Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 20. des. 1966 Lydia Eftir * E. V. Cunningham hvern þjófshylmi. Hefur nokkur gefið sig fram við yður? Þér gerið svo vel að vera hreinskil- inn við mig. Harvey, annars skal ég sjá um, að þér verðið ekki langlífur í stöðunni, heldur ver- ið að fara að bursta skó, áður en langt um líður. — Svarið er nei við þessu ðllu saman, fulltrúi. Mér hefur ekk- ert orðið ágengt. Alls ekkert. feg kom hingað af því að ég hélt, að þið gætuð gefið mér einhverj ar upplýsingar. — Hvað aetli við. svo sem get- um upplýst? Þetta er asnalegur þjófnaður og þeir eru alltaf verstir viðureignar. Hafið þér verið að spyrjast eitthvað fyrir um Sarbinefólkið? feg kinkaði kolli. — Gott og vel. Á sunnudags- kvöldið voru hjá þeim átta gest- ir, og að sjálfum þeim meðtöld- um tíu til borðs. Þrenn hjón og tveir einstaklingar — allt þetta fólk var í einhverju sambandi við Xeikhúsin. Það er síðasta deii an hjá þeim hjónum — leikthús- in. Þau höfðu lagt eitthvað stf mörkum tU leiklistastarfsemi og þá eru þau englar og geta boð- ið leikhússtjóranum heim — honum Jack Finney og konunni hans. Svo var líka leikstjórinn, Abel Martin, og konan hans. Joseph Hartmann, sem jíka hef- ur lagt eitthvað fram, og konan hans, Sadie Klinger........ sú, sem teiknar búningana. — Já, ég hef víst hitt hana einu sinni. — Þá eru kamnir sjö. Sá átt- undi var einhver styrktarmaður, gamall fauskur, sem heitir Davíð Gorman. Hann leit á mig með forvitnisvip og ég spurði hann, hvort til þess væri ætlazt, að ég þekkti Gorman. Hann hristi höfuðið. — Þekkið þér hann kannski? — Aldrei heyrt hann nefndan á nafn. Rotsdhild opnaði borðskúffu og tók upp vindil. Hann sneri honum fyrst milii fingxanna og spurði siðan, hvort ég vildi ves- ælan tíu senta vindii. Ég k.vaðst ekki reykja vindla, og af ein- hverri ástæðu fannst honum þetta eitthvað fyndið, og leyfði sér eitt örstutt smábros af því tilefni. Svo kveikti hann í vindl- inum og sagði: — Þér eruð aftirtektarverður náungi, Harvey. — Þakka yður fyrir, fuUtrúi. — Jæja, gott og vel. Átta virð ingaverðir kvöldverðargestir. Svo eldabuskan og vinnustúlk- an. Meðan þau voru að drekka kokteilana, spurði einhver Sar- bine-kvenmanninn, hversvegna hún væri ekki með hálsmenið HÓFADYN’IJR, 100 hestamyndir eftir Halldór Pétursson lástmálara, við ljóð og sögur marga helztu ritsnillinga þjóðarinnar, er ekki aðeins bók fyrir hestamenn, heldur og aila sem unna fögrum bókmenntum. Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn hafa valið efni bókarinnar, sem er allt frá fornsögum og fram á okkar daga. Má þar finna sögur og ljóð eftir Grím Thomsen, Jón Thoroddsen, Pál Ólafsson, Stefán frá Hvítadal, Davíð Stefánsson, Indriða G. Þorsteinsson o. fl. HÓFADYNUR gýnir í myndum og máli ýmis atriði úr sögu hestsins okkar, þessa hreinræktaða og kynborna Islendings sem hér nam land með forfeðrum vorum og barðist með þeim harðri baráttu fyrir tilverunni í þús- und ár. Þetta er bók sem ekki má vanta á nokkurt íslenzkt heimili, ekki aðeins vegna efnisins og þeirra 100 mynda, sem hana prýða, heldur og fyrir fagurt útlit og vandaðan frágang. Bókaótgáfan LITBRÁ. góða. Hún sagðist vera orðin leið á því — væri orðin uppgef- in á ,yþessu bölvuðu skrani“, svo að hennar eigin orð séu notuð. Svo var talað um menið. Aðeins Hartmann og kona hans höfðu nokkurn tíma séð það, svo að hin tóku að gerast forvitin. Síð- an fara þau öll upp í svefnher- bergið. — Öll? — Öil nema Hartmannshjónin 8 Þau urðu kyrr í setustofunni, ásamt Sarbine. Hin elta frúna upp í svefnherbergið og hún tekur öskjuna upp úr skúffu — eina af þessum flötu leðuröskj- um — opnar hana og sýnir þeim menið. Þau horfa öll á það og dást að því. Hún setur það aftur í öskjuna og fleygir henni á rúm ið — það eru víst eihhvers kon- ar rlkismannaiflottheit. Þér vit- ið, hverskonar kvenmaður þessi frú Sanbine er, eða hvað? — Ja, svona í aðaldráttunum. — Þá skiljið þér aðfarir henn ar. Hvern fjandann ragar hana um einn milljónafjórðung? Svo fara þau öll út og veizlunni er haldið áfram. Gestirnir fóru ekki fyrr en undir miðnætti og á þess um tíma hafa auðvitað allar kon urnar verið búnað að koma þarna inn í herbergið og víst flestir karlmennirnir líka. Sím- inn er sem sé í svefnherberginu. Og Gorman og Martin fengu upphringingu um kvöldið. Það er-u nú fleiri símar í húsinu, en frú Sarbine segir þeim að nota þennan, af því að þarna sé betra næði. Út úr svefnherberginu er gengið inn í fataherbergið og baðið, þar sem kvensurnar laga sig til Kona Hartmanns verður eitthvað lasin. Þau gefa henni tvo aspirínskammta og hún legg ur sig í legubekk í svefnher- berginu. Frú Finney fer þangað og er þar hjá henni í nokkrar mínútur — og þannig var fólkið á ferð inni út og inn, eins og á verstu járnbrautarstöð. Og svo, eftir að þau eru farin, tekur frú Sarbine upp öskjuna til að setja hana á sinn stað. Henni finnst askjan eitthvað létt. Hún opnar hana — og þar er ekkert háls- men! , — Laglega gert, sagði ég. ■' Rotsohild saug vindilinn, horfði á reykinn og andvarpaðL — Já, víst var það laglega aj sér vikið. Ég hef nú verið iögga mestalla ævina, og aldrei rek- izt á annað laglegra. Þetta er hinn fullkomni glæpur — fuli- komni fábjánaglæpur! — En hvað um stúlkuna og eldabuskuna? — Herbergi eldabuskunnar er bak við eldhúsið og búrið — þar eru tvö herbergi og annað hefur eldabuskan en stúlkan hitt. Her- bergi eldabuskunnar er fyrrver- andi búr, og hún fór aldrei út fyrir eldhúshlutann af húsinu, allt kvöldið. Til þess að komast í þetta svefnherbergi, hefði hún orðið að fara gegn um bæði borð stofuna og setustofuna, og það gerði hún ekki. Hún er því laus allra mála. Stúlkan kom aftur á Háttkjólar Velúr náttkjólarnir komnir aftur í öllum stærðum. Ný mynztur Verð ermalausir kr. 248,00. Kvartermar, kr. 298,00 Miklatorgi, Lækjarg. 4. Listamannaskálanum. — AkureyrL ELAN - TYR0LIA - T0K0 er heímsþekkt merki i skíðaheiminum ELAN er ein stærsta og nýtízkulegasta skíðaverk- smiðja í heimi segir hið kunna tímarit „Europa- Sport“. 90% af framleiðslunni er flutt út, einkurn til Bandaríkjanna, Canada, Skandinavíu, Ítalíu, V-Þýzkalands og Frakklands. ELAN skíðin eru úr góðu efni en verðið er mjög hagkvgsmt vegna hinnar miklu framleiðslu í ný- tízku verksmiðju. PIONER samanlímd bamaskíði með plast botni frá kr. 320,00. JET unglinga og íullorðins skiði með plast botná, stálkanti og máimslegnum endum krónur 1095,00. ATTACHE hickory skíði kr. 2200,00. TYKOI.IA gorma- og öryggisbincþngar. TOKO skíðaáburðinn nota margir beztu sk íðanvewn hefons. Einnig: Ódýrar skíðabindingar frá kr. 177,00. — Sktðaskór frá kr. 478,00. Vandaðir tvöfaldir skíðaskór, skíðastafir í úrvaJL KAUPIÐ GÓÐA VÖRU Á GÓÐU VERf>L VERZLIÐ, ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. VERZLIÐ, ÞAR SEM HAGKVÆMAST ER. PÓSTSENDUM. LAUGAVE6I li.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.