Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 12

Morgunblaðið - 13.04.1967, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1967. Sigurður Pétursson: fyrr en varir. Fiskmjöl verður aðeins gert úr óætum fiskteg- undum og fiskúrgangi. Síldin verður étin, öll, sem leyft verð- ur að veiða. En hvað eiga þá íslendingar að gera. Aldrei geta þeir étið alla sína síld sjálfir, enda tæpast lært að matreiða hana ennþá. Það er augljóst, að síldina hljót- um við að flytja út, og við verð- um að finna fyrir hana markað, verkaða á ýmsa vegu: kæida, frysta, saltaða, súrsaða, reykta, niðurlagða og niðursoðna. Þetta virðist alls ekki svo auðvelt eins og er, en markaðurinn hlýtur að fara stækkandi, matarþötfin 1 heiminum vex óðfluga. Við þessa þróun eigum við að miða. Við Þessar þjóðir hafa þegar byggt upp sinn niðursuðuiðnað, verk- smiðjur og markaði. Og þegar markaður fyrir niðurlagða og niðursoðna síld eykst, þá eru þær tilbúnaT að auka framleiðslu sína jafnóðum og fullnægja eftirspurninni. Getur þá svo far- ið, að Islendingar standi hjá, eins og glópar, og horfa á það, hvernig t.d. Norðmenn mundu stöðugt auka niðurlagningu og niðursuðu á síld, en draga úr síldarbræðslunni. Það er nauðsynlegt, að íslend- ingar efli hjá sér niðursuðuiðn- aðinn sem allra fyrst. Með opin- berri aðstoð á að byggja hér uppi stórframleiðslu á niðurlögðum og niðursoðnum sjávarafurðum Sýnishorn af niðurlögðum og niðursoðnum sildarafurðum, sem fluttar eru út frá Islandi: Fremsta röð: Smjörsíld, sardínur, gaffalbitar. Framl. Kr. Jónsson & Co., Akureyri. Miðróð. Kipper Snacks (reykt síldarflök), Framl. Norðurstjarnarn h f., Hafnarfirði. Aftasta röð: SUd arflök, gaffalbitar. Framl. Niðursuðuverksmiðja ríkisins, Siglufirði. Hvað á að gera við síldina? Til fermingargjafa Uppsett Tjöld í verzluninni. Bakpokar Svefnpokar Vinsængur Pottasett Ferðagastæki Tjaldborð og stólar og margt fleira til ferðalaga. VIÐ sildina verður tæpast gert nema þrennt: bræða hana, éta hana eða friða hana. Allt þetta hefur verið gert á íslandL Frið- unin á hér að vísu stutta sögu, en síldarbræðsla og síldarsöltun hafa síðustu 30-40 árin verið með stærstu greinum fiskiðnað- arins. Árið 1966 fóru hér í bræðslu 680 þúsund tonn síldar, en allur síldaraflinn var 770 þúsund tonn. Meginhlutinn af síldarafla Norðmanna fór einnig í bræðslu, og Perúmenn veiddu geysilegt magn af ansjósu, sem fór öll í bræðslu. Hér bætast svo við aðr- ir minni framleiðendur og aðrar tegundir fiskmjöls. Er fisk- mjölsframleiðslan i heiminum nú orðin svo mikil að tilfinnan- legt verðfall varð á þessari vöru sl. ár, og óttast er, að verðið muni enniþá lækka. fslendingar hafa fest mikið fé í síldanbræðsl- um og beztu og nýjustu fiskiskip þeirra miðast aðallega við veið- ar á bræðslusíld á djúpmiðum. Hér er því mikil hætta á ferð- um ef markaður fyrir slldar- lýsi og síldarmjöl fer enn versn- andi, eða ef síldveiðar minnka vegna rýrnunar stofnsins, sem einnig hefur verið talið mögu- legt. Síldin er, sem kunnugt er, einn bezti matfiskur sem til er. Við bræðslu rýrnar verðmæti hennar, því að enda þótt síldar- lýsi sé notihæft til manneldis, bá er síldarmjölið aðeins hæft til skepnufóðurs. Með framleiðslu síldarmjöls er þannig verið að breyta verðmætri eggjuahvítu- ríkri fæðutegund í ódýrari vöru, skepnufóður, til þess að fram- æiða aðrar eggjahvíturíkar fæðutegundir. Þetta virðist Óþörf krókaleið, en hún er farin aðeins vegna þess, hversu mik- ið magn er hægt að veiða af síld á stuttum tíma og ekki aðstæður til verkunar hennar allrar til manneldis, né heldur markaður fyrir alla þá matvöru, sem fram- leidd væri, að minnsta kosti ekki eins og er í dag. Eins og sakir standa má þvi segja að bræðsla á síld sé af- sakanleg, en það er ekki víst að svo verði lengi. Það er stöðugt talað um yfirvofandi hungurs- neyð í heiminum, og jafnvel álitið, að hún sé ekki langt und- an. Einkum er talið, að eggja- hvítuefni muni vanta tilfinnan- lega, enda nú þegar svo komið, að mikinn hluta jarðarbúa vant- ar þessi lífsnauðsynlegu efni í fæðu sína. Framsýnir menn og stofnanir hafa því gert áætlanir um framleiðslu eggjahvítuefna úr ódýrum, einföldum efnasam- böndum, jafnvel olíu, með aðstoð gerla eða gersveppa, og einnig er talað um að vinna svifið úr sjónum, til þess að bjarga mann- eigum að búa okbur unáir aðog koma þeim kyninu frá hungursneyð. Það má vel vera að gera megi ætan mat úr gerlum, gersrvepp- um og svifi, en þó virðist þecta alllangt leitað til matfanga, og óþarflega langt meðan megin- hlutanum af síldaraflanum er fleygt í bræðslu, bæði bér og annars staðar. Annars verður nú efalaust raunin sú, að áður en gripið verður til vinnslu svifs til manneldis, þá verða nýttur til matar hver ætur fiskur, sem veiddur verður eða unnt að rækta. Þróun þessara mála er því augljós og ættum við fslend- ingar að gefa henni nánar gæt- ur. Síldarbræðsla verðux úrelt geta verkað stöðugt meiru og meira af síld til manneldis. Þar megum við ekki dragast afcur úr öðrum síldveiðiþjóðum. íslendingar standa mjög fram- arlega í frystingu á fiski og geta því á a-ugabragði margfaldað frystingu á síld ef markaður opnast. Þeir hafa og niikla reynslu í síldarsöltun og geta hæglega aukið þá grein síldar- verkunar eftir þörfum. En það er önnur grein síldarverkunar þar sem íslendingar eru mjög skammt á veg komnir, það er niðurlagning og niðursuða á sild. Þar stöndum við langt að baki öðrum síldveiðilþjóðum. Frá Búrfellsvirkjun Á næstunni þarf að ráða vegna verktaka: 1. Fjóra pípulagningamenn. 2. Þrjá rafsuðumenn. 3. Fimm rafsuðumenn með rafsuðu- próf (certificate). 4. Fjóra verkamenn. Fosskraft Suðurlandsbraut 32 Sími 38830. Skrifstofustúlka Stúlka vön vélritun og með sæmilega málakunnáttu óskast nú þegar til starfa. Há laun í boði. Tilboð er tilgreini fyrri störf, aldur, og kaupkröfu sendist Morg- unblaðinu merkt: „2254.“ markað. Þetta kostar bæði fé ng fyrirhöfn. En það kostaði líka mikið fé og fyrinhöfn að byggja upp frystiiðnaðinn á sínum tíma. Fiskimálanefnd, sem mestan þátt átti í því að byggja upp ís- lenzka freðfiskframleiðslu, starf- aði á árunum 1935-1943. Fram- lag ríkissjóðs og Fiskimálasjóð* til nefndarinnar nam að meðal- tali á ári um 420 þúsund krónum. Til markaðsleitar og vegna taps á tilraunasendingum greiddi nefndin á árunum 1936-1937 70 þúsund krónur á ári að meðal- tali. Og til niðursuðuverksmiðju S.Í.F. veitti hún 30 þúsund krónm styrk árið 1938. Þetta voru mikl- ir peningar á þeim árum, miðað við útflutningsverðmæti ís- lenzkra sjávarafurða. Árið 1930 voru fluttar út íslenzkar sjávar- afurðir fyrir 38 milljónir króna, en árið 1965 fyrir 5.267 milljón- ir króna, eða 138 sinnum meira. Til markaðsleitai og vegna tap* á tilraunasendingum mætti þvl greiða nú nær 10 milljónÍT króna á ári, og styrkur til niðursuðu- verksmiðj-u, hliðstæður því sem S.Í.F. fékk 1938, væri nú rúmar 4 milljónir króna. Slíkt væri mikill stuðningur við íslenzkan niðursuðuiðnað. Opinber stuðningur við ís- lenzkan niðursuðuiðnað gæti verið margs konar. Beinast ligg- ur við: útflutningsupphætur á niðurlagðar og niðursoðnar fisk- afurðir, niðurgreiðsla hráefnis, veiting hagstæðra lána, tolla- og skattaívilnanir og beinar styrk- veitingar. Það sem fyrst og fremst mælir með slíkum stuðn- ingi við þessa framleiðslugrem fra-m yfir aðrar, er það að með honum er verið að byggja upp nýja grein fiskverkunar. Hér eru einu beztu fiskimið heimsins og bezta fáanlegt hráefni, ekld sízt síldin. Að því leyti erum við samkeppnisfærir við hvern sem er. Og þetta er auðsuppspretta, sem aldrei tæmist ef rétt er á haldið. Hver sú grein fiskiðnað- ar, sem verkar þetta hráefni ta manneldis, hlýtur að eiga hét góða framtíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.