Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967,
ERLENT
EINKAFJÁRMA GN
nPíminn boðar fjálglega, að
það sé meginstefna Fram-
sóknarflokksins að vera
móti því, að erlent einkafjár-
magn sé hagnýtt til atvinnu-
upþbyggingar á íslandi og
segir að yngri menn í Fram-
sóknarflokknum séu sérstak-
lega andvígir þessu. Þessi
stefna er reyndar í fullu sam-
ræmi við harðvítuga and-
stöðu framsóknarforingjanna
gegn byggingu álbræðslu og
Búrf ells virkj un.
Á hinn bóginn er þess að
gæ a að Framsóknarflokkur-
inn var fyrstur núverandi
stjórnmálaflokka til þess að
taka inn í stefnuskrá sína
stuðning við hagnýtingu er-
lends fjármagns. Var álýktað
á þann veg fyrir nokkrum ár-
um, en nú segir málgagn
Framsóknarflokksins, að
flokkurinn hafi í þessu efni
snúið við blaðinu.
Um Búrfellsvirkjun og ál-
bræðslu er það að segja, að
þeir eru orðnir fáir, sem vilja
halda því á lofti, að þeir hafi
verið á móti þessum stórfram-
kvæmdum, enda voru „rök-
aemdimar1* gegn stóriðjunni
vægast sagt lítilfjörlegar.
En þegar rætt er um erlent
fjármagn, er rétt að undir-
atrika þann mun, sem er á
Btórfelkium erlendum lántök-
um og leyfi til handa útlend-
ingum til ákveðinnar starfr
rækslu. Allir virðast sammála
um, að við íslendingar verð-
um að taka erlend lán til
uppbyggingar atvinnurekst-
urs. Þó eru auðvitað meiri
hættur því samfara að skuld-
binda sig til endurgreiðslu
bárra lána, en þótt útlending-
um só leyft að byggja ákveð-
tð atvinnufyrirtæki. Þeir bera
þá alla áhættuna eins og ræki
lega er tryggt í samningun-
«m við Svisslendinga, sem
verða að greiða okkur fyrir
raforkuna, hvort sem þeir hag
nýta hana eða ekki.
Með gerð samninganna um
álbræðslu hefur verið mörk-
uð sú stefna, sem réttust er
og heillavænlegust. Það er að
segja, að gera sérsamninga
í hverju því tilfelli, þar sem
samvinna er höfð við útlend-
inga um meiriháttar verkefni
og ganga þannig frá allri
samningagerð, að réttur ís-
lendinga sé tryggður í hví-
vetna. Tímabært er nú að
hefja athugun á frekari stór-
verkefnum til hagnýtingar
raforku og hitaorku — og
raunar fyllsta ástæða til að
athuga hvort ekki gæti reynst
unnt að koma upp annari ál-
bræðslu norðanlands er
Straumsvíkurverksmiðjan er
fullbyggð.
Það er beinlínis broslegt .ð
nútímamenn skuli berjast
gegn framfaramálum eins og
Búrfellsvirkjun og álbræðslu,
og furðulegur er þankagang-
ur þeirra ungra manna, sem
ieggja nöfn sín við baráttu
gegn framförunum.
LAUNAJAFN-
RÉTTI
ú um áramótin öðluðust
konur fullt jafnrétti við
karla í launagreiðslum, en
stjórnarflokkarnir mör'kuðu
þá stefnu, að launajöfnuður-
inn kæmist á í áföngum fyrir
6 árum.
Launajafnrétti hefur um
langt skeið verið baráttumál
ýmissa kvennasamtaka og
raunar líka rætt í verkalýðs-
fólögunum. Þó tókst ekki að
koma því á fyrr en nú, en
mjög ber að fagna því að
þetta skref hefur nú verið
tekið og ekki þarf frekar um
þetta mál að deila.
w
J-' l
EFTA-RÍKIN
FELLA NIÐUR
TOLLA
Nú um áramótin felldu að-
ildarríki Fríverzlunarbanda-
lagsins niður tolla á iðnaðar-
vörum innlbyrðis, og er þannig
komin á algjör fríverzlun
milli þessara 7 ríkja, sem
flest eru meðal helztu við-
skiptaþjóða okkar.
Á það hefur verið bent, að
stefnan í viðskiptamálum í
Evrópu væri þegar tekin að
s'kaða okkur íslendinga, eink-
um að því er varðar útflutn-
ing á fiskL Hjá því getur þess
vegna ekki farið að pessi mál
verði tekin til gaumgæfilegr-
ar athugunar og alvarlegar
tilraunir gerðar til þess að
ná einhverjum samningum
við viðskiptabandalögin í
Evrópu.
Embættismenn íslands hafa
að vísu fylgzt vel með þróun
æssara mála og reynt að
gæta hagsmuna landsins eftir
mætti. En fram að þessu hef-
ur þó lítill árangur náðst,
\inda má segja að nokkur
óvissa hafi ríkt um það, hver
yrði þróun viðskiptabanda-
laganna, og enn er ekki vit-
að hvort bandalöginverða tvö
til frambúðar eða renni sam-
an á einhvern hátt. En hvort
Backy Kavanagh asamt indverskum vinum sínum i Bombay.
Móðir Indlands
eftir Alton Blakeslee
Bombay, Indlandi, AP.
Á STÓRA almenningstorginu,
umkringdu gráum stein-
steyptum íbúðarkofum, sitja
nokkrar heilagar kýr og
< jórtra eða snuðra í úrgangi í
leit að einhverju aetilegu.
Inni í íbúðarkofunum kúldr
ast barnmargar fjöiskyldurn-
ar, hver í sínu herbergi, —
átta manna fjölskyldur, tólf
manna og allt upp í tuttugu
manna fjölskyldur í einu í
12-15 fermetra herbergi, — og
venjulegast er þar aðeins eitt
rúm.
Þetta er Bombay — 4,5
milljóna borg, — einn þeirra
staða, þar sem hinir fáu, um-
kringdir eymd, volæði og
sjúkdómum á allar hliðar,
reyna að sannfæra hina
mörgu — 500 millj. Indverja
rnn, að þeir ættu og gætu tak
markað fjölskyldustærð sína.
Ástandið er ömurlegt þarna,
— en þó alls ekki eins og það
getur verst orðið. Verra er
það í nokkurra kílómetra fjar
lægð, þar sem aragrúi manna
þekkir ekki annað heimili en
gangstéttarnar eða illa lykt-
andi stræti, þar sem mann-
fjöldinn er eins og maurar og
einu húsmunirnir einföld
dýna, ábreiða eða lítill koddi.
í verkamanna- og velferð-
arsamfélaginu Naigaum er
ástandið töluvert betra. Þar
hafa flestir heimilisfeður at-
vinnu í vefnaðarvöruverk-
smiðjum, — og tekjurnar,
sem að vísu eru óstöðugar
geta komizt allt upp í 25 doll-
ara á mánuði. Þar hafa dval-
izt í tíu mánuði ung banda-
rísk hjón á vegum bandarísku
friðarsveitanna. Þau heita
John og Backy Kavanagh og
búa í lítilli tveggja herbergja
íbúð, hafa sæmileg þægindi
og gæta þess vendilega að
sjóða allt vatn til þess að forð
ast kóleru og aðra smitandi
sjúkdóma.
Þau hafa það starf með
Ihöndum, að skipuleggja
„sjálfshjálpar“-starfsemi, en
eiga þar við að berjast andúð,
sinnuleysi og endalaus svik-
in loforð. En þau halda áfram.
Þau aðstoða við að dreifa
mjólk, sem börnum og van-
færum konum er veitt endur-
gjaldslaust og gera það, sem
þau geta, til að hjálpa til við
framkvæmd áætlunar stjórn-
arvaldanna um takmörkun
barneigna. Þeim eru minnis-
stæðar tölur hagskýrslna, 21
milljón barna fæðast á
hverju ári og yfir þúsundum
þeirra vofir hungurdauðinn
eða vanþroski vegna van-
næringar.
„f ibúðarkofa 1«“, segir
Backy“, búa 200 konur. Ég
kynntist þeim, er ég starfaði
þar við mjólkurdreifinguna
og hef verið að reyna að fá
þær til að fara á heilsuvernd-
arstöðina, þar sem heilsufars-
ástand þeirra yrði kannað —
og síðan, sem síðasta skref,
reynt að vekja áhuga þeirra á
takmörkun barneigna. Þær
mundu áreiðanlega ekki
koma, ef þær héldu, að meg-
intilgangurinn væri einmitt
barnatakmörkunin. Af 200
konum hafa aðeins 13 fallizt á
að nota plastihringinn, sem
settur er upp í leghálsinn til
þess að varna getnaði.
Þau Becky og John fara
með okkur í íbúð, þar sem
býr kona, sem við getum kall
að frú Hassun. Þau hafa von
um, að hún láti undan fortöl-
um þeirra. Hún býr í óhreinni
íbúð á annarri hæð, ásamt
fimm börnum sínum, annarri
konu, ungri — hún er rétt
byrjandi í barneignum, á að-
eins tvö börn — og hjónum,
ættingum, með átta börn.
„Eigum við að koma á
heilsuverndarstöðina á föstu-
dag?“ spurði Becky frú Haas-
un. Hún samþykkt, bros-
andi, — „já, — ég hitti þig
klukkan 2, ja, já“. Becky
kinkaði kollL en í augum
hennar mátti sjá, að hún var
ekki alltaf viss lam, að frú
Hassun héldi loforð sitt.
í annarri götu koma börn
og mæður brosandi og fagn-
andi á móti bandarísku hjón-
unum — og okkur er boðið
inn í íbúð á fyrstu hæð, þar
sem veggir eru þaktir ljós-
myndum úr tímaritum.
Eiginmaðurinn, sem starfar
í myllu, vinnur á vöktum,
sýnir mikla gestrisni og býð-
ur kökur og sódavatn. Ekki
úr flöskunum, heldur tekur
fram þrjú glös, — sem býður
hættunni heim. Og það sem
verra er, hann bætir ísmola
út í. John Kavanagh, sem
hvað eftir annað hefur feng-
ið meltingarsjúkdóma af svip
uðum ástæðum, ypptir öxlum
og segir, — að vonandi höfum
við heppnina með okkur 1
þetta sinn. Skál“. Kurteisin
sigrar skynsemina og allir
drekka. Jo*hn og Backy tala
Marathi við fólkið, börn og
fullorðna á öllum aldri, sam-
tals 33, — en Kavanagh hjón-
in vita ekki, hve margir eru
heimilisfastir.
Hjón verða að eignast syni
til þess að halda við fjöl-
skyldunafninu — nokkra
syni, því að alltaí má búasit
við að einn eða fleiri deyi,
áður en þeir ná fullorðins-
aldri. Oð vettvangur konunn-
ar er að eiga börn, mörg börn,
og annast þau og eiginmann-
inn. Þeir hafa lítið haft fyrir
að mennta konur, almennt,
þar til alveg nýlega — og þess
vegna reynist þeim mörgum
svo erfitt að skilja að taki
Framlhald á bls. 17.
sem heldur verður, þá segir
sig sjálft, að við íslendingar
megum ekki slitna viðskipta-
lega úr tengslum við Evrópu-
ríkin, heldur verðum við að
gera ráðstafanir til að tryggja
viðskiptahagsmuni okkar. Það
hlýtur að verða eitt megin-
verkefni hins nýfbyrjaða árs
að rannsaka til þrautar á
hvern hátt það megi helzl
takast.
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstj ór narf ulltnúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík. fá.
Sigfús Jónsson.
Sigui*ður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22460.
á mánuði innanlands.
7.00 eintakið.
UTAN ÚR HEIMI