Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 4
4
MORCU N BLADID
Laugm-dagur 17. d*»s. 1968
Sovézkir hermenn að snæðingi á samyrkjubúi nálægrt landa-
mærunum. Gestgjafar þeirra — sem eru kínverskra ætta —
fylgja Sovétríkjunum að málum.
— Arekstrar
Framíhald af bls. 2
landi. En þetta vopn getur verið
ákaflega hættulegt eins og ver-
aldarisagan hefur oftlega sýnt
fram á.
Vissar reglur virðast ríkja um,
hvernig Kína og Rússland þjarma
að landamærum hvors annars.
Meðan Kína virðist helzt ónáða
Rússa meðfram austurhluta
landamæranna, geta Rússarnir
þrýst að Sinkíang í vestri.
í Sinkíang færir sovétstjórnin
sér í nyt and-kinverskt hugarfar
meðal þjóðaminnihlutanna, eink
um Múhameðstrúarmanna. Út-
varpsdagskrár til Uighúr-þjóðar
innar í Sinkíang, sem koma frá
sovézkum stöðvum, hafa opin-
skátt lýst yfir: „Sinkíang er
okkar land og fyrr eða síðar
munum við snúa aftur til að
neana það“.
SOvézkur áróður og sovét-
agentar af Móhameðstrú hvetja
til andkínverskrar afstöðu meðal
Uighur og Kazakh þjóðabrot-
anna ,sem eru hvött til að stefna
að sameiningu við Uighura og
Kazakha á sovézku landi. Kín-
verjar hafa ávallt bælt niður
uppreisnir á svæðinu, en sú
helzta þeirra átti sér stað árið
1962 og naut stuðnings Rússa.
Miðstöð uppreisnarinnar var í
bænum Kuldja, nálægt landa-
mærunum. Hér fer á eftir so-
vézk frásögn af fjöldamorðum
á mótspyrnumönnum í Kuldja.
„I>að var tekið á móti þeim
með vélbyssuskothríð úr glugg-
unum. Fólkið var einnig skotið
aftan frá — frá herbækistöðvum
héraðsins. Óbreytt fólk, fjárhirð
ar, bændur var brytjað niður í
hópum um leið og það formælti
hinum valdaþyrstu brjálæðing-
um. Fjöldinn dreifðist. Nokkrar
tylftir líka — menn, konur, gam-
almenni, börn — lágu eftir fyrir
utan glugga flokksnefndarinnar,
sem sönnun um stefnu kínversku
leiðtoganna gagnvart þjóðabrot-
unum, sem áminning um hina
óhreinu samvizku þeirra“.
Með því að byggja upp mikinn
flutning Uighura og Kazakha
rétt norður fyrir landamæri
Sinkíang valda Rússar Kínverj-
um alvarlegum áhyggjum. Ein-
hver vandræði eru alltaf á ferð.
Sikíang býr yfir geysilegum auð
æfum, olíu, jámgrýti, úraníum
og kolum.
Ef til vill er það bezta sönnun.
þess, að Rússar séu í raun og
veru fíknir í að innlima Sinkíang
einhvern tíma í framtíðinni, að
jafnvel eftir að kínverskir komm
Á alla fjölskyldiBna
r
SKÓTÍZKAN
SNORRABRAUT 38
KENNEDY RUGGUSTÓLLINN
er bezti ruggustóllinn,
stoppað bak og sæti og armar.
KENNEDY ruggustóllinn
er sterkur.
Hugniyndin er amerísk-
sænsk gæðaframleiðsla.
HÚSGAGNAVERZLUN
Kristjáns Siggeirssonar hf
Laugavegi 13.
únistar komust til valda lokuðu
þeir aldrei deild Sinkíang í Savét
stofnuninni fyrir cdþjóðleg sam
bönd. Deildin þjálfar sérfræð-
inga í málefnum Sinkíang og allir
em þeir liðsforingjar í KGB
(Sovézku leynilögreglunni) og
flakksbundnir kommúni-star.
Eina mögulega skýringin á til-
veru þessarar deildar er sú trú
sovézkra yfirvalda, að tími muni
koma, að þau eignist þetta risa-
stóra hérað.
Lengra í austri hrjá Kínverjar
Rúesa á landamærunum, sem
Amúr- og Ussúri-árnar marka.
Fyrr á þessu ári .gáfu Kínverjar
út reglur um skipaferðir upp þess
ar landamæraár. Þetta var greini
lega gert til að koma af stað
klofningi og gera erfiðari sovézka
umferð á ánni meðfram landa-
mærunum. Óþægindin, sem af
þessari nýju reglugerð stafa, hafa
mikið gildi. Hún sér fyrir lög-
legum ástæðum til áð stöðva og
tefja „erlend", það er rússnesk,
skip. Allt þetta gæti leitt til
fyrsta flokks deilu um hvernig
lýsa beri landhelgi. Oft hefur
verið skýrt frá aukinrli hervæð-
ingu á báðurn bökkum Amur og
Ussuri-ánna og sagt er í Moskvu,
að Kínverjar hafi hafið skothríð
á nyrðri bakkann.
Skipzt er á fleiri og fleiri reiði
yrðum milli Moskvu og Peking,
og sífellt meiri liðsstyrkur er
sendur á vettvang. Ekki er loku
fyrir það skotið, að örlög Asíu
verði útkljáð einhvern tíma I
framtíðinni með árekstri risanna
á hinum löngu, óvissu landamær-
um.
Kínversku leiðtogarnir.sem hé r eru á æskulýðsfundi í Peking,
hafa yfir 2,4 milljón manna her að ráða.