Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 3
MÖRGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967.
SJÖTTA fiskiskipinu, sem
Stálvík hf. í Arnarvogi smíð-
ar, var hleypt af stokkunum
i fyrrakvöld.Hlaut skipið nafn
Ið Hafdís SU-24, og er það um
200 lestir að stærð, eign
Braga hf. í Breiðdalsvík. Skip
ið teiknaði Ágúst Sigurðsson
tæknifræðingur, sem er ann-
ar af framkvæmdastjómum
'Stálvíkur hf. Skipstjóri á Haf
dísi verður Svanur Sigurðs-
Son frá Breiðdalsvík, og ræddi
hlaðamaður Mbl. lítillega við
hann í gær.
Myndin var tekin fyrir skömmu eftir að Hafdís hafði verið h leypt af stokkunum. T. v. Garð
ar Sigurðsson yfirverkstjóri, Ágúst Sigurðsson, framkvæm dastjóri Stálvíkur, Jenny, dótt-
ir Ágústar.
Breiðdælingar fá fiskiskip
sem Stálvík hf. smíðaði
Stutt samtal við skipstjórann, Svan Sigurðsson
— Hafdís verður annar bát ur, en fyrir er v.b. Sigurður
urinn, sem gerður verður út Jónsson, sem smíðaðaux var
frá Breiðdalsvík, segir Svan- 1963, en hann er svipaðrar
Hafdis SXJ, er hún var sjósett í fyrrakvöld.
stærðar. Við sömdum við Stál
Vík um smíði bátsins 1965, og
hófst smíði hans skömmu síð-
ar. Hefur hann því verið um
eitt ár í smíðum.
— V.b. Hafdís er búin öll-
um algengustu siglingar- og
fiskileitartækjum til línu- og
síldveiða. Aðalvél bátsins er
af gerðinni Mannheim, og er
555 hestöfl. Þilfarsvinda er
smíðuð af vélaverkstæði Sig-
urðar Sveinbjörnssonar, knúin
snigildælum, sem er nýjung
á þessu sviði, og koma í stað
spaðadælna. Ég vil taka sér-
staklega fram, að ég er mjög
ánægður með allan frágang
é skipinu, sem er mjög vand
aður, og að því er mér sýn-
ist, jafnvel vandaðri en hjá
Norðmönnum, sem ég hef haft
inokkur kynni af.
— Báturinn verður væntan
lega tilbúin til veiða um
inæstu helgi, og að sjálfsögðu
verður hann mikil búbót fyrir
Breiðdalsvík í hráefnisöflun
Ifyrir síldarverksmiðjuma og
Ifrystihúsið þar. Þessir tveir
bátar ættu að vera alveg nægi
leg atvinnutæki fyrir okkur
næstu árin.
Nú vendum við okkar kvæði
í kross, og spyrjum Svan
Ifrétta úr Breiðdalsvík.
— Á undanförnum árum,
segir hann, hafa orðið tals-
verðar breytingar í Breiðdals
vík og mikill uppgangur. Við
sjávarsiðuna hefur myndazt
þéttbýiskjarni eða þorp, sem
itelur nú um 140 manns, og
á sl. þremur árum hafa þar
Iverið byggð 14 ný íbúðarhús,
6em verður að teljast mikið
á ekki stærri stað. Þorpið
Biggur lika ágætlega við, sem
útgerðarstaður — fremur stutt
að fara bæði á sildarmiðin
og í suðausturmiðin til þorsk-
veiða. Nægur fiskur er á þess
um slóðum og get ég nefnt
jþví til sönnunar, að skip okk-
ar Sigurður Jónsson hefur nú
á röskum mánuði aflað um
1400 tonn, og f dag landaði
Ihann 90 tonnum. Breiðdalsvik
liggur einnig allvel við hum-
arveiðum, og einnig álít ég
að kanna þyrfti hvort rækju
fer ekki að finna þar eystra.
— Aðstaða til löndunar á
Breiðdalsvík er ágæt, en á
hin bóginn þarf að bæta hafn
arskilyrðin, ég álít að þar
eetti að vera fremur auðvelt.
1 þorpinu er söltunarstöð, sild
arverksmiðja og frysti'hús,
isem nú er unnið að endur-
bótum á. Við Breiðdælingar
teljum okkur líka hafa nokk
uð að segja fyrir þjóðarhag-
dnn, þar sem beinn útflutn-
ingur frá þessu byggðarlagi
befur komizt upp í að verða
á milli 30 og 40 millj. kr.
— Við eigum við nokkra
samgönguerfiðeika að stríða.
A sumrin eru samgöngur á
landi allsæmilegar, en ákaf-
lega erfiðar á vetrum, og verð
um við þá algjörlega að
itreysta á Rikisskip. Þó hafa
eamgöngurnar batnað mikið
Vegna vegarins til Stöðvar-
tfjarðar í gegnum Kambaskrið
ur. Á Breiðdalsvik er nú að-
eins sjúkraflugvöllur, en þar
fer mjög góð aðstaða til flug-
vallargerðar.
STAKSTEIMAR
Ekkert trúnaðar-
brot framið
KOMMÚNISTABLAÐIÐ spyr I
forsíðu sinni í gær, hvort Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri, hafl
framið trúnaðarbrot á borgar-
stjórnarfundi í síðustu viku, þar
sem hann las upp í heild fundar-
gerð frá fundi 9. marz sl. um
vöggustofu Thorvaldsensfélags- *■
ins að Hiíðarenda. Sjálfsagt er
að svara þessari fyrirspurn
kommúnistablaðsins og er svar-
ið neitandi, ekkert trúnaðarbrot
var framið af hálfu borgar-
stjóra af eftirgreindum ástæð-
um: — í fyrsta lagi var ekk-
ert trúnaðarmál í fundargerð-
inni, sem lesin var upp, þótt
ýmsar skýrslur sem lagðar voru
fram á þessum fundi hefðu ver-
ið trúnaðarmál, því að efni
þeirra kom ekki fram f
fyrrnefndri fundargerð. f
öðru lagi gaf Sigurjón Björns-
son tilefni til þess sjálfur,
að fundargerð þessi væri les-
in upp, þar sem hann vitn-
aði tii þess sem gerðist á fundl **
þessum á borgarstjórnarfundin-
um. Ennfremur er ástæða til þesa
að benda á, að borgarstjóm
samþykkti að fela barnaverndar-
ráði athugun á þessu máll,
einmitt til þess að tryggja hlub-
lausa rannsókn þess.
Viðuxkenndi
ósannindin
En þar sem Sigurjón Björrtv-
son hefur sjálfur gefið tilefni tfl
þess, að skýrt hefur verið opin-
berlega frá því, sem gerðist á
fundi þessum hinn 9. marz, er
ástæða til að vekja athygli á þvi,
að þá viðurkenndi hann sjálfur,
að hann hefði farið með hrein
ósannindi í hinni alræmdu ræðn
er hann flutti um vöggustofn
Thorvaldsensfélagsins, og önnur
barnaheimili borgarinnar á borg
arstjórnarfundi fyrir nokkram
vikum. Þegar borgarstjóri spurði
Sigurjón Björnsson að því á -
borgarstjórnarfundinum, hvort
hann hefði skýrt réttum aðilum
frá hinum alvarlegu ásökunum
sínum, að barnaheimili borgar-
innar væru „gróðrarstía anð-
legrar veiklunar", kvaðst hann
ekki hafa skrifað þessum aðil-
um skýrslu um málið, en hins
vegar kvaðst hann hafa rætt
það oftsinnis bæði við borgar-
iækni og fræðslustjóra. Á fuml-
inum 9. marz voru bæði borgar-
læknir og fræðslustjóri við-
staddir og voru þeir spurðir að
því, hvort Sigurjón Björnsson
hefði haft samband við þá nm
þetta mál. Báðir svöruðu þvi
neitandi. Sigurjón kvaðst ekU
gera athugasemd við ummæll
borgarlæknis, þessa efnis, en
taidi sig hins vegar hafa rætt ^
málið við fræðslustjóra einn
sinni, en hann ítrekaði að
hann kannaðist ekki við það.
Af þessu er ljóst, að Sigur-
jón Björnsson hefur visvit-
andi farið með hrein ósannindi á
borgarstjómarfundi og hefur
síðan viðurkennt þau ósannindi
í votta viðurvist. Málflutningi
slíkra manna er erfitt að treysta,
Sigarjón og
vöggustofan
Þá vekur það einnig athygli,
að þótt Sigurjón Björnsson teldi
vöggustofu Thorvaldsensfélags-
ins á Illiðarenda skaðsamlega
andlegri heilsu barna, sem þar
dveljast, óskaði hann aldrei npp- *
lýsinga frá vöggustofunni um
þau börn, sem hann taldi sig fá
til meðferðar og beðið hefðu
tjón vegna dvalarinnar þar. Þá
er það ennfremur upplýst, að
Sigurjón Björnsson hefur neitað
að gefa nema mjög dular-
fullar upplýsingar um það,
hvort hann hafi nokkurn tíma
komið irr ■ dyr vöggustof-
unnar eða ekki.