Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967. SUKARNO. Enn forseti að nafninu tiL SUHARTO hershöfðingi. ! | 5* I '4 I t í t I ? ? T x 1 Ý Telur fEúor vörn gegn áhrifum Sfrontiums Moskvu, 22. febr. AP. | TASSFRÉTTASTOF- AN sovézka skýrir svo frá í dag, að sovézk- ur vísindamaður, dr. Viktor Knizhnikov, 38 ára að aldri, hafi fundið leið til þess að verjast að einhverju leyti geisla- virku úrfalli og þá fyrst og fremst Strontium 90, sem eyðileggur beinin í mannslíkamanum. Efn- ið, sem dr. Knizhnikov hefur fundið til að verj- ast Strontium er fluor ! Ý Ý Ý Ý Ý I x I og telur hann þegar verulega vörn fást með því að blanda vissu magni af fluor í drykkj- arvatn. Tass sagði, að Khiznikov hefði konaizt að raun um þetta með tilraunum á u. þ. b. þúsund dýrum. Hefðu tilraunir þessar vakið geysi lega athygli sovézkra vís- indamanna, þar sem ekki hefði til þessa fundizt leið til að verja fólk geisla- virku úrfalli. Væri nú hugs anlegt, að draga úr hörm- ungum þeim, sem Stronti- um 90 gæti leitt yfir mann- kynið. I x I Ý Ý Ý Ý Ý u'n*nnAn\,n-*i\ í n«s« - SUKARNO Framh. af bls. 1 arra að leggja niður völd í eitt skipti fyrir öll. Ellefta marz 'í fyrra lét hann af hendi nokkuð af völdum sínum í hendur Su- harto hershöfðingja, en svo lengi, sem Sukarno hefði eitt- hvað af völdunum í sínum hönd- um, hafa andstæðingar hans ótt- azt, að honum kynni að takast að verða einvaldur á ný. Hætta á borgarastyrjöld" í>að var vegna hættunnar á borgarastyrjöld, sem yfirmenn hersins komu saman í Djakarta í dag til þess að leggja endan- lega á ráðin um að binda endi á valdaferil Sukarnos. Suharto hershöfðingi, en völd hans hafa aukizt að sama skapi og völd Sukarnos hafa minnkað, skoraði þar á foringja hersins að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra blóðsúthelling- ar milli andstæðinga og stuðn- ingsmanna Sukarnos. Helzta ógnunin um borgara- ■tyrjöld er talin stafa frá stuðn- ingsmönnum Sukarnos á Mið- Jövu, en þar eru þeir sterkastir. Fréttir, sem borizt hafa til Dja- karta, bera það með sér, að nú eigi sér stað í vaxandi mæli skæruliðahernaður á þessu svæði, og að þegar hafi orðið mannfall í þessum átökum. Biaðið Suluh Marhaen, sem er mjög vinveitt Sukarno, hefur skýrt svo frá, að menn úr her, flota og flugher landsins hafi 400 tonn af loðnu til Akraness Akranesi, 22. febrúar. TVEIR loðnubátar komu hingað í gærkvöidi til síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnar, Reykja- borg með 250 tonn og Hannes Hafstein með 150 tonn. Eftir tveggja sólarhringa landlegu réru allif bátar í gær- kvöldi í góðu veðri. Dettifoss lestar hér í dag 100 tonn af frystum fiski á Rúss- landsmarkað. f hlýindunum undanfarna daga hafa krókusar skotið upp kollinum við hús í görðum og fiskiflugur hafa jafnvel farið á kreik og gert mönnum ónæoi. — HJÞ. Reykjonss- kjördæmi AÐALFUNDUR Kjördæmisráös Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes kjördæmi verður í Sjálfstæðis- húsinu í Kópavogi, laugardag- inn 25. febrúar kl. 2 e.h.. Full- trúar eru beðnir að fjölnieuna. farið í miklar mótmælagöngur í Surabaja á Austur-Jövu í því skyni að láta í ljós stuðning sinn við Sukarno. Herinn í Djakarta við öllu búinn Skýrt var frá því í kvöld, að herinn hefði kotnið fyrir bryn- vörðum bifreiðum og sett her- menn með alvæpni á vörð við hernaðarlega mikilvæga staði í j Djakarta í því skyni að koma í veg fyrir otfbeldisaðgerðir. Engin merki sáust hins vegar um neina i ókyrrð á götum borgarinnar, sem voru næstum mannlausar. Inn- gangurinn að forsetahöllinni var lokaður með gaddavírsgirðingu. Næstæðsti yfirmaður hersins, Alamsjan hershöfðingi sagði í kvöld, að Sukamo væri áfram forseti að nafninu til, en staða hans væri tákn án valds. Hers- höfðinginn var spurður, hvort forsetinn væri áfram „hinn mikli leiðtogi indónesísku byltingar- j innar?“ Alamsjah svaraði: ! „Hann er enginn mikill leiðtogi".; Bókaforlag Yale-háskóla vill gefa út vísindarit Ingstads í samvinnu við háskólabókaforlagið í Osló Oslo, 22. febr. NTB. fleiri fræðimönnum norskam. Veru'egt fylgistap Kongress- flokksins í kosningum í Indlandi Kommúnistar unnu Kerala Nýju Dellhi, 22. febr. NTB — AP. • Mjög hefir saxazt á fylgi Kongressflokksins í kosningun- um í Indlandi. Hefur hann tapað fylgi bæði til hægri og vinstri flokka, og í kvöld var svo komið úrslitum í Kerala, að kommún- istar höfðu fengið 100 þingsæti á fylkisþinginu. • í Nýju Delhi missti Kongress- flokkurinn mikið atkvæðamagn til hægri flokksins Jan Sangh. — Vann sá flokkur fimm aí sjö kjördæmum borgarinnar og feildi tvo ráðherra stjórnarinnar, húsnæðismálaráðherrann Chand Khanna og aðstoðar-járnbrauta- málaráðherrann Shan Nath. Lík- legt er, að Sachindra Chaudhuri fjármálaráðherra hafi fallið fyr- ir frambjóðenda Jan Sangh í Bengal. Búizt er við endanlagum úr- slitum kosninganna á fimmtu- dagskvöld eða föstudagsmorgun. í þessum kosningum var kosið um 521 þingsæti í þjóðþinginu og um alls 3042 Sæti á þingum hinna einstöku sambandsríkja. Talið er, að flokkur frú Indíru Gandhi, forsætisráðberra, Kon- gressflokkurnn muni fá mikinn meiri hluta á þjóðþinginu, enda þótt hann muni verða minni en áður, og að Kongressflokkur- inn verði að láta af völdum í nokkrum sambandsríkjanna. Sigur kommúnista í Kerala kom ekki á óvart. í>ar höfðu kommúnistaflokkarnir, sem eru tveir, annar Moskvu- en hinn Pekingssinnaður, lagt hug- myndafræðilegan ágreining sinn á hilluna og starfað saman með bandalagi Mú- hameðstrúarmanr.a og öðrum minni flokkum. Kerala hefur áður haft kommúnistíska stjórn, en sú stjórn varð að fara frá völdum tveimur árum eftir kosningarnar 1956. Síðustu 30 mánuðina hefur alríkisstjórn far- ið með stjórn sambandríkisins þar eð engir af flokkunum gátu komið á fót meiri hluta stjórn. Víða hefur komið til óeirða í kosningunum undanfarna daga. Vopnaðir lögreglumenn voru á verði fyrir utan talningarmið- stöðina í Nýju Delhi í gær. í frétt iim frá Manipur við austur landa mæri Indlands var sagt, að her- flokkum hefði verið beitt til þess að reka burt menn af Naga- þjóðflokknum, sem höfðu skotið í DAG, miðvikudag, var opnuð Þar voru einnig þeir Chester í háskólabókasafninu í Oslo sýn Kerr, forstjóri Yale University ing á Vínlandskortinu fræga, að Press; James Tanis, háskólabóka viðstöddum Noregskonungi, há- 1 vörður í Yale og dr. R.A. Skelt- skólarektor, prófessorum og on kortasérfræðingur frá Brit- ish Museum.. Kortið verður sýnt í Oslo til 14. marz, en síðan i Reykjavík, Kaupmannahöfn og Amsterdam. NTB hefur eftir Chester Kerr í dag, að Yale University Press hafi áhuga á því að taika þátt í útgáfu vísindarits Helga Ing- stads um uppgröft hans og rann sóknir á Nýfundnalandi — en ritið verður væntanlega tilbúið til prentunar eftir um það bil tvö ár. Til stóð, að háskólabóka- forlagið í Oslo gæfi ritið eitt úr, en nú munu háskólarnir senni- lega hafa um það samvinnu. Ekki kvað Kerr þó hægt að segja um þetta endanlega fyrr en hand- ritið lægi fyrir, vegna ýmissa skilyrða, sem Yale University Preos setur útgáfustarfsemi sinni. Prófessor Jóhann Hannesson. Rsctt um Kíno á íunoi Varðbergs og SUS Varðberg og samtök um vest ræna samvinnu efna til hádegis- fundar í Þjóðleikhúskjallaran- um laugardaginn 25. febr., og hefst hann kl. 12.10. Ræðumaður fundarins er Jó- hann 'Hannesson, prófessor, og ræðir hann um „Mikilvæg við- horf í Kína“ og svarar fyrir- spurnum. á kjörstaðina og drepið tvo menn á mánud&g. Naganþjóð- flökkurinn hefur krafizt þess af indversku stjórninni að fá að verða sjálfstæður. f gær réðst óður múgur á hús og bíla í nágrenni eins af kjör- stöðunum í - Bombay og beitti lögreglan hvað eftir annað kylfum gegn mannfjöldanum. Uppþotið hófst í kjördæmi, sem er í norðausturhluta borgarinn- ar, þar sem Krisihna Menon, fyrrum varnarmálaráðherra, reyndi að ná kosningu sem óiháður frambjóðandi. Kom hann síðar á vettvang og reyndi að róa lýðinn. Það hefur vakið atíhygli, að margir indverskir furstar hafa farið með sigur af hólmi í kosn- ingunum nú, m.a. maharajalhinn af Patiala, sem var kjörinn sem óháður framibjóðandi í Punjab og verður líklega forsætisráðlherra fylkisins; Rajmata af Gwalio var kjörinn sem frambjóðandi Jan Sanglh í Madhya Pradesh og maharajahinn af Bharatpur var í kvöld sigurstranglegur — en hann bauð sig fram sem öháður gegn Raj Bahadur, upplýsinga- málaráðherra Indiands. í Rajast- han tapaði hinsvegar hinn kunni maharajah af Jaipur, en hann á að verða gestgjafi hertogans af Edinborg, er hann kemur í heim sókn til Indlands í næsta mán- uð:. Fritz Erler látinn Bonn, 22. febr. AP-NTB • Fritz Erler, varaformaður flokks sósialdémókrata í Vestur- Þýzkalandi. lézt í nótt 53 ára að aldri. Banamein hans var bfóð- sjúkdómur og hafði hann verið til meðferðar við honum í nokkra mánuði á háskólasjúkrahúsinu í Freiburg. Hann lézt þó á heimill sínu í Pforzheim í Baden-Wúrtt- emberg. i Erler var um mörg áir formað ur þingflokks sósialdemókrata. Hann gekk í flokkinn árið 1931 og eftir valdatöku nazista vann hann á laun að því að halda við líði samtökum sósíalista. Hann var handtekinn árið 1938 sak- aður um landráð og dæmdur í tíu ára fangelsi. Á þingi sat Erler frá 1949 og var þar fyrist og fremst kunnur sem helzti talsmaður flokks síns í landvarna- og utanrilkis- málum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.