Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967.
BiLAKAUP-v-*
Með glasi af mjólk eða bolla af tei eru
4 Limmits Crackers
full máltíð, er inniheldur þó aðeins 350
kalóríur.
— Léttist án erfiðis —
— Grennist án hungurs —
Lfmmits Crackers
fást í næsta apóteki.
Heildsölubirgðir
G. Ólafsson hf.
Sími 24418.
Hrafnhildur Ólafsdóttir, „Miss Útsýnu» tekur við gjöf frá Hotel
Riviera.
til Torremolinos
EFTIR tæpan hálfan mánuð
leggur stór hópur sóldýrkenda
af stað til Torremolinos á Sólar-
strönd Spánar. Er þetta önnur
páskaferð Útsýnar þangað, en um
páskana í fyrra fóru þangað um
120 manns á vegum Útsýnar. Er
l<k»r jarðar
könnuð
Moskvu, 7. marz, NTB.
SOVÉZKIR vísindamenn hafa
byrjað boranir niður á 15 til 18
km dýpi með það fyrir augum
að komast fyrir leyndardóma
jarðskorpunnar.
Segir Tass-fréttastofan boranir
þessar gerðar á fimm stöðum og
er fyrsta borholan rétt norðan
við Kaspíahaf, en önnur er sögð
í Sovétríkjunum norðanverðum,
sennilega á Kola-skaga, en af hin
um þrem fara ekki sögur.
þetta talinn sólríkasti staður álf-
unnar, sólskinsdagar að meðal-
tali um 320 á ár'i og frost óþekkt.
enda nefnist ströndin kringum
Malaga Costa del Sol eða sólar-
ströndin.
Farþegarnir dveljast á Hotel
Riviera, sem er nýjast af stór-
hótelum Torremolinos. íslend-
ingum var tekið þar með kost-
um og kynjum í fyrra og efndi
Paolmino hótelstjóri til veizlu
fyrir Útsýnarfarþega og leysti út
með gjöfum. Hótelið hefur bæði
eigin sjósundlaug og einkabað-
strönd og rúmgóða sali, þar sem
dansað er á kvöldin. Dvalist er
10 daga í Torremolinos og gefur
þá einnig tækifæri til að sjá hin-
ar tilkomumiklu páskaskrúð-
göngur í Malaga og heimsækja
Granada og Tangier í Afríku.
Spánverjum hefur tekizt að
halda niðri verði á gistingu, fæði
og þjónustu með þeim árangri,
að Spánn er nú fjölsóttasta ferða
mannaland Evrópu.
Páskaferð Útsýnar er farin
með leiguflugvél frá Flugfélagi
íslands, sem bíður hópsins í
Malaga og stanzar að lokum 3
daga í London á heimleið.
Talið er að nokkrar líkur séu
á því að úr iðrum jarðar megi
vinna hita, sem opnað geti orku-
vinnslu nýjar leiðir. I>á er og
ætlunin að komast fyrir um það
með rannsóknum við borholuna
norður við Kaspíahaf hvort olía
geti verið af ólífrænum uppruna
og jafnframt á að kortleggja olíu
lög á þeim slóðum.
Hópur Útsýnarfarþega nýtur síðustu sólargeisla ferðarlagsins við sundlaug Hotel Riviera.
Önnur páskaferð Utsýnar
INiýbratvtskráðar
hjúkrunarkonua
HINN 7. marz sl. voru eftir-
taldir nemendur brautskráðir frá
Hjúkrunarskóla íslands;
Amalía Þórhallsdóttir frá
Kirkjubóli, Norðfirði, Ásdís Guð
mundsdóttir frá Reykjavík, Ás-
rún M. Auðbergsdóttir frá Asi,
Ásahr., Rang., Björg Helgadóttir
frá Skógargerði, Húsavík, Dan-
íela Jóna Guðmundsdóttir frá
Súðavík, N.-ísafj., Edda Stein-
grímsdóttir frá Miðhlíð, Barða-
strönd, Eygló Svana Stefánsdótt
ir frá Reykjavík, Fríða Bjarna-
dóttir frá Reykjavík, Guðrún G.
Guðmundsdóttir frá Hafnarfirði,
Guðrún Þórðardóttir frá Siglu-
f irði, Gunnhildur Valdemars-
dóttir frá Núpi, Dýrafirði, V,-
ísafj., Helga Þuríður Jónsdóttir
frá Lyngholti, Bárðardal, S.-
Þing. Hrafnhildur Ágústsdóttir
frá Reykjavík, Kristín Lára Þór-
arinsdóttir frá Tálknafirði, Lauf
ey Aðalsteinsdóttir frá Reykja-
vík, Margrét Níelsd. Svane frá
Reykjavík, María Ríkarðsdóttir
frá Reykjavík, Ólöf S. Baldurs-
dóttir, frá Reykjavík, Ölöf Björg
Einarsdóttir frá Reykjavík, Sig-
rún G. M. Briem frá Reykjavík,
Sigrún Valsdóttir frá Reykjavík,
Steinunn Pétursdóttir frá Kópa-
vogi og Sveinborg María Gísla-
dóttir frá Reykjavík.
ÞORFINNUR EGILSSON
lögfræðingur
Olíusamlagshúsinu Keflavík.
Opið kl. 1—5 e. h. Sími 1588.
[velmeð farnir bílar til sölu
| og sýnis í bílageymslu okkar
I að Laugavegi 105. Tækifæri
I til að gera góð bílakaup.. —
| Hagstæð greiðslukjör. —
| Bílaskipti koma til greina.
Austin Gipsy (bensín),
árgerð 1966.
Opel Caravan 1959
og ‘62
Bronco (klæddur) 1966.
Comet 1963.
Taunui 17 M station
1959.
Commer sendibílar 1964
og 1965.
Volkswagen sendibíll
1963.
Opel Kapitan 1959 og ’60
Mercedes-Benz 220 S ’63
Fairlane 500 1964.
Trabant station 1965.
Ford Custom 1963.
Bedford 7 tonna 1961.
Villys 1965.
Taunus 17 M station
1962.
Cortina station 1964.
I Tökum góða bíla f umboðssölu]
| Höfum rúmgott sýningarsvæði
innanhúss. I
mi’.-rrm umboðið
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SIMI 22466
Verð á
Cortina De Luxe er kr. 182 þús.
Innifalið: Hlífðarpönnur undir vél og benzíngeymi.
Styrktar fjaðrir og höggdeyfar. Stór rafgeymir.
Hjólbarðar 560x13
Nyja CorUnan er meiri CorUnal
Yfir 500 sigrar f erfiðustu þol- og kappaksturskeppnum um allan heim.
Nýja Cortinan er 6 cm breiðari. Hún er mýkri f akstri, rúmbetri og stöðugri d vegum.
Hin nýja kraftmikia 5 höfuðlegu vél gefur bifreiðinni mjúkan og öruggan akstur,
Gúmmihlífar yfir höggdeyfurum varna skemmdum vegna óhreininda.
Kraftmikil miðstöð og loftræsting með lokaðar rúður. Mikið farangursrými. Ný og betri bólstrun á sætum.
SVEIHN EGILSS0H H.F.
UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466