Morgunblaðið - 09.04.1967, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1967.
„VIÐ ERIIM ENGIR DÓMARAR"
Viðtal við Eilend Jonsson
<— ÞKTTA er fyrsta bókmennta
gagnrýnin sem ég skrifaði,
sagði Erlendur Jónsson bók-
mentagagnrýnandi Morgun-
blaðsins, í upphafi viðtals sem
ég átti við hann fyrir skömmu,
og bendir mér á grein í tíma-
ritinu Líf og list frá 1952. Bæt-
ir síðan við: Þarna skrifaði ég
um þá nýútkomna bók eftir
Indriða G. Þorsteinsson, Saelu-
vika. Þetta er heldur
klénn dómur, og stafaði það
ekki af því að mér dytti ekki
sitthvað í hug, heldur fremur
af hinu, að maður þorði lítið
að segja.
— Ertu aldrei hræddur þeg-
ar þú hefur lokið við að skrifa
ritdóm?
— Ég finn aldrei fyrir því.
Þegar ég er seztur við ritvél-
ina, finnst mér ég vera að tala
við sjálfan mig. Eg hugsa sem
sagt ekkert um, að það sem ég
skrifa, muni birtast á prenti og
koma fyrir almenningssjónir.
En jafnvel þó maður hefði það
á bak við eyrað, held ég að
það mundi ekki orka á mann.
Mér er alveg nákvæmlega sama
um, hvað á mér skellur, og það
held ég, að sé í rauninni fyrsta
skilyrði þess að skrifa gagn-
rýni.
Takmörkuð áhrif
— Hvílir ekki mikil ábyrgð
á gagnrýnendum?
— Ég finn aldrei til nokk-
urrar ábyrgðar gagnvart öðr-
um en sjálfum mér. Sá, sem
skrifar um bækur, þarf fyrst og
fremst að vera heiðarlegur
gagnvart sjálfum sér. Hann
verður að skrifa það sem hon-
um finnst sjálfum; ég held
líka, að flestir lesendur átti sig
á því. Gagnrýnendur eru oft
kallaðir ritdómarar, en það er
óheppilegt orð. Við erum eng-
ir dómarar.
— Telurðu að bókmennta-
gagnrýni hafi mikil áhrif t.d.
á sölu bóka?
— Það held ég ekki. Ég
held, að almenningur taki ekki
mikið mark á því, sem gagn-
rýnendur skrifa. Ræð ég það
m.a. af því, að bækur, serm hafa
einhliða vonda dóma seljast
oft mjög vel, eins þó höfund-
arnir hafi fengið slíka dóma
oft og lengi. Hitt er svo ann-
að mál, að ég tel, að gagnrýn-
endur megi aldrei hugsa út í
það, hvort aðrir taki mark á
því, sem þeir skrifa. Ég held,
að starf gagnrýnandans sé oft
árangursríkara, ef ekki er tek-
ið mikið mark á honum, eins
og það er kallað.
Ekki vísvitandi ósanngjarn
— Nú er oft kvartað yfir því,
að þið séuð ósanngjarnir í dóm
um, einkum þegar þið fjallið
um skáldverk íslenzkra höf-
unda?
— Já, — stundum er kvartað
um það. Ef ég segi álit mitt
á því máli, tel ég sjálfan mig
aldrei ósanngjarnan. Kannski
er maður of linur. Yfir höfuð
held ég, að þeir sem skrifa
gagnrýni að staðaldri séu ekki
vísvitandi ósanngjarnir. Ósann-
gjarnan mundi ég telja þann
mann einan, sem skrifar verr
um bók eh hún á skilið, að
hans eigin mati. Sem sagt, hann
er með fordóma gagnvart bók-
inni og er ákveðinn að skrifa
illa um hana, fyrirfram, og
gerir það, jafnvel þó honum
þyki hún ekki eins slæm og
hann vill vera láta. Þeim sem
stinga niður penna við og við
til að skrifa um bækur, kunna
að freistast til slíks. Þó er al-
gengara að þeir skrifi oflof en
last. Eru oft og tíðum persónu-
legir kunningjar höfundar og
telja sig gera honum greiða
með því að rita vel um bók
hans. En þegar menn skrifa
gagnrýni stöðugt og hafa það
að starfi, er lífsins ómögulegt
annað en skrifa, það sem manni
finnst. Það mundi koma fljótt
á daginn, ef gagnrýnandi færi
að gerast hliðhollur kunningj-
um sínum, er skíta á lásinn við
þá sem hann teldi sér and-
stæða. Hann yrði tvísaga, síð-
an margsaga og síðast stæði
hann þannig uppi, að hann
vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Þegar ég er búinn að lesa bók
og leggja hana til hliðar, man
ég nokkurn veginn hvernig mér
hefur þótt hún, en ég gleymi
fljótt, hvað ég hef skrifað um
hana. Maður minnist oftar en
einu sinni á hverja bók. Ef
mað.ur skrifaði ekki eins og
manni fynndist, þá hlyti það
óhjákvæmilega að koma þann-
ig út, að maður segði eitt í dag
og annað á morgun.
— En breytist aldrei álit þitt
á bókum?
— Það breytist, jú, dálítið.
Viðhorf manna breytast með
aldrinum og reynslan á að
vaxa. Maður les bók þegar mað
ur en milli fermingar og tvi-
tugs og finnst hún vera góð —
les hana aftur tuttugu árum síð
ar og finnst hún enn vera góð,
en á annan hátt. Það getur ver-
ið, að skáldverk vinni á eða
tapi við nánari kynni. Ef mað-
ur les bók oft, kann maður að
breyta um álit á henni.
— Eru höfundar ekki hör-
undsárir fyrir því sem um bæk-
ur þeirra er skrifað?
— Það eru aðallega byrjend-
ur og eldri höfundar sem þykj-
ast eiga erfitt uppdráttar. Höf-
undar eru eins og skipin á haf-
inu. Litlu kuggarnir þykjast
varbúnir að fá a sig öldugang,
en stóru línurnar haggast ekki,
þó eitthvað skelli á þeim. Mér
virðist, að höfundar, sem hlot-
ið hafa viðurkenningu sem slík
ir, láti sér standa á sama, hvað
um þá er skrifað, en ungir höf-
undar, og þó öllu fremur full-
orðnir höfundar, sem eru bún-
ir að skrifa lengi og telji sig
aldrei hafa fengið þá viður-
kenningu, sem þeim eiga skil-
ið — þeir eru einna hörund-
sárastir. Stundum kemur fyr-
ir, að ég fæ upp í hendurnar
lélega bók og þykist verða að
segja það umbúðalaust. Síðan
kemur einhver kunningi höf-
undar eða annar góður maður
á vettvang og skrifar á móti,
oftast rokskammir. Þetta fell-
ur mér alla jafna vel. Ég svara
ekki, en veit, að allir una vel
við sinn hlut. Höfundarnir líka.
Þá þykist • hann hafa fengið
sönnun fyrir því, að dómurinn
hafi verið alrangur.
íslenzkar bókmenntir
á uppleið
— Á hvaða stigi finnst þér
íslenzkar bókmenntir vera
núna?
— Tvímælalaust á uppleið.
Það væri ef til vill réttara að
orða þetta þannig, að nú væru
tækifærin að koma. Árin 1948
—1955 voru erfiður tími fyrir
skáldin. Þá var frákast í bók-
menntunum. f kreppunni hafði
risið mikil alda í kringum
Rauða penna, en sú alda tók að
falla með stríðinu. Kornungir
höfundar, er þá voru að koma
á vettvang, áttuðu sig ekki á
þessu. Þeir höfðu glæsilegar
fyrirmyndir fyrir augum —
höfunda sem þá voru orðnir
miðaldra. Ungu höfundunum
þótti sem þeir yrðu að taka
þessa menn til fyrirmyndar, en
áttuðu sig ekki á því, að þar
með voru þeir að ganga inn í
liðsveit sem var þegar á und-
anhaldi. Sú hvatning, sem hafði
upphaflega borið uppi þá höf-
unda, sem komnir voru á há-
tind frægðar sinnar eftir stríð,
var ekki lengur fyrir hendi.
Tækifærið var liðið og ekki
komið annað í staðinn.
— Og þú telur að nú sé það
komið?
— Tvímælalaust, enda eru
tímarnir frjálsir. Áðurnefnt ára
bil var tími ofstækis og þörng-
sýni. — Þess konar andrúms-
loft er alltaf mjög hættulegt
fyrir skapandi listamenn, sér-
staklega rithöfunda. Stundum
kemur þetta þannig fram, að
aðrir listamenn en listamenn
orðsins ná sér á strik, og víst
er um það, að upp úr 1950
blómstraði málaralistin hér á
landi og hefur sennilega aldrei
náð sér eins vel upp síðan.
Margir efnilegir höfundar
— Eigum við marga efnilega
höfunda núna?
— Ég mundi svara því ját-
andi með áherzlu.
— Eru það skáldsagna höf-
undar?
— Höfundar í öllum greinum
ritlistar. En í andartakinu gæti
ég trúað, að mest stemning
væri fyrir leikritum.
— Nú telja sumir skiáldsög-
una úrelt tjáningarform?
— Það er erfitt að dæma um
það. Ég man eftir því, að fyr-
ir tveimur árum eða svo stefndi
Indriði G. mér niður í útvarp
til að segja álit mitt á þessu.
Spurt var þá, hvort skáldsag-
an væri dauð. Mér fannst sem
í spurningunni fælist sú hug-
mynd, að skáldsagan kynni að
véra a. m. k. í nokkurri hættu.
Ég taldi þá, og tel enn, að hún
sé alls ekki dauð, — hins vegar
kann að vera, að hún taki að
breyta það mikið um form, að
menn kjósi að breyta um nafn
líka.
— Nú fyrir jólin kom út
skáldsaga í nýstárlegu formi?
— Þú munt eiga þar við bók-
ina Tómas Jónsson — metsölu-
bók? Já. Það er ísmeygilegt og
ágætt verk._ Sérstaklega vel
undirbyggt. Ég tel þá bók vera
merkilegustu skáldsögu, sem
út hefur komið, síðan Sjálf-
stætt fól'k kom út.
— En form ljóða?
— Það er að breytast og sæk-
ir nú aftur til jafnvægis. f
ljóðagerð atómskáldanna svo-
nefndu gætti nokkurra öfga,
sem stafaði m.a. af uppreisnar-
hneigð gagnvart gamla ljóð-
forminu, sem var staðnað.
Þannig voru þessar tilraunir
atómskáldanna góðra gjalda
verðar. En allir gátu sagt sér
sjálfir, að þannig yrði^ ekki
kveðið til eilífðarnóns. Ég tel,
að hér séu nú mörg efnileg
ljóðskáld. Mörg þeirra senda
bækur frá sér á fárra ára fresti.
En þær eru misjafnar eins og
gengur. Þegar litið er á heild-
ina finnst mér mun skemmti-
legra að lesa þessar bækur nú,
heldur en hliðstæðar bækur
fyrir svo sem tólf — fjórtán ár-
um.
— En eigum við ekki of mik-
ið af skáldum?
— Það getur verið, að menn
séu of djarfir að gefa út. Með-
al þeirra 300 bóka, s.em út koma
árlega, eru alltaf nokkrar, sem
eiga ekki erindi við nokkurn
mann.
— Hvað finnst þér um hinar
svonefndu kerlingabækur?
— Ja, — þær eru íslenzk pop-
list. Þær hafa verið vinsælar í
vissum hóp, en ég held að þessi
eldhúsreyfaratízka, þar sem
ástarsögur eru sagðar í mjög
dumbrauðu og rómantísku ljósi,
séu að líða undir lok. Þeirra
tími er brátt liðinn vegna
breyttra lífsviðhorfa. Unga
fólkið finnur ekki lengur lífs-
sannindagildi í þesskonar bók-
um.
Jákvæður smekkur ungs
fólks
— Er smekkur ungs fólks á
bókmenntum jákvæður?
— Það finnst mér. Ég veit
hins vegar ekki, hvort ungt fólk
hefur áberandi meiri áhuga á
bókmenntum nú en áður fyrr,
en það er athyglisvert að það
rækir miiklu betur áhuga sinn.
Það ásannast í skólum, þar sem
starfandi eru listafélög og bók
menntaklúbbar. Það starf fer
fram í frístundum nemenda og
er því ekki um að villast, að
þar er hreint áhugastarf.
— Gera'skólarnir nóg af að
glæða bókmenntaáhuga nem-
enda sinna?
— Ég svara því til, að þeir
mættu gera meira. Þeir gerðu
ekkert til þess fyrr á árum. Þá
var skáldskapur eins og hvert
annað forboðið epli í skólum.
Viðhorfin hafa breytzt og
margir kennarar stefna að því
að auka bókmenntaáhuga nem-
enda sinna. En sú viðleitni er
fremur einstaklingsbundin en
kerfisbundin.
Bókmenntasaga
— Nú hefur þú skrifað bók-
menntasögu Erlendur, sem
kennd er í öllum framhalds-
skólum?
— Ég hef ekki kynnt mér,
hvar hún er kennd, en það er
búið að gefa hana út þrisvar á
nokkrum árum, svo hún hefur
sjálfsagt farið nokkuð víða.
— Er það ekki mikið vanda-
verk að setja slíkt fræðirit sam-
an?
— Það er það, jú, og mér var
ef til vill meiri vandi á hönd-
um, þegar ég tók mig til og setti
saman Bókmenntasöguna,
vegna þess að aldrei hafði ver-
ið samin kennslubók í þessari
grein fyrir síðari alda bók-
menntir, og þar að auki var alls
engin bókmenntasaga til, sem
náði yfir allt þetta tímabil. Ég
tók það ráð að setja fyrst sam-
an eins konar ramma, stutta
bók, sem átti aldrei að verða
annað en tilraun. En þegar ég
og aðrir fórum að kenna þessa
bók, kom í ljós, að hún var of
stutt og ágripskennd. Fyrir
síðustu útgáfu bætti ég við
kafla um tímabilið 1550 — 1750
— einkum vegna þess, að mér
þykja siðaskitpin marka greini-
leg og ákveðin tímamót í ís-
landssögunni og bókmenntasög
unni, að eðlilegt sé að hafa skipt
in þar. Nú væri að sjálfsögðu
æskilegt að fá aðra bók er fjall
aði um bókmenntir þjóðarinn-
ar frá upphafi til 1550. Enn-
fremur verður að gæta að því,
að tíminn líður; og óðum líð-
ur lengra frá árinu 1950, svo
að því kemur, að bæta þarf
við.
— Er ekki miklu erfiðara að
fjalla um það serryer nýskeð og
það sem er gð ske í bókmennt-
unum?
— Vissulega. í fyrsta lagi er
óreynt, þegar skáld gefur út
bók, hvaða hljómgrunn hún
fær hjá þjóðinni. Hvort hún
kemur til með að hafa áhrif á
önnur skáld og hvort skáldið á
eftir að bæta við, eða hvort
botninn dettur úr með fyrstu
bók. í öðru lagi þarf maður
langan tíma til að venjast bók,
áður en maður getur dæmt um
ha'na í bókmenntasögu. Þar
kemur til annað viðhorf en þeg
ar maður skrifar hrásoðna gagn
rýni fyrir dagblað.
— Telurðu ekki, að hér vanti
ítarlega bókmenntasögu.
— Slík bókmenntasaga er
enn ekki til. Við eigum mjög
góð rit yfir viss tímabil og
get ég nefnt sem dæmi bók-
menntasögu prófessors Einars
Ólafs Sveinssonar, sem á að ná
yfir fornbókmenntirnar. Það
bindi sem út er komið, er mjög
ítarlegt, og er tilhlökkunarefni
að fá í hendur hin tvö. Ég
mundi segja, að þegar slík bðk
menntasaga væri komin, er
næði yfir allar okkar bók-
mentir, værum við vel settir,
og sá tími kemur vonandi, að
sett verði hér saman heilsteypt
bókmenntasaga, sem yrði þá
vonandi skemmtileg, því ég tel
áríðandi að slíkar bækur séu
létt og lipurlega skrifaðar,
þannig að enginn verði leiður á
þeim sjálfra þeirra vegna, svo
þær spilli ekki þannig því efni,
sem þær eiga að flytja. Hitt er
svo annað mál, að hér á landi
hefur skort úíhald til að gefa
út slík verk. Útgáfur heildar-
verka hafa byrjað vel, en síðan
hafa þær þynnzt út. Hins veg-
ar ætti brátt að vera hægt að
gefa hér út góða bókmennta-
sögu, þar sem bókmenntir okk-
ar eru nú stöðugt rannsakaðar
af færum mönnum.
stil.
Erlendur Jónsson