Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.1967, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1967 Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins JÞessi fallega mynd er tekin úti í Surtsey í fyrradag er visindamenn fóru að kanna nýja gosið, sem vart varð við nú um nýárið. Sést heim til eyjanna og í baksýn Eyjafjallajökull. Mótun landslags í Surtsey hefur verið hröð eins og sjá má. af hömrunum ofarlega til hægri. (Ljósm. Sigurgeir). Hvimleiður sjúkdómur hefur borizt til landsins Menn og nautgripir sýkjast i Eyjafirði Akureyri, 4. janúar. MJÖG hvimleiður húðsjúkdómur á nautgripum og mönnum er kominn upp í Eyjafirði, svo nefndur hringormur eða tricop- hyton-verrucosum. >etta er bráð næmur sveppasjúkdómur, sem leggst aðallega á nautgripi, menn og svín, en óhugsandi er talið, að sauðfé eða hross géti tekið veikina. Sjúkdómsins hef- nr aldrei fyrr orðið vart hér á landi, en hann er nokkuð al- gengur í flestum nágrannalönd- um okkar. Talið er að sjúkdómurinn hafi borizt að Grund í Eyjafirði með dönskum fjósamanni, sem þar var í sumar og fram í október. Var hann með húðsjútkdóm í hársverði og kom með lyf við honum með sér, en engan hér grunaði, hvað þar var á ferð- inni. í nóvember voru allir naut- gripir á báðum Grundarbúun- um sýktir, en þar munu vera um 100 gripir, og varð þá upp- víst, hvað á seyði var. Þá var búið að selja kýr þaðan að Syðri-Grund í Höfðahverfi og sýktust þar allir nautgripir á fáeinum dögum. Veikin hefur nú þegar náð til bæjanna Holtssels, Finnastaða og Árbæjar í Hrafna gilshreppi, auk þeirra sem fyrr voru taldir. Þá hafa tveir karl- Læknir fluttur flugleiðis frá Isafirði til Þingeyrar ÞINGEYRI, 4. jan. — í gær- kveldi bar það til að komið var hingað með sjúka konu í barns- nauð, Jósefínu Friðriksdóttur, konu Þórðar bónda Jónssonar á Múla. En rétt í sama mund hafði laeknir staðarins farið suður til Reykjavíkur með Esju. Til bjargar í þessum vanda varð það úr, að Guðbjörn Gharles son, flugmaður, var fenginn til þess að fljúga hingað með lækni frá ísafirði, og komu þeir kl. 3 í dag. Konan ól síðan barn sitt milli kl. 6 og 7 og líður konu og bami vel. í kvöld sótti Guð- björn lækninn og flaug með hann til ísafjarðar. Hér á staðnum þykja þetta merk tíðindi og bera vott um það, hve þýðingarmikið það er fyrir byggðir Vestfjarða að flug- vél er staðsett á ísafirði, en þar hefur flugvél Guðbjarnar Oharl essonar verið frá því á árinu 1965. Og nú hafa verið stofnuð ahnenn samtök á Vestfjörðum til að standa fyrir rekstri þess- arar flugvélar. Þá kom ennfrem ur í Ijós hversu þýðinganmikið það er að hinn litli flugvöllur við Þingeyri er upplýstur, og er það óvenjulegt að slíkt sé á svo litlumn völlum, enda gert með sérstökum hætti og að fyrirsögn sr. Stefáns Eggertsonar, sem hef ur sýnt sérstaka árvekni og á- huga fyrir flugsamgöngum við þetta byggðarlag. — Magnús. menn og ein kona tekið veikina. Sjúkdómur þessi er afar næm- ur og erfitt að verjast honum. Hann smitast helzt við beina snertingu, en getur auðveldlega borizt með skó- og vinnufatnaði, verkfærum og hverju sem er. Enginn veit hve langlífur svepp- urinn er, en hitt er víst, að hann getur lifað mjög lengi t.d. í fjós- Framhald á bls. 27. Bragi Ólafsson aðstoðarborgar- læknir BRAGI Ólafsson, læknir, hefur verið ráðinn aðstoðarborgarlækn ir í Reykjavík og hefur störf hjá borgarlæknisemibættinu um míðjan janúar. Jafnframt hefur honum verið veitt lausn sem héraðslækni á Eyrarbakka. Bragi hefur lengi verið héraðs læknir í tveimur stórum héruð- um og er því kunnur norðan lands og sunnan. Hann var á Hofsósi 1934—45 og síðan á Eyrar bakka í yfir 20 ár, en í Reykja- vík starfaði hann 193>1—34 og Hafnarfirði 1930—3il. Reynt að bjarga Surtseyjarhúsinn Helzta úrræðið að færa jboð til SURTSEYJARHUSIÐ stóð enn, er flugvél Flugfélags íslands flaug yfir í gærmorgun. Þá hafði hraunjaðarinn hrannast meira upp en færzt fram og var nokk- uð mikil glóð í honum. Var ákveðið á fundi í Surtseyjarfé- laginu að reyna að bjarga hús- inu, ef möguleikar væru á því, því ekki aðeins er mikið tjón að missa það, heldur mundi það líka tefja mjög rannsóknir. Var á fundinum rætt um þrjá möguleika, að freista þess að koma jarðýtu út í eyna, reyna að kæla jaðarinn með sjó svo hann hrannist upp eða að færa húsið sjálft. Verður síðasti kost- urým líklega tiltækilegastur, þó erfiður sé. Og í gær var unnið að undirbúningi málsins. Verður líklega reynt að draga húsið upp á kambinn fyrir ofan hvamminn, þar sem það stendur nú. Steingrímur Hermannson, for- maður Rannsóknaráðs, tjáði blaðinu að leitað hefði verið til nokkurra aðila, sem væru fúsir til að veita aðstoð sína, bæði landhelgisgæzlan með að senda skip og varnarliðið með láni á þyrlu, og vísindamenn og áhuga- menn mundu leggja fram aðstoð sína. Yrði safnað í dag saman tækjum og það haft tilbúið, en varðskip ætlaði í gær að setja á land slöngur o. fl. Veðurspá er ekki góð fyrir daginn í dag, en reynt verður að komast út eins fljótt og auðið er. Reykjavíkurborg sem ur við verkfræðinga FRÁ því 1. janúar 1966 hefur verið ósamið við stéttarfélag verkfræðinga, en þá féll úr gildi gerðardómur, sem kveðinn hafði verið upp um kjör verkfræð- inganna. Á miðju sl. ári samdi stéttar- félagið síðan við verkfræðiskrif- stofu og ýmsa stóra aðila s. s. Landsvirkjun o. fl., og um ára- mótin tókst rammasamningur milli stéttarfélagsins og Reykja- víkurborgar á grundvelli fyrri samninga stéttarfélagsins við áðurnefnda aðila. Verkfræðingar, er vinna hjá Reykjavíkurborg eru ekki opin- berir starfsmenn, heldur er samið við þá hvern og einn á grundvelli áðurnefnds ramma- samnings, og munu samningar ekki endanlega ákveðnir á næst- unni. Við þessa ráðningarsamn- inga verður miðað við sömu launakjör og vitað er að verk- fræðiskrifstofurnar gera og verður samið á sambærilegum grundvelli, að því er Magnús Óskarsson, vinnumálafulltrúi Reykjavíkurborgar tjáði Mbl. f gær, en ekki kvað hann að svo stöddu unnt að segja meira um málið. w Islendingur ferst á Hulltogara AP — 3. janúar. ÍSLENDINGUR, Jóhann Sigurðs «on, 51 árs gamall háseti á Hull- togaranum Saint Finbarr, týndi lífi, er eldur kom upp í togar- anum á jóladag 40 milur út af strönd Nýfundnalands. Jóhann, sem var fæddur í Hull, bjó þar allt sitt líf og kvæntist konu þaffan. Jóhann hafffi veriff á tog- urum frá 15 ára aldri að undan- teknum striffsárunum, þá var hann skipverji á flutningaskipi. Hræum kastað fyrir erni í MARZ næstkomandi ætlar Fuglaverndunarfélagið að kasta fyrir örninn hræi, svo að hann svelti eigi fyrir varptímann, en að undanförnu hefur mjög erfið- lega gengið að fá hinn litla stofn arna til þess að fjölga. Mbl. hafði af því fregnir að uppástungu þessa hefði dr. Finn- ur Guðmundsson, fuglafræðing- ur gert og sneri það sér til dr. Finns og spurði hann frekar um málið. Dr. Finnur saði að hann teldi þessa aðgerð einhverja þá lík- legustu til að fjölga erninum. Örninn er mikill hræfugl og lífs síðan fé hætti að falla úr hor. Að visu hefur fækkun arnar- ins verið sett í samband við eitrun, en um svipað leyti og byrjað var að eitra var komið á fót fóðurbirgðaeftirliti, sem út- rýmt hefur hordauðu fé. Dr. Finnur sagði að í Skot- landi félli alltaf mikið af svart- höfðafé úr hor og lifði gullörn- inn á því, og teldi hann að ef lögð væru út hræ hér myndi það bæta lífsskilyrði arnarins stórlega og jafnvel minnka lík- ur á að hann færi í eitrað hræ. Sé þetta gert verða ernirnir betur undir varptímann búnir og sé til þess unnt að nota aflóga skilyrði hans hafa stórversnað ié eða stórgripi og væri þá helzt þar með erninum að kasta hræinu á eyjar, þar sem refur næði ekki til þess. Telur dr. Finnur að aðferð þessi sé vænlegust til árangurs fyrir utan að koma í veg fyrir að ernir séu drepnir. Ástæða er til að ætla að ern- ir hafi verið fáir hér á fyrstu tímum byggðar landsins, en síð- an hafi þeim farið stórum fjölg- andi. Fyrir landnámstíð hafa þeir lifað að mestu á því sem rekið hefur á fjörur, en er land- námsmenn komu féll fé þeirra úr hor, sem bætti lífsskilyrði arnarins. Á 19. öld er byrjað að eitra og horföllnu fé fækkar og í eldsvoðanum týndu 12 manns lífi. Kona Jóhanns, Zena, hafði áð- ur en hún giftist Jóhanni verið ekkja eftir mann, sem hún missti 22ja ára gömul. Jóhann á tvo bræður á lífi, Arthur, sem er háseti á Hulltogaranum Thorn- ella, og Eric, sem er skipstjóri á herflutningaskipi í brezka flot anum. Faðir Jóhanns var Bergsteinn Sigurðsson, sem í Hull gekk undir nafninu „Islenzki Bert“ og var einn af duglegustu togara- skipstjórum í Hull þar til hann beið bana 8. okt. 1940, eir sprengja hitti skip það. sem hann var í á leið til íslands sem farþegi. Móðir Jóhanns lifir enn í Hull í hárri elli og býr hjá bróður hans, Eric. Kvöldfagnaður FUS á Akureyri á morgun KVÖI,DVERÐARFUNDUR Varð ar, FUS á Akureyri verður I Sjálfstæðishúsinu uppi á morg- un föstudag og hefst kl. 7.30 e.h. Til umræðu verður fjárhags- áætlun Akureyrar fyrir árið 1967 og mun Gísli Jónsson fylgja henni úr hlaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.