Morgunblaðið - 04.12.1966, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. des. 196«
MORCUNBLAÐIÐ
17
iTengsl gamallar o"
nýrrar kynslóðar
ATHYGLI manna beinist nú,
eins og endranser, á þeseum árs-
tíma, að bókamarkaðnum, og
virðist hann ætla að verða all
íjölbreytilegur. Islendingar eru,
hvað svo sem segja má um upp-
Bkeruna yfirleitt, iðjusamir
á akri bókmenntarmia, og er
ijóst að þessi mánu'ður mun sýna
það enn einu sinni.
Margar bækur koma út nú
ífyrir jólin, sem vert er að leiða
Ihugann að, bæði skáldirit, sagn-
fræðrit, barnabækur og margar
Bðrar tegundir bóka — og er það
vel. Ein er sú bók, sem sýnir
•kemmtilega hvensu bókmenn-
ing er íslendingum í blóð borin.
í>að er rit Gísla Jónssonar, fyrrv.
Blþingismanns um foreldra hans.
Er bók þessi góður vottur um
tengsl gamallar og nýrrar kyn-
•lóðar á íslandi, og þann áhuga,
•em íslendingar hafa ávallt haft
6 bókmennt. Hinn aldni alþing-
Ísmaður setzt niður eftir langan
•g erilsaman dag og skrifar að
tlestra dómi ágætt rit um efni,
•em honum er hugleikið. Hefur
hann einnig Skýrt frá því. að
bann sitji nú við að skrifa skáld-
•ögu, kominn fast að áttræðu.
Eins og allir vita var Gísli Jóns-
•on abkvæðamikill þingmaður
ar fyrir
Iþurfa að
þegna sína
Börnin kunna sér ekki læti, þegar hann fer að snjóa og skeita litt um frost og kulda. Þessi
mynd er úr porti Miðbæjarsk ólans.
REYKJAVÍKURBRÉF
. Laugardagui 3. des.
eg þjóðmálaskorungur, sem oft
barðist af kappi í fremstu víg-
Knu. Nú situr hann á sáttshöfði
við allt og alla og hugar að rit-
verkum til að gleðja bæði sjálf-
«n sig og aðra. Auðvitað á Gísli
til bókelskra að telja, en bróðir
bans var öndvegisskáldið Guð-
tnundiur Kamban, sem frægur
•r víða fyrir miklar og voldug-
ar bókmenntir, og þá ekki sizt
leikrit. Má segja að skemmtilegt
•é, að bróðirinn haldi enn merk-
inu á lofti — og með þeim góða
úrangri, sem rit hans nú ber
vott um.
Pólitík fyrr og nú
Stundum er því haldið fram,
ttð stjórnmálabarátta á íslandi
•é heldur lágkúruleg, og ekki er
þetta gripið úr lausu lofti, því
•ð vissulega er oft ástæða til að
gagnrýna málflutning stjórn-
Biálamannanna, eins og t.d. þeg-
•r Helgi Bergs ritari Pramsókn-
•rflokksins, sem þó er verk-
íræðimenntaður maður, gerði
*ig sekan um að flytja á Alþingi
talnarunu um hag þann, sem ís-
iendingar gætu haft af gerð
varanlegra vega og falsaði dæmi
•itt um mörg hundruð prósent.
í>ví miður er þetta ekki eins-
Sæmi nú á tímum og óumdeilan-
legt er, að forustumenn Fram-
•óknarflokksins ganga lengst í
hvers kyns fölsunum og kátlegri
meðferð talna, enda hefur for-
maður flokksins beinlínis lýst
því yfir, að öll sú þekking, sem
nútímaibagfræði býr yfir, sé
fcreinn hégómL
En ekki skyldu menn þó halda,
•ð stjórnmálamenn fyrri tíma
faafi verið sakleysið uppmálað.
Oft var þá beitt áróðursbrögð-
«m, sem ekki voru sem allra
beiðarlegust. betta rifjast nú
upp í tilefni af útkomu bókar
Þorsteins Thorarensen „í fót-
spor feðranna", en sú bók er holl
lesning öllum þeim, sem kynna
vilja sér íslenzk stjórnmál.
Sjálfsagt eru ekki allir sam-
mála um niðurstöður höfundar
þeh'rar bókar, en ekiki verður
þó um það deilt, að Þorsteinm
Hhorarensen leitast við að líta
á málin öfgalaust, og gefa sem
•annasta og réttasta mynd af
þeim harðvitugu, og oft kynd-
ugu deilum, sem hér risu á
fyrsta áratug aldarinnar.
Umbrotatímar
bæði þá og nú
Við upphaf tuttugustu aldar-
innar voru mikil umbrot í ís-
lenzku þjóðlífi, og víst er það
eðilegt, að við slí'kar aðstæður
sköpuðust líka deilur og átök,
sem eftir á virðast ástæðulausar
og stundum á misskilningi
byggðar. Menn vildu gera stór-
átök á Skömmum tíma og sýndist
þá sitt hverjum um leiðirnar. En
athyglisvert er þó, að allir
skildu nauðsyn þess, að hagnýta
erlent fjármagn til íslenzkrar
atvinnuuppbyggingar, þótt minna
yrði úr en ella hefði orðið, vegna
ágreinings um það hvert leita
skyldi og hvaða tilboðum tekið.
En furðulegt er, að í dag skuli
vera til menn, sem berjast gegn
stórframkvæmdum til að bæta
landið og efla atvinnulífið, vegna
þess að til þeirra þarf útlenda
peninga. Hitt er hins vegar eng-
in furða, þótt átök séu í íslenzku
þjóðlífi og traustabrestir, því að
undanfarin ár hefur verið mesta
framfarasókn þjóðarinnar og
tímar stöðugra og mikilvægra
umbreytinga.
Bezti vitnis-
burðurinn
Og bezti vitnisburðurinn um
styrk íslenzks þjóðfélags og ör-
uggara lýðræði er einmitt það,
að menn skulu láta eins og vind
um eyru þjóta söng stjórnarand-
stæðinga, formælingar og barna-
lega tilburði. Menn vita sem er,
að þrátt fyrir það, að margx fer
ver en skyldi, og enginn er sam-
mála öllu því sem gert er, þá
höfðum við gengið til góðs &öt-
una fram eftir veg.
Það er eðli nútímaþjóðfélags,
að stöðugt þarf að glíma við
margiháttuð verkefni, lausn eins
venkefnis skapar jafnan ný.
Það eru átök og hræringar á öll-
um sviðum, en öllu verður að
halda innan þeirra takmarka, að
ekki hljótist af stórslys. Og ein-
mitt það er hlutverk stjórnar-
valdanna, mikki ftemur en að
veita stöðugt einhverja forustu,
sem allir eiga að hlíta, þótt
slí'kum áhrifum þurfti stundum
að beita, þegar á móti blæs eins
og nú að undanförnu er erfið-
leikax hafa steðjað að vegna
lækkandi verðs okkar megin
útflutningsafurða.
Og engin leið er að halda því
fram með réttu, að íslenzkum
stjórnarvöldum nafi á síðustu 8
árum mistekizt að stjórna, svo
að ÖU heilbrigð þjóðfélagsöfl
fengju notið sín, enda framfar-
irnar gleggsti vitnisburðurinn.
Forusta um
verðstöðvun
En ríkisstjórnin hefur nú beitt
sér fyrir verðstöðvun um eins
árs skeið. Hún hefur haft for-
ustuna um það að kveða verð-
bólguna niður og hvetja lands-
menn alla til að staldra við og
láta sér nægja þau kjör, sem
menn í dag búa við, og óum-
deilanlega eru þaiu langbeztu,
sem íslendingar hafa þekkt, og
einhver hin beztu, sem þekkjast
í víðri veröld.
Þessu forustuhlutverki er rík-
isstjórn Bjarna Benediktssonar
vel vaxin, vegna þess að hún
hefur áður beitt sér fyrir því,
að landslýður gæti í sem ríkust-
um mæli notið ávaxta aflasæld-
ar og góðs árferðis á viðskipta-
sviðinu. Sumir liggja stjórninni
raunar á hálsi fyrir það, að hún
hafi ekki gert nægilega róttæk-
ar ráðstafanir til að treysta hag
atvinnuveganna, heldur látið um
of undan þeim þunga launþega-
samtaka að fá aukna hlutdeild í
afrakstri atvinnulífsins jafnóð-
um og auðsins var aflað.
En þeir, sem mest hafa kvart-
að vegna erfiðleika atvinnulífs-
ins — og í þeirra hópi eru
st j órnar andstæðingar upp til
hópa — ættu þá að veita stöðv-
unarstefnunni öflugan stuðning.
En sú hefur hvorki orðið raunin
með Moskvu-kommúnistanna,
sem rita í kommúnistamálgagn-
ið, né heldur forustumenn Fram-
sóknarflokksins. Hvorir tveggja
kvarta sáran undan stöðvun-
inni og finna henni allt til for-
áttu.
Vandamál víðar
en hér
Annars eru svipuð vandamál
og við íslendingar höfum átt
við að gílíma viðar tiL Og ekk-
ert er það þjóðfélag þar sem
ekki hvílir stöðugur vandi og
áhyggjur á stjórnendunum. Og
annars staðar eins og hér er um
úrræðin deilt, þótt minna sé
gert að því að deila um stað-
reyndir.
Meginárásaefni Framsóknar-
flokksins, aðalstjórnarandstöðu-
flokksins, á Viðreisnarstjórn-
ina er, að hún fþyngi atvinr.u-
vegunum með allt otf háum vöxt-
um. Samt er það nú svo, að al-
mennir útlánsvextir eru víða
jafnháir og hér og sums staðar
miklu hærrL Og í fjármagns-
auðugu landi eins og Danmörk
er borið saman við ísland, ru
vextir mjög svipaðir og hér, svo
að dæmi sé nefnt.
En Danir hafa átt við að glima
verðbólguþróun eins og við ís-
lendingar og eitt af úrræðunum,
sem þeir hafa gripið til í viður-
eigninni við þann vanda, er ein-
mitt vaxtahækkun. Vera má að
verðstöðvunin, sem nú virðast
allar ástæður til að ætla að tak-
ist, geri okkur kleift að lækka
vexti og mundu margir fagna
því, en út í bláinn er að berjast
gegn stöðvuninni, en heimta
jafnframt lægri vexti.
Annars er hæð vaxtanna ekki
aðalatriðið fyrir þá, sem lán
þurfa að fá, hvorki atvinnuveg-
ina né húsbyggjendur, heldur
hitt, að nægilega löng lán sé að
fá til framkvæmdanna, en á því
hefur hér verið misbrestur,
einkum vegna þess að jafnvægi
hefur skort í efnahagslífinu, en
einmitt stöðvunin, söm nú er
stefnt að, er heppilegasta úrræð-
ið til að ráða á þvi bót. Þeir
sem fárast yfir lánsfjárskorti
ættu þess vegna að styðja verð
stöðvunarleiðina, en enn sem
fynr rekur sig eitt á annars horn
í málflutningi stjórnarandstæð-
inga; þeir amast við verðstöðv-
un, en heimta samt rýmri lána-
markað.
arnar í Ástralíu og á Nýja-Sjá-
landi vakið einna mesta eftir-
tekt nú síðustu daganna. Þar
urðu mjög harðar deilur um af-
stöðu stjórnanna til Vietnam-
stríðsins og þátttöku þessara
ríkja í styrjöldinni þar. Stjórn-
arandstæðingar vildu kalla heim
heri þá, sem Ástralía og Nýja-
Sjáland hafa í Suður-Vietnam,
en stjórnarsinnar héidu þvl
fram, að brýna nauðsyn bæri til
að hefta framrás kojnmúnism-
ans og verja landið gegn yfir-
gangi hans.
Við íslendingar eigum ef til "
vill erfitt með að gera okkur
grein fyrir því, hver fórn það
hverja þjó'ð að
senda vöskustu
á vígvöllinn, en þó
ættum við að geta skilið tilfinn-
ingar þeirra manna sjálfra, sem
fyrir þessu verða, og þeirra ætt-
irkgja. Og af almennum kosn-
ingum, sem einkum snúast um
þetta mál, ætti að mega ráða
hvert viðhorf fólks sé.
Stjórnarflokkarnir héldu velli,
og Ástralíumenn og Nýsjálend-
ingar munu berjast við hlið
hers SuðurVietnam þar til yfir
lýkur. En hvers vegna? Það er
von að spurt sé, því að ein-
mitt hér á íslancU, á fjarlægasta
punkti frá þessum löndum, heyr-
ast raddir um þaS að það sá
glæpur af Ástralíumönnum, Ný-
sjálendignum og einkum þó
Bandaríkjamönnum að ofurselja
ekki Suður-Vietnam ofbeldisöfl-
um kommúnismans.
En þessar þjóðir gera sér
grein fyrir því, sem við fslend-
ingar og aðrar Vestur-Evrópu-
þjóðir gerðu sér grein fyrir, er
kommúnistar huTðust sölsa und-
ir sig hvert þjóðlandið af öðru
1 Evrópu, að ofbeldisöflurvum
verð'ur að mæta með festu og
fullri hörku, annars eflast þau
og þá er þvf fórnað, sem mest
er um vert að varðveita, frelsi
þjóða og einstaklinga.
Kosningarnar í
Astralíu og Nýja
Sjálandi
En svo að vikið sé að erlend-
um málefnum þá hafa kosning-
Læra af
reynslunnii
Þegar kommúnisminn ógnaði
Vesbur-Evrópu var. útlitið vissu-
lega ískyggilegt, líkt eins og I
KnÍbudeilunnL þegar Kennedy
forseti tók af skarið og sagði
hingað og ekki lengra. En I bæði
skiptin skildu Ofbeldismennirnir,
að þeir mundu ekki koma fram
átfonmum sínum og létu af þeim.
Þegar Evrópumenn sýndu,
syo að ekki varð um villzt ,að
þeir ætluðu sér að verja hendur
sínar, var fast á þá deilt fyrir
ógnanir við friðinn og styrjald-
arvilja. John Foster Dulles utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna var
nefndur stríðsglæpamaður og
annað í þeim dúrnum. Þessar
raddir heyrðust í Bandaríkjun-
um, þær heyrðust í Evrópu. en
háværastar voru þær austur i
Asíu og Ástralíu.
Nú er dæminu snúið viði.
Sæmileg festa er komin á í Evr-
ópu, vegna þess að skynsamlegri
og óbifanlegri stefnu var þar
fylgt. En þá snúa ofbeidisöflin
sér austur á bóginn og nú búast
Asíu- og Ástralíuþjóðir til varn-
ar. En þá rísa upp Evrópu-
menn, sem þykjast sérstakir boð
endur frjálslyndis, og segja að
austur þar sé fráleit sú stefna,
sem í okkar heimshluta tryggði
sjálfstæði og öryggi.
Um þetta þarf ekki fleiri orð,
þótt hitt sé, ljóst að styrjöldin
í Vietnam hljóti að hryggja og
særa hvert heilbrigt mannsbarn,
en ekki ætti að þurfa að fara á
milli mála, hverjir á því bera
ábyrgð.