Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1966, Blaðsíða 19
LaugarJagor 17. des. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 Mem&ndaskipti Maður og kona á Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfirði 13. desember. Leikfélag Fáskrúðsfjarðar frum Sýndi sjónleikinn Mann og konu eftir Jón Thoroddsen sl. sunnu- dagskvöld. Tókst sýningin mjög vel og fögnuðu áhorfendur ákaft Leikstjóri er Einar Freyr, en hann hefur aeft leikinn siðan í nóvemberbyrjun. Þetta er fyrsta verkefni félags Ins á þessu ári, en fyrri verkefni félagsins eru Græna lyftan, Log- inn helgi og Saklausi svallarinn. Stjórn félagsins skipa Þórólfur Friðgeirsson form. Einar Jóns- son gjaldkeri og Magnús Stefáns son ritari. Aðalhlutverk, séra Sigvalda lék Einar Jónsson. f ráði er að sýna leikinn sem víðast um Austurland, en fyrir jól aðallega á Fáskrúðsfirði. Ól. Bergþórsson. 1 NOKKUR ár hefur Þjóð- kirkja Islands verið aðili að stofnun, sem hefur það að mark- miði að stuðla að auknum kynn- um og skilningi þjáða milli með því að gefa ungmennum kost á því að dveljast eitt ár í fram- andi landi. Stofnun þessi nefn- ist International Christian Youth Exchange (I.C:Y.E.). Á vegum Þjóðkirkjunnar voru nemendaskipti þessi í fyrstu einskorðuð við Bandaríkin, en nú tvö undanfarin ár hafa nem- endur einnig farið til Þýzka- lands. Á þessu ári dveljast 20 ungmenni í Bandaríkjunum á vegum Þjóðkirkjunnar og 1 í Þýzkalandi. Alls eru þátttak- endur orðnir 100 frá upphaíi. Þessum skiptum er hagað þannig, að unglingarnir dvelja í eitt ár á erlendu heimili ganga í skóla og taka þátt í kirkju- legu starfi fyrir ungt fólk o.s. frv. Þjóðkirkjan auglýsir nú eftir umsóknum um nemencfaskiptin, og er umsóknarfrestur til 31. dcs ember. Umsækjendur þurfa að hafa góða undirstöðuþekkingu í ensku, vera félagslyndir og á allan hátt verðugir fulltrúar lands og kirkju. Einnig óskar Þjóðlkirkjan eft- ir umsóknum frá fjölskyldum, sem vildu taka unglinga frá Bandaríkjunum eða einhverju Evrópulandi til ársdvalar. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 16. ára 1. september 1967 og ekki eldri en 18 ára sama dag til þess, að þeir komi til greina. Kynning verður á Stereo-hljómtækjum laugardag- inn 17. þ.m. Þar verður til sýnis og sölu úrvalsmagnarar, hátalarar, spilarar og segulbönd. Hljómur Skipholti 9. íslandsmyndabók Hjálmars R. Bár&arsonar er vandaðasfa landkynningarbókin Tilvalin jólagjöf til vina heima og heiman Jólagjöf sem ávallt gleður það er SHEFFERS Eruð þér í vanda með að velja hin réttu gjöf. Sá vandi er auðleystur. Þér veljið auðvitað SHEAFFERS. Veljið SHEAFFERS PFM penna, sem sniðinn er fyrir karlmannshendi handa unnusta yðéu- eða eiginmanni. Veljið SHEAFFERS Imperial handa vuinustu yðar eða úginkonu. vreljið SHEAFFERS Cartridge handa börnunum. í næstu ritfangaverzlun getið þér valið SHEAFFERS penna eða pennasett, sem hæfir þörfum yðar. SHEAFFERS pennar, kúlupennar og skrúfblýantar frá kr. 78.00 til kr. 4,800.00 SHEAFFER your assuranca of the best SHEAFFER’s umboðið Egill Guttormsson Sími 14189. Ferðabók Steinaidarþjóð heimsótt ööru sinni Skemmtileg — f alleg — ódýr — Þessi bók er ein fallegasta ferðabókin, sem komið hefur á íslenzku. Hún er fróðleg, lýsir af nærfærni háttum og siðum manna á steinaldar- stigi og er skreytt 56 skrautlegum myndum, prentuðum með f jórum litum. Ungir og gamlir hafa ánægju af þessari fallegu bók. Kostar 349.40 í fallegu bandi. Fœst la|á öllum bóksölum. LEIFTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.