Morgunblaðið - 17.12.1966, Side 1

Morgunblaðið - 17.12.1966, Side 1
Biab II Laugardagur 17. des. 1966 AREKSTRAR MILLI RAUÐll RISANNA Meðan „Maginot - lína“ myndast gegnum Mið - Asíu J-tandsvæði,' Eeret Kínverjar krefjast Ulntieáldu landamærin Sovétríkin •MOSCOW Ámur MONGOLIA Vssurí • Kúldja PEKINGo SINKIANG Hindu. AFGHAN-J ISTAN J Kína A HINUM 10.500 kílómetra löngu landamærum milli Rússlands og Kína eykst Kpennan daglega. í Kremlin óttast menn, að hún geti orðið að langvarandi, mannfrekum skæruhernaði. Kína krefst 2.000.000 ferkílómetra af Rússlandi, glötuðu svæðanna, sem eru stærri en Persía. Þessi forna deila er mikils- Verðasti þátturinn í hinni d'úpu sundrung innan sam- bands kommúnista. MIKLAR hernaðaraðgerðir heggja. vegna hinna löngu land- mæra, sem aðskilja Rússland og Kína, auka nú nýjum og ógnvæn- legum þætti við hið langa orða- stríð, sem háð hefur verið milli Moskvu og Pekíng. Líkindi þess, að bardagar brjótist út á landa- mærunum, eru nú almennt um- ræðuefni í Rússlandi og Austur- Evrópu. Að sögn Wladislaw Tykocinskis ofursta, sem flúði yfir til Vestur- Veldanna, þegar hann var yfir- maður Pólsku hernefndarinnar í Vestur-Berlín óttast menn nú í Moskvu, að Kína muni hef ja lang varandi skæruhernað á öllum landamærunum án nokkurrar formiegrar stríðsyfirlýsingar. Þessi ótti, sagði hann, hef *ir þegar þvingað Rússa til að flytja herafla að landamærunum og byggja víggirðingar meðfram þeim, en það er erfitt og kostnað arsamt verk. Á meðan gengst Peking fyrir áróðursherferð með al þjóðaminnihlutanna á landa- mærasvæðinu. Vesturveldumum berast litlar fregnir af þessum auiknu hem- aðaraðgerðum, en þeim er sam- fara eyðilegging og daglegur órói meðfram landamærunum, sem akilja að hina kommúnisku risa. Landamærin teygja sig yfir 10:500 kílómetra frá Vladivostok við Kyrrahaf til Hindu Kush- fjalla á landamærum Afghanistan i>au eru aðeins rof in af Mongólíu, sem lýtur nú stjórn Moskvuvalds ins. Eystri hluti landamæranna, 6em hefst við Flóa Péturs mikla og er undir yfirráðum Vladi- vostok, (en það útleggst „Stjórn andi Austursins"), fylgir Amúr og Ússúri ánum og þekn ám, er í þær falla. Nærvera Kyrrahafs- ins veitir þessu landsvæði hlý, vætusöm sumur með úrkomu íiæstum eins og í hitabeltinu. I>ar er sef og fenjalönd í árdöl- um og hávaxið gras á gresjunum. Hér eru Rússar og Úkraínu- menn meirihluti íbúanna, aflkom endur fanga, ævintýramenn, sem með byssum og wodka hafa vik- ið brott hinum upprunaiegu í- búum. Á síðustu öld, þegar Rússarnir og Úkraínumennirnir komu, hröktu þeir — oft með byssustingjum, kínversika inn- flytjendur suður yfir Amúr-á. Kínverjar hafa engu gleymt. Þegar haldið er vestur á bóg- inn, renna hinir miklu, röku skógar Síberíu saman við þurrar gresjur Asíu-hálendisins. í suðri meðfram kínversk-mongólsku landamærunum er Gobí, (sem þýðir „stóra eyðimönkin“). Þetta eru sannkallað heim- kynni ævintýra og rómantíkur. En herfræðingum í Moskvu og Péking er Gobí eyðimörkin á- hyggjuefni, sem útheimtir sérút- búnað til að halda lífinu í fót- gönguliði, flugsveitum og varð- liðum á afskekktum stöðum. Á stundum dregst stöku hirðingi, afkomandi hinna sigursælu Khana, sem einu sinni höfðu bæði töglin og hagldirnar allt frá Indónesíu til Dónár, inn í hina tækniþróuðu valdastreitu Rússa og Kínverja. Nýlega ákærðu Kín verjar Mongóla og Rússa fyrir að hafa rænt mongólskum kúahirði, sem var kínverskur borigari, og pínt hann og „tekið honum blóð þrjátíu og tvievar sinnum og gef ið honum sprautur“ og neytt hann til að undirrita skjöl. Frá Djengis Khan til sannleikslyfja — framfarir bera greinilega enga virðingu fyrir rómantík. Ennþá lengra í vestri er Sin- kíang, miðdepiil Asíu. Hér skipta landamærin, sem liggja í hlíðum snarbrattra fjalla, hinum heiðnu þjóðfélögum Mið-Asíu. Beggja vegna landamæranna eru tyrk- nesk þjóðabrot, sem enn dreym- ir um mikið, tyrkneskt lýðveldi, laust undan bæði rússneskum og kínverskum yfirráðum. Draum- urinn hefur orðið jafnvel enn- þá fjarlægari síðan rússnesk- kínverska deilan harðnaði. Þess ir „þjóðernisminnihlutar" — bændur, fjárhirðar og stigamenn — eru lykilpeð deilunnar. í svip inn virðast Rússar sigurstrang- legri, en það er ruddalegu fram- ferði Kínverja að þakka, og um það bil 50.000 Kazakkar og Uig- húrar, sem ekki eru af kínversku bergi brotnir, hafa leitað norð- ur yfir landamærin inn í Rúss- land, sem flóttamenn. Hin 10.500 kílómetra löngu landamæri, sem liggja um nokk- ur afskekktustu og minnst þekktu svæði jarðar, bjóða komm únisku keppinautunum endalaus tækifæri til þólitískrar úlfúðar. Nú fyrir skömmu ákærði utan- ríkisráðherra Kína, Chen Yi, Rússa fyrir að hafa staðið að um það bil 5000 atvikum á landa- mærunum milli 1960 og 1965. Rússar eru jafnvel ennþá stóryrt ari. Samkvæmt þeim rufu Kín- verjar reglurnar um sovésku landamærin 5000 sinnum á árinu 1:962 einu. Aukið magn upplýsinga seytlar yfir til Vesturveldanna um til- raunir beggja aðila til að styrkja varnir sínar meðfram landamær- unum, um fjölgun í herliði, um gerð járnbrauta og flugvéla, um legu varðbergi". Þeir sögðu að frekari þróun austustu landa- mærahéraðanna væri eitt erfið- asta verkefni, sem mætti Rúss- um. Á því nær sama tíma ásak- aði Kína Rússland um flykkja hermönnum til landamæranna og leggja stund á stöðugar her- æfingar þar sem farið væri að Sovezkir hermenn við landamærin. Sovezk þyrla flytur hermenn og blóðhunda að landamærun um. uppsetningu birgðastöðva, og um fflutning landnema til landa- mærasvæðanna óbyggðu. Á norð vesturhluta landamæranna hafa Kínverjar flutt óbreytta borgara frá nokkrum landamærasvæðum um 25 mílur inn í landið og bæir í héraðinu eru næstum einvörð- ungu byggðir hermönnum. Einn verkfræðingur frá Vesturveld- unum, ®em heimsótti svæðið, sagði, að víggirðingarnar Rúss- lands megin minntu sig á Maginot-línuna. - Milljónum landnema, bæði Rússa og Kínverja, er stöðugt komið fyrir beggja vegna landa- mæranna. Þannig skýrði kín- verskt dagblað frá því að þorp, sem sett var upp á norð-austur- landamærasvæðinu árið 1955, taldi 280 íbúa. Þegar 1964 rann upp voru íbúarnir 60,000. Fyrir skömmu ferðuðust flokks leiðtoginn Deoníd Brezhnev og forsetinn Podgorny og aðrir framámenn um austlægustu hér- uðin við sovésku landamærin og fluttu íbúum staðanna og varð- liðunum eldlegar örvunarræður. í ræðunum var farið fram á, „að menn væru á stöðugu hernaðar- eins og kínverskir hermenn væru óvinirnir. Það er eins og óhjákvæmilegt afl valdi því, að Kína og Rúss- land taka sífellt meira ógnandi stöðu gagnvart hvort öðru. Svo að minnzt sé á fáein atriði: Það eru 3 Kínverjar á móti hverjum Rússa, en s'amt ræður Rússland yfir helmingi stærra landsvæði en Kína. Jafnvel enn mikilvæg- ari er sú staðreynd, að Rússland á meira en helmingi meira yrki- legt land en Kína. Ein tala í við bót: Hverja fimm Kínverja verð ur að fæða af tveimur ekrum ræktanlegs lands, en aftur á móti geta hverjir fimm Rússar dregið viðurværi sitt af fimmtán ekrum. Slíkar tölur skýra hungur Kín verja eftir landi og kvíðandi vitund Rússa um hið risavaxna þjóðfélag, sem er að myndast og nálgast landamæri þeirra í Asíu. En slík efnahags og íbúaþróun tekur langan tíma að ná hámarki Stjórnmálaöflin, sem sikilja Moskvu frá Peking, hafa flýtt Framhald á bls 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.