Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUK 10. MAKZ l«0f.
ittoro%iaMaí>iÍ)
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
f lausasölu kr.
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
7.00 eintakið.
á. mánuði innanlands.
1
\
j
VÍÐTÆK UMBOTA
STARFSEMI í
HEILBRIGÐISMÁL UM
¥jað kom gflögglega í Ijós, í
hinmi yfirgripsmiklu ræðu
Jóhanns Hafsteins um heil-
brigðismál á A'iiþingi í fyrra-
dag, að núverandi ríkisstjórn
hefur beitt sér fyrir mjög
víðtæku umbótastarfi á þessu
sviði og á það við um löggjaf-
arstarfsemi, stjómsýsiu og
framkvæmdir.
Talið er að nú standi yfir
byggimgar sjúkrahúsa víðs
vegar um landið, sem samtals
munu kosta 700—800 miiljón-
ir króna, þegar þeim er að
fullu lokið. Stærstu þættirn-
ir í þessum framkvæmdum
eru að sjáifsögðu Landsspítala
byggingin og Borgarsjúkra-
húsið í Reykjavík en þeir
áfangar þessara sjúkrahúsa
sem nú eru í byggingu munu
kosta fullgerðir nokkuð á
sjötta hundrað miiljónir kr.
Auk þess eru í byggingu
sjúkrahús í Vestmannaeyj-
um, Akranesi og Húsavík,
nýlokið er við spítalabygg-
iingar á Siglufirði og Sauðár-
króki og í undirbúnimgi er
-stórfelld stækkun sjúkrahúss
ins á Akureyri og tililögur eru
uppi um byggingu sjúkrahúss
á Suðurlandi. Ríkið greiðir
60% af byggingarkostnaði
þessara sjúkralhúsa.
Þá kom það einnig fram í
ræðu Jóhanns Hafsteins, heil-
brigðismálaráðherra að fjár-
veitingar til heilbrigðismála
hafa aukizt um ailt að 140%
frá árinu 1958—1967 á föstu
verðlagi ársins 1965. Á þessu
tímabili hafa fjárveitingar til
ríkisspítala aukizt um 139,8%,
rekstrarkostnaður ríkisspítala
hefur aukizt um 133,9%,
1 byggingarstyrkir til sjúkra-
húsa og læknisbústaða hafa
aukizt um 119,4%, rekstrar-
styrkir til einkasjúkrahúsa
hafa aukizt um 111,9% og
rekstrarstyrkir til heilsu-
verndarstöðva um 109,3%.
Á undanförmum árum hef-
ur ríkisstjórnin einnig beitt
sér fyrir víðtækri og blóm-
legri lagasetningu á sviði heil
brigðismála. Þar má sérstak-
lega nefna tímamótaOöggjöf
á borð við sjúkrahúslögin frá
1964 og læknaskipumarlögim
frá 1965. Sjúkrahúsalögin
hafa bætt mjög aðstöðu
sveitarfélaga til sjúkrahúsa-
bygginga, en þar er lögfest
að rí'kið skuli greiða 60%
framiag sitt til bygginga á
8 árum, þegar um stærri
sjúkrahús er að ræða og á 5
árum þegar um mimni sjúkra-
hús og lœknisbústaði er að
tefla.
L æ knask ipunarlögin eru
merk löggjöf, sem sérstaiklega
er ætlað að bæta úr lækna-
skorti í strjáltoýlinu, m.a. með
því að komið verði upp
læknamiðstöðvum og marg-
víslegri fyrirgreiðslu við þá
lækna, sem starfa í strjáltoýl-
imu. Ennfremur hafa verið
sett ný lyfsölulög, hjúkrunar-
lög, ljósmæðralög, lög um
Ij ós m æ ðraskó la og frv. um
fávitastofnanir liggur fyrir
Alþingi. Þá er í undirbúningi
frv. um eiturefni og hættu-
leg efni og unnið er að iög
gjöf um málefni geðveikra.
Ríkisstjómin hefur enn-
fremur toeitt sér fyrir fjölL
þættum öðrum nýjungum á
sviði heillbrigðismála og má
þar nefna ríkislán til lækna-
stúdenta, sem er ætlað að
stuðla að því að læknar fáist
til starfa í strjáltoýlinu. Á
árinu 1966 fengu fjórir lækna
nemar sliík lán og í ár hafa
7 læknanemar fengið þessi
lán en þau nema 75 þús. kr.
hvert. Þá hefur verið komið
upp Bifreiðalánasjóði héraðs-
lækna, sem hefur sama ti‘lL
gang að stuðla að því að
læknar fáist til starfa úti á
landsbyggðinni og var þrem-
ur læknum veitt lán úr þess-
um sjóði sl. ár, 100 þús.
hverjum.
Heiltorigðismálaráðherra
hefur lagt áherzlu á að
hafa náið samband við lækna
samtökin um heiltorigðismálin
og ekki sízt hina velmennt-
uðu yngri lækna, sem kom-
ið hafa fram með margvís-
legar nýjar hugmyndir í
Iþessum efnum á síðustu ár-
um. í framlhaldi af þeim við-
ræðum hafa þegar komið til
framkvæmda ýmsar tillögur
læknanna, en aðrar éru í at-
hugun. Þá er og vert að geta
þess, að næsta haust mun
koma himgað einn fremsti sér
fræðingur Svía á sviði al-
mennra heiltorigðismála, á
vegum ríkis og Reykjavíkur-
'borgar og mun hann vera
þessum aðilum ti'l ráðuneytis
um ýmis mikilvæg málefni á
þessu sviði.
Af þessu er Ijóst, að á und-
anförnum árum hafa miklar
framkvæmdir staðið yfir á
sviði heiltorigðismála, mark-
verð löggjafarstarfsemi og
margvíslegar mýjungar. Hitt
er svo annað mál, eins og heil
brigðismálaráðherra benti á í
þingræðu fyrr í vetur, að gíf-
urleg verkefni liggja fyrir.
Framfarir á sviði heiltorigðis-
mála, 'læknisfræði og sjúkra-
húsabygginga hafa verið
ÉlA
1US/ J
UTAN ÚR HEIMI
Fiskveiðiþjóöir S-Ameríku
færa sig upp á skaftið
Eftir Halldór
Sigurðsson
LANDAMÆRUM rikja verS-
ur ekki brevtt nema íyrir
millirikjasamninga eða styrj-
aldir þar sem fast land er
undir fótum. Öðru máli gegn
ir um öll mörk á hafi úti, þar
eru óljós skil þess hvar endar
yfirráðasvæði rikis og við tek
ur opið haf.
Þriggja mílna landlhelgin
hefur notið almennrar Ihefð-
ar allt síðan á 16. öld, en æ
fleiri hallast nú að því að
hún sé að ganga sér til ihúðar
eins og svo margt annað, sem
gott þótti og gilt fyrr á tím-
um en á ekki iheima á þessari
eldflaugnaöld. Það skiptir
kannski ekki minnstu máli í
þessu sambandi að mörg ríki
telja sér nú brýna nauðsyn á
að vernda fiskstofninn í haf-
inu úti fyrir ströndum þeirra
og svo eru líka önnur sem
vitja blátt áíram fá að sitja
ein að sínu.
Ekkert alþjóðlegt sam-
komulag Ihefur verið gert um
samræmingu á þessu sviði.
Nokkur lönd ihalda enn í
heiðri þriggja mílna landlhelg
ina, önnur hafa fært út land-
helgi sína í sex eða tólf míl-
ur. Sennilega er 12 mílna
landlhelgin sú sem nú orðið
nýtur almennastrar hylli og
má þar til nefna að Danmörk
og löndin tvö á Íberíuskaga,
Spánn og Portúgal, Ihafa ný-
verið öll tilkynnt að þau
muni færa út landhelgi sína
í 12 mílur í ár.
Nokkur ríki hafa gerzt tölu
vert djarftækari til sjávarins
við strendur sínar og krefj-
ast sum allt að 200 mílna
landlhelgi eða sem næst 322
km. Allt eru þetta Suður- eða
Mið-Ameríkuríki. Þar er eitt
E1 Salvador, annað Guatem-
ala, þriðja Nicaragua, fjórða
Panama, öll í Ameríku miðri,
Costa Méndez, utanríkisráð-
herra Argentínu, lýsir yfir
því að stjórn hans hafi ákveð
iS að færa út landhelgina í
200 mílur.
síðan S-Ameríkulöndin sem
liggja að Kyrralhafinu, Ecua-
dor, Perú og Ghile og loks
Argentína, sem ein liggur við
Atlantshaf. (Þess má reyndar
geta svona í svigum að Costa
Rica gerir nú tilkall til alls
landgrunnsins úti fyrir strönd
um sínum).
Argentína varð síðast til
þess ofantaldra níu landa að
færa út landlhelgi sína í 200
mílur í janúarlok í ár, og
kvað stjórnin í Buenos Aires
ákvörðun þessa tekna með
það fyrir augum að vernda
hin auðugu fiskimið úti fyr-
ir ströndum landsins.
Þessi einhliða ráðstöfun var
harðlega mótmælt og einkum
voru það þrjú ríki sem mest
höfðu á móti Ihenni. Þetta
voru Sovétríkin, Kú'ba og
Brasilía, sem öll stunda fisk-
veiðar að töluverðu marki á
Atlantshafinu sunnanverðu.
Það er ekki lengra síðan en
um nýár að málgagn kúb-
önsku stjórnarinnar, Gramma
birti miklar lofgreinar um
fengsælu miðum úti fyrir
ströndum Argentínu af því
tilefni að Kúbumenn hyggja
á verulega stækkun fiskveiði-
flota síns.
Mótmælaorðsending Kúbu
af ofangreindu tilefni hefur
orðið mörgum til nokkurrar
skemmtunar og ekki að ófyrir
synju. Þar sagði að eins og
flestum væri kunnugt skildu
ekki nema 100 km. hafs Kúbu
og erkifjandann Bandaríkin,
og sögðu Kúbumenn þeim
vera spurn, hversu færi ef
Bandaríkin tækju allt í einu
upp á því að stækka land-
helgi sína upp í 200 mílur,
sem hefði það í för með sér
að „töluverður hluti larvds
okkar og stranda" félli undir
bandaríska lögsögn.
Argentínumenn hafa
lengi litið á það ólhýru aúga
að sífellt fjölgaði erlendum
fiskiskipum úti fyrir strönd-
um landsins. Austur-Evrópu-
lönd sendu þangað togara
með nýtízkulegum útbúnaði
og verksmiðjuskip og sama
‘ Framhald á bls. 25
miklar og örar og kostnaður
toefur vaxið hröðum skrefum.
Ríkisvaldið og sveitarfélögin,
ekki sízt Reykjavíkurborg,
hafa varið miklum og vax-
andi fjárupphæðum til þess-
ara mála og mestu skiptir að
það fé sé notað á sem hag-
kvæmastan hátt og að fjár-
festingin komist sem fljótast
í gagnið. En heiibrigðismálin
halfa verið tekin föstum tök-
um og að þeim er unnið af
sívaxandi krafti.
HÁIVÍARK
ÚSVIFNI
/ksvífni Framsóknarmanna í
^ málflutningi nær há-
marki á forsíðu Tímans í gær.
Þar er því haHdið fram að
Ríkisútvarpinu hafi verið
kunnugt um að launaður er-
indreki Framsóknarfliökksins,
sem fór á vegum og á kostn-
að Ríkisútvarpsins til Yest-
mannaeyja hafi jafnframt
ætlað þanigað á vegum Fram-
sóknarfliok'ksins og að ákveð-
ið hafi verið þá þegar, að
kostnaður við ferðina skiptist
að jöfnu mil'li útvarpsins og
Framsóknarflókksins.
Þetta er rangt Ríkisútvarp
ið vissi ekki fyrr en löngu
seinna, að umræddur maður
ætlaði til Vestmannaeyja
fyrst og fremst í erindum
Framsóknarflokksins. Þetta
kom skýrlega fram á fundi
útvarpsráðs fyrir nokkrum
dögum, og er ritstjórum Fram
sóknarblaðsins því full kunn-
ugt um það. Ríkisútvarpið
greiddi allan kostnað við ferð
'hins launaða erindreka Fram
sóknarfk>kksins, eins og raun
ar var viðurkennt í Fram-
sóknarmálgagninu sl. mið-
vi'kudag. Hins vegar er ljóst
af frétt Tímans í gær, að
Fraimsóknarlfokkurinn hefur
endurgreitt Rí'kisútvarpinu í
fyrradag helming ferðakostn-
aðar, og breytir það í engu
ihinu alvarlega broti erind-
reka hans.
Framkoma Tímans í þessu
máli er ekki síður alvarleg
en brot erindreka Framsókn-
arflokksins gagnvart Ríkis-
útvarpinu, þar sem 'ljóst er
að blaðið fer vísvitandi með
rangt mál.
PENFIELD
KVADDUR
James K. PemfieLd, sem ver-
ið hefur ambassador
Bandarikjanna á íslandi um
nær sex ára skeið er nú á
förum af landi brott. Á þeim
tíma, sem hann hefur starfað
'hér á landi hefur hann áunn-
ið sér meiri virðingu og vin-
sældir íslendinga en -títt er
um útlemdinga.
Penfield'hjónin hafa gert
sér sérsta'kt far um að kynn-
ast landi og þjóð með þeim
árangri, að þeir íslendingar
munu margir, sem ekki hafa
'kynnzt landi sínu jafnvel og
Penfieldhjónin hafa gert á
þessum tíma.
Starf ambassadors Bamda-
ríkjanna hér á landi er vissu-
'lega þýðingarmikið og það
skiptir miklu máli fyrir ís-
lendimga hverjir veljast í
íþað starf. Að öðrum ólöstuð-
uim er óhætt að fuillyrða, að
íslendingar hafa ekki átt
jafn ánægjuleg samskipti við
nokkurn semdiherra Banda-
rí'kjanna hér á larndi, sem
James K. Penfield.
Þegar bann og kona hans
hverfa nú af landi brott imn-
an tíðar fylgja þeim hlýjar
kveðjur og árnaðaróskir ís-
lendimga með von um, að þau
temgsl, sem þau hafa skapað
'hér á landl muni haldast og
að ísilendingair eigi þess kost
að sjá þau afbur hér á landi,
þótt síðar verði.