Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967. 13 501bús.kr. til Hjartaog æðaverndarféLagsins Frá aðalfundi Múrarafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Múrarafélags Reykjavíkur var haldinn að Freyjugötu 27, þriðjudaginn 26. íebrúar. Formaður félagsins, Hilmar Guðlaugsson, flutti skýrslu stjórnar og skýrði frá starfsemi félagsins á liðnu ári. í upphafi ininntist formaður fjögurra fé- laga er létust á liðnu starfsári og vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu, með því að rísa íir sætum. Gjaldkerar gerðu grein fyrir reikningum félagsins og voru nettóeignir hinna ýmsu sjóða um síðustu áramót kr. 3.309.347,36. Eignaaukning á síðasta ári varð kr. 633.934,45. Úr sjúkra- og elli- styrktarsjóði félagsins voru veifct ir styrkir að upphæð kr. 267.140.00. Veruleg breyting var gerð á reglugerð Sjúkra- og ellistyrkt- arsjóðnum, styrkir voru haekk- aðir og nýmæli tekið um, að framvegis skuli ekkjur látinna félagsmanna fá allt að 60% af árlegum styrk, þó mun það ekki verka aftur fyrir sig. I tilefni 50 ára afmælis Múr- arafélagsins, samþykkti aðal- fundur, að gefa Hjarta- og æða- verndarfélaginu í Reykjavík 50 þúsund krónur. Með gjöf þess- ari vill félagið leggja fram sinn litla skerf til styrktar og efling- ar hinu þýðingarmiklu starfsemi þessara samtaka. Eftirtaldir menn skipa nú stjórn og trúnaðarmannaráð. Aðalstjórn: Hilmar Guðlaugsson, form., Kristján Haraldsson, varaform. Brynjólfur Ásmundsson, ritari, Helgi S. Karlsson, gjaldkeri félagssjóðs, Sigurður Jónasson, gjaldkeri styrktarsjóðs, Varastjórn: Jörundur Guð- laugsson, Páll Jónasson, Ágúst Guðjónsson. Trúnaðarmannaráð: Jónas G.S. Jónsson, Jón K. Þórð- arson, Sigurjón ' Sveinsson, Tryggvi Halldórsson, Jóhannes Ögmundsson, Þórir Guðnason. Varamenn: Jón V. Tryggva- son, Hafsteinn Júlíusson, Einar Jónsson. Notaðir Saab bílar t i 1 s ö 1 u. Árgerð 1966 fólksbíll ekinn 8 þúsund km. Árgerð 1963 stadion. Verð kr. 130.000,00. SVEINN BJÖRNSSON & CO. Langholtsvegi 113 — Sími 30530. KAUPMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Auglýsing um útsölur (skyndisÖlur) verzlana Samkvæmt 5. gr. 1 mgr. laga nr. 84, 19. júní 1933 um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum, er það birt hér með almenningi, að útsölu (skyndisölu) á vefnaðarvöru og öðrum þeim vörum, er vefnaðar- vöruverzlanir hafa á boðstólum er aðeins heimilt að halda á tímabilinu frá 10. jan. til 10. marz og frá 20. júlí til 5. september ár hvert. Útsölu má verzlun halda annaðhvort tvisvar á ári og standi hún þá yfir í mesta lagi einn mánuð í einu eða einu sinni á ári og standi hún þá yfir eigi lengur en tvo mánuði. Með tilvísun til ofanritaðra laga er athygli allra vefnaðarvöruverzlun vakin á því að yfirstand- andi útsölum lýkur frá og með 11. marz. Stjórn félags vefnaðarvörukaupmanna. Logsuðumenn Áratuga reynsla hefir sannað að Logsuðutækin eru beztu og handhægustu tækin. Ennfremur ávallt fyrirliggjandi: Logsuðuvír fyrir járn Logsuðuvír fyrir kopar Logsuðuvír fyrir pott Slaglóð fyrir allar tegundir málma. G. ÞORSTEINSSON 8 JOHHSON H.f. Ármúla 1 - Grjótagötu 7 Simi 2-42-50 Ferðaritvélar Vandaðar, sterkbyggðar og léttar Olympia ferðaritvélar, ómissandi förunautur. — Olympia til heimilis og skóla- notkunar. Útsölustaðir: ÓLAFUR GÍSLASON & co hf Ingólfsstræti 1A. Sími 18370. ADDO VERKSTÆÐIÐ Hafnarstr. 5, Rvík. Sími 13730. V élahreingerningai og gólfteppa- hreinsun. Þrif sf. Sími 41957 '6I0S£ 3o Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á eftirfarandi efni vegna Rafmagnsveitu Reykjavíkur. 1. Jarðstrengir af ýmsum stærðum og gerðum, alls 53.400 m. 2. Spennistöðvaefni í 20 spennistöðvar. 3. Tengiskápar fyrir jarðstrengi. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu okkar. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Margar nýjar gerðir af kvenskóm nýkomnai ir SKOVER SKIÐAFOLK ELAN - TYROLIA TOKO ERU HEIIVIS- ÞEKKT IViERKI ELAN skíðaverksmiðjan er ein hin stærsta og nýtízkulegasta £ heimi. 90% framleiðslunnar er selt til útlanda, einkum til Sviss, Bandaríkjanna, Canada, Skandinavíu, Ítalíu, Þýzkalands og Frakklands. ELAN skíðin eru góð og ódýr. BARNASKÍÐI með plastbotni frá kr. 320.— JET SKÍÐI fyrir fullorðna með plastbotni og stálk. á kr. 1095.— TYROLIA skíðabindingar. — TOKO skíSaáburður. SKÍÐSKÓR frá kr. 478 — Skíðablússur — Skíðabuxur. Kaupið aðeins góða vöru á góðu verði. Verzlið, þar sem úrvalið er. Verzlið, þar sem hagkvæmast er. PÓSTSENDUM LAUGAVEGI 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.