Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 12
12 / MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967. Bjarní Pálsson vélstjóri Minnfng f DAG fer fram útför Bjarna Pálssonar, vélstjóra, sem lézt mecS voveiflegum hætti 17. Jebr. þar sem hann var að störfum í togaranum Júpiter út af Patreks firði. Bjarni heitinn var runninn af sterkum stofnum, sonur hins kunna athafnamanns Páls Bergs sonar, sem lagði grúmdvöllinn að Ólafsfjarðankauptúni og rak síð- an myndarlega útgerð og verzl- un í Hrísey, og konu hans Svan- hildar, dóttur Hákárla-Jörundar. Hann fæddist 27. júlí 1906 í Ólafsfirði og ólst upp í foreldra- húsum þar og í Hríseý fram á unglingsár. Hann lauk gagnfræða prófi frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar árið 1922 og réðst síðan um sinn til gæzlustarfa við rafstöð- ina á Kristneshæli. Eftir það gerðist hann vörubílstjóri á Akureyri, og árið 1927 gekk hann að eiga Guðbjörgu Guð- mundsdóttur frá Lómatjörn, sem hann missti af slysförum eftir árssambúð ásamt ófæddum frum burði þeirra hjóna. Þegar hér var komið hélt Bjarni suður til Reykjavíkur og settist í Vélstjóraskólann. Að loknu vélstjóraprófi var hann um mokkurra ára skeið vélsitjóri á togaranum Gulltoppi. Haustið 1936 gekk hann að eiga Ástu Jónasdóttur, Kristjánssonar lækn is, og varð þeim þriggja bama auðið. Þau eru Svanhildur, hús- móðir í Reykjavík; Jónas, sem er að ljúka doktorsprófi í efna- verkfræði í Múnchen; og Svavar, Iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki óskar eftir að ráða karl eða konu, til að annast . bókhald ásamt ýmsum öðrum verzlunar- og skrifstofustörfum. Bílpróf æskilegt. Vinnutími frá kl. 1—6. Tilboð sendist Mbl. merkt: „8904“. Glœsilegar íbúBir til sölu Mjög skemmtilegar 2ja, 3ja, 4ra og 6 her- bergja íbúðir eru til sölu í Árbæjarhverfi. Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Sérþvottahús með hverri íbúð. íbúðirnar verða fokheldar fyrir 15. marz nk. — Teikningar til sýnis á skrifstofunni. 0°0Q1SS ®<B M7SWIL0 HARALDUR MAGNÚSSON Viöskiptafræöingur Tjarnargötu 16, simi 2 09 25 og 2 00 25 Páskaferðakynning Skemmtisamkoma verður í Súlnasalnum á Hótel Sögu í kvöld og hefst kl. 20:30. Verða þar sýndar litmyndir frá hinum vinsælu páskaferðum okkar til Mallorca og Kanarieyja og frá Portugal. Öllum þeim, sem tekið hafa þátt í slíkum ferðum og þeim, sem eiga sæti nú um páskana er sérstaklega boðið, aðgangur er annars öllum frjáls og ókeypis. Spánarkvöld Næsta sunnudagskvöld verður Spánarkvöld í Súlnasalnurrt á Hótel Sögu. Þangað er sérstaklega boðið öllum þeim, sem tekið hafa þátt í hinum vinsælu Mallorcaferðum SUNNU, en annars er að- gangur öllum frjáls. Samkoman hefst kl. 20:30. Frumsýnd verður ný litkvikmynd frá Mallorca, sem Vigfús Sigurgeirsson tók þar fyrir SUNNU í september sl. Húsið verður opnað fyrir kvöldverð- argesti kl. 19:00. Vinsamlegast pantið borð hjá yfirþjóni. sem stundar tækninám í Osló. Vorið 1937 varð Bjarni vél- stjóri á varðsikipinu Ægi, en í ágúst 1939 fór hann utan til að sækja nýju Esju, þar sem hann var vélstjóri þangað til hann fluttist til Hríseyjar vorið 1940 og gerðist frystihússtjórL Þar dvaldist hann um tveggja ára skeið, en hélt jafnframt á þeim árum þrjú minni vélstjóranám- skeið á Akureyri, í Vestmanna- éyjum og Reykjavík. Eftir það sneri hann sér að kaupsýslustörf- um fyrst með Helga Benedikts- syni í Vestmannaeyjum, þvi næst með Oddi Helgasyni í Reykjavík, og loks upp á eigin spýtur. Hafði hann íslenzk umboð fyrir ýmsar amerískar, brezkar og sænskar bátavélar. BjaTni fékkst meira og minna við kaupsýslustörf, unz hann fór aftur á sjóinn fyrir tveimur árum. Árið 1946 slitu þau hjón, Bjarni og Ásta, samvistir, og gekk hann síðar að eiga Matthildi Þórðar- dóttur frá Hafnarfirði, sem lifir mann sinn. Voru þau hjón barn- laus. Ég kynntist Bjarna Pálssyni fyrst árið 1962, og urðu kynni okkar því skemmri en ég hefði lega hjartfólgin, því hann var mikill mannkostamaður og hvers manns hugljúfi, hreinskiptinn, ótyrrinn, Ijúflyndur og skilnings ríkur. Lífið hafði á ýmsan hátt leikið hann grátt, bæði í einka- málum og einnig í viðskiptamál- um, enda átti hann oft við óprúttna keppinauta og viðskipta menn að etja, en var sjálfur hafinn yfir þau bellibrögð sem bezt virðast gefast í íslenzkum viðskiptum. En hann bar jafn- an höfuðið hátt, var höfðingi í sjón og raun, hvað sem í skarst. Slíkum mönnum er hollt að kynnast, því þeir leiða gjarna hugann að því, að í mannlífinu eru önnur verðmæti eftirsóknar- verðari og haldbetri en fjár- munir og metorð. Mörg síðustu árin gekk Bjarni ekki heill til skógar og varð fyrir ýmsum líkamlegum áföll- um, sem riðið hefðu veikari mönnum að fullu, en slíkt var andlegt þrek hans og lí'kams- þróttur, að enginn krankleikur virtist mundu á honum vinna, og naut hann þar einnig umhyggju og ástríkis eiginkonu sinnar, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu, enda ríkti fágæt ein- drægni milli þeirra hjóna. Það var ávallt hlýtt og bjart í návist Bjarna. Frá honum stafaði rósemd, hjartahlýju og mann'Skilningi sem gerði sam- neyti við hann þægilegt og heilsubætandi. Við áttum fáa samfundi tvö síðustu árin, þar eð hann var langdvölum á hafi [ úti, en mér eru kærar minning- ar um nokkur stutt ferðalög út á land. Þægilegri og nærgætnari ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér, og milkil var jafnan tilhlökk- un dóttursonanna þegar von var á foíltúr með afa. Þegar ég nú kveð tengdaföður minn eftir hryggilega stutta við- kynningu, er mér efst í huga þakkiæti fyrir samfylgdina og það lán að hafa ' kynnzt svo góðum dreng. Konu hans, börn- i um, barnabörnum og systkinum i votta ég dýpstu samúð, sem m.a. er sprottin af þeirri tilfinningu, að hann hafi verið mér sem bezti faðir. Sigurður A. Magnússon. Elinborg Aðalbjarn ardóttir — Minning SUNNA FERÐASKRIFSTOFAN Bankastræti 7, símar 16400 og 12070. ELÍNBORG Aðalbjarnardóttir fæddist 9. ágúst 1912 á Hvaleyri við Hafnarfjörð og lézt 16. þessa mánaðar. Hún lauk gagnfræða- prófi við gagnfræðaskólann í Flensborg 1928 og kennaraprófi vorið 1934 með mjög bárri ein- kunn, 131 stigi, og hefur aðeins einn maður, Björn Sigfússon, síðar háskólabókavörður, lokið kennaraprófi með jafnfoárri ein- kunn eða hærri, en hann hlaut 132 stig. Er hér miðað við próf skipan í Kennaraskólanum á ár- unum 1927—34, að báðum árum meðtöldum. Kennaraferil sinn hóf hún í Mosvallaforeppi í Norður-ísa- fjarðarsýslu árið 1931, og frá þeim tíma að telja var líf henn- ar allt helgað kennslu og námi. Á árunum 1934—'1947 kenndi hún við barnaskólann á Akra- nesi, en réðst að Handíðaskólan- um í Reykjavík 1948 og handa- vinnudeild Kennaraskólans, þeg ar hún var stofnuð 1951. Kenndi hún þar, meðan heilsa entist, og leiðbeindi auk þess á fjölmörg- um námskeiðum. Elínborg fór margar námsferðir til annarra landa, hina fyrstu sumarið 1936, þá dvaldist foún erlendis um þriggja mánaða skeið, sótti nám skeið í teikningu og föndri á Naás í Svíþjóð og kynnti sér skóla í Stokklhólmi og Kaup- mannafoöfn. Sumarið 1946 fór hún enn utan og lagði þá eink- um stund á handavinnukennslu stúlkna, dvaldist hún þá enn er- lendis í þrjá mánuði, sótti nám- skeið á Náás í Svíþjóð og heim- sótti sænska og danska skóla. Árið 1947—>1948 stundaði foún nám í handavinnukennaraskólan um Haandarbejdets Fremme i Kaupmannáhöfn um 10 mánaða skeið og lauk þaðan fullnaðar- prófi um vorið 1948. Um sumarið sótti hún námskeið í foandavinnu skólanum á Engelsiholm á Jót- landi. Enn fór, hún utan sumarið 1950 og var á námskeiði í Stene- by skolor för yrkesundervisning í Svíþjóð, og enn heimsótti hún skóla í Noregi og Svilþjóð. Sum- arið 1953 fór hún utan í fimmta sinn og sótti námskeið í handa- vinnu í Engelsfoolm og norrænt kennaraþing í Osió. Þá var hún enn á námskeiði í Steneby skol- or för yrkesundervisning í Sví- þjóð 1953, og síðari hluta sum- arsins sótti hún tíma í Tegne- og Kunstindustriskolen for Kvinder í Kaupmannahöfn. Sum arið 1958 dvaldist hún í Bret- landi, og sótti hún þá námskeið í leður- og tágavinnu í Glamorg- an Summer School í Wales. Þá sótti hún norræna kennaraþing- ið í Kaupmannahöfn sumarið 1961 og kynnti sér nýjungar í kennslugreinum sínum í dönsk- um og sænskum skólum. Námsferill Elínborgar er ljóst dæmi um sívakandi álhugá henn- ar, og fór annað þar eftir. Af sömu kostgæfni fylgdist hún með nýjungum í kennslugrein- um sínum af tímaritum og bók- um, eftir því sem föng voru til, og þó hefur atorka hennar, vand virkni og hugkvæmni trúlega hvergi notið sín betur en í und- irbúningi og viðbúnaði hennar fyrir hvert skólaár og hvern skóladag. Elínborg var eigi aðeins góð- RÁÐNINGASTOFA HLJÓMLISTARMANNA Óðinsgötu 7 — Sími 20255 ■ Opið mónud.-fimmtud. 2-7, föstud.-laugard. 2-5 Hárskerasveínn og nemi óskast. — Dömu- og herraklippingar. Haukur Óskarsson, Kirkjutorgi 6. um gáfum gædd, heldur einnig dæmafáu starfsþreki, enda varð henni mikil raun, þegar heilsan bilaði, að una því hlutskipti að geta ekki lengur skilað fullu dagsverki eða betur. Kennaraskóli fslands þakkar Elínborgu Aðalbjarnardóttur frá bær störf, dæmafáa trúmennsku, atorku og skyldurækni. Hún var mikilhæfur kennari og góð manneskja. Broddi Jóhannesstm. ELÍNBORG Aðalbjarnardóttir andaðist fimmtudaginn 16. febrú ar, en þá hafði hún átt við lang- varandi vanheilsu að striða. Elíniborg var fæddur kannati, og stanfinu helgaði hún ailt sitt líf. Ég hafði mjög náið samstarí við hana um átján ára skaið, og samvizkusamari kennara var ekki hægt að hugsa sér. Ég held, að mér sé óhætt að sagja, að aldrei hafi fallið niður einn ein- asti vinnudagur hjá henni öll þassi ár, þar til heilsan bilaði fyrir röskum tveimur árum. Og hún lét ekki þar við sitja. Nær öllum frístundum sínum varði hún til þess að búa sig sem bezt undir starfið. Hún fór oft utan í sumarleyfum sínum ,en þær ferðir voru ævinlega í sambandi við skólastarfið. Hún var alltaf að bæta við þekkingu sína, stefndi alltaf að því að verða sem fullkomnastur kennari. Elínborg • starfaði við handa- vinnukennaradeildina nærfeilt frá byrjun, fyrst við Handiða- skólann, síðar við Kennaraskól- ann, og hún átti sinn stóra þátt í því að móta deildina í það form, sem hún hefur nú. Þar nutu starfskraftar hennar sín til fulls. Hennar er saknað úr þeim hópL Kennaraskólinn hefur misst góðan og traustan starfa- kraft. Sigríður Amlaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.