Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 20. des. 1^66 MORGUNBLAÐIB 25 —Alþingi S Framhald af bls. 12 ef helmingur af þessum auknu tekjum er .tekið. í útsvar og tekjuskatt en í þeirri vísitölu framfærslukostnaðar, sem nú er notuð er einnig tekið tillit til beinu skattanna, svo að auð- vitað gefur hún réttari mynd af þróun kjaranna í heild. >á vil ég benda á það, að það er ekki rétt að bera saman aukn- ingu kaupmáttar tímakaups og aukningu þjóðartekna. í>jóðar- tekjurnar hafa aukizt, vegna yfirvinnunnar m.a. og því hafa þær aukizt meira en kaupmátt- ur tímakaups. Ef meta á, hvort launþegar hafi bætt kjör sín í hlutfalli við þjóðartekjur, er því auðvitað eðlilegra að miða Við atvinnutekjur eða ráðstöf- Unartekj ur, og sé það gert, kem lir í ljós, að kaupmáttur at- vinnutekna eða ráðstöfunar- tekna, hvort heldur sem miðað er við, á tímabilinu 1&60-1965, hefur aukizt meira en þjóðar- tekjurnar. Skv. tölum Efnahags etofnunarinnar hafa raunveruleg er þjóðartekjur á þessu tímabili aukizt um 3i2,2%, en atvinnu- tekjur verikamanna í Reyfkja- vílk hafa á sama tíma- bili aukizt um 46,2% reiknað á föstu verðlagi, en ráðstöf- unartekjur um 36% en hvoru tveggja er hærri hlutfallstala en raunverulegar þjóðartekjur bafa aukizt. Hitt er svo auð- Vitað rétt, að lífskjörin hafa ekki batnað sem þessu nemur, ef vinutími hefur lengst, þótt hitt sé annað mál, að það er erfitt að meta frádrátt, vegna þess tölulega. En úr því að ég hef gert ræðu hv. 4. þm. Norð- url. e. og þær tölulegu upp- lýsingar, er fram komu í henni *vo mjög að umtalsefni, vil ég ekki ljúka svo máli mínu, að tninnast ekki þeirra jákvæðu viðhorfa, sem í henni komu fram og þeirra ummæla hans, sem ég tel ástæðu til að fagna Því að þrátt fyrir allt,' kom hjá hon- uim fram skilnin.gur á því, að ef Verkalýðurinn á að geta vænzt érangurs í kjarabaráttu sinni, má ekki hjakka sífellt í sama farinu, nota alltaf sömu vígorð- in og baráttuaðferðirnar, held- ur laga sig að breyttum þjóð- félagsaðstæðum og grípa þau tækifæri, sem hverju sinni bjóð ast. Það er einmitt vöntun á slíkum skilningi frá ísl. verka- lýðsforingjum, sem öðru frem- ur hefur valdið því, að árang- Urinn í kjarabaráttunni hefur löngum verið svo magur, sem raun hefur verið á, og á það ekki sízt við tvo síðustu ára- tugina. Hvað snertir, að knýja fram hærra kaup í krónutölu, hafa ísL verkamenn að vísu met, •amanborið við önnur Vestur- Evrópulönd, en það sama á því miður ekki við, ef meta á kaup hækkanir til raunhæfra kjara- t»óta, en það má vitna til út- reikninga, sem hv. 3. þm. Reykv. Kinar Olgeirsson, hefur á und- anfömum þingum látið útbýta með frv., er hann hefur haft og bera þeir útreikningar ein- mitt þessu ömurlegt vitni. Tveir áfangar í baráttunni gnæfa þó þar upp úr, samkomulagið, sem núverandi forseti ASÍ, hv. 5. þm. Vestf. beitti sér fyrir til lausn- «r jólaverkfallinu 1952, og sætti þá miklu aðkasti fyrir af hinum ovokölluðum róttæku öflum 'verkalýðshreyfingarinnar, og «vo aftur júní-samkomulagið 1964. Það var að vísu samið þá um minni beinar kauphækkan- ir en oftast endranær, og í fyrra tilvikinu raunar ekki um nein- •r, en þær kjarabætur, sem um var samið, héldust hins vegar áskertctr. Berum nú þetta sam- *n við árangurinn af því, þeg- ar að vísu hefur í bili tekizt •ð knýja fram 10-15% almenn- *r kauphækkanir, eftir langa og dýra verkfallsbaráttu, en svo hefur allt runnið út í sandinn i hækkuðu verðlagi, þannig að árangurinn í bættum kjörum hefur oft verið orðinn enginn löngu áður en búið hefur verið •ð vinna upp herkostnaðinn við verkfaUið. Tízkan í dag Nýkomið sending a£ ARWA sokkum. Tízkulitir. Tíbrá Laugavcgi 19. Verzlunin PERSÍA Gólfteppi og mottur í mörgum stærðum og gerðum nýkomið. Wilton teppadreglar 366 cm. breiðir. Teppalagnir eftir máli. Sæusk rýja teppi. — Mýnztrin og litaval gert af hinni þekktu listakonu Marianne Richter. Manilla hsgögn fara vel með öðrum hsúgögn,- eða ein sér. Nýkomið: stólar, borð, blaða- grindur, ruggustólar og kollar. Verziunin PERSÍA Laugavegi 31 — Sími 11822. — / hraunsprungu Framh. af bls. 5 Ég fer innan tíðar ásamt kunn ingja mínum að sprungunni og hef í hyggju að síga þar niður til að ná í byssuna, sem er dýr og góður gripur. — Eftir eina og hálfa klukkustund komu fjórir menn með syni mínum að sprungunni og höfðu þeir reipi meðferðis, sem þeir létu síga niður. Ég vil senda þess- um mönnum mínar beztu kveðjur og þakklæti, en þeir eru ' Gunnar J. Guðjónsson, Þorvaldur Axelsson, Pétur Símonarson frá Vatnskoti og Halidór Erlendsison. Það er ilit að segja fyrir um hvernig hefði farið, ef þeir hefðu ékki komið í tæka tíð, en þegar leið að kvöldi fór að hvessa Og snjóa og skilyrði til að leita í hrauninu mjög slæm vægast sagt — Þrátt fyrir þetta hélt ég veiðunum áfram enn uim stund, þegar upp var komið með öðru skotvopni og hafði þrjár rjúpur upp úr krafsinu, sem er ekki mikíl eftirtekj* eftir þvilíkt ævintýri. Ég sá ekki ástæðu til að leita læka is þá, en er ég kom aftur til Reykjavíkur var ég allmjög farinn að stirðna og læknir, sem býr hér á hæðinni yfir mér, rannsakaði meiðslin, sem voru tognun og mar. Nú er ég hins vegar alheill og kenni mér einskis mein. — Það þarf ekki að fjölyrða um nauðsyn þess að vera vel búinn, þegar haldið er á rjúpnaveiðar því allt getur komið fyrir. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að hrakfarir mínar á laugardagsmorguninn verði til þess að fæla menn frá því, að stunda rjúpna- veiðar. Það eru ekki veiðarn- ar sjálfar, sem mest aðdráttar afl hafa fyrir mig, heldur sú hollusta, sem útiverunni fylg- ir og hreyfingin, sem er bráð- nauðsynleg hverjum manni.i — Það er mikið kraftaverfe að ekki fór verr í þetta sinn en á horfðist í fyrstu og aldrei hef ég orðið eins feg- inn að sjá aftur sólina: segir Jón flugstjóri að lokum. Kornelius Jónsson, úrsmiður Skólavöröustíg 8 — Sími 18588. Eldhús- innréttingar tízkan í dag SELL — hinar frægu þýzku Sell-eidhúsinnréttingar (úr plasti eða stáli), í íbúðir, félagsheimili, hótel, spítala, báta og flugvélar. Allir eldhússkápar klæddir þýzkum „Form- ika“-plötum, og falla saman með mm nákvæmni, — og fylli stykkjum ef með þarf. — Mjög hagkvæmir vaskar (margar gerðir) — fást með hljóðeinangrun ef óskað er. — Allir hlutir og innréttingar sérsmíðaðir samkv. teikningum, hvort heldur er í hús, báta (skip) o. s. frv. Rafmagnstæki og vélar frá hinum viðurkenndu þýzku Burger-verksmiðjum — (aðrar tegundir fást ef óskað er). Hagstætt verð (sölu- skattur innifalinn). — Hagstæðir greiðsluskilmálar. Hinir vandlátu nota SELL 1. flokks þýzk úrvalstækni. MÁLNINGARVÖRUR HF„ Bergstaðastr. 19. - Sími 15166.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.