Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAOIÐ Þriðjudagur 20. des. 1966 .4 V ti ö (C'f«3C Launþegasamtökin meti á raunsæj- an hátt eigin hagsmuni — Ríkisvald og stéttarsjónarmið setji leikreglur um sambúð sina — sagði próf. Ólafur BjÖrnsson o/jb/n. i ibingræðu um verðstöðvunarfrv. PRÓF. Ólafur Björnsson alþm. flutti ítarlega ræðu við þriðju umræðu í efri deidd Alþingis um verðstöðvunarfruv. ríkisstj og verður hluti ræðu hans birt- ur hér í dag, en sá kafli ræð- unnar er fjallar um dreifingar- kostnaff verzlunarinnar birtur sér staklega á morgun. í lok ræffu sinnar sagði ólafur Björnsson: „Ég vil Ijúka máli minu með þvi aff segja, aff ekki einungis árangur þeirra efna hagsráffstafana, sem í þessu frv. felast, heldur á þaff einnig viff um flestar affrar slíkar ráffstaf- anir, er undir því kominn, að hagsmunasamtökin og þá ekki sizt launþegasamtökin, taki af- stöðu til þeirra á þeim grund- velli aff meta á raunsæan hátt •igin hagsmuni. Hér ber aff þeim grunni, sem raunar er nú ekki orffiff neitt nýtt sjónarmið, aff nkisvaldið og stéttarsjónarmiðin verða aff setja sér leikreglur um sambúð sína, sem hindra það, að til átaka komi, sem báffum Verffur óumflýjanlega til tjóns. Slikt samstarf ef þvi nafni á aff kalla, þarf ekki að byggjast á pólitískum áttum milli þessara aðila. f lýðræðisþjóðfélagi verð- ur aldrei tryggt, aff forusta mikil Vægra stéttasamtaka hafi sama pólitiskan lit og ríkisstjórnin og vafasamt aff æskilegt sé að gera Dáðstafanir til þess út af fyrir sig, heldur verffur þaff að bygg |ast á raunsæi eða því, aff báðir affilar geri sér ljóst, að án þess »ð taka aff minnsta kosti að vissu marki tillit tii hins aðilans getur hvorugur komið áformum sin- um fram. Að mínu áliti eru það einkum övær spurningar, sem svara ber, áður en afstaða er tekin til frv. seim hér liggur fyrir. í fyrsta lagi sú, hvort verðstöðvun sú, aem frv. gerir ráð fyrir, sé æski- teg og í öðru lagi hvort ráð- Btafanir þær, sem frv. heimilar, að gerðar verði, séu nauðsyn- legar. ef slíkum tilgangi á að Xtá. Ég sé ekki ástæðu til þess «8 fjölyrða um það, hvort æski- legt sé að stöðva verðbólguna. Því virðast allir vera sammála um, a.m.k. i orði kveðnu, þótt «kki hafi reynzt jafn auðvelt að Dá samstöðu um þau úrræði, er 1 því efni koma til greina. Verfflagsnefnd Því hefur verið haldið fram, að hér sé í rauninni um sýndar- frv. að ræða, e.t.v. meinlaust, en í rauninni óþarft, þar sem allar þær heimildir, er frv. felur i sér og máli skipta, séu þegar fyrir hendi í gildandi lögum og reglum og er í því sambandi einkum vitnað til þeirra heim- Ílda, er felast I gildandi lögum um verðlagseftirlit. Ég hef aðra akoðun á þessu máli, og byggist ^hún ekki sízt á þeim kunnug- 'leika, sem ég hef sem verðlags- nefndarmaður í framkvæmd verðlagsákvæða. >að er að vísu rétt, að verðlagsnefnd hefur mjög víðtæka heimild til þess að »etja verðlagsákvæði á allar seld ar vörur og þjónustu á vegum einkaaðila og jafnvel einnig opin berra aðila. En helztu undan- tekningar frá því eru fiskverð, búvöruverð, húsaleiga og kaup- gjald. í>að eru atriði, sem verð- lagsnefnd hefur ekki heimild til afskipta af, eins og kunnugt er. En í ákvörðunum þeim, sem verðlagsnefndin tekur, er hún þó ávallt bundin af þeim ákvæð um laga um verðlagseftirlit, að verðlagning stouli við það miðuð, að vel rekin fyrirtæki geti borið sig. Eins og kunnugt er, og ég mun að gefnu tilefni ræða nokk uð hér á eftir, hefur verðlags- nefndin þó, einkum frá og með árinu 1964 sleppt ýmsum vöru- flokkum og ýmis konar þjón- ustu undan verðlagsákvæðum. >að eru að vísu fulltoamnar öfg- ar, eins og ég hefi orðið var við í málflutningi ýmissa hv. Alþ.b,- manna, að svo langt hafi verið gengið í þessu efni, að verðlags- eftirlitið hafi verið í raun og veru afnumið og hygg ég raun- ar, að flestir þeir, er stunda kaupsýslu og iðnrekstur, telji sig þar hafa nokkuð aðra sögu að segja. En ef taka ætti þá vöru og þjónustu, sem nú er ekki háð verðlagsákvæðum undir það að nýju, yrði það samkv. þeim starfs reglum, sem verðlagsnefndin hef ur fylgt og ber að fylgja, etoki gert með öðru móti en því, að áður hafi verið framkvæmd rann sókn á rekstursaftoomu fyrir- tækjanna, sem lögð yrði þá til grundvallar hinum nýju ákvæð— um. En það gefur auga leið, að slíkt mundi taka sinn tíma, þannig að sú leið yrði til muna ógreiðfærari og alltaf þyngri í vöfum helduT en notkun þeirra heimilda er í þessu frv. felast. >á eru og í þessu frv. ýmsar mikilvægar verðstöðvunarheim- ildir, sem ekki eru svo að mér sé a.m.k. kunnugt, fyrir hendi gildandi lögum, svo sem til þess að banna hætokun húsaleigu og setja skorður við hækkun álaga bæjar- og sveitarfélaga. >á tel ég það einnig mikilvægt á- kvæði í frv., að allar þær hætok anir, sem hinar einstöku nefnd- ir, sem verðákvarðanir hafa með höndum, skuli eftirleiðis háðar hver annarri og a.m.k. yfirleitt að 1. óháðar ríkisstj. Að vísu má segja, að ríkisstj. hafi að- stöðu til þess að því er flestar þessar nefndir varðar, að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra. En þó er það nú mín reynsla að því leyti, sem ég hefi verið við þessi mál riðinn, að ríkisstj. hvort sem um er að ræða núv. hæstv. ríkis- stjórn eða aðra noti yfirleitt ekki >á aðstöðu nema um slík stór- mál sé að ræða að átovörðun sú, er tekin er, geti haft úrslita- áhrif á það, hvort ríkisstj. tekst að framfylgja stefnu sinni í efna hagsmálum, hver sem hún er. >á skal ég aðeins víkja að þeirri mótbáru hv. stjórnarand- stæðinga gegn þessu frv., að ef samþykkt þess komi yfirleitt að nokkru gagni, að hér aðeins um bráðabirgðaúrræði að ræða, sem ekki leysi vandamál atvinnulífs- ins, heldur skjóti lausn þeirra aðeins á frest. Auðvitað er það svo, að aldrei verða gerðar nein ar þær ráðstafanir í efnaihags- málum, sem leysi allan vanda eitt skipti fyrir öll. >að skjóta alltaf upp kollinum ný og meira eða minna óvænt vandamál, sem krefjast nýrra úrræða. í þeim skilningi er aldrei hægt að tala um annað en bráða- birgðaráðstafanir. Enginn okk- ar getur gengið í ábyrgð fyrir því, að ekki geti borið að hönd- um og jafnvel fyrr en varir nauðsyn óþægilegra aðgerða í efnahagsmálum en þeirra, er í þessu frv. felast. Hins vegar get ég þó ekki fallizt á þá skoð- un, sem fram kom í ræðu hv. 3. þm. Norðurl. v., að viðhorfin í dag séu sambærileg við þau, sem voru 1959. >að er út af fyrir sig rétt, að verðstöðvun sú, sem þá var framkvæmd, var bersýnilega aðeins ráðstöfun til bráðabirgða. A því ári var nær 600 millj. kr. greiðsluhalli í gjaldeyrisviðskiptum við út- lönd, þannig að þar sem sára- litlir gjaldeyrisvarasjóðir voru til í byrjun ársins, var landið að komast í alger greiðsluþrot í ársbyrjun 1960. Róttækar ráð- stafanir 1 gjaldeyrismálum til þess að forðast slíku greiðslu- þroti voru því óumflýjanlegar, þótt um hitt megi auðvitað alltaf deila, hvort rétt hefði ver- ið að gera í einstökum atrið- um þær ráðstafanir, sem þá var gripið til. Nú er hins vegar gert ráð fyrir, að gjaldeyrisvara sjóður íslendinga nemi um 1800 millj. kr. um næstu áramót, þannig að fcróna okkar er ólíkt betur tryggð en þá var. Verð- lag er að vísu talsvert hærra hér á landi en í Vestur-Evrópu- löndunum a.m.k., en ég tel samt sem áður fráleitt á þessu stigi málsins að gefa upp von um það, að unnt verði að komast hjá beinni eða dulbúinni geng- islækkun, þar sem ég með því vðarnefnda á við það, að taka þyrfti allsherjar uppbótakerfi. undanfarin ár að jafnaði hækk- að um 4-5% á ári, þannig að hæktoanir um skeið, þyrfti það e.t.v. ekki að taka ýkja lang- an tíma að samræma verðlag otokar þannig því, sem þar er. En auðvitað getur enginn gefið loforð um neitt í þvi efni. >ar hefur framvinda verðlagsmál- anna næstu vikur og mánuði, bæði hér innanlands og erlendis úrslitaáhrif. Og svo mikið, að það verður við meiri vanda að etja, ef ekki verður reynt með tiltækum ráðum að framkvæma verðstöðvun, en láta þar víxil- hækkanir vöruverðs og kaup- gjalds, sem hafa verið fyrstu 7 mánuði ársins, halda áfram. >að er auðvitað ljóst, að árang- ur verðstöðvunarinnar verður öllu öðru fremur kominn und- ir viðbrögðum almennings og hagsmunasamtakanna í þjóðfé- laginu við henni Þróun kaupmáttar. Enþá kem ég að tölum þeim, sem hv. þm. las upp um þróun kaupmáttar launa. >ó ef til vill séu ekki sömu örðugleitoar á því að rannsaka kaupmátt launa og álagningu, verður þó einnig í því efni um mörg álitamál að ræða, sem mjög verða að mati höfð. Ég get því miður ekki tím- ans vegna rætt þetta, nema mjög stuttlega, en þar bætir það úr, að hálfbræður hv. þm. í anda, hv. framsóknarmenn, hafa nú lagt fram þá till. um sérstaka rannsókn á þróun kaupmáttar launa og gefst þá tækifæri til að ræða þetta mál nánar, þótt það verði héðan af ekki fyrr en eftir þinghlé. En ég vil þó leyfa mér að benda á eftirfar- andi atriði, að gefnu tilefni, vegna talna þeirra, sem hv. þm. fór með, og ég véfengi út af fyrir sig ekki, svo langt, sem þær ná. >að er villandi að miða við árið 1959 í þessu sambandi því að eins og ég áðan sagði, þegar ég minntist á hinn mikla gjaldeyrishalla á því ári, var hann því vitni, að það ástand, sem þá var, gat ekki haldizt. Til langframa er aldrei hægt að halda uppi kaupmætti launa með stórfelldum lántökum er- lendis, sem að verulegu leyti eru neyzlulán og sízt af öllu miðað við þær kringumstæður sem þá voru fyrir hendi, þegar engir gjaldeyrisvarasjóðir voru fyrir heldur fyrir hendi. í öðru lagi vil ég leyfa mér að benda á það, að visitala framfærslu- kostnaðar er miklu réttari mæli kvarði á þróun kjaranna en vísi tala neyzluvöruverðs, en tölur þær, er hv. þm. fór með, munu byggjast á vísitöliu neyzluvöru- verðs, þó að mér skiljist, að eitt hvað tillifc sé tekið til nefskatt- ar. Ég hygg, að hv. 4. þm. Norð- url.v. hljóti að vera mér sam- mála um það, að ef kaup hækk- aði t.d. um 10% og gæti hækk- að svo mikið, án þess að verð- lagið breyttist, en ef helming- ur þeirrar kauphækkunar færi i útsvar og tekjuskatt, mundi það vera alveg rangt, sem sam- anburður við vísitölu neyzlu- verðs mundi þá sýna, að kjörin hefðu batnað um 10%, auðvitað hafa þau aðeins batnað um 5%, Framhald á bls. 26 .. ZANUSSIfee Hver einasta húsmóðir, sem sér ZANUSSÍ kæliskáp hrífst af hinni rómuðu ítölsku stílfegurð. Þær sem hafa reynt ZANUSSJ kæli- skápa þekkja kostina. Komið og kynnið yður hina sérstáklega hagkvæmu greiðsluskilmála. víð allra hæfi. SÖLUUMfiOÐ [UTAN REYKJAVÍKUR Hafiwfiöröur J4nM«tht«aM MfcitM v#rrfu»)»« öfM BúAardalwr Iftit'tor Sigurður OuðrmmdMon, rOfvm. * Voaturgötu B tinor StofAnwon. r»fvm. Baldur SatmundMOfl, rofvm. Fjarðarstrmtí M VouUutin MsdýMflB Magnáo Sufánsson, rofvm. BoynJr fvoinsooo, rafvm. Vélo * Boftmhjssslon Rofvétovorkotsaéi Orlms og Arno Souöé/krókur Voral.VÓÍwM Bföoduóo Volur •stormon, rofvm. 6242

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.