Morgunblaðið - 04.01.1967, Page 23
MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 19«7.
23
Jaröfræðingar og Vestmannaeyingar taka sýnishorn af hrauninu í Surtsey í gær.
Vinna Skúla Magnúss.
hjá Kópavogskaupstað
! Blaðinu hefur borizt eftirfar-
®ndi frá bæjargjaldkeranum í
Kópavogi:
Skúli Magnússon, vörubifreiða
Btjóri Nýbýlavegi 36, Kópavogi
(hefur nokkur undanfarin ár
Unnið mikið við akstur á vöru-
bifreið sinni fyrir Kópavogs-
kaupstað. Nýliðið ár vann Skúli
fyrir samtals kr. 324.698,65 á 8
jnánuðum (kr. 40.586.00 að með-
altali á mán) hjá Kópavogskaup-
Btað einum. Þar að auki hafði
Skúli unnið nokkuð við akstur
fyrir skólana, en ekki var búið
að taka það saman, þegar þetta
er skrifað. Vinna Skúla sundur-
liðast þannig eftir mánuðum:
janúar 1966
apríl —
maí —
júní —
júlí —
ágúst —
sept. —
nóv. —
kr. 19.85(2,00
— 49.801,26
— 24.922,20
— 40.946,10
— 60.749,40
— 56.767,00
— 46.520,30
— 25.130.40
Samtals kr. 324.688,65
Yfir sumarmánuðina og til
eeptemberlaka vann Skúli svo
til eingöngu hjá Kópavogskaup-
Btað, eins og framangreind sund-
urliðun ber með sér.
Grciðslur til Skúla Magnússon-
ar frá Kópavogskaupstað.
Skúli fékk greitt þannig. Sund
urliðað eftir mán.
Febrúar 1966 kr. 19.862,00
maí — — 62.302,05
júni _ — 12.421,40
júlí _ _ 18.017,40
ágúst — — 22.928,70
sept. — — 45.604,80
okt _ _ 16.734,96
nóv. — —i 22.512,02
des. _ _ 19.215,40
(greitt 6. og 23. des.)
des. _ — 85.099,92
(eiftir ,,hungurverkfallið“)
Samtals kr. 324.688,65
Lokaorð um mál Skúla Magnús-
Bonar, Nýbýlavegi 36.
Jtaunar ætti ekki að þurfa að
eyða fleiri orðum að þessu, sem
margir hafa spurt: Því létuð þið
ekki bera manninn út? Því er
til að svara, að érfitt er fyrir
vinnuveitanda að láta bera út
með lögregluvaldi gamlan starfs
mann, sem unnið hefur hjá sama
vinnuveitanda meira og minna
ellt árið um nokkra ára skeið.
Skúli segir m.a. í viðtali er hann
pantaði sérstaklega hjá dagblað-
inu Vísi: „Ég er alltaf að rukka,
ég fæ smávegis. En ég fékk ekk-
ert fyrir jól. Staðreyndin er sú
eð Skúli fékk kr. 19.215,40 í
desember fyrir jól, þar af kr.
6.442.40 á Þorláksmessudag.
Þegar Skúli kom 28. desember
s.l. var honum lofuð greiðsla á
gamlársdag. í Morgunblaðinu
lætur Skúli hafa þetta eftir sér:
„Mér hefði verið sama, þótt ég
fengi aðeins 200 kr. að þessu
sinni. En það var ekki hægt.
Þá ákvað ég, að sýna þeim í
tvo heimana". í Morgunblaðinu
segir Skúli ennfremur: „Það
verður lokað fyrir rafmagnið
eftir nýárið. Auk þess er tank-
urinn að verða olíulaus“. í Vísi:
„Konan sveltur og heimilið, það
eru ekki einu sinni til peningar
fyrir mjólk“. Þetta má kalla að
barma sér, því Skúli hafði feng-
ið greitt skv. framangreindu frá
Kópavogskaupstað einum kr.
239.588,73 frá febrúar og fram
til jóla, þar af kr. 19.215,40 fyrir
jólin. Auk þess má bæta þvi
við, að Skúli vann að þessu sinni
ekkert fyrir Kópavogskaupstað
í desembermánuði s.l. Það er
vissulega dýrt að lifa á íslandi
nú, en fyrr má nú rota en dauð-
rota.
Kópavogi, 3. janúar 1967.
Bæjarritarinn í Kópavogi.
Boili Kjartansson.
— Skipastóll
Framhald af bls. 10.
veiða á heimamiðum og svo tog-
ara til úthafsveiða, því ég hygg
að öllum beri saman um að tog
araútgerð sé okkur áframhald-
andi nauðsyn.
Svo eru það að lokum flutn-
ingaskipin. Engin ný flutninga-
skip eru nú í smíðum fyrir fs-
lendinga, á sama tíma og ná-
grannaþjóðir okkar keppast við
að auka flutningaskipastól sinn,
og þá eru einkanlega byggð stór
flutningaiskip, bæði fyrir olíu-
flutninga, almenna vöruflutn-
inga, og svo ýmis sérbyggð skip
t.d. bílaflutningaskip, lausafarm
skip, og skemmtisiglingaskip.
Við fslendingar byggjum eyland
og okkur hafa um allar aldir
verið flutningar á sjó lífsnauð-
syn. Það er að sjálfsögðu rétt, að
lágmark íslenzkra flutninga á
sjó ætti að vera að flytja allar
vörur til landsins og frá þvi en
það er engin ástæða til að tak-
marka stærð og fjölda íslenzkra
farskipa við það eitt að flytja
eigin vörur til landsins og frá
því. Á heimshöfunum eykst sigl
ingaiþörfin stöðugt. Samkeppnin
er reyndar hörð, og ný skip eru
sérhæfð til allskonar flutninga.
Lánamöguleikar eru miklir við
smíði ýmissa gerða farmskipa,
og með aukinni tækni í sjálf-
virkni er risaskipum nú siglt
um heimshöfin með álíka stóra
áhöfn og nú er á togurum. Nokk
ur íslenzk skip eru þegar í al-
þjóðasiglingum, en er þetta ekki
vettvangur sem við gefum minni
gaum en ástæða er til?“
— Surtsey
Framhald af bls. 24
veit ég ekki. Ætli við höldum
ekki fund í fyrramálið og ræð-
um hvort nokkuð er hægt að
gera.
Gosið á nýja staðnum er norð-
an í eynni austanverðri, sem
fyrr er sagt. Gígurinn er um 100
m uppi í gjallbrekkunni og er
hann í beinu framhaldi af
sprungunni hinum megin við
hann. Ekki er þetta þó svo mikið
gos, að muni um það til frédrátt-
ar gosinu sunnan megin og gýs
þar sem fyrr.
Vínraborg, 3. jan. — NTB
• Nýtt dagblað hefur hafið
göngu sína í Búdapest í CJng-
verjalandi. Nefnist það „Daily
News — Neueste Nachrichten"
og er skrifað á ensku og þýzku.
Markmiðið með þessari blaðaút-
gáfu er að gefa erlendum frétta
mönnum ýtarlegri upplýsingar
um það, sem gerist erlendis og
í Ungverjalandi sjálfu.
— Kina
Framhald af bls. 1.
að hægt væri að afnema á svip-
stundu svo fjölmenn samtök og
dró þá ályktun að valdabarátta
ætti sér stað innan samtakanna.
Þá berast um það fregnir frá
Tokió, að byltingarsinnar hafi
náð völdum í verkalýðssam-
bandinu. Sé það rétt, er það mik-
ið áfall fjTÍr Liu Shao chi, for-
seta og Teng Hsiao Ping, aðal-
ritara kínverska kommúnista-
flokksins, því að þeir hafa verið
atkvæðamiklir og átt miklu fylgi
að fagna í verkalýðssamtökun-
um. Jafnframt birti „Dagblað Al-
þýðunnar“ og „Rauði fáninn",
málgagn hersins, ritstjórnargrein
ar, þar sem boðað var, að menn-
ingarbyltingin mundi innan
skamms ná til allra verksmiðja,
náma og bóndabýla í Kína. Þar
sagði, að verkamenn og bændur
væru meginstyrkur menningar-
byltingarinnar og yrði að skipu-
leggja þessi öfl í enn sterkari
baráttu.
Nú úr því dagblað verka-
manna hefur hætt göngu sinni,
eru aðeins eftir tvö dagblöð í
Peking, — „Dagblað Alþýðunn-
ar“ «g „Kwngming" dagblaðið,
— en voru áður sjö. Auk þess
hefur herinn málgagn sitt
„Rauða fánann", sem ekki er
seldur almenningi og málgagn
menningarbyltingarinnar kemur
út endrum og eins. „Kwang-
ming“ Dagblaðið var áður talið
blað menntamanna — en nú er
það orðið næstum alveg eins og
Dagblað alþýðunnar, birtir mikils
til sömu fréttir og ritstjórnar-
greinar eru í sama anda.
★ • ★
Loks segir í AP frétt frá
Tokio, að Lin Piao, landvarna-
ráðherra hafi enn hvatt til þess
að endurskipulögð verði yfir-
stjórn hersins og varað hermenn
JtrfnaÖarmenn
þinga í Róm
Róm, 3. jan. NTB—AP.
• Á MORGUN, miðvikudag,
hefst i Rómaborg tveggja
daga fundur jafnaðarmanna frá
ýmsum löndum Vestur-Evrópu,
ísrael og Mauritius. Munu þeir
— Fiskvinnsla
Framh. af bls. 1
togarar, sem geta stunda'ð veið-
ar og einnig annast flutning á
fiski til og frá afskekktum stöð-
um.
Verksmiðjutogarar þessir eru
búnir mjög öflugum dieselvél-
um og geta verið langdvölum úti,
án þess að taka eldsneyti. Þeir
geta starfað bæði við mikinn
kulda og mikinn hita.
Sennilegt er talið, að þessi nýju
verksmiðjuskip muni valda ger-
byltingu í fiskiðnaði Sovétrdkj-
anna og segja sérfræðingar, að
tími venjulegra togara sé nú að
öllum iíkindum liðinn.
Dæmdnr „ín
absentia“
^Madrid, 3. janúar — NTB
SPÁNSKI rithöfundurinn, Migu
ei Sanchez Mazas, sem nú er bú-
settur í Sviss, var í dag dæmd-
ur í 12 ára fangelsi fyrir rétti
í Madrid, — in absentia. Var
honum gefið að sök að hafa
skrifað árásargreinar á Franco
hershöfingja, og hljóðaði dómur
inn á þá leið, að sex ára fang-
elsi fengi hann fyrir að móðga
Franco, og önnur sex ár fyrir
brot á lögunum um áróður. Sak-
sóknarinn krafðist 18 mánaða
fangavistar.
Mazas, sem er 34 ára að aldri,
er sonur Rafaels heitins San-
chez Mazas, eins af stofnendum
Falangista hreyfingarinnar og
fyrrum ráðherra í stjórn
Francos.
við því að hneigjast að borgar-
legri stefnu og úrkynjuðum borg
aralegum hugsunarhætti. Þykja
þessi ummæli ráðherrans benda
til þess, að enn eigi menningar-
byltingin við ramman reip að
draga, jafnvel innan hersins þar
sem Lin Piao hefur virzt alls-
ráðandi.
Þá er í ristjóragrein „Rauða
fánans" látnar í ljós áhyggjur
um framtíð hersins, og sagt, að
það veki ugg hinna tryggu fylg-
ismanna Maos, hvers konar menn
hafi komizt áfam í hernum —
og annars staðar ,og mörgum
verði á að spyrja hvort herinn
verði í framtíðinni í höndum
manna er halda tryggð við kenn-
ingar Maos og hvort stefna komm
únistaflokksins verði framkvæmd
til hins ýtrasta innan hersins.
1 Rauða fánanum kemur einnig
fram, að forystumenn Menningar
byltingarinnar telja upphaf henn
ar það, er Mao Tze-tung hóf
hreinsun í bókmenntum og list-
um árið 1963. Hinsvegar hafi hún
fyrst verulega komizt á skrið
haustið 1965, með gagnrýni á
operu, sem réðist á forystu
Maos. Hámarki hafi menningar-
byltingin náð á miðstjórnarfund-
inum í ágúst sl.
Ekki er tilgreint, hversu marg-
ir framfaramenn flokksins hafi
snúizt gegn Mao, en sagt, að
einn, tveir, eða jafnvel fleiri
meðlimir miðstjórnarinnar hafi
verið í þeirra hópi. í grein þess-
ari er að nokkru getið þess,
sem áunnizt hefur með menn-
ingarbyltingunni og m.a. sagt,
að margir hafi horfið frá villu
síns vegar, aðrir séu um það
bil að gera það og enn aðrir
muni bæta fyrir brot sín í fram-
tíðinni. Að því er varði þá,
sem neita að viðurkenna brot
sín, og bæta fyrir þau skuli
sagt við Þá: „Látið undan, áður
en það er of seint“.
einkum ræða um samskipti viS
koramúnista, ástand peninga-
mála á alþjóðamarkaði og til-
raunir Breta til þess að fá aðild
að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Meðal íundarmanna verða
Tage Erlander, forsætisráðherra
Svíþjóðar, vara-forsætisráðherra
Vestur-Þýzkalands, Willy Brandt,
George Brown, utanríkisráð-
herra Bretlands, Háns Sölvhöj,
ráðherra dönsku stjómarinnar
án ráðuneytis og formaður
norska jafnaðarmannaflokksins,
Trygve Bretteli.
— Heildarafli
Framhald af bls. 1.
mikil og skattar fyrir fjárhags-
árið 1966—67 eru áætlaðir 53.6
milljónir króna, en voru fyrir
síðasta fjárhagsár 40.2 milljón-
ir. Heildartekjur á núverandi
fjárhagsáætlun eru áætlaðar
34.5 milljónir króna, þrjá fyrstu
ársfjórðungana hafa þær numið
30.3 milljónum. Fjárfesting í
framleiðslugreinum hefur numið
10.9 milljónum þar af til fiskiðn
aðarins 8.4 milljónir.
— Ruby
Framhald af bls. 1.
ummæli Ru/bys væru rétt, að
hann hefði ekki verið þátttak
andi í samsæri.
Ruiby neitaði því, að Os-
wald hefði verið kunningi
sinn, og sömuleiðis neitaði
hann að hafa þekkt nokkuð til
lögreglumannsins J. D. Tipp-
its, sem Oswald var sakaður
um að hafa ráðið bana,
skömmu eftir morðið á forset-
anum.
Allt frá því, áð Rúby var
fluttur í sjúkrahús í desember
óskaði hann eftir því að fá
að ganga undir aðra lygamæl-
isprófun, ef það mætti verða
til þess að taka af allan grun
um, að um samsæri hefði ver-
ið að ræða. Sérfræðingar
töldu þó, að hann væri þá orð
inn of sjúkur til þess, að mark
mætti taka á sMkri prófun.
1983, er Kennedy var myrt-
ur, var Rutoy eigandi nætur-
klútofbs í Dallas, „Caroueel
„Cluto", og fór þá orð af hon-
um fyrir hörku og tillitsleysi,
en staður hans hafði frekar
ilR or'ð á ér.
Vinir Rutoys segja, að 'hann
hafi um langt áratoil gengið
vopnaður, en ekki er þó kunn
ugt um, að h: l n hafi gripið
til skotvopna gegn neinum,
íyrr en 24. nóv. 1963.
Bftir að Rúby var yfirheyrð
ur af starfsmönnum Warren-
nefndarinnar, var enn á lofti
orðrómur um, að Rúby hefði
verið þátttakandi í váðtæku
samsæri. Er ýmis blöð og tíma
rit fóru að halda því fram, að
vitnistourður Rúbys hefði ver-
ið rangur, þ.t., að hann befði
þekkt Oswald og Oswald
Tippit, og forsetamorðið hefði
verið skipulagt af stórum hóp
manna, bað Rúby um að fá
að gangast undir lygamælis-
próf á nýjan leik.
Eitt síðasta verk Rubj^s, áð-
ur en hann lézt, var að gefa
nýja yfirlýsingu, samhljóða
þeim fyrrL
Málaferlunum, sem haldin
voru yfir Rúby, eftir morðið
á Oswald, lauk með því, að
Ihann var dæmdur til dauða í
marz 1964. Áfrýjunardómstóll
breytti þó dómnum, og var
ætlunin að taka málíð upp á
nýjan leik í næsta mánuði.
Ruby var fæddur í marz
1911, og gekk skólanám nokk-
uð erfiðlega. Hann var tekinn
í herinn við upphaf síðari
heimsstyrjaldarinnar, en tók
ekki þátt í bardögum. Það var
1947, að hann fluttist til Dall-
as, og tók að reka næturklúbto
þann, sem lokað var eftir
handtöku hans.