Morgunblaðið - 10.03.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967.
ri
u
- rííhöfundarins Ladisiavs Mnackos frá Siávakíu
INNAN skamms kemur á
markaðinn í ýmsum ríkjum
Evrópu og Bandarikjunum ný
skáldsaga eftir tékkneskan rit
höfund, Ladislav Mnacko að
nafni, sem gefið hefur verið
viðurnefnið „Hemingway hinn
rauði“. Skáldsaga þessi er
sögð ein hin miskunnarlaus-
asta og djarflegasta árás á
kommúnismann eftir rithöf-
und innan kommúnistarikj-
anna sem birzt hefur á Vest-
urlöndum. Birting bókarinn-
ar var bönnuð í heimalandi
höfundarins eftir að bók-
menntatímaritið „Plamen“
hefði birt úr henni tvo kafla.
Tékkneska stjórnin gerði
einnig ráðstafanir til að
koma í veg fyrir birtingu bók
arinnar á Vesturlöndum, en
tókst ekki.
Mnacko er síður en svo
nokkur „kapitalisti" eða
„hægri sinni". Hann er gam-
all og reyndur kommúnisti og
hefur getið sér mikið orð
fyrir skáldskaparstörf sín. Hin
nýja skáldsaga hans sem á
ensku hefur verið gefið heit-
ið „The Taste of Power“, er
að því leyti fráhrugðin ýms-
um öðrum ritverkum, sem
fram hafa komið feftir hina
svonefndu menningarhláku í
Austur-Evrópuríkjunum, að
þar er ekki látið sitja við al
menna eða takmarkaða gagn-
rýni á hugmyndaveröld þá, er
höfundur lifir í. Sagan er níst
andi fordæming á gerspilltu
persónuvaldi, sem beitt er í
skjóli kommúnismans. Engin
nöfn eru nefnd, en beggja
vegna járntjaldsins hefur aðal
persónu sögunnar verið líkt
við Antonin Novotny, leiðtoga
tékkneska kommúnistaflokks-
ins, sem — eins og hinn ónafn
greindi ríkisleiðtogi í bókinni
— hefur árum saman haldið
dauðahaldi í valdatoppinn
tékkneska, þrátt fyrir marg-
ítrekaðar tilraunir til þess að
hrekja hann frá völdum.
Árum saman hefur verið
háð hálfgerð styrjöld milli
tékkneskra stjórnarvalda og
lista- og menntamanna, eink-
um þó rithöfunda. en þó þann
ig að framan af mátti fremux
líkja henni við þráskák en
skák æsilegra sókna. Þar til á
síðasta ári hafði eftirlit stjórn
arvaldanna og flokksins með
rithöfundum verið tiltölulega
minna en til dæmis í Póllandi
og Sovétríkjunum. Tékkneska
flokksstjórnin forðaðist hörku
lega ritskoðun og gerði lítið
af því að toanna birtingu rit-
verka, — en rithöfundar af tur
á móti notuðu sér með gát
það frelsi, er þeir höfðu.
En á síðasta ári hóf flokks
stjórnin sókn gegn rithöfund
um. Henni hafði augsýnilega
brugðið mjög í brún, þegar
tékkneska ritihöfundasamband
ið sendi þrjá fulltrúa til
Moskvu í marz mánuði til þess
að kanna staðreyndir í máli
sovézku rithöfundanna Synia
vskis og Daniels. Létu rithöf-
undasamtökin síðan frá sér
fara vísbendingu um, að tékk-
neskir rithöfundar mundu
ekki sætta sig við sams kon-
ar framkomu af hálfu tékk-
neskra yfirvalda og sovézku
yfirvöldin höfðu sýnt í máli
rithöfundanna. Viðbrögð tékk
nesku stjórnarinnar urðu þau
að láta handtaka sl. haust tvo
tiltölulega -lí-tt þekkta rithöf-
unda og hóta að setja á svið
réttarhöld stíl Sinyavski
réttarhaldanna. En úr því
varð aldrei — og því var lýst
yfir af hálfu hins opinbera,
að mennirnir tveir hefðu ekki
verið handteknir vegna rit-
starfa, heldur fyrir aðrar sak
ir.
í desember lék stjórnin sín
um næsta leik. Novotny, for-
seti lét setja ný lög um blöð
og fréttastofnanir þar sem
kveðið var á um aukna
ritskoðun og menntamönn-
um og rithöfundum sett-
ar ýmsar skorður varðandi
skrif þeirra. Nýtt menningar-
og upplýsingamálaráðuneyti
var sett á laggirnar og var
meginverkefni þess ljóslega
Antonin Novotvy
að halda aftur af mennta-
mönnum og rithöfundum.
Þannig stóðu málin, þegar
fyrsti úrdráttur úr bók Mnac
kos birtist í bókmennta-
tímaritinu „Plamen". Ritskoð
arar stjórnarvaldanna höfðu
þá þegar beitt skærum sín-
um á nokkrum stöðum, en þó
varð þegar ljóst, að hér var
á ferðinni athyglisvert rit-
verk. Annar þáttur úrdrátt-
arins birtist í næsta blaði —
en sá hafði verið enn meira
skorinn niður en sá fyrri. Síð
an ekki söguna meir og hefur
ríkt alger þögn um þessa bók
í Tékkóslövakíu, á opinberum
vettvangi að minnsta kosti.
En Mnacko hafði þá þegar
tryggt sér, að bókin sæi dags-
ins ljós á Vesturlöndum.
Snemma á síðasta ári tók
hann sér ferð á hendur til Vín
arborgar og hafði þá meðferð
is handritið. Þar seldi hann
útgáfuréttinn bókaforlagi
Fritz Molden og munu þýð-
ingar á bókinni koma sam-
tímis á markað í Bretlandi
Bandaríkjunum og nokkrum
ríkjum á meginlandi Evrópu.
Tékkneska ríkisstjórnin hef
ur hvað eftir annað beðið
Mnacko að hætta við að láta
gefa bókina út á Vesturlönd-
um, eða að minnsta kosti
breyta henni, — en hann hef-
ur neitað afdráttarlaust.
Mnacko er einn kunnasti rit-
höfundur Slóvaka og þekktur
víða um heim — ein af fyrri
bókum hans, „Dauðinn er eng
ill“ hefur selzt í tveimur millj
ónum eintaka á sextán þjóð-
tungum. Svo virðist, sem
Mnacko sé staðráðinn í að
taka áhættuna, annaðhvort tel
ur hann, að hann sleppi við
handtöku, eða hann er reiðu
búinn að feta í fótspor Djilas
ar hins júgóslavneska, að fara
í fangelsi og virðist sem hon-
um finnist það ekki of há<tt
verð að greiða fyrir að
segja það, sem honum býr í
brjósti.
Þá hefur það ekki vakið svo
litla athygli, að tékkneska
stjórnin hefur einnig gert til-
raunir til að koma í veg fyr-
ir útkomu bókarinnar á Vest
urlöndum og í því farið ýmsar
diplómatískar leiðir. Þegar á-
rangur af þeirri viðleitni varð
enginn, var fulltrúi stjórnar-
innar, Bernau að nafni, — for
stjóri bókmenntaumboðsskrif
stofu ríkisins, sendur til Vín-
arborgar til þess að telja for-
svarsmenn Fritz Molden-út-
gáfunnar á að gefa bókina
ekki út. Þar var honum tekið
með kurteisi, en vísað rólega
aftur til föðurhúsanna.
Skömmu síðar barst útgef-
endum orðsending frá Mnac-
ko sjálfum, þar sem hann
mundi í einu og öllu
standa við gerða samninga —■
og bauð þeim meira að segja
fleiri verk til birtingar.
13. janúar sl. sendu útgef-
endur fulltrúa sinn til Prag
til þess að ræða ýmis smá
atriði við Mnacko. Stefnumót
þeirra hafði verið ákveðið sím
leiðis — en áður en fulltrú-
inn næði sambandi við Mnac-
ko, var hann af lögreglunni
tékknesku lýstur „persona
non grata“ í Tékkóslóvakíu
og fluttur til landamæra Aust
urríkis hið snarasta. Harðorð
mótmæli voru send til utan-
ríkisráðuneytisins tékkneska
og er nú verið að rannsaka
málið að sögn talsmanna ráðu
neytisins.
Þessi harðsnúni rithöfund-
ur, Ladislav Mnacko, er fædd
ur árið 1919 á landamærum
Moraviu og Slóvakiu. Foreldr
ar hans voru fátækir og hann
hefur sjálfur verið kommún-
isti frá unga aldri. Af sögu
hans má ráða, að það, sem
er honum sárastur þyrnir í
augum varðandi kommúnism
ann, er hvernig það þjóðfél-
agskerfi getur gert mönnum
eins og „stóra manninum" í
sögu hans fært að sitja að
völdum, enda þótt völdin hafi
í raun og veru breytt þeim
Bók Mnackos er talin ein bitrasta og djarfasta
árás á kommúnismann, sem birt hefur verið
eftir rithöfund í kommúnistaríki. Tékkneska
stjórnin reyndi að hindra útkomu bókarinnar
á Vesturlöndum. Kemur innan skamms út í
ýmsum löndum Evrópu og Bandaríkjunum.
úr byltingarsinnuðum hug-
sjónamönum í algera einræð-
isherra, er löngu hafa misst
öll mannleg tengzl við menn-
ina, sem þeir stjórna. Megin-
stef sögu Mnackos er í raun-
inni sú krafa hans, að hinn
ótilgreindi „stjórnandi" sýni
meiri mannlegar tilfinningar
og siðferðilega átoyrgðartil-
finningu. ,Við vitum full vel
hverju þú ert andvígur. En
þú ættir að reyna að segja
okkur hvort þú ert meðmælt
ur einhverju — og ef svo er
þá hverju?" segir í bók Mnack
os.
„The Taste of Power“, hefst
ur með útför hins kommún-
íska einræðisherra — á kostn
að ríkisins — sem hefur loks
hrökklast úr valdastóli fyrir
hendi dauðans. Viðstaddur út
förina er Frank nokkur, fyrr
verandi byltingarfélagi íot-
ingjans og síðar hinn opin-
beri ljósmyndari hans. Frank,
ljósmyndari, segir söguna um
siðferðishrun hins mikla
manns og baráttuna um sæti
hans- — að nokkru með þvi
lýsa atvikum við útförina og
meðan líkið stendur uppi og
að öðru leyti með tilvísunum
aftur í tímann til atvika í lifi
einræðisherrans.
Við sérhverja tolaðsíðu I
þessari fjörlegu og djarflega
skrifuðu bók, leggur Mnacko
höfuð sitt á höggstokk þeirrar
ríkislögreglu, sem hann bein-
ir skeytum sínum að í bók-
inni.
Kynning á rafm.efni
SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudags-
kvöld var haldinn að Hótel Sögu
fyrirlestur fyrir arkitekta, verk-
fræðinga og rafvirkjameistara.
Þar kynnti Jakob Höst, sölu-
stjóri Elektrokontakt, fram-
leiðslu fyrirtækis síns á raf-
magnsefni.
Höst sagði, að verksmiðjan,
sem er stærst sinnar tegundar á
Norðurlöndum, hefði haft mjög
nána samvinnu við arkitekta og
rafmagnsvirkjameistara á hinum
Norðurlöndunum til að geta kom
ið til móts við óskir þessara að-
ila. Verksmiðjan Kafi lagt aðal-
áherzlu á vörugæði, útlit, hag-
kvæma útfærzlu ásamt hag-
stæðu vöruverði. Sagði (Höst, að
þessi samvinna hefði borið góðan
árangur, framleiðsluvörur verk-
smiðjunnar náð miklum vinsæld
um í þessum löndum. Sagði hann,
að nú væri það von Elektron-
kontakt að koma á nánu sam-
bandi við íslenzka arkitekta og
rafvirkjameistara.
Eftir fyrirlesturinn svaraði
Höst fyrirspurnum og gaf nánari
upplýsingar. Jahann Rönning h.f.
hefur umboð fyrir Elektronkon-
takt hér á landL
Jakob Höst, sölustjóri, við eina af sjálfvirku pressunum, þar
sem framleidd eru 25 þús. rafloká sólarhring.
Athugasemd
VEGNA misskilnings, sem orð-
ið hefur vegna ummæla minna
um vöggustofu á Hlíðarenda
óska ég þess getið, að ummæli
mín áttu eingöngu við vöggu-
stofu Thorvaldsensfélagsins, en
ekki dagvöggustofu Sumargjaf-
ar, sem einnig er staðsett á
Hlíðarenda. Um þessa síðast-
nefndu stofnun hef ég aðeins
gott eitt að segja.
Auk þess vil ég geta þess, að
þegar ég ræddi um barnaheim-
iK, átti ég við vistheimili, en
hvorki dagheimili né leikskóla.
Sigurjón Björnsson.