Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 14
14 ÞriðjuÆagur 20. des. 1968 MORGU N BLAÐIÐ Magnús Andrésson forstjóri IUíinnlng ÞAÐ var um hádegislbilið í Austurstræti að ég frétti andlát Magnúsar Andréssonar, — að þessi góði drengur hefði sofn- að hinzta svefni nóttina áður. Strengur hafði brostið í miðíbae höfuðlborgarinnar. Hér hafði Magnús Andrésson starfað, stuðlað að baettum viðskiptum, vexti og viðgangi verzlunar- lífsins. Vaxið upp frá æskuáruim með einu traustasta fyrir- tæki islenzkrar verzlunar. Orðið sómi stéttar sinnar. Ég hefi ekki kynnzt öllu meiri drengskaparmanni en Magniúsi Andréssyni, ljúfari manni í viðmóti og hógværari, en jafnframt var hann stefnufastur og traustur sem bjarg. Hann var búinn mörgum góðum kostum, sem mann mega prýða, IjóðelskuT og söngvinn, ferðafélagi hinn eftirsóknar- vei*ðasti á góðum reiðhestuim í fjallasal, slyngasti laxveiði- maður og einlægur náttúruunnandi. Áfail heilsubrests kippti í strenginn fyrir allmörgum árum. Söknuðu þá oft margir vinar í stað í glöðum 'hópif En æðru- laus tók Magnús þessu áfalli. Hann gleymdi ekki skyldum sínum. Bar þunga ábyrgð í 'hinu stóra fyrirtæki eftir því sem heilsan frekast leyfði, en þar var hann nú orðinn einn fremstur manna og forvígismaður í nýjum og vaxandi fraim- kvæmdum. En gömlum vinum gleymdi hann heldur ekki. Sjaldnast leið sú helgi á vetrum og vori, að ekki sæist til ferða hans utan við bæinn í bifreið, því að nú var honum reiðmennskan fyrirmunuð. Hann var þá að huga að félöguim og vinum, yngri og eldri, sem nutu lífsins á fákum sínum í útreiðartúrum. Hann þekkti alla hestana ekki síður en reið- fólkið, kynntist nýjum gæðingum og naut þess að sjá þá fara á kostum. Tæplega er hægt að ætla, að þá hafi aldrei brugðið við, að þessum tápmikla hestamanni kunni ekki að hafa þyngt fyrir brjósti. En Magnús bar harm sinn í hljóði og gladdist æðrulaus í Ijiúfmennsku sinni með glöðum, þó að heilsubrestur hefti nú þátttöku hans sjálfs. Mér er næst að halda, að enga óvildarmenn hafi Magniús Andrésson nokkru sinri átt. Hitt veit ég með vissu að hann naut hins mesta t ^ .its og vir'ðingar samstarfsmanna og stéttarbræðra og þeirra fjölmörgu, sem fyrir honum lá að eiga skipti við. Magnús Andrésson var einlægur Sjáifstæðismaður, en 1 þeirra hópi, sem eru hiédrægir á pólitískum vettvangi, en jafnframt manna traustastir. Sjálfstæðisflokknum er mikil eftirsjá að slíkum mönnum og vábrestur, þegar þeirra nýt- ur ekki lengur við. Ég veit að fátækleg orð í minningargrein eru lítil huggun í harmi ástvina. Þau votta virðingu og þakklæti samferða- manna á iífsleiðinni. Þeim er líka ætlað að vera bergmál úr brjósti vinar til vinar. Sómi og aðrir mannkostir Magnúsar Andréssonar munu lengi bera honum vitni hér í Reykjavík — og víða um sveitir, þar sem hann hafði tengt tryggðir vfð fólkið og landið. Blessuð sé minning hins ágæta manns. Jóhann Hafstein. f BAG fer fram frá Fossvogs- kirkju, útför Magnúsar Andrés- sonar forstjóra. Magnús var fæddur 6. október 1904 í Reykja- vík, sonur Andrésar Andrésson- ar verzlunarmanns og frú Krist- ínar Pálsdóttur. Magnús kvænt- ist hinn 30. ókótber 198-1 Stefaníu Ólöfu Möller, dóttur Jóhanns Georgs Möller, verzlunarstjóra á Sauðárkróki. Lifir hún mann sinni ásamt dóttur þeirra Ólöfu, sem gift er Einari Hermanns- gyni, er stundar nám í skipa- verkfræði í Englandi. Magnús Andrésson lézt þann 15. þ.m. Magnús útskriíaðist frá Verzl- unarskóla íslands árið 1928, en hann hóf störf hjá O. Johnson & Kaaber árið 1917, aðeins 13 ára að aldri. Árið 1932 var Magnús orðinn fulltrúi þess félags, og 6rið 1935, þegar fyrirtækið var gert að hlutafélagi, varð hann einn af stofnendum og meðeig- andi í hlutafélaginu. Hann gekk svo í stjórn þess og varð einn af forstjórum félagsins árið 1952, og gegndi þessum störfum til æviloka. Eins og að framan getur, helgaði Magnús ævi sína fyrirtækinu O. Johnson & Kaab- er hf., og verða honum aldrei fullþökkuð þau mikilvægu störf, sem hann vann þar. Einnig lét faann sig miklu skipta félagssam- tök kaupsýslumanna, og var í stjórn Félags íslenzka stórkaup manna árin 1948-49 og 1952-53, og enn fremur í stjórn Verzlun- arráðs fslands árin 1949-52. Hann hefur verið varaformaður Inn- fiytjendasambandsins firá 1950. Á sínum yngri árum stundaði Magnús íþróttir af kappi, en lét sér það ekki nægja, heldur tók einnig virkan þátt í félagssamtök um þeirra íþrótta, sem hann stundaði. Var hann á þeim ár- um í stjó.rn Skíðafélags Reykj-a- víkur, Golfklúbbs Reykjavíkur að ógleymdu Hestam-annafélag- inu Fáki, en hestar voru yndi Magnúsar frá bernsku til ævi- loka. Tennisíþróttin var Magn- ósi einnig hugleikin. Magnús tók ainn þátt í starfi fleiri félaga, og var hann endurskoðandi Flug- félags íslands hf. frá stofnun þess árið 1937 og einnig í Skelj- ungi hf. frá 1955, í báðum félög um þessum til æviloka. Það hefur verið undirrituðum ómetanlegt lán að hafa fengið að starfa með Magnúsi og kynnast og njóta mannkosta hans í gegn- um 14 ára samstarf. Aldrei stóð á honum að rétta mér hjálpar- hönd og styðja mig að styrkja í starfi mínu. Við Magnús átfum margar skemmtilegar samveru- stundir við veiðar í Þverá í Borg- arfirði, en þar átti hann marga vini og skyldmenni. Laxinn heillaði hann, og utan heimilis síns held ég að hann hafi hvergi unað sér betur, heldur en á bökk um Þverár. Þar þekkti hann hvern hyl og streng og ennfrem- ur flestalla búendur náigrennis- ins. Efa ég ekki að nú muni marg ir sakna þess, að eigi verður framar von Magnúsar Andrés- sonar að Þverá, þegar laxveiðar hefjast þar í sumarbyrj un. Fyrir allmörgum árum kenndi Magnús fyrst þess heilsu- brests, sem nú hefur orðið hon- um að fjörtjóni. Þá, eins og endranær, staðfestist æðruleysi Magnúsar þegar vanda bar að höndum, ásamt sérstökum hæfi- leikum hans til að mæta erfið- leikum með karmennsku, festu og skynsemi. íþróttirnar, og þar með talin hestamennskan, urðu að víkja, en því fór fjarri, að árar væru lagðar í bát. Strax og kraftarnir leyfðu var dagurinn skipulagður, fyrst og fremst'fyr- ir skyldustörfin, en tómstundir eirrnig með aukinni áherzlu á gömul og ný áhugamál, sem bet- ur hæfðu nýjum heilsufarsvið- horfum, og mætti þax ef til vill sérstaklega nefna frímerkjasöfn- unina, sem frá barnæsku hafði átt hug Magnúsar. Þeir, sem til þekkja, vita, að fá söfn íslenzkra frímerkja muni betri finnast, heldur en það, sem Magnús lætur eftir sig. Sár söknuður er nú hlutskipti þeirra, sem þekktu Magnús. Mannkostir hans voru svo marg- ir og ótvíræðir, að vart mun sá maður finnast sem kynntist hon- um, er eigi bar til hans hlýjan hug virðingar, trausts og vel- vildar. Eiginkona hans, dóttir og tengdasonur finna þar sárast til, því að hér er óvenju ástríkur faðir og heimilisfaðir kvaddur. Þeim og öðrum ástvinum hans sendum við hjónin okkar innileg ustu samúðarkveðjur, og kveðj- um um leið sannan og góðan vin. Ólafur Ó. Johnson. t Hjá O. Johnson & Kaaber hf. vinnur tiltölulega stór hópur fólks. Það mun geta talizt ein- kennandi fyrir þennan starfs- mannahóp, hversu mikill hluti hans er fólk, sem unnið hefur alla sína starfsæfi hjá fyrirtæk- inu, margir hverjir í áratugi. Það er engum vafa bundið, að orsakanna fyrir þeirri tryggð, sem starfsmenn fyrirtækisins hafa frá öndverðu sýnt því, er að leita hjá þeim forystumönnum, sem haldið hafa hér um stjóm- völinn, nú um rétt sextiu ára skeið. Einn þessara forystu- manna, Magnús Andrésson for- stjóri, er nú í dag til moldar borinn. Það er ekki ofmælt, að fregnin um andlát Magnúsar Andrésson- ar, sem barst okkur starfsfólki firmans að morgni þess 15. þ.m. hafi komið yfir hópinn sem reið- arslag, og er það að vonum. Það munu allir, sem þekktu mann- kosti Magnúsar, skilja. Þeir eðlislægu eiginleikar, sem ef til vill voru ríkastir í fari Magnúsar og mest einkennandi fyrir persónuleika hans, voru hlýlegt glaðlyndi, drengskapur, góðvild, sanngirni og höfðings- skapur í öllum samskiptum við samfeTðamenn sína í lífinu, ásamt óvenjulegum hæfileikum til þeirra starfa, sem hann helg- aði krafta sína. Og ekki skal gleymt að minnast þeirrar ein- lægu umhyggju, sem hann stöð- ugt bar fyrir pecsónulegri vel- ferð starfsfólks síns. Af löngum I kynnum við Magnús, þykist ■undirritaður mega ráða, að af "framanskráðum mannkostum hans muni sprottin farsæld hans í starfi og óvenjulegur hlýhugur og virðing, sem han-n hefur alla tíð notið hjá starfsfólki sínu. Þykist ég óhikað geta m-ælt þar fyrir munn hvers einstaks af starfsmönnum O. Johnson & Kaaber hf., og mun eigi ofsagt, að svo kunni að hafa verið um flesta, ef ekki alla aðra, sem per- sónuleg kynni höfðu af þessum mæta manni. Það er því með miklum sökn- uði, sem Magnús Andrésson er kvaddur. Vildi ég fyrir hönd okkar, sem unnið höfum undir stjórn hans og eignazt um leið góðan félaga, mega flytja hér síðustu kveðjur okkar og þakk- ir. Öllum þeim, sem nú eru harmi slegnir við fráfall Magnúsar, flyt ég hlýjar samúðairkveðjur okkar allra, og verður þá efst í huga frænka mín Ólöf eigin- kona hans, dóttir þeirra og tengdasonur. Megi tímans hönd, vakandi minningin um góðar. dreng og fyririheit það um end- urfundi, sem gefið hefur verið öllum kristnum mönnum, milda sorg þeirra. Jóhann Möller. Kveðja frá Fél. ísL stórkaupmanna í DAG kveðjum við einn 'af at- orkumönnum íslenzkrar stór- kaupmannastéttar, sem á fimmta áratug beitti kröftum sínum til þess að gera veg stórkaupmanna- stéttarinnar sem mestan landi og þjóð til blessunar og vel- farnaðar. Magnús Andrésson lét ekki opiniberlega mikið á sér bera, en var öruggur bakhjarl í baráttu kaupsýslustéttarinnar fyrir frjálsri verzlun og afnámi hvers- konar verzlunarhafta, sem verzl- unin hafði verið bundin í um áratuga bil. Getum við þakkað Magnúsi Andréssyni fyrir þann skerf, er hann lagði til barátt- unnar, sem leicMi til meira frjálsræðis í verzluninnL Við munum seint gleyrna at- onku og framsýni Magnúsar Andréssonar við undirbúning margra mála, er leiddu til far- sællar lausnar ýmissa vanda- mála stéttarinnar og reyndar þjóðarinnar allr-ar. Ungur að árum réðst Magnús Andrésson til fyrirtækisins O. Johnson & Kaber h.f., þar sem hann með dugnaði sínum og ár- vekni vann sér traust vinnuveit- enda sinni. Honum voru fljótt falin mannaforráð og gerðist síðar einn af eigendum fyrir- tækisins og einn af framkvæmda stjórum þess. í störfum Magnúsar Andrés- sonar nutu höfuðkostir hans sín vel. Drenglyndi hans og prúð- mennska sátu ætíð í fyrirrúmi, ásamt miklum dugnaði og festu. Magnús Andrósson gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stétt sína og átti m.a. oftar en einu sinni sæti í stjórn Félaga íslenzkra stórkaupmanna, auk annarra trúnaðarstarfa, er hann var kjörinn til vegna hinna frá- bæru mannkosta sinna. Sá, sem þessi kveðju-orð ritar, átti þess kost að kynnast Magn- úsi Andréssyni hin síðustu tíu ár, og tel ég, að það hafi verið mér mikið lán, því að mikið var af honum að læra. Er það von mín, að þjóð okkar megi ala fleiri syni slíka sem Magnús Andrésson var, en ég tel hann hafa verið fyrirmynd hins dugmikla og samvizkusama kaupsýslumanns, sem eigi mátti vamm sitt vita í einu eða neinu, Vil óg að lokum færa fjöl- skyldu Magnúsar Andréssonar og samstarfsmönnum hans sam- úðarkveðjur mínar og samtaka þeirra, er ég starfa fyrir, og Magnúsi Andréssyni þökkum við hans mikla framlag til verzlun- arstéttarinnar, sem hann vanu að með sínum mikla dugnaði, framsýni og fórnfýsi. Minningin um þennan mæta mann mun lengi lif-a. Hafsteinn Sigurðsson. Skíði Bindingar Stafir Bílaryksugur JÓLAGJÖF BIFREIÐASTJÓRANS í ÁR, ER NATIONAL RYKSUGA. VERÐ AÐEINS KR. 1.195,00. FÆR SAMBAND í GEGNUM KVEIKJARA BÍLSINS. Vé/a- og Raftækiaverzlunin Bankastræti 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.