Morgunblaðið - 14.03.1967, Side 17

Morgunblaðið - 14.03.1967, Side 17
MORGUNBLAÖIÖ, ÞRIBJUDAGUR 14. MARZ 1»07. 1T EINS Of fram kom i fréttum af heimsókn Kosygins forsæt- isráðherra Sovétríkjanna hef- ur Elisabetu II. Bretadrottn- ingu verið boðiff aff heint- sækja Sovétríkin. Ekki hefur heimsóknartiminn enn verið ákveðinn, en taliff víst aff þaff verffi ekki fyrr en áriff 1968. Ástæðurnar fyrir þessu eru m. a. þær, að drottningin mun ekki vilja fara til Sovétríkj- anna í ár vegna 50 ára af- mælis sovézku byltingarinnar, en frændi hennar Nikulás II Rússakeisari var myrtur ásamt fjölskvldu sinni af byltingarmönnum 16. júli 1918, og opinber heimsókn á þessu ári gæti ýft upp gömul sár. Morgunblaðið taldi að les- endur þess hefðu áhuga á að kynnia sér tengslin milli brezku konungsættarinnar og þeirrar rússnesku og því fékk það Sigurgeir Jónsson bæjar- fógeta í Kópavogi tii að teikna upp ættarkortið, sem hér birt ist til að gefa nokkrar bend- ingar um helztu ættartengsi. Hér á eftir verður Leitazt við að skýra frá öriögum keisara- fiöiskyidunnar og er stuðst við frásagnir EncycLopædiu Elísabet II. Bretdrottning Ein af síffustu myndunum, sem tekin var af keisarafjöl- skyldunnL Gcot^I. - $*r»urK»'**t»*»»í J3C Xðnítdntin I. G-rikWjo.kanun<jur Loutia Svíuárotim.ij at PrÚ5>lartJi PJlW GrtWkjukJitUrt^ur ttj TrJriltfta, Jittiite ctjkbr Víh'jálno JT. þvikolaná«W<tU>n* Biíabcthir BretaórtJttoinu A>ex«n<lev I. H <l« n a. Cur*»U Kum<n«Mk^nun Geottj TL. (JrikWJa^nutijUt Pétrur IT. = Alexan4m Jútjá>l4v»ukt>hu«^ur MícViae! » kanun^Uf Amm = KðrrþUntíd Kort þetta teiknaði Sigurgeir J ónsson. bæjarfógetl í Kópavogt og sýnir þaff helztu ættartegsl, Nikulás II. Rússakeisari. Britannicu og Alans Moore- head í bókinni lrRússneska byLtingin". Nikulás keisari var neyddur til að segja af sér 14. marz 1917, eftir að byitingin hafði staðið í 6 daga. 22. marz sam- einaðist hann fjölskyidu sinni í Tsarskoije SeLo höLLinni þar sem að vopnaðir verðir fylgd- ust með hverju fótmáli hans og fjöiskyidunnar. Þeim var aðeins Leyft að nota hluta hailarinnar og hailargarðsins. Margir varðanna voru grófir og tillitslausir og iétu keisara- fjölskylduna vinna ýmis al- menn störf. Nikulás bar þetta vel og hélt virðingu sinni og kurteisi. Hann hjó niður eldi- við og mokaði snjóinn af garð stígunum, en börnin settu nið- ur í grænmetisgarðinn. Keis- araynjan missti stundum stjórn á- skapi sínu og bar fram hávær mótmæli, eh tókst að öðru ieyti að hafa stjórn á sér með því að minna sjáifa sig á að þessi örlög væru henni búin af Guði. í maílok tilkynnti brezki sendiherrann, Buchanan, bráðabirgðastjórninni, að Georg V. Bretakonungur myndi bjóða frænda sínum pólitískt hæli í Bretlandi. Nikulás hefði heldur kosið að fara til óðals síns í Livadiu á Krímskaganum, en hann var varaður við að líf hans gæti verið í hættu þar, þannig að hafinn var undirbúningur til að flytja fjölskylduna með lest til Murmansk, þar sem þau mýndu fara um borð í brezkt herskip, er flytti þau til Bretlands. Undirbúningur var ekki langt kominn, er fram- kvæmdanefnd stjórnarinnar frétti af þessu og réðst þegar í stað harðlega gegn áætlun- inni. Hefndarþorstinn hafði ekki enn slokknað og „Rom- anov borgari" eins og keisar- inn nú var kallaður skyldi ekki sleppa frá þeim á svo TíturH/r^Vatrírt mik'a auðveldan hátt. Þeir bentu einnig á að ekki væri útilokað að hann gæti safnað iiði frá Engiandi og hafði gagnbylt- ingu. Þeir sendu þegar í stað skiponir til allra járobraut- arstarfsmanna um að stöðva hverja þá lest, sem keisara- fjölskyldan væri með og hand taka hana. Héraðsstjórnin lét fljótlega undan síga, og keisaranum var tilkynnt, að hann og fjöl- skylda hans yrðu að vera kyrr í Tsarskolje Selo. Sendinefnd verkamanna kom frá Petro- grad og var keisaranum skip- að hitta sendimennina svo að þeir gætu fullvissað sig um að hann hefði ekki komizt undan. Fjölskyldan hélt því kyrru fyrir. f apríl 1918 var fj ölskyldan flutt til Ekalerivburg í Síberíu, en ráðstjórnin, sem þar réði var mjög andsnúin keisaranum. Þeim var komið fyrir í verzlunarhúsi, sem var ein af mörgum niðurlæging- um, er þau urðu að þola. Mál- tíðirnar urðu þau að borða úr einum stórum potti, sem fyrir liði varðmannanna, ófyrir- leitinn drykkjurútur, borðaði gjarnan úr standandi milli Framhald á bls. 24 T fall I. I Nikulásl. 8u»aW(hari r Triírik, Vílhjalmut' HEl PruííaWortuntújur -----------.------------, :Charlotta Vilhjálwu I. J*ýzkaldn4*k«»í<M'f Uriítjúli U. ÞanaKömWíjW Trihritc^ZIE. Poitakínunjur G«rj I Grikktakðrtu^uF Atftur 0»<}U, iomMTiiutimr I. dú»4- Líjrt þ4r) Vikbria ^ Albcrt Bretadrirtlnirtij Maria TíoJartjvna ^pa^marj „f Janí-Lvbura -------1 I--- KrbtjánX. Húkan'yXL — Mddtí OUfurlT. Noi-íj»k»nMrtjur Friirik JX". 5rtitii.kan«ii2ar AICVCUIíiWtT Jatvar^uiHr. Viktoríú Al icc GcoijX :LffUÍS a( HtiíJe r Louis =?=. Viktorío. öf Battknþey I------- Álíxancler H. I Alíxaruterlir. Ktjnjtantin admiráU Gaor^’SI. Alíx ^NikulásIT. gú»rtk<ifrtri r 01 jrt Trttam'a Maria An**tc»i* Al<*-T Viktoria dáHtr Alb«rt* t>ý ViktorÍM frwUílrOTtri**^4, ____Csjá þur) -FrArikHT- ^ýzkd»Uu4»k<i Viltijálmur I. byJkat itnrtt k<i «ll i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.