Morgunblaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 14. des. 1966 Verzlunin Veiðimaðurinn HEFUR MARGAR GÓÐAR OG FALLEGAR jólagjafir FYRIR VEIÐIMENN. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 22 — Sími 16760. SÍGILDAR SÖGUR IÐUNNAR Víðkunnar úrvalssögur, sem um áratuga skeið hafa verið vinsæiasta lestrarefni fólks á öllum aldri og eru alveg sérstaklega heppilegt lestrarefni handa stálp- uðum unglingum. — Eftirtaldar sögur eru komnar út: Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Orustan um Bretland Margar og afdrifaríkar orustur voru háS- ar í síðari heimsstyrjöldinni, en vart leikur á tveimur tungum að það var orustan um Bretland — háð síðsumars 1940 — sem var afdrifaríkust allra. I>etta verður greinilega Ijóst af bók þeirri um þetta efni — .Orustan um Bretland“ — sem kemur út samtímis á íslandi og Bret- landL Höfundur er brezkur blaðamaður Þegar orustan um Bretland hófst í ágúst 1940 virtust Þjóðverjar ósigrandi og Hitler allir vegir færir. Flugher Þjóðverja átti að- eins eftir að sópa brezka flughernum úr loft inu yfir Ermarsundi og Suður-Bretlandi, og þegar þvi væri lokið, gæti innrás hafizt og henni mundi ljúka með algerum sigri naz- Í8ta. Að sjálfsögðu töldu Þjóðverjar að þetta mundi verða leikur einn. Slík afrek hafði þýzki flugherinn unnið undanfarna mánuði að ekki átti að vera miklum vandkvæðum bundið að ganga á milli bols og höfuðs á þeim litla flugher, sem Bretar áttu eftir. Dag eftir dag sendu Þjóðverjar ótöluleg- an grúa flugvéla af öllu tagi til árása á Bretland, og alltaf var árásunum hagað þannig, að sækjendur höfðu sólina í bakið, en verjendur beint í augun. Slíkt var væn- legt til góðs árangurs. En flugmenn Breta uxu með hverjum vanda. Því fleiri sem árásirnar urðu, þeim mun fleiri ferðir fór hver brezkur flugmað- ur. Þess voru dæmi að einstakir flugmenn færu átta flugferðir á dag, þegar mest gekk á. Það var þess vegna ekki að furða, þótt Churchill kæmist svo að orði um hetjuskap brezkra flugmanna,. að „aldrei hafa eins margir átt eins fáum mikið að þakka“. f bók þeirri, sem hér er um að ræða, er brugðið upp myndum af óteljandi hetjudáð- um brezkra flugmanna, er þeir vörðust ofur- efiinum, og hún er merkileg að því leyti, en þó er hún enn eftirtektarverðari fyrir þá Þorsteinn E. Jónsson flugmaður úr 111 flug- sveit Breta stígur út úr Spitfireherflugvél sinni eftir loftorustu. sök, að í henni er í fyrsta skipti frá því sagt hve nærri Bretar voru algerum ósigri. Það er ekki ofsagt að þessi bók sé merki- legt framlag til veraldarsögu síðustu ára- tuga — mikilla umbrotatíma, sem enn eru í deiglunnL og víst er, að mannkynssagan hefði ekki þróazt eins og raun ber vitni frá 1940 ef Bretar hefðu tapað „orustunni um Bretland". Aðeins einn íslendingur Þorsteinn .fóns- son, nú flugstjóri hjá Flugfélagi íslands, barðist með RAF, brezka flughernum á stríðsárunum. Hann var í 111. flugsveit- inni sem hafði m. a. aðsetur á flugvöllunum í Northweald Kenley og Greavesend. Þekk- ir Þorsteinn marga þá menn, sem um getur í bókinni, og er án efa sá íslendingur sem er kunnugastur þeim atburðum, sem þar er lýst. Þorsteinn hefur eftirfarandi um bókina að segja: Ég hafði mikla ánægju af því að lesa ina sérstaklega vegna þess að ég þekkti per- sónulega marga af þeim mönnum, sem við sögu koma. Þó að ég sjálfur hafi ekki lokið orustuflugnámi fyrr en um það leyti er or- ustunni um Bretland var að ljúka. Flugsveit mín, 111. flugsveitin, kemur einnig víða við sögu. Frásögn bókarinnar er í öllum þeim atriðum, sem mcr eru persónulega kunnug, rétt. Það sem gerir bókina fróðlega og skemmti lega til aflestrar er, að höfundurinn hefur haft aðgang að heimildum frá báðum stríðs- aðilum, og er ekki sízt fróðlegt að kynnast málum frá hlið Þjóðverja, viðbrögðum flug- manna þeirra og okkar. Bókaútgáfan Fífilt BEN HÚR L.Wallace I ¥ íOFI TÓMASAR FRÆNDA H.B.Stowe i ÍVAR HLÚJÁRN J WScott SKYTTURNAR 1 A. Dumas 1-3 bOrniní nyskógum E Marryat BASKERVILLE HUNDURINN A.Conan Doyle 1 GRANT SKIPSTJORI J.Verne Tveer beekur í þessum flokki eru nýkomnar út» KYNIALYFIÐ, spennandi og skemmtileg saga eftir Síf Walter Scott, höfund sögunnar ívar Hlújárn. FANGINN í ZENDA, hin margeftirspurSa, hörkuspennandi saga eftir Sir Anthony Hope. Ofantaldar bækur fást allar enn. Þær kosta kr. 135,00-195,00 hver bók án söluskatts, flestar kr. 150,00-165,00. Við sendum burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um land allt. Seljum einnig gegn afborgunum. IÐUNN Skegg|ágöfu 1 - Símar 12923 og 19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.