Morgunblaðið - 05.01.1967, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967.
27
— Campbell
Framhald af bls. 1.
vatni til dauðadags 1949.
Sama ár var útlit fyrir að
Bandaríkjamenn mundu
hnekkja því. >á var það sem
Campbell yngri hófst handa.
Tilraunir hans til að setja ný
met á vatni tókust illa fram-
an af og kostuðu hann megn-
ið af föðurarfinum. En 1955
setti hann loks heimsmet á
Ulls vatni í Bretlandi, 325.6
ikm. á klst. 1964 setti hann
nýtt met í Ástraliu 443 km.
á klst. Og þetta sama ar setti
hann annað hraðaheimsmet á
landi, náði 648.7 km. á klst.
í gastúbínudrifnum bíl sínum
sem hét „Blue Bird“, eins og
■báturinn. Campbell varð því
fyrstur manna til að setja
hraðamet á landi og á vaini
á sama árinu.
Ungur að árum þjáðist
Campbell af hjartasjúkdómi.
Hann var liðsforingi í brezka
flughernum á stríðsárunum,
en varð bráðlega að ganga úr
herþjónustu vegna sjúkdóms
þessa. Hann sagði þá að hann
væri reiðubúinn að deyja.
Hann hafði aldrei setið
bak við stýrið í kappaksturs-
bíl, er hann ákvað að
hnekkja meti John Cobbs á
landi, en það var 634.36 km.
á klst. frá því 1947. í>ar sem
alþjóðalög banna notkun
þrýstiloftsvéla í kappaksturs-
bifreiðar notaði Campbell
þess í stað' gastúrbínuvél.
Bíllinn eyðilagðist í fyrstu til
raun á Bonneville-sléttunni
árið 1960. Campbell slapp á
lífi en mikið slasaður. Hann
vildi samt sem áður ekki gefa
sig, og 1964 rættist draumur
hans, eins og fyrr var fra
greint.
Campbell var 45 ára gam-
Auknar skemmdir
á Boston Wellvale
ENN er í könnun hvort unnt sé
að bjarga brezka togaranum
Boston Wellvale, þar sem hann
er strandaður á Arnarnestánni
i ísafjarðardjúpi. Togarinn
stendur á stórri klöpp og hafa
Skemmdir á botni hans aukizt
nokkuð síðustu dagana.
1 í gær var skip frá Landhelgis-
gæzlunni að kanna hvort hægt
væri að ná olíunni úr togaran-
um, en hvarf frá því. Allar at-
huganir á því, hvernig hægt sé
að ná olíunni úr togaranum án
þess að dæla henni í sjóinn hafa
fram að þessu engan árangur
borið.
— Hvimleiður
Framhald af bls. 23.
tmum og í hvers konar óhrein-
jndum. Getur því tekið langan
tíma að útrýma veikinni, þar sem
hún kemur upp, ef það tekst
jiokkurn tíma, enda eru smit-
Unarleiðirnar margar og örðugt
yið þeim að sjá.
Til eru lyf við „hringormi",
en mjög seinlegt er að lækna
kýr til fulls. Hins vegar ætti
ekki að taka langan tíma að
lækna menn, ef þeir leita læknis
íljótt og rétt lyf eru notuð.
Sjúkdómurinn lýsir sér á mönn
lim með skörpum hringlaga út-
brotum á stærð við tveggjakrónu
pening, sem síðar breytast í
hrúður, fleiður og sár. Helzt
fcoma útbrot þessi á höfuð og
háls, en geta borizt um allan
líkamann og skilið eftir sig Ijót
ör.
Á nautgripum verður útbrot-
anna fyrst vart á höfði, aðallega
kringum augun og getur breiðst
þaðan aftur með hálsi og síðum.
Ungviði eru næmust fyrir veik-
inni.
Rétt er að taka fram, að sjúk-
ðómurinn fer aldrei á júgur og
mjólkin er algjörlega ósýkt og
jafnheilnæm og úr heilbrigðum
kúm. Hins vegar eru húðir af
aýktum gripum stórsekmmdar
eða ónýtar.
— Sv. P.
Islenzka sjónvarpið
sást í Stykkishólmi
Stykkishólmi, 4. jan.
í GÆRKVÖLDI er verið var að
sjónvarpa dagskrá íslenzka sjón
varpsins sást það mjög greiru-
lega hjá Ágústi Sigurðssyni í
StykkishólmL
Ágúst notar sérstaka gerð loft
nets, sem er bandarísk og er
ekki greiðuloftnet eins og hér
hefur tíðkast heldur standa ele-
mentin út í allar áttir frá tveim
ur punktum. Heíur Ágúst náð
mjög vel tali frá sjónvarpsstöðv
um í London og Svíþjóð.
Loftnet Ágústar er 2x8
fjögurra feta loftnet,. og segtst
hann hafa reynt þá gerð, sem
hér hefur tíðkast, 14 eiementa
loftnet, og hefar hann með þeim
ekki náð nema Keflavíkurstöð-
inni.
Til þessa hefur ekki verið vit
að. að íslenzka sjónvarpið hafi
sest svo langt frá Reykjavik og
i sumar voru menn frá sjónvarp
inu við úrbreiðslumælingar á
Snæfellsnesi til þess að athuga
hvar bezt væri að staðsetja end-
urvarpsstöð fyrir Snæfellsnea,
— Fréttaritari.
Campbell við stjórnvölinn á
horfa á.
all er hann lézt. Hann skitdi
eftir sig tvö börn af fyrra
hjónabandi, dreng og stúlku.
Kona hans núverandi, nætur-
klúbbasöngkonan Tonia Bern
var stödd í London, er hún
Bluebird. Kona hans og dóttir
frétti um slysið. Er kappakst
urshetjunni Stirling Moss var
sagt frá dauða Campbells,
sagði hann, að þannig hefði
Campbell helzt kosið sér að
deyja.
Línubátar hófu
veiðar 2. janúar
Akranesi, 4. janúar.
LÍNUBÁTARNIR hófu róðra
strax hin 2. janúar. Aflinn var
sem áður á haustvertíð 6—8 smá
Iestir, en til þess að fá þennan
afla, er hrekkur ekki fyrir kostn
aði, verður að sækja langt eða
út á Jökultungu.
Draumspakir menn búast þó
við vaxandi afla í vestanverðum
Faxaflóa.
Einn síldarbátur er kominn á
Austfjarðamiðin og aðrir eru að
búa sig af stað þangað.
r
Arekstur á Akra-
nesi
Akranesi, 4. janúar.
HARÐUR bifreiðaárekstur varð
hér í dag á Akratorgi. Þrjár
bifreiðar lentu saman og varð
ein þeirra fyrir miklum skemmd
um, ef til vill ónýt.
Níu ára stúlka var í bifreið-
inni, sem skemmdist, og skarst
töluvert á höfði. Farið var með
hana á sjúkrahúsið, en henni líð
ur eftir vonum.
Mikil hálka er hér á steyptu
götunum vegna undanfarinnar
ísingar.
- KHIDER
Framhald af bls. 1.
forseta Alsir, og samherji í and-
spyrnuheryfingunni gegn Frökk
um. Hann var fjármálaráðherra
alsírsku stjórnarinnar eftir að
Alsír fékk sjálfstæði, en sumarið
1964 slitnaði endanlega upp úr
samstarfi hans og Ben Bella og
Khider flúði land, — fyrst til
Sviss, síðan Frakklands, en var
rekinn úr báðum löndunum
vegna stjórnmálastarfsemi hans,
sem miðaði að því að koma Ben
Bella frá völdum.
Eftir flóttann frá Alsír sumar-
ið 1964 sökuðu alsírsk yfirvóld
Khider um að hafa haft á brott
með sér um það bil firnm miilj-
ónir sterlingspunda úr sjóðum
Þjóðfrelsisflokksins, stjórnar-
flokks Alsír. Málið var rannsak
að með aðstoð svissneskra aðila,
en aldrei fundust sannanir fyr-
ir því, að sakargiftir þessar
væru á rökinn reistar.
Khider hefur verið búsettur á
Spáni um hríð, ásamt eiginkonu
sinni og yngsta barninu, þriggja
ára syni, sem svaf í íibúð þeirra,
er Khider var skotinn. Eldri
börnin þrjú hafa verið á skólurn
í Sviss.
fram og
Valur unnu
í GÆRKVÖLDI fóru fram tveir
leikir í 1. deildarkeppninni í
handknattleik. Fram vann Ár-
mann með 33 gegn 9 og Valur
vann Víking eftir spennandi leik
með 21 gegn 18.
Ekið á 2 kyrr-
stæðar bifreiðar
FYRIR klukkan 7.45 á gamlárs-
dagsmorgun var ekið á bifreið-
ina R-18820, þar sem hún stóð
í stæði fyrir framan hús númer
26 við Kleppsveg. Við það kast-
aðist hún til hliðar og lenti á
bifreiðinni R-783 sem var í
næsta stæði.
Greinileg för voru eftir bif-
reiðina sem skaðanum olli. Þau
lágu frá Brekkulæk og vestur
Kleppsveg, þar sem ökumaður
virðist hafa misst stjórn á henni
með fyrrnefndum afleiðingum.
Síðan hefur ökumaður haldið
áfram en skildi eftir málningar-
flögur af bifreið sinni sem verið
hefur blágrá að lit. Ef einhver
kynni að hafa verið snemma á
fótum og séð atburðinn er hann
vinsamlegast beðinn að hafa
samband við Torfa Jónsson, hjá
rannsóknarlögreglunni.
Bræðsla og söltun
á Vopnafirði
Vopnafirði, 4. janúar.
SÍ LD AR VERKSMIÐ J AN hefur
tekið á móti 35.450 tonnum af
síld á árinu 1966 og er fram-
leiðslan, lýsi: 6470 tonn, mjöl:
7500 tonn. Á söltunarstöðvunum
fjórum hefur verið saltað sem
hér segir: Auðbjörg h.f. 4253
tunnur, Hafblik h.f. 1344 tunnur,
Austurborg h.f. 1048 tunnur.
Söltunarstöð Kristjáns Gíslason-
ar 1027 tunnur. — Ragnar.
- MINNING
Framhald af bls. 20.
eða þóknast öðrum. Það átti upp-
tak sín í hjartsr hins prúða
manns. Hann var trúr því boð-
orði, að láta ekki vinstri hönd-
ina vita hvað sú hægri gerir.
Áður hefur verið minnzt á
greind og gáfur Skúla, sem voru
mjög farsælar. Þó er eins ógetið,
en það er hið óvenjulega trausta
sterka minni hans, sem hann
hélt óskertu ævina út. Hann las
mikið og las vel og kunni því
á mörgu skil. Af íslendingasög-
unum setti hann Sturlungu í önd
vegi og voru honum oft tiltæk
tilsvör úr þeim sjóði. Hann var
mjög fróður um samtíð sína,
menn og málefni og þó litið væri
langt til baka. Hann kunni mikið
af skemmtilegum tilsvörum
merkra manna og ýmsra annarra
sem vel kunnu að koma fyrir sig
orði. Það var mikið tap, að eng-
inn ritfær maður skyldi koma á
hans fund til þess að.bjarga þeim
verðmætum, meðan verið er að
skrifa ýmislegt rugl miðlungs-
manna eða þar fyrir neðan.
Skúli var þess verður að vera
í þessum efnum sem öðrum, sett
ur á bekk með fyrirmönnum
þjóðarinnar. En því er ekiki að
neita, að hlédrægni hans og yfir
lætisleysi, var þar erfiður þrösk-
uldur.
Skúli var mjög góður og
skemmtilegur félagi og eftirsótt-
ur sem slíkur, og var ekki að
undra. Hef ég engan þekkt, sem
var sú list jafn lagin og honum
að gleyma gjörsamlega tíman-
um og allri dagsins önn í góðra
vina fagnaði. Veitti hann þá á
báðar hendur úr minnissjóði sín
um og kryddaði með sinni al-
kunnu kímni á sinn persónulega
hógværa hátt.
Hinn 12.- júní 1926, kvæntist
Skúli eftirlifandi konu sinni Val
gerði Pálsdóttur, hreppstjóra í
Tungu í Fáskrúðsfirði, Þorsteins
sonar, Jónssonar.
Valgerður er merk kona og
vinsæl og var manni sínum sam
hent og góður lífsförunautur.
Dugnaður hennar er alkunur,
hagsýni hennar og rausn. Þau
eignuðust þrjá syni:
1. Sveinn, bóndi í Bræðratungu
kvæntur Sigríði Stefánsdóttur
frá Skipholti.
2. Gunnlaugur dýralæknir I
Laugarási, kvæntur Renötu
Pandrik, þýzkri að ætt og upp-
eldi.
3. Páll, stundar lögfræðinám
í Háskólanum, ókvæntur.
Hógvær höfðingi er fallinn
frá. Hann sat hið sögufræga höf-
uðból með fullum sóma og virð-
ingu til jafns við hina fornu
höfðingja, er gerðu þann garð
frægan, hverra nöfn sagan geym
ir. í sögu æskusveitar sinnar,
sögu sveitarinnar, þar sem hann
vann sitt aðalævistarf og í fé-
lagsmálasögu Suðurlands, geym-
ist nafn hans um ókomna tíð.
Biskupstungnamenn kveðja
Skúla Gunnlaugsson með virð-
ingu og þökk fyrir vel unnin
störf. Persónulega kveð ég hér
einn minn bezta vin og samstarfs
mann. Eg geymi minningu hans
í þakklátum huga og finnst mér
nú tómlegra í Tungunum.
Við hjónin vottum eiginkonu
hans, sonunum hans og allri fjöl
skylduni, innilegustu samúð.
Þorsteinn Sigurðsson.
I fyrrakvöld óku tveir piltar út af Bústaðavegi, skammt frá þeim stað, er Kringlumýrarbraut
sker Bústaðaveginn. óku þeir á girðingu með þeim afleiðingum, sem myndin sýnir. Báðir menn-
irnir, sem í bifreiðinni voru, reyndust ölvaðir, en sögðu að þriðji maðurinn hefði ekið. Sá
finnst hins vegar hvergi (Ljósm,; Sv. Þorm.)
Lillehammer. — NTB.
Norskur reknetabátur fékk I
haust óvenju stóra síld i reknet
sín. Vó hún 250 grömm og var
29 cm. á lengd. Fiskifræðingar
sem rannsökuðu síldina álíta
hana 10 ára gamla, en það mun
vera hæsti aldur sem sild getur
náð.