Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 17. des. 1966 — Togararnir Framhald af bls. 15 lestir, 181 skip, eru að meðal- stærð eins og fyrsti nýi togari íslendinga, eða um 230 smálest- ir. Þótt þau stúndi sdldveiði hér um bil 7 mánuði á ári, má gera ráð fyrir, að þau verði allflest gerð út á þorskveiði 3-4 mán. á ári. Skakkar ályktanir. IÞegar þessar staðreyndir liggja fyrir, má það furðulegt heita, að mönnum defcti í hug að bjarga fiskleysi togaranna með því að hleypa þeim lengra inn í landhelgina, þar sem allur þessi bátafloti verður óhjákvæmilega að fiska. Staðhæfingar lun það, að togararnir hafi ekki víðáttu- mikil fiskimið innan landhelginn ar eru út í hött, og verða menn, sem því halda fram að neita að trúa sínum eigin augum. Ef þeir hinsvegar halda þvi fram, að þessi svæði hafi lítla þýðingu, sem fiskimið, ætti að nægja að benda á, að þegar fiskveiðideil- KARLftSAAINASKÖEt unni við Breta l»uk árið 1981, lofuðu þeir að virða 12 sjóm. land helgi, miðað við ákveðnar grunn línur, gegn því að fá í þrjú ár að fiska á ákveðnum svæðum inn- an 12 mílnanna. f>á voru æði margir, sem töldu þessa tilslök- un af okkar hálfu mjög alvarlega vegna hinnar miklu þýðingar þessara svæða sem fiskmiða. Það var rétt að þau höfðu mikla þýðingu, enda þekktu Bretar vel fiskimiðin við ísland. Öll þessi svæði eru opin fyrir íslenzkum togveiðiskipum í dag. Grein Sigurjóns Einarssonar. Sigurjón Einarsson skipstjóri, ritar í Morgunblaðið 29. nóv. sl. og gerir að umtalsefni sjónvarps viðtal við mig og Tryggva Ófeigs son, útgerðarmann. Grein þessi er furðuverk af hendi Sigurjóns, því hann hefur margt rétt og vel skrifað um mál sjómanna og sjómennsku, en grein þessi er full af rangfærslum og rökleysu. Hann leiðir hjá sér að hugsa nokkuð um það hvar þessi 7-800 fiskiskip eigi að vera eða hvað þau eigi að gera. Bara burt með netin að manni skilst, og láta þessa 20 togara hafa það, sem af þeim var tekið með útfærslu landhelginnar, og svo virðist að þeir hafi átt „prívat", enda verið byggðir til að vera tjóðraðír þar. Þó virðist það renna upp fyrir honum öðru hvoru, að togveiði Og önnur veiðarfæri fari ekki saman, en þetta virðist honum ekki gera tiL Ef togurunum er hleypt inn fyrir, munu þeir bjarga sér og frystihúsunum, og þó ekki drepa gotfiskinn. Ein- föld lausn að tarna. Hvað mörgum frystihúsum mundu togararnir annars bjarga, þó þeir lönduðu hérlendis, sem er vafasamt? Er ekki hámarkið 2-3 hús í Reykjavík, 1 í Hafnar- firði, 1 á Akranesi og 1 á Akur- eyri? Hvað um öll hin? Sigurjón talar mikið um „gams“, og óhóflegt magn, sem drepið sé með netum. Að því er snertir magnið ætti Sigurjón að láta svo lítið að kynna sér að- gengilegar opinberar skýrslur, sem mundu sanna honum hið gagnstæða. Hann hneyklast yfir slæmu bragði af skreið, að hans smekk og karmski mínum og fleiri. Sé ég þó ekki þörf á því orðbragði sem hann notar um það, ef við fáum sambærilegt verð fyrir. þann fisk og hinn sem okkur þykir gómsætari. Fyndist mér álíka ástæðulaust hvort heldur væri af svörtum Afríku manni eða hvítum ítala að gera mikið veður út úr því þótt við étum kæsta skötu, hákarl eða hangikjöt, þótt þeir hafi ekki vanist slíku góðgæti. Annað slagið virðist rofa til fyrir Sigurjóni og hann virðist skilja hættu af ofveiði en betra hefði verið að hann og fleiri hefðu skilið það fyrr, t.d. á ár- unum milli 1930 og 1940. Þau ár var ég á togara og varð vitni að því, sem gerðist á Miðvik- unum og víða anars staðar. Sá misskilningur virðist einnig allt- of ráðandi, að fiskurinn kæmi frá landinu þótt ekki væri nema 3ja sjóm. landhelgL Sigurjón, Þorsteinn Arnalds og þó nokkrir aðrir virðast haldnir sama mis- skilningi, er þeir hugsa sér að bjarga togurunum með því að senda þá inn í bátaflotann enn þá lengra en nú er gert. Þó vita þeir það, að jafnvel af þeim góða fiski, sem sagt er að togararnir komi með, hefir þeim aldrei nægt minna en það sem kallað er uppgrip til þess að þeir gætu borið sig, samanber það, sem Loftur segir um 1924 og hin gjöfulu Halamið. Áfram mætti minnast á Grænland og Nýfundnalandsmið. Að því er gæði togarafisksins snertir samanborið við bátafisk inn, væri fróðlegt að fá álit reykvískra húsmæðra um reynslu þeirra af togaraýsunnL Skipulagning veiðanna. Þegar áðurnefnt samkomulag var gert við Breta um veigi inn an 12 mílna fiskveiðilandhelg- innar um þriggja ára tímabil, kom náttúrulega ekki til mála annað, en að íslenzkir togarar hefðu sama rétt umrætt tíma- biL en jafnframt var um það talað, að þegar því tímabili lyki þyrfti að taka til gaumgæfilegrar athugunar, hvort leyfa skyldi ís- lenzkum togurum að veiða þar áfram. Um '’það ætti málið að snúast nú. Samkvæmt þeim rök um sem að framan eru skráð ætti ekki að leyfa þeim að vera þar lengur. Hinn stóri fiskiskipa floti er veiðir með öðrum veiðar færum, sem ekkí fara saman með botnvörpum, þarfnast 12 milna landhelginnar allrar og getur nýtt hana eins og liún þolir. Við takmörkum svæði og á- kveðum bátastærð til dragnóta veiða, og að nokkru leýti til humarveiða. Á sama hátt þyrfti kannski ekki að vera rangt, þótt smærri bátum væri leyfð tog- veiði á ákveðnum svæðum og tímum innan 12 mílna landlielg innar, og mundi það alls ekki réttlæta að leyfa 600—1000 tonna togurum veiðar á sömu svæðum. £g tek enn það sígilda dæmi og öllum auðskiljanlega, að á ákveðið afgirt landssvæði er til- ganglaust að setja meiri búpen- ing en það fæðir. Vilji bóndinn fjölga, verður hann að leita bú- smalanum viðurværis utan girð ingar. Gefur þá auga leið að hann færi ekki fyrst á hin fjar- lægari beitilönd með hinn veik- byggðasta hluta fjársins. Láta má einn njóta sannmælis án þess að lastmæla annan segir einhversstaðar. Eins er það, að þótt togararnir eigi engan rétt til að veiða í landhelgi a.m.k, umfram það sem nú er, vegna þess að það mundi ekkert bjarga rétti þeirra en valda margskonar tjóni bæði beinu og óbeinu og hjá þeim sem þar eru fyrir og rök hafa verið leidd að hér að framan. Þetta þýðir ekki að bæði ég og aðrir sem líta eins á málin skilji ekki að togaraútgerðin og þeim dugmiklu athafnamönnum sem að henni standa, sé vandi búinn, en við þeim vanda verður að snúast á réttan hátt. Meiri opnun er ekki lausnin. Sigurjón Einarsson endar grein sina með að minnast á Guðrrtund Jörundsson og framtak hans f sambandi við togarann Narfa, sem nú þegar hefur skilað já- kvæðum árangrL Orðrétt segir Sigurjón og virðist hafa fundið það eina ljós, sem sjáanlegt er í dag í „svartnætti togaraútgerð arinnar": „En hún (togaraútgerðin) þarf að fá það sama svigrúm og við Tryggvi höfðum, er við stýrð- um togurunum á manndómsár- um okkar“. Vegna þes að Sigurjón segir þessi niðurlagsorð í sambandi við þessa tvo framkvæmdamenn vil ég skilja þau þannig, að þeim sem vildu fylgja eftir hinni hrað fara þróun, verði gert kleift að afla sér skips eða skipa af nýj- ustu gerð með fyllstu sjálfvirkni. iHafi hann átt við þetta, er ég honum sammála og teldi rétt að stutt sé vel við bakið á slíkum tilraunum, svo togaraútgerðin verði þess megnug að vera út- vörður íslenzks sjávarútvegs eins og ég tel að hennar hlutverk hafi ávallt átt að vera. IUercedes Benz 220 S 1960 til sölu með tækifærisverði. — Bíllinn er í fyrsta flokks lagi og útliti. — Upplýsingar í síma 31412. ■I„ ——1 og ferðagamon eftlr Björgúlf Ólofsson lækni er þrnngið æskufjöri og ferðngtunni d kverri bfnisíðn RITDÓMAR; BJÖRGÚLFUR ÓLAFSSON LÆKNIR ÆSKUFJÖR og FERÐAGAMAN ENDURMINNINGAR „Það getur nærri að maður, sem svo langa sögu hefur lifað sem Björgúlfur læknir hafi frá ýmsu að segja, ekki sízt höfundur með jafn-ótvíræðri ritgáfu og ritgleði og hann“. „Gamansemi af þessu tagi er annað stíleinkenni Björgúlfs sem hvarvetna yljar frásögu hans, og gerir þætti hans skemmtilegri en hliðstæð efni yrðu í höndum ólagnari höfundar“. Ó. J. Alþ.bL 23/ 11 1966. „Björgúlfur Ólafsson læknir mun vera einbver víðförlasti íslendingur, sem nú er uppi“ H. S. Þjóðv. 15. des. „. , . þessar æviminningar hans eru mjög frábrugðnar öðrum þeim aragrúa slíkra bóka, sem út hafa komið á íslenzku og rekja oft og tíðum ýmis smáatvik, sem fáa skipta nema höfundinn sjálfan". „Það sem gefur henni þó mest gildi er það, að hún er ekki aðeins skemmtilest- ur heldur skilmerkileg þjóðlífslýsing frá þeim tíma, sem nú er að verða jafnfjar- lægur og miðaldirnar. Mun því oft á komandi árum og öldum verða til hennar vitnað, sem merkilegrar heimildar um aldamótaskeiðið“. P.V.G. Kolka, Mbl. 25/11 1966. Upplagið ei senn ú þrotum Tryggið yður eintuk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.