Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 32
DACAR TIL JÓLA 4DAGAR TIL JÓLA Mælifellið steytti á skeri á Djúpavogi Leki komst að skipinu, en hér er um sama sker að ræða og Herðubreið tók niðri d MÆLIFELIj, eitt af skipum Skipaútgerðar SÍS steytti á skeri við útsiglinguna á Djúpa- vogi um miðnætti aðfaranótt máundags með þeim afleiðing- um að leki kom að skipinu og var því lagt inn á Beruf jörð, þar sem það beið eftir að rannsókn gæti farið fram á skemmdun- um. Samkvæmt upplýsingum fréttaritaira Mbl. á Djúpavogi Dagmar Óskarsdóttur hafði skipið komið til kauptúnsins á laugardag og lestað síldarmjöl, en farið síðan að því loknu um 11 leytið að kvöldi sunnudags. Við útsiglinguna hafi það tek- ið niðri á svokölluðum Jóns- hólma, sem er sama skerið og Herðubreið steytti á síðastlið- ið haust. Gat kom á skipið og fylltist a.m.k. einn botntankur, og sjór Flýgur Andri þyrlunni í dng? FYRIR nofkkrum dögum bomu til landsins sérfræðingar frá bandarískiu flugvélaíveriksmiðj- unum Dear jet í Kansas til að setja saman þyrlu Andxa Heið- bergs kafara, sem hann nýlega keypti að vestan. Hefur samsetn ing þyrlunnar gengið svo vel, að Andri mun fljúga reynsluflug á þyrlunni á Reykjavíkurflug- velli í dag að öllu forfallalausu. Þyrla Andra kom tH landsins fyrir um það bii þremur vik- um, en hún kom svo til í heilu lagi, enda hefur samsetning hennar ekki tekið nema tvo daga. Hefur Andri hug á að annast hvers konar leiguflug á þyrlunni. Stol 160 kg uf eir ADFARANÓTT mánudagsins var stolið brotamálmi úr Sindra- portinu, um 160 kg. af eir. Var stolin bifreið notuð við þjófnað- inn. í gær ætlaði sá er eirmnm stal, að selja hann á öðrum stað í borginni og flutti málminn þang að. Grunsemdir vöiknuðu hjá kaupendanum og er maðurinn kosn til að sækja peningana var hann gripinn. Hann mun hafa tekið bifreið bróður síns trausta- taki til að flytja í eirinn. komst í vélarúm. Dælur höfðu við lekanum, en Ólafur Tryggva son, síldarbátur, sem starfar fyr ir Goðann, ætlaði síðdegis í gær að kanna skemmdirnar. Vegna þessarar fréttar hafði Mbl. tal af Kjartani Kjartans- syni hjá Skipaútgerð SÍS og spurði hann nánar um óhapp þetta. Sagði Kjartan, að skipið hafi verið búið að athafna sig á staðnum, en ætlunin hafi ver- ið að bíða birtu, en þar sem skip Skipaútgerðar ríkisins, Blikur hafi komið aðvífandi hefði Mælifellið þurft að víkja, og því hefði verið ákveðið að skipið legði af stað fyrir birt- ingu. Kom gat á skipið aftar- lega á stjórnborða og hefði sjór komizt í a.m.k. eitt botnhylki í gær lá skipið inni á Beru- firði og beið kafara, sem rann- saka átti skemmdirnar á skip- inu. „Heilagur Nikulás" á fslandi HINN 6. desember sl. kom tM i persónuleiki og kemur fram í landsins heilagur Nikulás, sem enskumælandi löndum, þótt í gegnir svipuðu hlutverki í Hol- nokkuð öðru gervi sé. Iandi og Belgiu og jólasveinn- Uppnuna'lega átti heilagur inn hérlendis. Hann er og sami I Nikullás að koma hinn 5. des- Samningar við póstmenn tókust á laugard. Afgreiðsla pósts er nú eðlileg — VXÐ erum yfirleitt ánægðir með samningana, sagði Tryggvi Haraldsson, formaður Póstmanna félagsins, er Mbl. hafði tal af honum í gærkvöldi. Hins vegar erum við ekki ánægðir með það, að bréfberum fengum við ekki lyft npp í þann flokk, sem við höfðum krafizt, en þó fengu þeir aukinn styrk eða uppbót á fata- peninga og lagfæringu á matar- tíma. Bréfberar hafa nú heiimild til að vinna hálftíma yfirvinnu án þess að vinnutimi þeirra færist yfir á kvöldið. Áður höfðu þeir hálfan annan tíma í mat, en nú munu þeir hafa eina klukku- stund, en ljúka vinnu sinni kl. 16,30 í stað 17. Hins vegar hafa þeir heimild til að vinna til kl. 17 og fá þá greitt eftir- vinnukaup fyrir háMa klukku- stund. 10. flokkinn gátum við ekki fengið færðan, sagði Tryggvi — en okkur var lofað nánari atihug un á honum að öðru leyti. Þá fengum við lagfæringu á töxt- um til jafns við aðra starfsmenn hins opinbera. Eftir 4ra ára starf getur viðkomandi póstmaður gengið undir próf og hlotið þá laun samkvæmt 14. launaflokki í stað 12. Eftir 8 ára starf fær 12. flokks maðurinn tækifæn á að komast upp í 16. flokk, en það er sömuleiðis með nám- skeiði og prófi. í því tilfelli er einungis um fulltrúa a|5 ræða. Póstmenn úti á landi, sem voru í 15. flokki, en það eru yf- irumsjónairmenn pósts, fara nú í 17. flokk ásamt varðstjórum, sem verið hafa í 16. Þá fengust tilfærslur á gjaldkerum upp í deildarstjórar færast úr 18. í 19. flokk. Samningarnir tókust á fundi sl. laugardag, en fundur stóð yfir frá kl. 11 áid. til kl. 14.30, þá var þetta borið undir stjórn Póstmannafélagsins og á fimmta tímanum voru samning ar undirskrifaðir og unnt var að hefja vinnu. Œ>á hafði MlbL í gær tal af póst meistaranum í Reykjavík, Matthíasi Guðmundssyni, og sagði hann, að póstmenn ynnu nú sem óðast að því að grynnka á þeim pósti, sem safnazt hafði saman meðan á eftirvinnutoann- inu stóð. Unga fólkið, sem ráðið var, er yfirvinnutoannið skall á vinnur alit áfram við afgreiðslu 17. og 18. flokík úr 14. og 17. og á póstL emlber, en sakir slæmra flug- skilyrða komst hann ekki fyrr en daginn eftir. Heiiagur Niku- lás var uppi á 15. öld, en hann gaif jafnan allar eigur sínar dag- inn fyrir afmælisdag sinn, sem er 6. desemlber. Nú er sá siður i Niðurlöndum að heilagur Niku- lás kemur hinn 5. desemtoer ár hvert og gleður börn með gjöf- um, og Ihann veit allt um börn- in, hvort þau hafi verið góð og þæg, eða þá óiþekk, og uppskera börnin eftir þvL Hingað til lands kam heilagur Nikulás á vegum kvenna í féilag- inu Hollamd-ísland, sem stofnað var í vor, 30. apríl á afmæli Júliönu Hollandsdrottningar. —■ Hitti bann toörn félagsmanna I Landakoitsskólanum, skemmiti þeim og giaf þeim gjafir. Þá hlust aði hann á börnin syngja, en i toókinni, sem 'liggur á borðinu fyrir framan heilagan Nikulás, eru allar gjörðir barnanna skráð ar. Sá svarti ,sem stendur hægra megin vfð heilagan Nikulás er fylgisveinn hans, Svarti-Pétur, og aðstoðar hann heilagan Niku- lás við að afla upplýsinga urn hegðan bamanna og úttbýtir gjötf Sæmilegar veiðihorfur fyr- ir austan fram í janúar Rætt v/ð Jakob Jakobsson fiskifræbing JAKOB Jakobsson, fLskifræðing- ur, tjáði Morgbunblaðinu í gær, að líkur séu til þess að um sæmi- lega síldveiði verði að ræða fyr- ir austan fram í janúarmánuð, verði tíðin góð. Hann kvað Ihiluta siílldarinnar, sem var við Austturiand í haust, þ.e. stærstu síldina, vera farna áleiðis til Noregs. Talsvert magn sé þó enn fyrir austan og muni sú síld fjarlægj ast landi’ð um ára mótin. En veiðar muni samt geta haldið áfram fram eftir janúar. Jakoto kvað líklegt að talsverð síld verði við Færeyjar á tíma- Ibilinu febrúar til apríL eins og undanfarin ár. Talið sé að sú sdld sé angi af norska stofninurtv, enda hafi hún sömu einkenni og sú sem hrygni við Noreg. Hann kvað merkingar ekki hafa verið gerðar á Síldinni viS Færeyjar ennþá, en íslenzkir Framh. á bls. 31 Verðstöðvun að lögum Banaslys varð á Seltjarnarnesi VERÐSTÖÐVUNARFRUM- VARP ríkisstjórnarinnar var samþykkt sem lög frá Alþingi á laugardag. Samkvæmt því hefur ríkisstjórnin heimild til að banna hvers konar hækkanir á vöru frá 15. nóv. að telja. Þá er ríkisstjórn einnig heim- ilt að banna Ihivers konar hækk- un á hundraðshluta álagningar í heildsölu og smásölu, hækkun umtooðslauna og hvers konar álagningu, sem ákveðin er sem hundraðshluti á selda vinnu eða Iþjónustu. Þessi ákvæði taka á Miðstæðan hátt til seldrar þjón- ustu og framlags (í því er falið húsaieiga) í hvaða formi sem er, og gildir þetta ibæði um einstakl- inga og opintoera aðiíla. Þá er einnig 'heimild í lögun- um til iþesss að bannna hækkun álagningarstiga útsvara og að- stöðugjalda, og skal eigi leyfa hækkun á stigunum nema ótojá- kvæmilegt sé vegna afkomu hlut aðeigandi sveitarfélaga. í lögunum segir, að ef verð- 'hækkun á vöru eða seldri þjón- ustu hefur átt sér stað, sem brýt- ur í bága við fyrirmæili ríkis- stjórnarinnar, þá skuli færa verð lag aftur til fyrra horfs. BANASLYS varð á Seltjamar- nesi milli kl. 20 og 21 s.l. laug- ardagskvöld. Féll 54 ára gamall maður, Geir Guðmundsson, til heimilis að Þórshamri, niður af húsþaki við Lindarbraut og höfuðkúpubrotnaði. Hann var þegar fluttur á Slysa varðstofuna og siðan á Landa- kotsspítala, þar sem hann lézt kl. 3 aðfaranótt sUnnudags. Geir heitinn hafði farið út um glugga á kvisti á húsinu, sem er einnar hæðar. Mun hann hafa misstig- ið sig á húsþakinu með fyrr- greindum afleiðingum. Geir var kivæntur og lætur etftir sig upp- komin börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.