Morgunblaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 2
2
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. des. 1966
Líkur á, að verkfalli
Perúsjómanna lyki í gær
Horfur á samkomulagi um
ruml. 35 kr. hækkun til sjó-
manna á tonn
Lima, Perú, 12. desember — AP.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins.
SVO kann að fara, að hinir 20
þúsund fiskimenn, sem verið
hafa í verkfalli í Perú snúi til
vinnu sinnar { dag, þriðjudag.
Yrði það í kjölfar samkomulags,
sem náðst hefur um, að þeir fái
22 sole (35,26 ísl. kr.) meira
Fótur tættist af
belgiskum siómanni
BELGÍSKUR togarasjómaður
varð fyrir slysi út af Vestfjörð-
um, þannig að fóturinn tættist
af upp undir ökla, og var komið
með manninn inn til Patreksf jarð
ar í fyrrinótt. Bjöm Pálsson sótti
hann svo í flugvél og lenti í
fjörunni, þar sem 50 hnúta hlið-
arvindur var á flugbrautina og
svell. Kom hann með sjúkling-
inn, sem er á Landsspítalanum.
Maðurinn heitir Alfons Burka og
var á togaranum John frá Ost-
end í Belgiu .
Ekki er vitað nákvæmlega
hvernig slysið vildi til, en talið
er að maðurinn hafi lent í spil-
inu. Belgíski togarinn kom inn
með hann um nóttina og fór
fljótlega út aftur. Var þetta ann
ar útlendi togarinn, sem kom þá
nótt með veikan mann. Hinn
var þýzkur og sjúklingurinn
með magakast. Læknirinn á
Patreksfirði gerði að meiðslum
belgíska sjómannsins itil bráða-
birgða, en talið var nauðsynlegt
að hann kæmist suður. Einnig
var á Patreksfirði barn með
botnlangakast, sesm líka þótti
rétt að koma á sjúkrahús fyrir
sunnaa
!Hait var samband við Bjöm
Pálsson. En svo iUa vildi til að
veður var mjög slæmt. Var 50
hnúta vindur þvert á brautina,
og önnur flugbrautin hál. Var
verið að reyna að bera á hana
■and, þegar Björn kom á Dúf-
unni klukkan rúmlega 2. Lenti
hann þá í fjörunni á sandodda,
sem hann hefur notað áður til
lendingar, en þar var hægt að
lenda beint upp í vindinn.
Gekk ferðin suður vel, og voru
báðir sjúklingarnir lagðir á
Landsspítalann.
fyrir hvert tonn sem þeir veiða,
en áður.
Samabnd sjómanna, sem hóf
verkfallið seinni hluta október-
mánaðar, hafði krafizt hækkun-
ar sem næmi Iil5 sole á tonn
(kr. 185,-) af veiddium fiski. Áð-
ur fengu sjómennirnir 80 sole
('kr. 129,-) fyrir tonnið og höfðu
hafnað hækkun, sem næmi 22
sole, en tillaga um þá hækikun
hafði komið frá ríkisstjórn lands-
ine, sem reynt hefur að miðla
málum.
Sambandið hélt fund á mánu-
dag, sem var mjög stonmasamur.
Var honum frestað til kvöldsins,
er fulltrúar sjómannasambands-
ins skyldu eiga fund með verka-
lýðsmálaráðherra landsins, Jarvi-
er de Belaunde.
Nú er íiætlað, að sjávarútveg-
ur landsins hafi orðið fyrir tjóni,
sem netnur um 870 miillj. sole
vegna verkfallsins, frá því að
það hófst eða um 1400 millj. ísl.
kr.
snjókoma var á Vesffjörðum
og annesjum norðan lands, en
í GÆR var A og sums staðar
NA átt hér á landi. dálítil
yfirleitt þurrt og skýjað ann-
ars staðar. Hiti var í kring
um frostmark. Helzt eru horf-
ur á svipaðri vindátt eitthvað
áfram. í New Yorfc var svipað
veður og í Reykjarvík, en
snjókoma í höfuðborgum Norð
urlandanna.
V erzl un arfól k
fái aðild að
— atvinnuleysistryggingum
Fyrirspurn um úthlut
un listamannalauna
í GÆR var lögð fram á
Alþingi svohljóðandi fyrir-
spurn frá Sigurði Bjarna-
syni til menntamálaráð-
herra lun úthlutun lista-
mannalauna:
„Hvað líður undirbún-
ingi löggjafar um úthlutun
listamannalauna skv. þings
ályktun samþykktri á A!-
þingi 27. apríl sl.“.
Helsingfors, 13. des. NTB.
AÐVÖRUN hetfur verið gefin
um verkfall í íinnska pappírs-
iðnaðinum frá 1. janúar rik. Samn
ingaumleitanir milli verkalýðs-
félaga og vinnuveitenda hafa
ekki borið árngur enn.
Tillaga þessi var svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora
á ríkisstjórnina að láta
undirbúa fyrir næsta reglu
legt Alþingi löggjöf um út-
hlutun listamannalauna.
Skal við það starf haft sam
ráð við Bandalag ísl. lista-
manna“.
Á FUNDI efri deildar í gær var
fram borið stjórnarfrumvarp
iþess efnis, að verzlunar- og skrif-
stofufólk öðlist aðild að atvinnu-
leysistryggingum frá 1. jan. 1967.
í athugasemdum við frv. segir:
í samibandi við kjarasamninga
atvinnurekenda við skrifstofu-
og verzlunarfóilk, sem gerðir
voru hinn 9. marz 1966, lýsti rík-
isstjórnin jrfir því, að hún mundi
ibeita sér fyrir >'ví, að verzlunar-
og skrifstofufólk öðláðist aðild
að atvinnuleysistryggingum frá
og með 1. jan. 1967 með sama
rétti og aðrir þeir hafa, sem nú
eru aðilar að þeim. Breyting sú,
sem hér um ræðir, er aðeins i
því fólgin, að féiög skrifstofu-
fólks og afgreiðslufólks í verzl-
unum skuli teljast til verkalýðs-
félaga skv. lögunum um at-
vinnuleysistryggingar, en þar af
leiðir að lögin taka til þessara
félaga eins og annarra verkalýðs-
felaga.
Rit lærdómslista-
félagsins á 35 þús.
- og 9$kálltoltsbóliin6 á 20 þús.
í GÆ3R hélt Sigurður Benedikts-
son bókauppboð í Þjóðleiklhús-
kjallaranum. Á uppboðsskránni
voru 1(20 númer. Það rit er fór
á hæstu verði var rit Lærdóms-
listarfélagsins X—XV, eða allt
Gnf Mæðrostyiksnefad 100 þús.
í GÆR kom að máli við
Mæðrastyrksnefnd Ásbjörn ólafs
son, stórkaupmaður og færði
nefndinni „nokkra aura“ eins og
hann orðaði það, að sögn Jónínu
Guðmundsdóttur formanns nefnd
arinnar. Reyndist „aurarnir“,
aem Ásbjörn kom með 100.000.oo
krónur í peningum.
Frú Jónína tjáði blaðinu enn-
fremur að til þessa hefðu safn-
ast nú síðan jólasöfnunin hófst
rúmlega 200.000.oo krónur og
bað hún Mbl. fyrir þakkir nefnd-
arinnar til allra hinna góðu vel-
unnara hennar.
Útvarpslög afgreidd
Auglýsendur athugið
Handrit af stórum auglýsingum,
sem birtast eiga í LAUGARDAGS-
og SUNNUDAGSBLAÐI þurfa að
hafa borizt auglýsingaskrifstof-
unni fyrir kl. 5 á FIMMTUDAG.
Á FUNDI efri deilðar var frv.
um breyting á útvarpslögum til
þriðju umræðu. Flutti Auður
Auðuns (S) framsögu fyrir nefnd
aráliti meirihluta menntamála-
nefndar og sagði, að hann flytti
vegna óska menntamálaráðherra
breytingartill. við tUl. Þorvald-
ar. G. Kristjánssonar og leggur
meirihl. til að lánsheimUdin
verði 25 millj. miðað við bygg-
ingu höfuðstöðva dreifikerfisins.
Páll Þorsteinsson (F) sagði, að
minnihlutinn væri þeirrar skoð-
unar, að 25 millj. nægðu ekki,
en hins vegar bæru þeir fram
tillögur sínar í tvennu lagi, svo
að samstaða gæti náðzt um ann-
að atriðið, þó ekki væri meira.
Bjartmar Guðmundsson (S)
ræddi almennt um notagildi sjón
varps, og þótt hann mæti giídi
þess, þá teldi hann að ýmsar
aðrar framkvæmdir svo sem
raforkumál og skólabyggingar
ættu jafnvel fremur að hafa for--
gan'g.
Gylfi Þ. Gislason (A) sagði að
vegna hins mikla áhuga liefði
ríkisstjórnin fallizt á fyrir sitt
leyti að tekin yrði lánsheimild íil
bygginga höfuðstöðva, þar eð út-
varpið stæði ekki undir nema
byggingu stöðva á Stkálafelii og
Vaðlaheiði. Ef svo yrði nauðsyn.
að hraða hinum framkvæmdun-
um, þá myndi ríkisstjórnin fara
fram á frekari lánsheimildir.
Þorvaldur G. Kristjánsson (S)
sagði, að þótt hann teldi sig hafa
fært sterk rök að því, að tekin
yrðu lán allt að 100 millj. þá
féllist hann á, að aðalatriðið
væri að fá lánsheimild, sem væri
nóg til þeirrar framkvæmdar, er
ráðherra gat um og féllist því
fyrir sitt leyti á sjónarmið hans,
enda væri farið fram á meiri
lánsheimild ef þörf krefði.
Breytingartillögur meirihluta
menntamálanefndar voru sam-
þykktar og frv. síðan vísað til for
seta neðri deildar.
verkið, sem var bundið f mjög
vandað skinnband. Seldist það á
35 þús. kr. „Skálholtsbókin** seld-
ist á 20 þús. kr., en þar var um
að ræða fjórar bæfcur er prent-
aðar voru í Skálholti 1688 og
bundnar saman í eina. Voru
bækurnar íslendingabók, Kristni
dóonssaga, Landnáma og Græn-
lendingasaga. Fylgdi 20 þús.
krónu boð bókinni er Sigurður
kom fram með hana og gafst
kosrtur á að ganga inn í það boð.
Gerði það Böðvar Kvaran, og
varð ekfci af frekari boðum.
Saigði Sigurður Benediktsson b.ók
ina fara á sanriköUuðu útsölu-
verði, en ekki uppboðsverði.
Ovenjumargar bækur fóru á
lágu verði á uppboðinu í gær og
má nefna sem dæmi að alis seld-
ust 14 bækur á 100 kr. hver og
langflestar fóru á innan við 1000
krónur.
Af bólkum sem fóru á allíháu
verði fyrir utan áðurnefndar má
nefna Grönlands historiske mind
Fraxnhald á bls. 31.
Vetrarhjálpin í Hafnar-
firði að hefja söfnun sína
VETRARHJÁLPIN í Hafnarfirði
hefur jólasöfnun sína tU hjálpar
bágstöddum í kvöld og annað
kvöld, og munu skátar ganga í
hús tU söfnunar, Þeir taka einnig
á móti loforðnm um fata-
gjafir, og verður ffatnaðurinn
sóttur síðar. Umsóknir um styrki
þurfa að hafa borizt fyrir næstu
helgi til einhvers af nefndar-
mönnum, en einnig eru nefndinni
kærkomnar ábendingar frá þeim
sem vita um einhverja bág-
stadda. Þetta er 28. starfsár
Vetrarhjálparinnar í Hafnarfirði.
í fyrra söfnuðust hjá Vetrar-
hjálpinni um 100 þúsund kr. Þar
af söfnuðu skátar 47.300 kr„ en
framlag Hafnarfjarðarbæjar var
50 þúsund krónur. Þau 150 þús.
kr., sem nefndin haifði tU út-
hlutunax skiptist á 136 bágstödd
heimili og einstaklinga. Auk
þess safnaðist allmifcið af fatn-
aði, sem mæðrastyrksneíndin sá
um úthlutun á.
Vetrarhjálpina í Hiafnarfirðl
dkipa þessir menn: Garðar Þor-
steinsison, prófastiur, Stefán Sig-
urðsison kaiupmaður, séra Bragi
Benediktsson, Guðjón Magnús-
son skóemíðameistari og Þórður
Þórðarson, framfærslufulltrúi.