Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967. 21 - RÆÐA BJARNA Framh. af bis. 1 rangurinn er sá, að talizt hef- nr að friða þennan heims- hluta fyrir þeirri ágengni sem haldið var uppi, þangað tii Atlantshafsbandalagið var sett á stofn. Það hefutr skap- að öruggari frið og betri horf- ur en áður og þá eigum við að halda áfram því sem vel hefur gefizt en ekki hverfa frá því. fi lok ræðu sinnar sagði Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra: „Við getum haft á- hrif á það með okkar litlu þátttöku, hvort haldið verður uppi friðarsamtökum í heim- inuin, þeim samtökum sem vantaði 1920-1939, sem gerði tveimur einræðisherrum mögulegt, & bak við sínar þjóðir, að semja um það að leiða mesta blóðbað yfir þjóð irnar, sem nokkurn tíma hef- ur verið hafið“. Ræða forsæt- isráðherra fer hér á eftir í heild: ÞaS er alger misskilningur hjá hv. 3. þf. Rvíkur, að ég hafi nokkru sinni haldið því fram, að íslendingar ættu ekki að taka afstöðu i alþjóðamálum og hik- laust láta uppi skoðanir sínar í þeim eftir því, sem efni standa til á alþjóðarráðstefnum. Eg þurfti um slíkt enga leiðbein- kigu frá manni að vestan, eins og sagt var í Ojóðviljanum á dögunum, en hv. 3. þm. Rvíkur tók sér mjög tii inntekta ummæli þess bandaríska öldungadeildar- þm., sem hér var fyrir skemmstu og hélt fram að ýmsu leyti fróð- legum og athugunarverðum kenningum. >að er einmitt eitt höfuðdeiluefni mitt og hv. 3. þm. Rvíkur, að ég tel, að íslandi beri að . leggja fram sinn skerf til þess að tryggja og halda uppi friði í heiminum. >ess vegna megi ekki láta landið vera eins og stjórn- og varnarlaust rekald, heldur verðum við að hafa kjark til þess að gera okkur grein fyr ir þeim skyldum, sem á okkur eins öðrum sjáifstseðum ríkjum hvíla í þessum efnum. Hv. þm. vill nú gagnstætt því, sem hann hefur raunar stund- um gert áður, skjóta sér undan þessari skyldu, en í þess stað taka að sér leiðbeiningastörf, ó- boðinn erindisrekstur, íhlutunar semi um annarra manna málefni og það er sá erindrekstur, sú afskiptasemi, sem ég játa, að ég hef litla trú á og raunar gert nokkuð gabb að, að hv. þm. vildi beita sér fyrir þvílíkri íhlutun. iÉg benti t.d. á það, að það væri ætíð hlálegt að hv. þm. vildi, að við færum að ledðbeina Norð- mönnum um þeirra afstöðu til erlendrar fjárfestingar þar í landi. Norðmenn eru fyllilega þess umkomnir að taka um þatta ákvarðanir sjálfir og sannast bezt að segja er tiltölulega lítill ágreiningur í Noregi um þessi efni. Meginhiuti norska stór- þingsins tók í lok sj. árs ákvarð anir um þetta, enn að nýju, og það kom alveg glögglega fram þá, að því fer fjarri að fremstu menn Noregs eins og t.d. Einar Gerhardsen sem er nú í stjórn- arandstöðu í bili, séu sammála hv. 3 þm. Rvikur um það, að þessi erlenda fjárfesting og starf þeirra fyrirtækja, sem hv. 3. þm. Rvíkur telur, að sé hvarvetna til bölvunar, hafi reynst illa í Nor- egi. 1 ræðu, sem Einar Gerhard- sen hélt í desember í norska stór þinginu og prentuð var í Arbeide bladet, segir hann td. með leyfi hæstv. forseta: „Socialisk folkepartá ætti einn- ig að vera ljóst, að ekki er hugs anlegt að ná samningi þess að- ils sem hér er um að ræða án þess að ákveðnir norskir hags- munir verði að víkja til baga fyrir félagið, sem samningur er gerður við. Spurningin er, hvort sá ávinningur, sem Noregur faet' að sínu leyti, vegur á móti þvl, sem afsalað verður. Góður sam- vinnusamningur verður að gefa báðum aðilum jafna hagsmuni. Einungis ef svo er er verjanlegt að gera hann og líklegt að hann haldist“. Gerhardsen segir enn fremur í pessari rœðu: „>etta er heldur ekki neitt nýtt fyrirbæri í Nor- egi. Flest hinna stóru iðnfyrir- tækja eru að öllu eða einhverju leyti í höndum erlendra aðila. Við getum heldur ekki haldið því fram, að við höfum haft slæma reynslu í þessu efni. >að er a.m.k. ekki álit þeirra, sem búa í þeim iðnaðarbyggðum, sem risið hafi upp imihverfis slíkan iðnrekstur o.s.frv.“ >arna segir hinn margreyndi forystumaður Norðmanna, að sú fjárfesting, sem hv. 3. þm. Rvík ætlar að fara að vera Norðmenn við og bjarga þeim undan, hiafi orðið norsku þjóðinni og sérstak- lega norskum verkamönnum til miikils baga. Og ég get heldur ekki komist hjá því, að sú ríkis- stj., sem nú hefur nýlega tekið við völdum í Finnlandi og þar sem flokksbræður hv. 3. þm_ Rvíkur, kommúnistar, eru valda miklir í, hefur gert sérstakar ráð stafanir tl þess að fá erlent fjár- magn inn í landið. >etta getur hv. 3. þm. Rvíkur lesið um, t.d. í nýju hefti af Nordisk kostekt, sem hefur verið útbýtt hér á borð þm. >að er í 2. hefti þessa árs gerð grein fyrir þeim sér- stöku ráðstöfunuín, sem nýja finnska stjórnin hefur gert, án þess að þar sé nokkuð getið um ágreining flokksbræðra hv. þm. Þessir menn bafa sannfærzt um það, að ef þeir vilja hafa fjöl- breytt atvinnulíf, verða menn nú á dögum að taka þátt í al- þjóðlegri starfsemi og það er einmitt hin aukna, alþjóðlega starfsemi, sem á hinn stóra þátt í því, að við höfum nú forðazt kreppuástand komizt hjá því, sem varð mestur bölvaldur á milii stríðsárunum. Hv. þm. er miklu nær að læra af slíkri reynslu heldur en vera að telja sér trú um, að hann eða aðrir, sem lifa í löngu liðnum tímum séu þess umkomnir að kenna hvort hfldur Norðmönnum eða Finnum, hvernig þeir eigi að stjórna sínum eigin málum. íslendingar og Vietnamstríðið. Ég verð einnig að játa, að þó að mér þætti mjög fróðlegt að heyra það, sem öldungadeildar- þm. Fuibright sagði, hef ég til- tölulega litla trú á því, að íslend- ingar séu þess umkomnir að leysa hið hörmulega stríð í Viet- nam, eins og hv. þm. vill, að ís- lendingar fari að beita sér fyrir. Ég tek fyllilega undir þau um- mæli, sem einn reyndasti stjórn- málamaður á Noi ðurlöndium, Er- ik Eriksen, sagði nýlega í viðt'ali við danskt blað. Hann talar um það, hvílík álhrif Vietnam-málið hafi haft í dönsku kosningunum ekki alls fyrir löngu, og það er vitað mál, að þetta mál hafði þar töluverð áhrif, sem var í raun og veru ek'ki alveg óeðlilegt, vegna þess að dönsku stjórnmálamenn- irnir, þar á meðal danska ríkis- stj. hafði látið svo eins og það væri á færi Dana að leysa þetta mikla vandamál. >egar það kom svo í ljós, að danskir stjórnmála- menn höfðu þarna engin áhrif, var eðlilegt, að óreyndur æsku- lýður í Danmörku yrði fyrir von brigðum og teldi, að þessir menn hefðu staðið sig illa. En Erik Eriksen segir alveg réttilega: „Vietnam-stríðið er með tiiliti til þess, sem menn geta gert í dönskum stjórnmál- um, efni, sem ekfki getur skipt máli“. Ég get ekki ímyndað mér, að nokkur dönsk stjórn hversu dugleg, sem hún kynni að vera, gæti haft áhrif til þess að stöðva þetta stríð“. Ég tek fyllilega und- ír þessi ummœli hins margreynda og mikillhæfa danska stjórnmála- manns, sem ég tel með allra mik ilthæfustu stjórnmálamönnum á Norðuriönidum. Auðvitað, ef smá þjóðirnar gæbu leyst þetta stríð, eiga þær ekki að láta á sér standa með leiðbeiningar og hjálp til þess. En reynslan er búin að sýna, að jafnvel smáþjóðir, sem eru margfalt, jafnvel hundruðum sinnum mannfleiri en við ráða ekki við þennan vanda, geta ekki leyst hann og við skulum ekki vera að leika á okkur sjálfa eða leika á okkar kjósendur eða beina huga íslenzks æskulýðs frá þeim málum, sem hann getur haf-t góð áhrif á í slöt villuljós, eins og hv. iþm. er í þessum efn- um og öðrum að reyna að toregða upp fyrir honum. Hann verður þar fyrir vonbrigðum og sann- ast að segja, þó að hér hafi margt betur farið nú en áður, er hér margt óleyst ennþá. Ég tek ekki undir það, sem hv. ritstjóri >jóð viljans sagði á gamlársdag í sinni forystugrein, þar sem hann lýsti sárnum eigin sálarháska yfir því, að nú væru ekki búksorgir lengur tii þess að þjá menn hér á landi og þess vegna væri bax- áttúhugur þeirra fyrir góðum málefnum í hættu. >etta er að vísu rétt, að okkur hefur tekizt að útrýma að verulegu leyti fá- tæktinni á íslandi. >vi miður er þó enn við svo margan vanda að etja og mörg vandamál óleyst á íslandi, að bæði ungir og gamlir og margar kynslóðir á fslandi þurfa að leggja sína vinnu fram til þess að leysa þann vanda. En fyrst og fremst í utanríkismál- um ber okkur skylda til þess að halda þannig á, að ísland verði ekki til þess að skapa aukna ófriðailhættu í heiminum. >að er ærið og mikið verkefni að reyna að leysa fram úr því. >ar hvílir á okkur þung skylda. >ar tjáir ekki að kasta frá sér vandanum og láta eins og hann sé etóki til, eins og hv. þm. vil'l gera. Ég vil segja: >etta er það, sem okkur greinir fyrst og fremst á. Ég segi: Við Islendingar eigum að láta alþjóðamál til okkar taka. Við eigum að reyna að hafa áhrif á stórveldin eftir þvi, sem við getum. En það er fyrst og fremst von til þess, ef við sjálfir gerum okkur grein fyrir okkar eigin skyldu ef við bregðumst henni ekki og ef við gætum þess sjálfir í okkar athöfnum að koma þann- ig fram, að virða alþjóðalög og rétt og hafi í þeim efnum fagurt fordæmi fyrir þeim, sem stærri eru. Þetta er mikið verkefni og oft ekki eins auðleyst eins og hv. 3 þm. Reykv. vill vera iáta. Einar og hlutleysið. Nú er það svo, eins og ég sagði, að ihv. þm. er töluvert skoð anareikull í þessum efnum. >að er óhagganlegt, sem ég sagði, að hann varð manna fyrstur til þess að benda, á að hlutleysi væri ís- lending'um lítil eða engin vörn. Hann varð manna fyrstur af ís- lenzkum alþm. til þess að benda á þessa sbaðreynd. Hann vildi halda því fram hér á dogunum, að hann hefði vaknað til vitund ar um þetta eftir Múnchen-sátt- málann, sem gerður var 193«. Sannleikurinn er «á, að hv. þm. hafði komið auga á þetta áður og það var furðulegt, þegar hv. þm. er nú að gera lítið úr því, sem bæði hann og hans forysbu- menn, hafa um þessi efni sagt. Hann var nú að láta eins og hans látni vinur, og maður, sem ég mat mikils, þó að ég væri hon- um ósammála, Henrik Ottósson, og hefði talað af sér og sagt eitt- hvað, sem hann væri ekki maður til þess að standa við, þegar hann hafði eftir Lenin áfcveðin um- mæli. Ég spyr hv. þm. Af hverju leiðrétti hann ekfci Hendrik Ottósson meðan hann var líf- andi? Af hverju va/knar hann nú fyrst til meðvitundar um, að Hendrik Ottósson hafi þarna tal- að af sér? Hendrik gerði það og ekki eingöngu í sinni bók, sem kom út 194«, bókin „Frá Hlíðar- húsum til Bjarmalands", þax sem segir á síðu 248 íneð, leyfi hæsbv. forseta: „Skömmu áður en við lögðum af stað heimleiðis, hann og Bryn- jólfur Bjarnason, áttum við að koma á fund framkvæmdastjórn ar Komintern og skýra henni frá verkalýðshreyfingunni á ís- landi og stéttabaráttuni. >að varð að ráði, að ég flytti erindið, en báðir ’höfðum við Brynjólfur samið það. Ég flutti það stór- slysalaust á þýzku og ensku, en það voru þau heimsmálin, sem flestir fulltrúarnir skildu. >ar var Lenin og kallaði hann einu sinni fram í fyrir mér. Fannst honum eittihvert atriði ekki nægi lega vel skýrt. Ég sagði þá, að sennilega myndu fæstir viðstadd ir vita neitt um ísland. >á kvað við hlátur og Lenio sagði, að víst þekktu fulltrúarnir til lands ins, enda væru þeir forystulið verkalýðs heimsiras og mættí. ætl- azt tiil þess, að þeir vissu meira um íslarad en almenningur. Hann hóf þá hina frægu tölu sina um hernaðarlega afstöðu íslands i framtíðarstyrjöld, sérstaklega með tillití til flughernaðar og kafbátá“, Oetta er etókert um að villast, hvað hinn látni heiðursmaður hefur sagt og það kom ekki ein- ungis fram í þessi bók. Hann skrifaði líka grein um iþetta sama efni hinn 23. janúar 1946, sem birtist í >jóðviljaraum þann dag og þar segir m.a.: „Nokkru eftir 191« fóru að heyrast raddir um það, að ís- land mundi tæplega geta haldið hlutleysi sínu á sama hátt og áð- ur. Lenin mun hafa verið fyrst- ur manna til þess að benda á þessa staðreynd 1920, en fáir fs- lendingar tóku hana alvarlega”. En það voru íslendingar, sem tóku hana alvalega, þ.á.m. hv. 3. þm. Reykv. Hv, þm. talaði þá hvað eftir annað ekki einungis eftir haustið 193«, helidur áður um það, að h'lutleysið væri úrelt með öllu. T.d. hinra 14. októ'ber 1937 segir Einar Olgeirsson: „fsland verður að gera ráð- stafanir tíl að tryggja sjálfstæði sitt. Frá því ísland fékk sjálf- stæði sitt 1918, hefur orðið svo stórfelld breyting á alþjóðahátt- um að sú trygging, sem menn þá treystu á, að nægja mundi fyrir sjálfstæði smáþjóðar eins og ís- lendinga, virðing fyrir sjálfstæði þjóðar og drengskapar gegn vopnlausri smáþjóð eru nú horf- in“. >etta sagði þm. 14. október 1937 og það var bæði á undan og eftir nánar skýrt, hvaða úr- ræði ættu að koma í staðinn fyrir hlutleysið. Ég veit ekki, hvort Einar Olgeirsson skrifaði grein, sem 15. maí 1936 birtist í Verkalýðsblaðinu, en hún lýsir skoðunum þeirra félaga á árinu 1936. >ar segir með leyfi hæstv. forseta: „>að er alveg ófyrirgefanlegt að gera ekki allt sem auðið er tU að ná samningum við land eins og Frakkland, Bandaríkin og Norðurlönd, tilþess að tryggja sjálfstæði landsins eftir því, sem kostur er og gera þannig aðstöð- una betri tíl þess að knýja einnig England og >ýzkaland tU þess að viðurkenna sjálfstæði landsins". >arna vísar Verkalýðsblaðið beinlínis á sams konar bandalag með sams konar þjóðum eins og nú er aðaluppistaða Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu og Banda- ríkjunum vestan hafs. Einar Ol- geirsson sjálfur sagði að vísu að það er rétt, það er á árinu 1938 og 1939, þegar hann segir t. d. í >jóðviljanum 3. febrúar 1939: „Yfirlýsing Roosevelts sýnir og sannar, að fullur möguleiki er á þvi, að Bandaríkjastjórn mundi láta ábyrgð á friðhelgi íslands til sín taka. >að er því íullkomið ábyrgðarleysi gagnvart sjálfstæði og framtíð islenzku þjóðarinnar að sinna ekki tíU. vorum. Við eigum strax að leita tryggingar Bandaríkjanna og annarra ríkja fyrir sjálfstæði voru og frið- helgi ,svo að við séum ekki ein- angraðir og varnarlausir ofur- seldir yfirgangi og ágirnd hins nasistíska >ýzkalands“. Og 1. desember 1938 sagði Ein- ar Olgeirsson í sama blaði: „>ví er það, að íslenzka þjóðin verður og að tryggja sér, ef nokkur kostur er á, að erlend ríki, sem styrkur er að og standa mundu við skuldbindingar sínar tækju einnig ábyrgð á sjálfstæði íslands og verður það, ef á það yrði ráðist. En engin ríki hafa enn sem komið er tryggt sjálf- stæði vort Hins vegar eru ýmis ríki, sem ætla mætti, að ekki vildu þola, að ísland yrði gert að þýzkri nýlendu. TU þessara ríkja verðum við að leita og fé úr því skorið. hvort þau vilja taka á sig skuldbindingar gagn- vart okkúr. >au ríki, sem hér koma fýrst og fremst tll máta, eru Bandaríkin, Jíorðurlönd, Sovétríkin og því næst England og Frakkland“. ORSAKIR STYRJALDARINNAR Þarna skýtur hv. þm. að véta Sovétríkjunum inn. En við skul- um minnast þess, þegar hv. þm. heldur þvi fram, að hann hafi gert þessar tUl. undir skugga Múnchen-sáttmálans og yfirvof- andi striða, að striðið 1939 brauzt þvi aðeins út og það var alger forsenda fyrir því, að það hófst, að Stalin samdi við Hitler. Mér dettur ekki til hugar að halda þvi fram, að rússneska þjóðin hafi vUjað strið frekar en þýzka þjóðin. En það voru þessir tveir einræðisherrar, sem sömdu um það að hleypa seinni heims- styrjöidinni af stað. Framhjá þessu verður aldrei komist og hv. þm. tjáir ekki að segja, að þessi hætta hafi fyrst hafizt með Múnchen-sáttmálanum. Yið get- um sagt, að Bretar hafi þar sam- ið af sér og má þó spyrja! Var ekki skynsamlegt að gera úrslita- tUraun tU þess að koma í veg fyrir nýja stórstyrjöld? Múnchen- sáttmálinn brást ekki vegna þess að hann var gerður, heldur vegna þess, að hann var svikinn. Hann var svikinn af Hitler í árs- byrjun 1939 og eftir þau svik, var Hitler fyrst orðinn, að mati Rússa, samningshæfur. Þetta eru þær staðreyndir, sem vert er að hafa í huga og ástæðulaust er að snúa við, eins og hv. þm. reyndi að gera í sínum máiflutningi. Það má endalaust telja upp til- vitnanir í sömu átt o gég hef nú gert, ég skal ekki eyða tima þm. í það, en gallinn á milli- stríðsárunum frá 1918—1939, var eiiunitt þessi, að þá höfðu lýð- ræðisrikin ekki víðsýni og dug tU þess að hafa bandalag sín á milli. Ef þau hefðu komið á sliku bandalagi mUli 1920 og 1930, er það vitað mál, að ný styrjöld hefði ekki hafizt. Þá hefði Hitler aldrei komizt tU valda, þá hefði hann ekki getað sótt þann styrk tU einræðisherrans í Moskvu, sem hann síðan sótti, tU að koma seinni styrjöldinni á, og það er einmitt tU að forðast sams konar ógæfu, sem lýðræðisþjóðirnar, og þar með tslendingar, eru nú bundnar í bandalag. tU þess að vernda friðinn. Með þeim ár- angri sem ljós er, að það hefur tekizt að friða þennan heims- hluta gegn þeirri ágengni, sem var haldið uppi allt þangað til Atlantshafsbandalagið var sett á stofn, sem hefur komið á meiri friði og betri horfum en nokkru sinni áður, og svarið við þvi og afleiðingin af þvi er ekki, að hverfa frá því, sem vel hefur gefizt, heldur halda þvi áfram. Með því segi ég ekki, hvernig koma eigi fyrir vörnum íslands í einstökum atriðum, það er máL sem verður að skoðast hverju sinni, eftir því, sem islenzkir hagsmunir segja tU um, en ekki eftir því, sem útlendir hagsmunir segja tU um, eins og hv. þm. og hans bandamenn hafa fyrr og síðar gert. Það stendur óhagganlegt I þing tíðindunum frá 1941, að Brynjólf ur Bjarnason sálufélagi hv. þm. sagði, að það mætti skjóta á ís- landi, ef það yrði til þess, að Sovétríkjunum yrði hjálpað. Ég veit að hv. þm. vildu eyða þes9U, en þeir komast ekki hjá, að þetta var sagt, þetta var skráð, þetta stendur óafmáanlegt. Alveg eina og það stendur óafmáanlegt i gerðarbók utanrmn., þó hv. þm. hafi þá og einkum eftir á reynt að slá úr og í, að eftir að uppvíst var, að Rússar lögðu til, að ís- lendingar lýstu því yfir, að þeir væru í stríði við Þjóðverja eða Japani, breytti hv. þm. um skoðun. Hann vildi ekki að þetta yrði gert, fyrr en hann var bú- inn að fá leiðtoeiningu frá Rúss- um. Hann bað um, að það yrði grenslast eftir því, hvað Rússar segðu, og eftir það sagði hann: Við skulum lýsa því yfir, að Þjóðverjar séu í stríði við okk- ur. Þetta getur hv. þm. lesið, ef hann vill. >að stendur þarna, þetta verður ekki afmáð. Ég veit, að hv. þm. vildi nú ógjarra- Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.