Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 2
MOBG>TNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967. Minningarathöfn í Súðavíkurkirkiu um þá sem fórust með Fs*;r/*j lSAFIRÐI, 9. marz — Á laug- ardag fer fram í Súðavíkur- kirkju minningarathöfn um sjó mennina fjóra, sem fórust með vélbátnum Freyju frá SúðaVík j 1. marz. Gengst Súðavilturhrepp ; ur fyrir þessari minningarathöfn í virðingarsyni við hina látnu. Við minningarathöfnina verða sungnir sálmar, en á milli munu klerkarnir sr. Sigurður Kristj- ánsson, prófastur, sr. Jón Ólafs- son, fyrrum prestur í Holti, lesa ritningargreinar. Siðan mun sóknarpresturinn sr. Sigurður Kristjánsson pró- fastur, flytja minningarræðuna, æfiágrip o.fl. Við athöfnina syng ur Sunnukórinn á ísafirði, frú Herdís Jónsdóttir syngur ein- söng, en organleikari og stjórn- andi kórsins er Ragnar H. Ragn ar. Búizt er við fjölmenni við aU höfnina, og þar sem Súðavíkur- kirkja er ékki stór, mún verða komið á fyrir hátölurum í barna og unglingaskólanum, sem er skammt frá kírkjunni. Getur fólk komið þangað og hlýtt á athöfnina í kirkjunni. Minningarathöfnin hefst í Virðist gisið ísrek, sem hvarflar að og frá FRÉTTIR af íshröngli og ís- spöngum berast nú oft frá bát- um og vitavörðum. Mbl. spurði Jón Eyþórsson, sem manna lengst hefur fylgzt með ísnum norðan og vestan við landið og spurði hann hvað hann héldi um þetta. Jón sagði, að af ísfregnum að dæma og ískortum, sem birzt Kvöldvaka Hraunpryðis- kveitna á sunnudag HIN árlega kvöldvaka slysavarna deildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði verður haldin í Bæj- arbíó sunnudaginn 12. marz kL 8:30. Til kvöldvökunnar er mjög vandað og mörg skemmtiatriði fara fram m.a. syngur Magnús Jónsson óperusöngvari, séra Sveinn Víkingur flytur erindi, sýndir verða þjóðdansar, tveir leikþættir, tízkusýning og skraut sýning. Nýlega hafa konur af- hent aðaldeild Slysavarnafélags íslands' ársframlag si-tt, sem að þessu sinni var 119.645 kr., sem m.a. hefur verið aflað með kaffi- sölu, merkjasölu og bazar. Einn þriðja hluta tekna, hefur deildin til eigin umráða, en þeim hluta hefur félagið varið til þess að efla slysavarnir innan bæjar- marka Hafnarfjarðar. Þetta er í 19. skipti sem Hraunprýðiskonur gangast fyrir Kvöldvöku, en þessar skemmt- anir hafa átt vaxandi vinsæld- um að fagna ár frá ári. Er þess að vænta að Hafnfirðingar fjöl- menni á Kvöldvökuna og stuðli um ieið að auknum slysavörn- um. f ........ -..——--------- hafa, hafi sér sýnst þetta vera frekar gisið ísrek og laust fyrir og hafi það ýmist ihvarflað upp undir landið eða lónað frá. Hafi hann litið svo á að þetta sé lausa- rek, en aðalísinn hafi lengzt af haldið sig fjær í vetur eða nokk- urn veginn í venjulegri fjarlægð. Annars tók Jón það fram, að lang hættast sé við að ís komi upp að Vestfjörðum í suðvestan og vestanátt, en í austan og norðaustan átt sé tiltölulega lítil hætta af ísnum meðan ekki eru haflþök fyrir öllu Norðurlandi. Geir Uallgrímsson Kynnisferð í borgnrstjórn NK. mánudagskvöld efnir Heim- dallur til kynnisferðar í húsa- kynni borgarstjórnar Reykjavík- ur undir leiðsögn Geirs Hall- grímssonar, borgarstjóra. Farið verður frá Valhöll við Suður- götu kl. 20.30. Heimdallarfélagar yngri og eldri eru hvattir til að fjölmenna. 93.1967klít 3 JWV Lægðin yfir Atlantshafi var urs, en í gær var vaxandi A- á hreyfingu A'NA í gær og átt á Suðurlandi og orðið all- loftvogin féll aðallega fyrir hvasst á Stórhöfða kl. 14. fyr Suðurlandi og yfir Bretlands i% norðan var bjart og kalt, eyjum. Var því talið, að vind 18 stiga frost í Aðaldal. ur mundi ganga til norðaust- Súðavikurkirkju kl. 2 e.h. á laug ardag. — H.T. Frétta- og íræSsIu- kvikrayndir sýnd- ar hjá Germaniu Á MORGUN, laugardag, verður næsta kvikmyndasýning félagsins Germaníu og þá sýndar að venju frétta- og fræðslumyndir, og eru fréttamyndirnar nýjar af náliuni, varla mánaðargamlar. Fræðslumyndirnr verða tvær. Sýnir önnur þeirra, Ihvernig dag- blað verður til, og þá ekki ein- ungis prentun þess og dreifing, heldur einnig samningu frétta og annars, sem í dagblaðinu birt- ist, hin margbreytilegu vinnu- brögð þá fréttnæmur atburður á sér stað, unz kaupandi blaðsins les fréttina. Hin fræðslumyndin er um þýzka málarann og myndlhöggv- arann Ewald Matare, sem látinn er fyrir rúmu ári. Eftir hann liggja mörg þekkt verk, m.a. dyrabúnaður í dómkirkjunni í Köln og í kirkju í Hiroshima. Svartlistarmyndir hans, tré- skurður, hafa lengi verið mjög eftirsóttar. Sýningin verður í Nýja Bió og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill aðgangur, börnum þó einungis í fylgd með fullorðnum. •(|[mrrinTiniirnimB|i|Tiiiiriiin)nrprrnirrrfiiiTnn^p>noiiiinp|piiiiiriniTnr|niippiiiiiniiri'nii)in»niiij|iipii^MRi^n... Theádór B. S_»n dal i m:rnn rétiindanefnd TILKYNNT hefur verið í Stras- bourg, að ráðherranefnd Evrópu ráðsins hafi kjörið Theodór B. Líndal prófessor til að taka sæti í mannréttindanefnd Evrópu. Nefndin starfar samkvæmt mann réttindasáttmála Evrópu og fjall ar um kærur vegna brota á ákvæðum hans. Sigurgeir Sigur- jónsson hæstaréttarlögmaður, sem átt hefur sæti í mannrétt- indarvefndinni, hefur nýlega beð- izt lausnar frá starfinu. Ei;?n á ferð með 16 flöskur LÖGREGLAN á Selíossi tók í fyrrakvöld mann austur við Búr fell, sem þar var einn á ferð í leigubíl með 16 brennivíns- flöskur. Þar sem þetta var ekki staðarmaður og hann hafði áð- ur verið þar á ferð með vín- birgðir, þótti lögreglunni ástæða til að athuga málið nánar. Við vfirheyrslu í gær kvaðst m»*- 'rinn ekki hafa ætlað að selí3 áfengið, heldur hafa það til eig- in nota. Friðfinnur V. Slefánssou á reiðhesti sínum. Haínfirðingur féll af hestbaki og beið bana ALDRAÐUR Hafnfirðingur, Friðíinnur V. Stefánsson fannst í fyrrinótt látinn skammt ofan við Sléttuhlíð við Kaldársels- veginn. Hafði hann verið að tenija ungan fola, en gjörðin á hnakknum sennilega slitnað og hann fallið af baki og fengið höfuðhögg. Hafði Friðfinnur komið sér fyrir í lægð og lagzt út af með húfuna undir höíðinu, en var látinn fyrir löngu er hann fannst. Friðfinnur, sem var 71 árs að aldri, ihafði yndi af hestum ig fór oíft á hestbak. í fyrradag fór hann að heiman um 2 leytið. Um kvöldið fóru sonur hans og tengdasonur að ieita að honum og fundu þá hestinn hnakklaus- an og gátu rakið slóð hans nokk- urn spöl. Var leitað til hjálpar- sveitar skáta um 10 leytið og til Slysavarnafélagsins, sem sendu leitarflokka. Fannst lík Frið’finns á seinni tímanum í 1 um nóttina. Var áverki á höfði og þótt sýnt að hann hefði beðið bana af völdum óihappsins er hann féll af baki. Hnakkurinn var þarna skammt frá. Gaullistum spáÖ 270-280 sœfum París 9. marz. NTB. EINS og áður hefur verið frá sagt, er gaullistum spáð sigri i annarri umferð þingkosning- anna í Frakklandi sem fram fara n.k. sunnudag. I dag voru birt í París úrslit skoðanakönnunar, sem þar hefur verið gerð, og er gaullistnm þar spáð 270-280 þingsætum en alls eiga 486 sæti í franska þinginu. Vinstri menn láta þó engan bilbug á sér finna og segjast von- góðir um sigur á sunnudag. Aft- ur á móti befur flokkur Lecan- uets, lýðræðislegi miðflokkur- inn lítt haft sig í frammi og fór enda mjög halloka í fyrri um- ferð kosninganna. Á sunnudag verður kosið um 404 þingsæti og í 3Ö5 þeirra Helga Guðmumisdóttir aífehæst á VestfiiírSum AjII mlnsii en á sama fima í fyrra ÍSAFIRÐI, 9. marz. — Afli Vest- fjarðabáta fyrstn tvo mánuði ársins varð 6733 lestir, en var á sama tima í fyrra 7576 lestir eða 843 lestum minni en á sama tima í fyrra. Aflinn skiptist þannig milli verslöðva, í svigum töiur frá 1966: Patreksfjörður 818 lestir (879) Tálknafjörður 356 (496), Bíldudalur 292 (279), Þingeyri 311 (497), Flateyri 22« (370), Suðureyri 433 (604), Bolungar- vik 341 (553), Hnífsdalur 113 (316), Isafjörður 688 (1047), Súðavík 150 (233), Dranganes 0 (15). Fimm aflahæstu bátarnir á Vestfjörðum frá áramótum eru þessir: Helga Guðmundsdóttir, Patreksfirði, með 358,0 lestir í 22 róðrum, Jón Þórðarson, Patreks- firði 315,3 lestir í 32 róðrum, Guðbjartur Kristján ísafirði 237,0 í 33 róðrum Jörundur III Tálknafirði 227,4 lestir í 19 róðr- um, Guðný ísafirði 219.4 í 32 róðrum. — H.T. stendur baráttan milli tveggja frambjóðenda, ólíkt því sem ver- ið hefur oftast nær í kosningum í Fra'kklandi til þessa. Víðast eru það frambjóðendur gaullista og frambjóðendur einhvers vinstri flokkanna sem við eigast. í 127 kjördæmum eiga gaullistar i höggi við kommúnista, í 147 kjördæmum er andstæðingurinn frambjóðandi jafnaðarmanna (Vinstri bandalags Mitterands), og í sex kjördæmum gengur á hólm við frambjóðanda gaullista vinstri maður sem áður var í flokki jafnaðarmanna. ISTUTIU HÚI | falin STJÓRNARMYNDUN Haag, 9. marz (NTB) Júlíana Hallandsdrottning fól í dag Barend Biesheuvel, núver andi vara-farsætisráðherra, myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann er einn leiðtoga andbylt- ingarflokksins, en nýtur stuðu- úig þriggja flokka annarra. Vísað úr landi Barcelona, 9. marz (NTB). Juan Corominas, prófessor I rómönskum málum við háskól- ! ann í Chicago, var í dag vísað úr landi á Spáni. Var prófessorinn i handtekinn s.L föstudag ásamt j 15 spönskum menntamönnum, vegna þátttöku í fundi, sem Ibannað hafði verið að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.