Morgunblaðið - 04.01.1967, Side 4
4
MORGUNBL,AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,06
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDU M
MAGINJÚSAR
skiphoiti21 símar21190
eftir lolcon simi 40381
"«'1-44-44
\mt\m
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31100.
LITLA
bíloleígon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifaliS í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍIJ\LEIGAISI
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
/L/yrœ?
RAUOARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022
Fjaðiir, f jaðrabiöð. hljóðkútai
púströr o.fl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
BOavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
ÞRBSTUIT^
22-1-75
BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON
Málflutningsskrifstofa
Viðtaistimi kl. 1—5 e.h.
NÝKOMIB
Hamilton Beach hrærivélar.
Armstrong strauvélar.
BRÆBUBNIB OBMSSON hf.
Lágmúla 9. Sími 38820.
Verðbólga
Lesandi skrifar:
„Gleðilegt nýár, Velvakandi
Góður. Um þessi áiramót hafa
sennilega flestir sett sér eitt-
hvert takmark að keppa að á
þessu nýbyrjaða ári í»ar hafa
sennilega allir, eða við skulum
slá varnagla og segja allflestir,
lofað sjálfum sér því, að verða
við tilmælum ríkisstjórnarinn-
ar og vera góðu foörnin og
spenna bogann ekki of hátt í
verðlaginu, svo að verðbólgu-
draugurinn fitni ekki um of á
árinu nýja. Ég aetla að segja
þér frá örlitlu dæmi þar um,
hvernig sumir útfæra þá ósk.
Dóttir mín tvítug fór ásamt
vinkonu sinni í eitt samkomu
hús borgarinnar á gamlárskv.
kl. 12. Aðgöngumiðinn kostaði
450.00, fjögur hundruð og
fimmtu krónur, og ártti matur
að vera innifalinn í verðinu.
í»ær höfðu keypt aðgöngumið-
ana fyrir fram og óskuðu eftir
að fá frátekið borð með fleir-
um, en þeim var sagt að þess
væri ekki þörf fyrr en á stað-
inn væri komið. Ég sagði þeim
líka að leyfi hjá vínveitinga-
húsum til þess að mega selja
inn, væri háð því, að allir hefðu
sæti þegar lika væri um mat
að ræða.
Þegar þær komu inn á um-
ræddan stað var fólksfjöldi
mikill fyrir og ekki helmingur
af gestum gat fengið sæti.
Troðningur og ölæði var það
sem þar réði ríkjum, og
treystu þær vinkonurnar sér
ekki til þess að ílendast á
þessum stað og fóru strax burt
án þess að fá vott né þurrt.
Bréfhúfur voru seldar þarna
inni á 75.00 kr. stk. í búð kosta
þéssar húfur 15.00 kr.
Nú Iangar mig til að spyrja,
er ekkert eftirlit á þessum
stöðum? Er virkilega hægt að
féfletta fólk á svona freklegan
hátt án þess að nokkurt eftirlit
sé þar með? Væri þá ekki rétt
framvegis, að líta örlítið eftir
þessum ósóma, ef ekki á að vera
eintómt kjaftæði um verð-
stöðvun og verðlagseftirlit.
H. J.“.
Selma Lagerlöf
Lesandi skrifar:
„f útvarpsþættinum: Á hljóð
bergi 27. des. lék Björn Th.
Björnsson m.a. plötu með upp-
lestri Selmu Lagerlöf Julklapps
boken. Listfræðingurinn gat
þess, að skáldkonan hefði lesið
þetta árið 1936 og myndi það
vera eini upplestur hennar,
sem varðveittur væri á
grammofónplötu. En til er ann-
ar eldri og ekki síðri upplestur
Selmu Lagerlöf á grammofón-
plötu, þ.e.: „Svenska diktar-
röster: Selma Lagerlöf láser
Den heliga natten ur Kristus-
legendér“. Þegar ég las kafla
úr þýðingu minni á ævisögu
Selmu Lagerlöf eftir Hönnu A.
Larsen, ritst. The American
Scandinavian Review, í Ríkis-
útvarpið 1944, þá var sú plata
með upplestri skáldkonunnar
spiluð.
Einar Guðmundsson".
* Ruslið
Bangsi skrifar:
„Mér er svo annt um alla
umgengni, að mér svíður rusla-
slóðin inn Miklubraut og Suð-
urlandsbraut upp á Ártúns-
urlandsbraut upp á Ártúns-
höfðann. Þessi slóði er eftir
alls konar bíla, sem eru að
flytja pappakassa og annað
drasl að Sorpeyðingarstöðinni,
og hafa ekkert til að halda
flutningum á vörupalli, svo að
þetta dettur eða fýkur af alla
leiðina, öllum til ama og leið-
inda. Og borginni til útgjalda-
aukningar. Erlendis er stórsekt
við að flytja vörur á bifreiðum,
sem eru ekki til þess gerðar að
tryggja það, að vörurnar eða
varningurinn tolli á ökutæk-
inu.
Eru nokkrar reglur hér um
þetta, þá setjið þær strax, kæri
borgarstjórL
Bangsi".
Musteri
_ Svava ÞórhallsSóttir hef-
ur hringt til blaðsins og beðið
þess getið, að það hafi sært
hana og hún ekki kunnað við,
þegar í þýddri grein í Mbl. um
jólin var talað um hofið I
Jerúsalem, en það hafi í öllum
biblíuþýðingum okkar verið
nefnt musterL
Vill Velvakandi kóma þessu
á framfærL
Barnatímar
Amma skrifar:
„Gleðilegt nýár Velvakandi
góður!
Það er barnatími útvarpsins
sem liggur mér á hjarta. Við
vorum svo ánægð með þrenn-
ingu barnatímans. En nú um
jólin söknuðum við Skeggja
Ásbjarnarsonar og Valtýs-
dætra.
Úr því að við heyrum ekkl
lengur í þeim systrum, og þær
hafa gefið út í bókarformi
barnatima sína, sem ná yfir 13
ár, spyr ég: Eru þetta lokaorð
þeirra í sambandi við barna-
tímana? Heyrum við aldrei i
þeim framar? Nú bið ég bæði
þær og Skeggja Ásbjarnarson
um svar. Fáum við ekki að
heyra þau í barnatímum út-
varpsins? Ekkert hefi ég út á
frú Önnu Snorradóttur að
setja, en á hátíðum vill maður
tilbreytingu.
Ein af mörgum ömmura
sem hlustar með barna-
börnunum".
Verzlun - Verzlun
Óska eftir að kaupa eða taka á leigu matvöru-
verzlun. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. þ.m.,
merkt: „Matvöruverzlun“.
Ford 1939
óskast keyptur. Til greina kemur enn eldri bíll. —
Tilboð er greini helzta ásigkomulag og verð, legg-
ist inn á afgr. Mbl., merkt: „Ford — 8349“.
Atvinna
Maður, sem er vanur að fara með vélar og getur
unnið sjálfstaett, óskast til að stjóma litlu verk-
stæði. — Upplýsingar í síma 17246.
Atvinnurekendur
Ungur kennari, með haldgóða þekkingu og reynslu
í skrifstofustörfum og viðskiptum, óskar eftir ca.
% starfi. — Þeir, sem kynnu að óska frekari upp-
lýsinga, leggi inn nöfn og heimilisföng, ásamt laus-
legri greinargerð um tegund starfs, á afgreiðslu Mbl.
fyrir 7. jan. nk., merkt: „Hálft starf — 8352“.
Skrifstofustarf Föndurskóli
Námskeið fyrir börn á aldrinum 5—6 ára,
Opinber stofnun vill ráða stúlku til bókhaldsstarfa. hefst 9. janúar.
Nokkur reynsla í meðferð bókhaldsvéla æskileg. Föndurskóli Bergþóru Gúslavsdóttur.
Umsóknir sendist afgr. Mbl., merktar: „8351“. Laugarásvegi 24. — Sími 35562.
Orðsending frá
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
Væntanlegir nemendur dagskólans mæti í skólan-
um fimmtudaginn 5. janúar kl. 2 síðdegis.
SKÓLASTJÓRI.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa.
Verzlunin Á S G E I R
Langholtsvegi 174. — Sími 34320.