Morgunblaðið - 04.12.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1966, Blaðsíða 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 4. des. 1966 •nna. Þeir voru aðeins tveir. svo *ð hann var fljótur að finna þau Josette og José. Þau voru ein út af fyrir sig í klefa. Hún leit við, er hann ýtti burðinni upp og leit á hann, eins og i óvissu. En þegar hann kom nær og ljósið féll á hann, þaut hún upp og rak upp óp. — Hvað hefur komið fyrir? sagði hún. — Hvar hefurðu ver- iðí Við José biðum alveg fram á síðustu stund, en þú komst ekiki, eins og þú varst búinn að lofa. Við biðum. Hann José get- ur sagt þér, hvernig við biðum. Segðu mér, hvað hefur gerzt? — Ég missti af lestinni i Genúa og varð að aka langa leið til að ná í hana afcur. — Að þú hafir ekið til Bar- onecchia? Það nær ekki nokk- urri átt! — Nei. Til Asti. Svo varð þögn. Þau höfðu tal að saman á frönsku. Nú rak José upp snöggan hlátur, settist niður í hornið og tók að stanga úr tönnunum með þumalnögl- inni. Josette lét vindlinginn, sem hún hafði verið að reykja, detta á gólfið og steig ofan á hann. — Þú komst í lestina í Asti og þú beiðst með það þangað til núna að hitta mig. Það var ekki sérlega kúrteislegt! Hún þagn- aði en bætti síðan við, dræmt: — En þú lætur mig ekki bíða svona í París, er það, elskan? Hann hikaði. — Ætlarðu það, elskan? Nú var röddin orðin dálítið hvöss. Hann sagði: — Ég þarf að tala við þig undir fjögur augu, Jo- sette. Hún glápti á hann. Andlit hennar sviplaust í daufri birt- unnL Svo gekk hún út að dyrun um. — Ég held það væri betra, að þú talaðir dálítið við hann José, sagði hún. — José? Hvað kemur þetta honum við? Það ert þú, sem ég þarf að tala við. — Nei, elskan. Þú talar heldur við hann José. Ég er ekkert út- farin í kaupskap. Leiðist hann. Þú skilur. — Nei, alls ekki. Og það sagði hann satt. — Ekki það? José útskýrir það fyrir þér. Ég kem aftur eft- ir mínútu. Þú talar nú við José, elskan. — Já, en......... CERTINA-DS HEIMSINS STERKASTA ÚR Certina — DS úrið er byggt fyrir þá, *em vilja ekki eða geta ekki t. d. starfs síns vegna farið með úr sitt af varfærni Gang- verk þess gitur í mjög teygjanlegum og þjálum plasthring, sem gerir það að verk- um, að Certina-DS úrið þolir mun meira hnjask en nokkurt annað högghelt úr í veröldinni. Piasthringurinn ver ekki aðeins óróaásinn — hjarta úrsins — heldur gang- verkið í heild. Þess vegna þolir Certina-DS úrið högg og titring sem samstundis myndi stórskemma eða eyðileggja öll önnur úr með venjulegum höggvarnarútbúnaði. Certina- DS úrið er ekki aðeins einstaklega vel högg- varið, það er einnig algerlega vatnsþétt, og þolir að liggja í vatni, jafnvel á 200 metra dýpi. Við byggingu úrsins, hefur sérstök áherzla verið lögð á að verja alla þá staði þar sem ryk og vatn gætu þrengt sér inn. Og að sjálfsögðu hefur Certina-DS sjálf- vindu og dagatal, eins og sérhvert nýtízku úr í dag. Enn eina staðreynd viljum við benda á varðandi Certina úrin. Úrasérfræð- ingar álíta verð Certina úranna mjög sann- gjarnt. Það eru til dýrari og ódýrari úr — en ekkert úr í heiminum gefur yður meiri gæði fyrir peningana ÚTSÖLUSTABIR: MaKnús Benjaminason * Co. Veltnsusundi. Ciarðar ólafsson órsmiður, Lækjartorgi. Skart.gripaverzlun Guðmundar Þorsteinssonar Bankastræti 12. Franch Mirhelsen, úrsmiður, Laugavegt 3». Gulismiðir Steiþúr og Jóhannes, Laugavegi 20. Skartgripaverziun Jóns Sigmundssonar, Laugav. S. CERTINA & Certina Kurth Fréres SA, Grenchen Switzerland Hún gekk út I ganginn og renndi hurðinni aftur á eftir ser. Hann gekk til að opna dyrn- ar aftur. — O, hún kemur aftur, sagði José, — hversvegna se::tu ekki niður og bíður eftir henni? Graham setti sig og fór að öllu tómlega. Hann botnaði ekk- ert í þessu. José var enn að stanga úr tönnunum og horfði yfir klefann þveran. — Þú skil- ur ekki, eða hvað? — Nei, ég veit ekki einu sinni hvað það er sem ég á að skilja. José pírði augunum að þumal 42 nöglinni á sér, slelkti hana og tók síðan til við aðra tönn. — Þér lízt vel á Josette, er ekki svo? — Vitanlega. En....... — Hún er mjög lagleg, en hún er bara svo vitlaus. Hún er kven maður. Hún hefur ekkert vit á kaupskap. Það er þessvegna, sem ég, maðurinn hennar, hngsa allt slíkt. Við erum í félagL Þér skiljið það? — Já, það er einfalt mál. Og hvað svo um það? — Ekki annað en það, að ég hef hagsmuna að gæta í sam- bandi við Josette. Það er alit og sumt. Graham athugaði hann stund- arkorn. Nú var hann farinn að skilja málið, svo að ekki varð um bætt. ann sagði: — Viliið þér ekki segja hreinlega, hvað þér eigið við? José setti á sig svip þess, sem hefur tekið ákvörðun, hætti við tannhreinsunina og sneri sér í sætinu beint að Graham. — Þér eruð kaupsýsl'umaður, sagði hann hressilega. Þér ætlizt ekki til að fá neitt fyrir ekkert. Gott og vel. Éig er ráðsnvaður hennar, og læt ekkert fyrir ekkert. Þig langar að skemmta þér i París, eki satt? Josette er ágætis stúlka og mjög skemmtileg fyrir karlr mann. Og svo dansar hún veL í sameiningu vinnum við okk- ur inn minst tvö þúsund franka á viku, á almennilegum stað. Tvö þúsund franka á viku. Það er hreint ekki svo lítið. Nú streymdu endurmirming- arnar inn í huga Grahams. Hann minntist Maríu hinnar ara bísku, sem hafði sagt: — Hún hefur átt svo marga elskara, og Kopeikin, sem sagði „Hún hefur vel upp úr sér“, og Josette sjálfr ar, sem hafði sagt, að José væri ekki afbrýðissamur gagnvart henni, nema þegar hún vanrækti atvinnuna, vegna skemmtana. Og hann minntist fleiri uin- mæla. — Jæja þá? sagði hann kuldalega. José yppti öxlum. — Ef þú nú ferð að skemmta þér, getum við ekki unnið okkur inn tvö þús- und franka með dansinum okk- ar. Svo að við verðum að fá þá annarsstaðar frá. f hálfdiirim- unni gat Graham séð móta fyrir svörtu striki, sem var munnur* inn á José, og andlitinu, sem gretti sig dálítið. — Tvó þúsund franka á viku. Það er sanngjarnt finnst þér ekki? Þetta var rödd heimspekings- ins með flauelsklæddu apana. Þessi kaupsýslumaður var að réttlæta tilveru sína. Graham kinkaði kolli. — Jú, það er ekki nema sanngjarnt. — Þá getum við gengið frá því strax, sagði José hressilega. Þér hafið æfinguna, ha? Þér vit ið, að svona er venjan. Hana glotti. — Ég skil. Og hvoru ýkkar á að borga, yður eða Josette? — Þér getið borgað Josette ef þér viljið, en það væri bar* eki fínt, eða hvað? Ég hitti ykk- ur einu sinni á viku. Hann hall- aði sér fram og klappaði Gra- ham á hnéð. — Þetta er alvara, ekki satt? Þér ætlið að vera góð ur drengur? Ef þér færuð að byrja núna........ Blaðburða rfólk vantur í eftirtnlin hverfi: Árbæjarblettur Seltjarnarnes — Hluti af Blesugróf Skólabraut Meðalholt Laufásvegur I. Lambastaðahverfi Laugavegur, neðri Skerjaf. - sunnan fL Bergstaðastræti Miðbær Rauðarárstígur Fálkagata Talið við afgreiðslunn simi 22480 BUivrtuublatiií*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.