Morgunblaðið - 09.04.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1967.
Bí LALEICAN
FERÐ
SÍMI 34406
Bensín innifalið í leigugjaldi.
SENDUM
magimúsar
SKIPHOLTI21 símar 21190
eftir lokun simi 40381
«.«. 1.44-44
\tmim
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31169.
LITLA
bilaleigan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið i leigugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 13. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
i . --'B/lAlí/BAft
RAUDARARSTÍG 31 SÍMI 22022
Fjaðiír, fjaðrablóð. hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
f margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
Vinnuföt
til hvers konar vinnu
eru ávallt fyrirliggjandi
í mjög fjölbreyttu
úrvali
V E R Z LU N I N
GEYsiBP
ýt Bakkus — góður
liðsmaður
Þegar neyðin er stærst
er hjálpin næst. Þetta sannað-
ist áþreifanlega á Seyðisfirði,
eins og fram kom hér í blað-
inu á föstudaginn. Landhelg-
isgæzlan birtist brezkum tog-
arasjömönnum — ekki sem
lögregla, aldrei þessu vant —
heldur sem hinn gjafmildi
bróðir, sem vildi deila gjöfum
Guðs með brezkum sægörpum.
Var drukkið stíft og síðan
slegizt og sagði fréttamaður
blaðsins þar eystra, að togar-
inn hefði verið eins og slátur-
hiis á eftir. Mættu stórveldin
læra margt af slátrunaraðferð
íslenzka sjóhersins — og ekki
er ólíklegt að atburður þessi
styrki málstað þeirra sem telja
að við ættum sjálfir að taka
varnir landsins í okkar hendur.
Að líkindum þurfum við ekki
á byssum að halda, ef Bakkus
verður okkar megin — fram-
vegis sem hingað til.
„Sprúttsala“
Lesandi skrifar:
„Kæri Velvakandi,
Einstaklingsframtakið hefur
nú heldur en ekki leikið á olíu-
félögin. Á sama tíma og olíu-
félögin berast . á banaspjót
vegna ofsalegrar samkeppni
um hylli viðskiptavinanna
leyfir einstaklingur sér að
selja benzín eftir umsaminn
lokunartíma benzínstöðva olíu
félaganna (því þau loka öll
sínum afgreiðslum jafnsnemma
samkv. lögmálum hinnar
frjálsu samkeppni).
Þegar einstaklingur brýtur
á þennan hátt „lög“ olíufélag-
anna, telst það ekki hálfgerð
sprúttsala? Ég væri illa svik-
inn, ef ekki yrði reynt að
stöðva þessa „ólöglegu" sam-
keppni. — Bifreiðaeigandi“.
Staðið í ströngu
Húsbyggjandi skrifar:
„Mikla athygli hefur það
vakið, að níu málarameistarar
skiluðu tilboðum í verk eitt,
sem hljóðuðu, nákvæmlega
eins — upp á eyri. Ljóst er,
að þeir standa sem einn og
hafa haft samráð, en utanbæj-
armaður kemur með 30% lægra
tilboð. Við, sem stöndum í hús
byggingum, höfum löngum
þurft að berjast harðri baráttu
en jafnan tapað. Hinir, sem
ekki hafa staðið í ströngu á
þessum vettvangi, sjá nú e.t.v.
betur hvers vegna við höfum
kvartað yfir háum byggingar-
kostnaði. En þetta er aðeins
lítill hluti af heildarkostnaði
hverrar byggingar. Menn geta
lagt saman og dregið frá að
vild. Það var ágætt að þessar
upplýsingar komust í blöðin.
— Húsbyggj andi“.
Biðskylda
Hlíðabúi skrifar:
Velvakandi,
Viltu ekki koma eftirfar-
andi á framfæri við umferðar-
nefnd: Er ekki tímabært að
setja biðskyldu á eftirfarandi
götur þar sem þær liggja að
Hamrahlíð: Bogahlíð, Stakka-
hlíð, Stigahlíð og Háuhlíð.
Ég ek oft þarna um og það
er mjög varhugavert, einkum
í myrkri. Umferðin er orðin
töluverð á þessum götum, en
gatnamótin öll varasöm.
Hlíðabúi'*.
Handritahyrnur
Húsmóðir skrifar:
„Kæri Velvakandi,
Ég fæ ekki betur séð að
nýju mjólkurhyrnurnar okkar
séu hálfgerðar handritahyrn-
ur. Þeir hafa sennilega notað
það, sem eftir er af íslenzkum
handritum í Svíbjóð. Gott var,
að þau voru ekki öll étin of
snemma. — Húsmóðir“.
Dýrlingurinn
og börnin
Vesturbæingur skrifar:
„Velvakandi,
Kerlingarnar eru að tala um
að Dýrlingurinn í sjónvarpinu
sé ekki góður fyrir börnin —
og þessvegna sé Dýrlingurinn
slæmur. Ég sem fullorðinn
maður (þó engin dýrlingur)
vil mótmæla þessu og haida
fram rétti mínum til þess að
krefjast annarrar fæðu en
þeirrar, sem kallast barnamat-
ur. Sjónvarpið virðir þessar
sjálfsögðu kröfur fullorðna
fólksins. Ég vil benda hinum
nöldursömu kerlingum á það,
að börnin eiga að vera háttuð
og sofnuð, þegar Dýrlingurinn
er fluttur á kvöldin. — Það
lýsir ekki mikilli nákvæmni í
uppeldi né umhyggju fyrir
barnssálunum að leyfa börn-
um að drolla langt fram á
kvöld af því að þau vilja horfa
á sjónvarpið. Aginn og reglan
á þeim heimilum er ekki upp
á marga fiska. Og það er til of
mikils ætlast að aðrir eigi að
gjalda vanrækslu þeirra, sem
ekki sinna uppeldi barna sinna
— og vilja hafa stöðugan barna
tíma í sjónvarpinu.
— Vesturbæingur."
■^- Pósthólfin
Vegna fyrirspurnar til
póststofunnar hér í dálkunum
í fyrradag hefur póststofan
óskað að koma því á framfæri,
að leiga fyrir pósthólf hafi
ekki hækkað á þessu ári. Sam
kv. þessu var hún kr. 125,—,
einnig í fyrra.
Dönsku blöðin
og tilbeiðslan
Lesandi skrifar:
,Nú er gifting fyrirhuguð í
Danaveldi, konunglegt brúð-
kaup, eins og allir vita, sem
fylgjast með (þar á ég við þá,
sem lesa dönsku blöðin). Mér
finnst óhugnanlegt hvernig
þessi dönsku heimilisblöð
„velta sér up úr" fréttum af
kóngafólki, leikurum og öðrum
frægum persónum. Það liggur
við að maður fái velgju. Sem
betur fer eru íslenzku blöðin
laus við þessi væmnu tilbeiðslu
skrif um frægt fólk. Ég held,
að slík skrif geri hinn almenna
lesanda minni en hann þarf
að vera — minni í sjálfs hans
augum, dragi úr honum kjark,
geri hann hégómagjarnan og
jafnframt þrælslundaðan. Auð
vitað er sjálfsagt að sýna öllu
tignarfólki virðingu — og reynd
ar á fólk almennt að sýna
hvort öðru virðingu og
tillitssemi í daglegri umgengni.
En þessi tilbeiðsla á engan rétt
á sér — og oftast þróast hún
í þá átt, að blöðin í (leit að
góðu efni) verða að snúa til-
beiðslu sinni að auðmönnum,
því tignarfólkið endist þeim
ekki alla eilífð. Þessvegna er
farið að tilbiðja fólk vegna
peninga þess en ekki hæfileika.
— Fyrrverandi lesandi
dönsku blaðanna“.
Hús
í sniíðum
Glæsilegt einbýlishús í smíðum á Flötunum Garða-
hreppi til sölu. Selst milliliðalaust. Hagstætt verð.
Uppýsingar í síma 21803 í dag og næstu daga.
Söluinaður - verzlunarstjóri
Maður með 20 ára reynslu sem sölumaður og verzl-
unarstjóri óskar eftir atvinnu. Upplýsingar sem
farið verður með sem trúnaðarmál sendist af-
greiðslu blaðsins fyrir 20. apríl merkt: „Verzlun-
arstörf 2248.“
íbúð óskast
5—6 herb. íbúð óskast til kaups. Skipti á minni
íbúð koma til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir 15. þ.m. merkt: „íbúð 2199.“
Fatadeildin.