnir um hina efnuðu íslend-
mga sem fara fljúgandi í inn-
kaupaferðir og bera þykka
bunka af fimm punda seðlum.
Frú J. Phillips, sem stjómar
„Richard Shops“ í „Sauciehall
stræti“ sagði: Peningarnir skipta
þá engu máli. Flestir þeirra
eyða um 200 pundum í þessari
einu verzlun. Það er ekki óal-
gengt að einn íslenzkur viðskipta
vinur kaupi 18 kjóla og hálft
dúsin af kápum. Og þeir borga
allt á staðnum. fslendingarnir
hafa gott auga fyrir tízkunni og
vita nákvæmlega hvað þeir
vilja. Það borgar sig líka fyrir
þá að verzla í Glasgow. Ein ung
kona sem keypti hérna sam-
kvæmiskjól sem kostaði 20 pund
sagði mér að hún hefði orðið að
greiða ein 45 pund fyrir sama
kjól í Reykjavík. Verzlunar-
stjóri í annarri verzlun sagði: í
dag komu til okkar þrjár tán-
ingastúikur frá Reykjavík og
hver þeirra eyddi meira en átta-
tíu pundum í föt og skó. Þær
sögðu að þær hefðu flogið hing-
að bara til að verzla þennan
eina dag. í gærkvöldi sagði herra
John O. Peacock, íslenzki kon-
súllinn í Glasgow frá ástæðunni
fyrir þesum mikla peninga-
straumi sem færir jólabros á
andlit kaupmannanna. „Flest
fólkið á eynni lifir á sjávarút-
vegi. Sildarflotinn hefur átt met-
ár í veiðum og sjómennirnir fá
konum sínum miklar upphæðir
á hendurnar. Það eru engin vand
ræði með gjaldeyrisleyfi á ís-
landi og fólkið getur tekið með
sér eins mikið af pundum til
Glasgow og það vill. Miklir inn-
flutningstollar eru þess vald-
andi að verðlag á íslandi er
mjög hátt þannig að þar borgar
sig fyrir íbúana að kaupa sér
flugfar til Glasgow, sem er sá
stóri verzlunarstaður sem næst-
or þeim er. Flugið frá Reykja-
vík tekur aðeins fjórar klukku-
stundir og Flugfélag íslands er
með fjórar ferðir vikulega. Svo
eru einnig reglulegar skipaferð-
jr frá eynni til Leith.
— Skuldabréfalán
Framh. af bls. 32
Ríkisstjómin samþykkti í sept
ember sL að Iðnlánasjóði væri
heimilt að hefja þegar á þessu
hausti lánsfjáröflun, þar sem
mikilvægt væri, að lánveitingar
úr hinum nýja flokki hagræð-
ingarlána gætu hafizt sem fyrst.
t samráði við Seðlabankann var
talið rétt, að Iðnlánasjóður
reyndi að afla í fyrsta áfanga
allt að 25 millj. kr., með því að
bjóða út almennt skuldabréfalán
IHefur það mál nú verið undirbú
ið. En til þess að gera skulda-
bréfin útgengilegri var talið
rétt, að þau og vextir af þeim
væru undanþegin framtals-
skyldu og skattlagningu, á sama
hátt og sparifé skv. 21. gr. laga
nr. 55 17. júlí 1964, um tekju-
skatt og eignarskatt. Til þessa
þurfti að afla sérstakrar laga-
heimildar, og er það meginefni
frumvarps þessa.
Hentast þótti að hafa breyt-
inguna í formi þess, að um-
orðuð væri 6. gr. iðnlánasrjóðs-
laganna frá 1963 og felst breyt-
ingin um skattfrelsi skuldabréfa
í 3. mgr.
Samtímis þykir rétt að hækka
hina almennu lántökuheimild
Iðnlánasjóðs sbr. 1. mgr. upp
í 300 millj. kr.
Með breytingu á lögunum á
síðasta Alþingi var þessi lán-
tökuheimild hækkuð úr 100 millj
kr. En segja mó, að þá hafi láðst
að taka tillit til þeirra breyt-
inga, sem verða nú um ára-
mótin, þegar Framkvæmdabanki
Islands hættir störfum, en Fram
kvæmdasjóður íslands tekur við
verkefnum hans. Hefur þá jafn-
an verið ráðgert að lánveiting-
ar til Iðnlánasjóðs frá Fram-
kvæmdasjóði mundu koma til
viðbótar fyrri lántökum sjóðsins
eða ákvarðast með hliðsjón af
lánveitingum Framkvæmdabank
ans til einstakra iðnfyrirtækja
á síðastliðnum árum. Var að
vísu gerð grein fyrir þessu í
greinargerð frumvarpsins til
laga um breyting á iðnlánasjóðs
lögunum frá síðasta Alþingi, en
Þá hefði þurft að miða hina al-
mennu lántökuheimild við hin
viðhorf, sem nú koma til fram-
kvæmda um næstu áramót.
— Jólapástur
Framh. af bls. 32
Skipaferðir til útlanda:
10. des. Kronprins Frederik til
Thorshavn og Kaup-
mannahasfnar (England).
17. des. Hanne Dancoast til
Thorshavn og Kaup-
mannahafnar (England).
Flugferðir:
17. des. Patrekisfjörður (Ríldu-
dalur, Tálknafjörður).
Þórshöfn (Bakkafjörður,
Vopnafjörður).
10. des. Raufaiihöfn (Kópasker).
19. des. Hornatfjörður (Djúpiivog
ur, Breiðdalsvík).
20. des. Patrefestfjörður (Bíldu-
dalur, Tálknafjörður).
21. des. FagurfhóLsmýri — Horna
fjörður (Djúpivogur,
Breiðdalsvík).
21. des. Kópadker (Rautfarhöfn)
Þórshöfn (Bakkafjörður,
Vopnafjörðurl.
22. des. Patreksfjörður (Bildu-
dalur, Táiknafjörður).
Flugpóstur er sendur daglega til
etfirtalinna staða:
Akureyrar (Dalvífeur), Húsavík
ur (Einarsstaðir). Egilsstaða
(Borgarfjörður, Seyðistfjörður,
Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fá-
skrúðsfjörður Stöðvarfjörður).
Isafjörður (Bolungavík, Suður-
eyri, Flateyri). Vestmannaeyjar
og NeSkaupstaður (Mjóifj.).
Flugpósti tii Norðurlanda þarf
að skila fyrir 17. des., en fyrir
16. des. til annarra landa.
— Kína
Framhald af blis. 1
flokksnefndarinnar fyrir Anh-
wei-hérað hafi verið sakaður
um áróðursstarfsemi gegn menn
ingarbyltingunni. Varðliðarnir
handtóku hann 11. nóvember sL
og pynduðu í marga daga, þang-
að til nokkur þúsund verka-
menn sem höfðu safnast sam-
an fyrir framan húsið, björg-
uðu honum.
Hugheilar þakkir sendum við öllum nær og fjær,
sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og útför
föður okkar, tengdaföður og afa,
STEINDÓRS H. EINARSSONAR
Sóívallagötu 68, Reykjavík.
Anna Steindórsdóttir Haarde,
Sigurður Steindórsson, Kristján Steindórsson,
Guðrún Steindórsdóttir, Fjóla Steindórsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn
SUMARLIÐI JÓNSSON
Laugavegi 70 B,
verður jarðsunginn þriðjudaginn 6. desember kl. 13,30
frá Fossvogskirkju.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
Guðbjörg Sigurðardóttir.
Undanþágnr frá
fasleignagSöldam
— fil umrœðu í borgarstjórn
BORGARFULLTRÚAR Fram-
sóknarflokksins lögðu til á síð-
asta borgarstjómarfundi, að
„nauðjmrftar" húsnæði yrði und-
anþegið fasteignagjöldum. Sagði
Kristján Benediktsson, að allt
benti. til þess að slík gjöld
mundu hækka næsta haust og
þyrfti því fyrir þann tíma að
samþykkja skýr ákvæði um
þetta.
Birgir fsl. Gunnarsson (S)
sagði að talið væri að nokkrir
vankantar væru á framfevæmd
slíks fyrirkomulags. Kvaðst
hann ekki treysta sér til þess að
taka ákveðna afstöðu til máls-
ins en lagði til að því yrði vísað
til borgarráðs.
Aden, 3. des. AP.
• Nítján ára brezkur hermaður,
Rrian Gabriel, var dæmdur til
dauða í morgun fyrir að haía
myrt arabiskan leigubílstjóra.
— Macao
Framhald atf bls. 1
mannfjöldann en dueði skammt,
því hvassviðri var á og feykti
golan gasinu á hatf út.
Óeii'ðir þessar stóðu langt
fram eftir degi og sinntu óeirð-
arseggir engu tilmælum ytfir-
valda um að halda til síns
heima. Þetta eru mestu átök
sem orðið hafa í nýlendunni
síðan þar urðu átiök á landamæT-
unum að Kína 1952 og kínverskt
stórskotalið var látið skakka
leikinn.
Margir lögreglumenn særðust
í óeirðum þessum eins og óður
sagði og nofekuð á þriðja tug
óeirðanseggja að talið er. Þá
munu einnig hafa særzt tveir
starfsmenn 1 andistjóraemíbættis-
ins og óstaðfestar fregnir herma
a’ð ferðamenn staddir í nýiend-
unni, sem orðið hafí. vitni að ó-
eirðunum og ætlað að festa þær
á filmu hafi verið gripnir og
illa leiknir.
Orð leikur á að KLna xnuni
standa að baki óeirðum þessum
og að mótmæiagöngunni sem á
undan fór, hinni þriðju á fjór-
um dögum, og er vitnað til ásak-
ana sem fram voru bornar ný-
verið á yfirvöld í Macao um
griimmd og fasistaharðýðgi er
lögregla þar stöðvaði verkamenn
sem voru a‘ð nifia niður byiggingu
þar sem reisa átti skóla að sögn
stuðningsmanna kommúnista.
GENERAL
eru stærstu og þekktustu
raftækjaverksmiðjur heims.
ELECTRIC*
SJÁLFVIRKAR
Þvottavélar
Taka 14 lbs. af þurrþvotti. — Sérstök
karfa í vélinni fyrir allan viðkvæman þvott
t.d. nælonfatnað, ull o. fl.
Tvær hraðastillingar við þvott. — Tvær
hraðastillingar á þeytivindu. — Þrjár hita
stillingar á þvottavatni. — Tvær hitastiU
ingar á skolvatni. — Sjálfvirk tímastiUing.
Hagsætt verð. — Greiðsluskilmálar.
■LECTRIC HF.
Túngötu 6. — Símar 15355 — 14126.
Bílastæði fyrir viðskiptavinina.
GÆÐIN TRYGGIR
GENERAL
ELECTRIC*