Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967. ■in ............................. i ijji iMlSii KR-ingar nær öruggir um sæti í 1. deild að nýju Þurfa eitt stig í til að tryggja sigurinn réttum leik' TVEIR leikir voru leilknir í 2. deild handknattMksins á þriðju- dagsikvöldið og einn s.l. laugar- dag á Akureyri. ÍR vann IBA nyrðra með 26 gegn 21. KR vann Keflavíkinga með 25:20 og Þróttur vann ÍR flestum á ó- vænt með 22:19, Að þessium leikjum loknum er staðan þannig í 2. deild: KR 6 4 2 0 150:122 10 ÍR 6 3 1 2 140:129 7 Þróttur 4 2 1 1 80:84 5 105:112 82:126 Bikarmeisfarar áfram með Handhafar sigurlaunanna í ensku bikarkeppninni, Everton tryggðu sér sæti í 5. umferð keppninnar nú með því að vinna Wolverhampton í aukaleik lið- anna á þriðjudag með 3-1. 62 þús manns sáu leikinn. Everton mætir Liverpool í næstu umferð. I>á vann Birmingham aukaleik við Rotherham með 2-1 og mæt- ir Arsenal eða Bolton í 5. um- ferð. Keflavik 5 12 ÍBA 5 0 0 KR nægir nú 1 stig í tveim lei'kjum til að tryggja sér sigur- inn í 2. deild og þar með sæti í 1. deild að nýju. Óvæntustu úrslitin urðu sem fyrrr segir í leik ÍR og Þróttar. Áttu hinir ungu ÍR-ingar slæm- an dag, hafa sennilega reiknað sér sigurinn nokkuð auðsottan þegar mótlætið sagði til sin, þá brást þeim flestum bogalistin miðað við venju og vair það eink- um í varnarleiknum. Til orðasennu kom milli dóm ara og kollega hans er sat á vara Borgnesingar í körfn* knaftleik um helglna — léku þrjá leiki í íslandsmótinu í körfu- knattleik á sunnudag A SUNNUDAGINN voru leiknir fimm leikir í íslandsmótinu í körfuknattleik í Laugardalshöll- inni. Skallagrímur frá Borgar- nesi lék þrjá leiki og setti sterk- an svip á mótið; léku Borgnes- ingar gegn KR í 3. flokki karla og töpuðu mjög naumlega i skemmtilegum leik 21-18. í meistaraflokki kvenna töpuðu þeir að vonum gegn íslandsmeist urum ÍR, 23-11 og loks urðu þeir að láta í minni pokann fyrir n. flokki KR 49-41 eftir mjög góða og drengilega baráttu. Voru allir flokkar Skallagríms mjög frambærilegir og vel leik- andi og er árangur þeirra góður miðað við þær aðstæður sem þeir búa við. Er auðséð að Borgnes- ingar leggja góða rækt við körfuknattleiksíþróttina og er þess er sat. Neitaði hann að verða við beiðni dómara að hverfa það an og varð af þessu hin leiðin- legasta töf á leiknum cng kæru- mál munu nú hafa risið. Leikur KR og Keflavíkur var hinn harðasti, en þó höfðu KR- ingar lengst af öruggt forskot. 12-6 var staðan í hálfleiik en á tímabili er leið til loka unnu Keflvíkingar mjög á og komst forskot KR niður í 1 mark. En endasprettfurinn tryggði 5 marka sigur. Donir unnu Svíu tvívegis DANIR og Svíar léku tvo lands- leiki í handknattleik á miðviku- dag og fimmtudag. Danir unnu báða leikina, þann fyrri með 22 gegn 19 og hinn síðari með 19—14. Staðan í hálfleik í síð- ari leiknum var 8—8. það góðs viti að þeirra yngstu menn ná tiliölulega beztum ár- angri og spáir það góðu um framtíðina. Aðrir leikir þennan dag voru milli ÍKF og ÍR í II. flokki karla. Þar sigruðu ÍKF í skemmt' legum og hröðum leik 42-23, og er það mjög sanngjarn sigur, því ÍKF liðið hafði leikinn í hendi sér frá upþhafi og er þetta II. flokks lið þeirra mjög skemmtilegt og ber þar mest á Æfingin skapar meistarann Heimsmeistarinn franski Jean-Claude Killy hefur unnið hvern sigurinn af öðr- um á stórmótunum í Ölpun- um að undanförnu. í gær vann hann létt og auðveldlega svigkeppnina á alþjóðlegu móti í Chamonix. Tími hans var 1:34,79, 2. Mignod Frakkl. 1:36,54. 3. Guy Perillat 1:37,17 Það var rigning og kalt og slæmar aðstæður. Til gamans birtum við hér tvær myndir af Jean Claude Killy. Sú stærri er af hon- um nýlega er hann er á fullri ferð í bruni, þar sem hann náði 130 km hraða. Sú minni er af honum er hann var 7 ára byrjaður skíðaiðkanir af miklum móð. ’eyni, Sigurði og Einari og eiga ,eir framtíðina fyrir sér, sterkir ljótir og leiknir piltar. í L ílokki karla sigraði Árrnann ÍS 37-26, eftir að hafa aðeins haft tveggja stiga forskot í hálfleik- 10-8. Frœgusfu knattspyrnulið Evrópu 7: Glasgow Rangers með 70 ára frægðarsögu í Glasgow, þar sem knatt- spyrna er nánast sagt eins í hávegum höfð og trúarbrögð, er það óskadraumur þeirra áköfustu að Skotar vinni báða Evrópubikara og Celtic vinni bikar meistaraliða. Bæði lið in eru nú komin í 8 liða úr- slit hvort í sinni keppni. Lið- in eru svarnir andstæðingar og svo hefur verið lengur en elztu núlifandi stuðnings- menn liðanna muna. Rangers, sem orðið hefur að láta í minni pokann fyr- ir Celtic að undanförnu, er nú að ná sér aftur á strik. Ef þakka má einum leikmanni það þá er það danski bak- vörðurinn Kaj Johansson, sem kjörinn var knattspyrnu- maður ársins í Skotlandi (kjörinn af knattspyrnuunn- endum 1966). Með Kaj Johansson sem ásamt John Greig skipa bak varðastöðurnar í liðinu hefur Rangers sótt sig mjög upp á síðkastið og var í ársbyrjun fáum stigum á eftir Celtic í 1. deildinni skozku. Báðir bakverðirnir eru þekktir fyrir að láta sér ekki nægja varn- arsvæði á vellinum, heldur sækja fram og skora jafnvel. Baráttan milli Rangers og Celtic ristir miklu dýpra en aðeins á knattspyrnusviðinu. Rangers er félag þeirra er að hyllast mótmælendatrú, Celt- ic heldur fast og ákveðið við sínar kaþólsku erfðavenjur. Hver sá drengur í Glas- gow, sem ekki er kaþolikki á eina ósk stærsta — að leika með Rangers á hinum frægi velli félagsins, Ibrox. Sá leik vangur rúmar 100 þús. manns og er næst stærstur leikvanga í Skotlandi, næst á eftir Hampen Park sem rúmar um 110 þús. og þar fara lands- leikir fram. Trygglyndi stuðnings- manna Rangers á sér hlíð- stæður. Fyrir nokkrum árum mælti einn þeirra svo fyrir í erfðaskrá sinni, að lík sitt skyldi brennast og öskunni stráð yfir Ibroxleikvanginn. Það var orðið við þessari ósk — dag einn er enginn leikur fór fram. Rangers hafa verið ókrýnd ir konungar knattspyrnu í Skotlandi í 70 ár. Félagið hef ur unnið meistaratignina 34 sinnum og skozka bikarinn 19 sinnum — hvorttveggja met í Skotlandi. Síðan 1930 hef- ur liðið verið 14 sinnum í úr- slitum um skozka bikarinn, en keppnin er útsláttarkeppni og margir úlfar á leiðinni til úrslitaleiksins. En liðið hef- ur unnið bikarinn jafnoft. „Pílagrímum" víðvegar frá Skotlandi — og erlendis frá einnig — er leyft að skoða salinn þar sem Rangers geyma verðlaunagripi félags- ins á sunnudagsmorgna. í andagt ganga þeir hljóðir fram hjá hverri hillunni af annarri hlaðinni verðlauna- bikurum, skálum, styttum og veggjum þöktum oddfánun- um og medalíum. Rangers komust í 8 liða úr- slit Evrópubikara bikarmeist- ara nú með því að slá út bikarhafa, lið Borussia Dort- mund — lið sem m.a. er skip að stjörnum „silfurliðs" Þýzkalands frá HM, Siegfri- ed Held, og Lothar Emmer- ich í framlínu. Nú standa liðsmenn Rang- ers andspænis baráttu við Real Zaragoza og verða leik- ir í Glasgow 1. marz og í Zaragoz 22. marz. Helztu leikmenn Rangers eru: Kaj Johansson, „uppáhalds- barnið“ í skozkri knattspyrnu Hann lék 27 landsleiki fyrir Danmörku. Hefur nú verið 4 ár í Skotlandi og er nú á 2. ári hjá Rangers. Dave Provan, 5 sinnum landsliðsmaður. Þekktur fyr- ir öruggar vítaspyrnur. John Greig, fyrirliði Rang ers og skozka landsliðsins með 24 landsleiki að baki. Aðalgaman hans er að sækja upp kantinn og skora. Mc Kinnon miðvörður, sterkur varnarmaður, sem einnig er sókndjarfur. Dave Smith, v. framv. einn leiknasti leikmaður Skotlands Willy Henderson, h. út- herji eldsnöggur leikmaður með mikla knattlækni. Hann hefur 25 sinnum verið í lands liði. Jim Fórest miðherji, aðal- markskytta liðsins. Skoraði 30 mörk á keppnistímabilinu 64-65 — met eftir strið í Skot landi. Nýlega skoraði hann 5 mörk í leik. Annars á Rangers meira úr val likmanna en nokkurt ann að félag. Með Rangers hafa leikið tveir íslendingar, fyrst Albert Guðmundsson og síð an Þórólfur Beck.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.