Morgunblaðið - 04.12.1966, Blaðsíða 25
Sunnudagur 4. des. 1968
MORCUNBLAÐIÐ
25
RÍMNASAFNIÐ
Margt hinna fegurstu og bezt
ortu rímnaflokka ofckar, eru
kveðnir af alþýðu manna,
bændum og verkamönnum,
Mætti því til sönnunar benda
á Bólu-Hjáknar og Sigurð
Breiðfjörð.
Nú hefur íslenzkur bóndi,
Sveinbjörn Beinteinsson á
Draghálsi, Borganfirði, safnað
og valið í eitt aiLstórt bindi,
úrval rímna frá fyrstu tíð,
1360 og til vorra daga.
Þetta úrval úr rimnakveð-
skap okikar í 600 ár, hefur
heppnazt með afbrigðum vei,
enda hefur Sveinbjörn allt
frá barnæsku tekið ástfóstri
við rímuna, og stendur þessi
þjóðlegi kveðskapur í mikilli
þakkarskuki við hinn gáfaða
bónda og skálcL
Sveinbjörn skrifar formála
fyrir verki sínu, og awk þess
fróðlega grein um rámur og
rímnakveðekap á íelandi fyrr
og síðar. Þá kynnir hann I
stuttu máli aUa höfundana,
sem aru alls rúmiega sjötíu.
Hér ar sannarlega bok handa
ungum sem öldnum.
TUvalia JolagJafabók.
Unuhús -
Helgofelli
Jólabækurnar og málverka-
prentaniraar i Unuhúsi.
Góð bílastæði.
Guömundur E. Guðmundsson
bryti — sextugur
Allt fram streymir endalausf,
ár og dagar liða.
verður manni efst í huga, er
það kemur í ljós, að Guðmund-
ur bryti á Lagarfossi fær sér
frí eina ferð til þess að halda
hátíðlegt sextugsafmæli sitt.
Margt hefir á daga Guðmund-
ar drifið eins og gengur, þegar
hugurinn er látinn hvarfla til
liðinnar tíðar. Hann er fæddur
að Hólum í Dýrafirði 5. des.
1906. Foreldrar hans voru Guð-
mundur Bjarnason bóndi og
Margrét Guðmundsdóttir er þar
bjuggu á þeim tíma, og áttu
fyrir einn dreng Ragnar, er síð-
ar varð bóndi að Hrafnabjörgum
í Arnarfirði, en er nú látinn
fyrir nokkrum árum.
Lífsbaráttan var hörð á íslandi
um þær mundir. Faðir Guðmund-
ar stundaði sjómennsku með bú-
skapnum og drukknaði af skonn-
ortunni Fönix 5. apríl 1906 eða
réttum átta mánuðum áður en
sonurinn fæddist.
Skömmu eftir lát bónda sins
brá Margrét búi með drengina
sína og hugðist halda til skyld-
menna í Arnarfirði. Á leið sinni
þangað dvaldi hún hjá kunn-
ingjafólki í Dýrafirði, en þar
urðu þau straumhvörf í áform-
um hennar, að hún vistaðist til
dvalar hjá merkishjónunum
Kristjáni Andréssyni bónda og
skipstjóra og konu hans Helgu
Bergsdóttu (systur Kristjáns
Bergssonar síðar forseta Fiskifé-
lags íslands) og síðar syni þeirra
Andrési og dvaldist þar til ævi-
k)ka. Varð það því hið raunveru
lega uppeldisheimili Guðmund-
ar.
Um 15 ára aldur hóf Guð-
mundur sjómennsku eins og þá
var títt um röska unglinga og
eftir því sem honum óx aldur
og sjómennsku harka til, stefndi
hugur hans á stærri skip. 1932
fékk hann skiprúm á línuveið-
aranum Fróða, hjá hinum lands-
kunna skipstjóra Þorsteini Ey-
firðingi og var með honum alla
hans skipstjóratíð upp frá því
og var á þvi skipi er hin grimmi
lega árás var gerð á það í marz-
mánuði 1941.
Guðmundur hefir i sér það
sem sérkennir margt forviturt
fólk. Einhvernveginn veit hann
lengra en nef hans nær, eins og
sagt er. Sennilega er sú for-
vizka á einhvern hátt tengd
sjálfsbjargarhvötinni og ná-
tengd við harða baráttu við nátt-
úruöflin.
Vertíðina fyrir árásina hafði
Guðmundur haft þunga drauma,
en áttaði sig ekki alveg á hvað
þeir myndu boða. Um þetta
leyti var hann heitbundinn nú-
verandi eiginkonu sinni Elin-
borgu Jónsdóttur frá Haukadal
í Dýrafirði og horfði björtum
augum á framtíðina. Honum var
því ofarlega 1 huga að fara i
land og hætta sjómennskunni.
En margt fer öðruvísi en ætl-
að er og stundum eins og menn
komist ekki framhjá forlögum.
Siðustu kojuvakt sína fyrir ár-
ásina á Fróða, er skipið var statt
um 200 sjómílur suður af Vest-
mannaeyjum á leið til Englands,
dreymdi Guðmund mjög sér-
kennilegan draum um þá skips-
félaga. Er hann vaknaði var
hann viss um, að nú væri sú
stund, sem hann hafði svo lengi
haft válegt hugboð um, ekki
langt undan í morgunskímunni
hóf kafbátur miskunarlausa skot
hríð á Fróða og deyddi og hel-
særði fimm af skipsfélögunum.
Skömmu eftir þetta fór Guð-
mundur aftur á sjóinn á ýmsum
skipum, en réðist 1945 á gamla
Brúarfoss með Jóni Eirííkssyni
skipstjóra, en síðar á Lagar-
foss með Birgi Thoroddsen skip-
st.jóra og hefir nú verið á því
skipi um tíu ára skeið, lengst af
sem bryti.
Guðmundur er heilsteyptur
maður, léttur í lund og öllu dag-
fari, en harður í horn að taka,
afdráttarlaus í skoðunum og ó-
myrkur í máli ef honum þykir
við þurfa að brýna raustina. En
hver sem kynnist honum finn-
ur þar ósvikna manngerð með
hlýju hjarta.
í starfi sínu hefir Guðmundur
ur viðskipti við fjölda manna
innlendra og erlendra og verður
þess allsstaðar vart, að hann nýt-
ur óskoraðs trausts þeirra sem
hann hefir samskipti við, vegna
reglusemi í störfum og heiðar-
leika í hvívetna, skipi sínu, út-
gerðarfélagi og þjóð sinni til
sóma.
Guðmundur bryti er um margt
merkur maður. Hann er sjómaður
í húð og hár, enda sýndi hann það
bezt í Fróðaslysinu, er hann sigldi
bátnum áttavita og siglingatækja
laust nálega 200 mílur og náði
höfn í Vestmannaeyjum með
þrjá látna og tvo helsærða skip-
verja um borð.
Guðmundur er alinn upp 1
gamla tímanum, en er samt boð-
beri hins nýja og gerir sér Ijós-
ar þær þjóðlífssveiflur sem átt
hafa sér stað síðustu áratugina.
I>að þarf meira en litið átak og
kröfur til sjálfs sín, að leggja
frá sér flatningshnífinn og sjó-
vetlingana nær fertugur að aldri
með barnaskólamenntun að baki
og taka nýja atvinnustefnu í líf-
inu. En svo vel vígur sem Guð-
mundur var með aðgerðarhníf-
inn og að stinga beifcu á öngul,
sómir hann sér ekki síður vel
við reikni og ritvélina nú.
Allir sem til Guðmundar
þekkja vita, að þar er maður
sem vill hvers manns vanda
leysa. Vinfastur, ættrækinn og
góður heimilisfaðir. Þeir eru því
margir sem hugsa hlýtt til hans
og við skipsfélagarnir sendum
honum hugheilar árnaðaróskir á
þessum tímamótum í lífi hans.
B. Thoroddsen,
Halldór Jónsson.
GUÐMUNDUR Einar Guð-
mundsson bryti á m/s Lagar-
fossi er fæddur 5. desember 1906
að Hólum í Dýrafirði, og er
hann því sextugur n.k. mánu-
dag. Áður en Guðmundur fædd-
ist hafði faðir hans fallið fyrir
borð af skipi og drukknað, og
flutti Guðmundur með móður
sinni frá Hólum að næsta bæ í
Dýrafirði Meðaldal, og ólst hann
þar upp.
Guðmundur Einar byrjaði
snemma til sjós, og var lengi á
fiskiskipum að vestan, lengst af
sem háseti. Á þeim árum hefur
hann sjálfsagt lent í ýmsu, eins
og oft vill verða á sjóferðum
og siglingum. í bókinni Öldin
okkar er sagt frá því þegar
ráðist var á línuveiðarann Fróða,
þar sem fimm menn voru drepn-
ir af skotvopnum striðsaðila, og
var Fróði þá staddur um 200
sjómílur frá Vestmannaeyjum.
í hópi hinna fimm er féllu fyrir
árás þessari, sem gerð var af
kafbáti, voru skipstjóri og stýri-
maður skipsins ásamt þremur
hásetum, hinir sem lífs komust
voru úr hópi vélaliðs skipsins
auk matsveins og eins háseta.
Þessi eini háseti var Guðmund-
ur Einar, sá er nú er sextugur.
Það féll í hans hlut að stjórna
skipinu til hafnar, og var komið
til Vestmannaeyja 28 klst. efti
að árásin hófst.
Meðan Guðmundur Einar
vann á fiskiskipum var hann há-
seti, en stuttu eftir árásina á
Fróða fró hann að stunda mat-
sveinsstörf, árið 1945 fluttist
hann til Reykjavíkur, og ræður
sig til matreiðslustarfa á gamla
Brúarfoss, og hefur síðan starf-
að við þau störf hjá Eimskipa-
félagi íslands, en bryti hjá því
útgeðarfélagi varð hann fyrir
tæpum áratug, og er nú bryti á
m/s. LagarfossL
Sveinsprófi í matreiðslu lautj
Guðmundur árið 1954.
Hér að framan hef ég getið
starfa Guðmundar Einars lítiS
eitt, ég tel ekki rétt að rekja
starfssögu hans mikið frekar,
því það veit ég, að Guðmundur
Einar er hlédrægur maður, og
vill áreiðanlega ekki, að um sig
verði ritað langt mál, þó að
sjálfsögðu væri hægt að gera
slíkt, en ekki má gleyma að
minnast þess, að Guðmundur
Einar hefur í störfum sínum
verið farsæll, og eignazt fjölda
vina, en ekki er mér kunnugt
um að hann hafi eignazt nokk-
urn óvildarmann, og tel ósenni-
legt að svo sé. Virkur félagi 1
sínu stéttarfélagi hefur hann
ætíð verið, hefur sýnt samtök-
um sinum fullt traust, og er mér
ljúft að votta þetta á þessari
stundu, því saman höfum við
verið félagar, fyrst í Félagi
matreiðsiumanna og síðar í Fó-
lagi bryta.
Árið 1942 kvæntist Guðmund-
ur Einar, Elinborgu Jónsdóttur
frá Haukadal í DýrafirðL og
bjuggu þau fyrstu árin í Dýra-
firði, en eins og fyrr segir fluttu
þau til Reykjavíkur árið 1945.
Þau hjón hafa eignast tvo syni,
Gretar sem er 13 ára og Jón
sem er 11 ára.
Ég vil ekki hafa línur þessar
öllu lengri, en ég vil benda á,
að á Hjarðarhaga 64, býr vin-
sæll maður og gegn, sem mánu-
daginn 5. des. heldur upp á sex-
tugsafmæli sitt, hefur hann
tekið sér leyfi frá erilsömu bryta
starfL til þess að mega njóta
þessara tímamóta með konu
sinni og sonum, og' öðrum ást-
vinum, kunnugum og vinum.
Það verður stór hópur vina sem
hugsar hlýtt til þessa mæta
manns, og þakkar honum sanv-
starf og vináttu á liðnum árum.
Þó vitum við, að margir munu
þeir vera, sem á þessum degi
geta ekki tekið í hönd hans,
vegna fjarveru, meðal þeirra
sem þannig er ástatt um er auta
mín, sem verð á þessum degi
staddur nær æskustöðvum hans,
munu skipsfélagar hans vera
fjarri fósturjarðar ströndum. Eu
bæði ég, skipsfélagar hans á m/s.
Lagarfossi, svo og fjöldi annara
félaga hans og vina senda hon-
um beztu heillaóskir, honum
sjálfum til handa sem og fjöl-
skyldu hans. Stéttarfélagar han*
og stéttafélag, Félag bryta tek-
ur undir þessar óskir og kveðj-
ur.
Að síðustu vonum við ÖIL »3
afmælisbarnið megi sem lengsfc
njóta góðrar heilsu, og lifi heiU
sem lengst.
Boð'var Steinþórsson.
Þróttur
Fundur verður haldinn í húsi félagsins í dag kl. JL
FUNDABEFNI:
1. Húsbygging. (Tekin verður afstaða til
kauptilboða).
2. Önnur mál.
Stjórnin.
James Bond
IY IAN FLEMIN6
ÐRAWING BY JOHN McLUSKY
Tiffany svaf í flugvélinnL sem
með okkur tii New Tork.
Ég lá vakandi og hugsaði um það, að
ég var næstum þvífangin aí henni, og
einnig um það að lausn gátunnar væri
ekki að finna í New York haidur í '
virðulega Demantahúsi í Londou.
Og -'T sá dvIfr4A» 49C? — -- ’ .
.......
V