Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 1
28 SSÐUR SUKARNO LÉT AF VÖLDUMI GÆR Suharto hershöfðingi nu valdamesti maður landsins William Fulbriglit, öldungadeildarþingmaður, á fundi blaðamanna í gær. (Ljósm.: Ól.K.M. Djakarta, 22. febr. NTB. t DR. Ahmed Sukarno, sem verið hefur forseti Indó- nesíu í 22 ár, lét af völdum í dag. Fékk hann þau í hendur yfirmanni hersins, Suharto hershögðingja. f Ég, forseti lýðveldisins Indónesíu, læt frá og með deginum í dag af hendi öll völd ríkisins í hendur yfir- manns hersins, Suharto hers- höfðingja. Þannig var skjalið orðað, sem undirritað var af Sukarno, sem nefndur hefur verið hinn mikli leiðtogi indó Fulbright á fundi með íslenzkum blaðamönnum: Á EKKI VON A FRIÐI f VIETNAM Á NÆSTtNNI að sjálfstæðri utanríkisstefnu Islands — Harmar ef samvinnu innan NATO hrakar J. WILLIAM Fulbright, for- maður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings, kom til íslands í gær- morgun í tveggja daga heim- sókn. Á fundi með blaða- mönnum var hann m.a. spurð ur um Atlantshafsbandalagið, kommúnistahættuna og Víet- nam. Hann svaraði því til, að hann teldi hættuna af komm- únismanum hafa minnkað, sérstaklega hein árásarhætta og hugmyndafræðikenningar hans hefðu minna aðdráttar- afl. Fulbright sagði um Atl- antshafsbandalagið, að hann teldi samvinnu og samstöðu aðildarríkjanna nauðsynlega og það hryggði hann ef þeirri samvinnu hrakaði. Fulbright tók það strax fram í upphafi fundarins, að hann hefði fyrir sið á erlendum vett- vangi að svara ekki viðkvæm- um spurningum um utanríkis- mál Bandaríkjanna, eins og t.d. um Víetnamstríðið. Hann svaraði þó einni spumingu um Víetnam, en hún hljóðaði um, hvort vonir væru um frið á næstunni. Ful- hrisrht sae-ðl, að hann hefði b«ft vonir um að eitthvað gerðíst m<»ðan á áramótavonnabléinu stéð, en það hefðu verið sér mikil vonhrigði að friðarumleit- anir hefðu enean árangur borið. Fkkert benti til þess, að friður kæmist á i Víetnam á næstunni. William Fulbright og kona hans komu til Keflavíkurflug- vallar um 9 leytið í gærmorgun með Loftleiðavélinni Leifi Ei- ríkssyni. Flugvélin var hólfri klukkustund á undan áætlun og logndrífa var á er hún lenti. Ræddi við forsætisráðherra og utanríkisráðherra Á móti þeim hjónum tóku James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna, frú Winston Hannesson, formaður stjórnar Fulbright-stofnunarinnar á ís- landi, yfirmaður varnarliðsins, Stone aðmíráll, og Björn Ingvars son, lögreglustjóri á Keflavíkur- flugvellL Fulbright-hjónin héldu strax til Reykjavíkur. Kl. 2.30 síðdegis heimsótti öldungadeildarþing- maðurinn þá Bjarna Benedikts- son, forsætisráðherra, og Emil Jónsson, utanríkisráðherra, í Stjórnarráðið. Kl. 4 síðdegis hófst svo fundur Fulbrights með blaðamönnum og var hann haldinn í kennarastofu Háskóla fslands. Ármann Snæv- arr, rektor, kynnti öldungadeild- arþingmanninn með fáum orðum og tók hann þvi næst til máls. Fulbright kvað það gleðja sig að vera kominn til íslands, en Framhald á bls. 3 nesísku byltingarinnar og fa# ir og upphafsmaður þjóðar- innar. t Sukarno er samt enn for- seti landsins, en bara að nafninu til. Það er allt og sumt, sem eftir er af valdi hans yfir hinum 103 milljón- um íbúa Indónesíu, og er sennilegt, að hann verði einnig sviptur forsetatitlin- um innan skamms. Smám saman hefur Sukarno verið að missa völdin úr hönd- um sínum eftir hina misheppn- uðu byltingartilraun kommún- ista í október 1965, sem hann er talinn bera að nokkru ábyrgð á. Hinn 7. marz nk. á hið ráðgef- andi þjóðþing landsins að koma saman og þá mun Suharto senni lega einnig taka við forsetatitl- inum. Það sem Sukarno á í vændum nú, er, ef vel lætur, að fá nafn sitt skráð í mannkynssögubæk- urnar og í versta falli auðmýkj- andi málssókn á hendur sér fyrir að hafa lagt hagsmuni þjóðar- innar í hættu. Möguleikarnir á því að Suk- arno verði leiddur fyrir rétt, eru á meðal þeirra 'mála, sem rædd verða í þjóðþinginu. Sá orðróm- ur er einnig á kreiki í Djakarta, að Sukarno, sem alltaf hefur ver ið reiðubúinn að njóta hins góða, sem lífið hefur upp á að bjóða, fái heimild hinna nýju vald- hafa til þess að setjast að í Jap- an, en þriðja eiginkona hans, sem er japönsk að uppruna, er um þessar mundir í Tokyo. Enginn vafi er talinn á því í Djakarta, að með undirritun skjalds þess, sem greint var frá hér að framan, þá sé endir bund- inn á pólitísk völd Sukarnos'. — Allt fram til þessa hefur hann streitzt gegn eindregnum tilmæl- um yfirmanns hersins og ann- Framhald á bls. 2 Stórtíðindi í New-Orleans samsærim; Aðalvitnið fannst dáið í ibúð sinni Lögreglcin telur að um s]álfsmorð geti verið að ræða New Orleans 22. febr. - NTB. DAVID Ferrie, 9em var eitt aðalvitnið í rannsókn Jim Garrisons, ríkissak- sóknara í Louisiana-ríki varðandi morðið á John F. Kennedy Bandaríkiafor- seta 1963, fannst dauður í íbúð sinni í New Orleans í day. Skýrði l&ore'dan frá því, að fundízt hefðu pill- ur við rúm hans. David Ferrie, sem var flug- maður, en starfaði einnig sem einkaleynilögreglumaður, skýrði frá því sl. laugardag, að sennilega hefði Garrison áhuga á sér vegna gruns um, að hann — Ferrie — væri viðriðinn morðið. Sagði Ferr- ie þá: „Það er hugsanlegt, að hann gruni mig um að hafa komið fólki undan með flug- vél í sambandi við umfangs- mikið samsæri gegn Kenn- edy“. Ferrie rak minni háttar flugfélag. Garrison ríkissaksóknari skvrði frá því um siðustu helgi að hann ynni nú að sín- um eigin rannsóknum í sam- bandi við dauða Kennedy for- seta og að hann hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að sam- særi hefði legið að baki morð- inu. Warren-nefndin svo- nefnda, sem var skipuð af Jöhnson forseta til þess að rannsaka morðið, komst að þeirri niðurstöðu að rannsókn sinni lokinni, að Lee Harvey Oswald hefði verið einn um morðið og að hann hefði ekki staðið þar í sambandi við neina aðra. Ferrie var h^ndt^kinn stuttu eftir dauða Kennedys Orseta, en var látinn laus, eftir að Oswald hafði verið handtek- inn í Dallas. Dauði Ferries mun vafa- laust auka mjög á deilur þær, sem risið hafa um, hver myrt hafi Kennedy forseta. Þegar hafa verið gefnar út margar bækur og birzt margar blaða- greinar, þar sem því hefur verið ha]d;í( fram, að fleiri menn en eir>n hafi staðið að morðinu þrátt fyrir niðurstöð- ur Warreo-n°fndarinnar. Lögre°‘l”Ty»"ður í Mew Orle- anq skvrð; frá því í dag. að vel geti v''r’ð. pð Ferrie hafi framið si"1''morð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.