Morgunblaðið - 14.04.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 14.04.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1967. - UMRÆÐURNAR Framhald af bls. 13. Ragnar Arnalds (K) sagði að étti Aiþýðuflokksins við fylgis- tap væri ekki ástæðulaus. Hann hefði ætíð látið nota sig eins og smalahund, sem vissulega væri góður til síns brúks, en ailir gleymdu. Stjórnin nú væri máttvana og skrípiáætlanir hennar breyttu þar engu um. Nú þyrði hún ekki einu sinni að birta Norður- landsáætlunina, enda væri þar ejálfsagt lítið um góða hluti. Um Framsókn sagði þingmað- ur, að hún dyldi stefnu sína í hernámsmálunum. Þeir væru að reyna að fá Alþýðubandalags- menn til að gefa yfirlýsingar um þau mál, en það er ekki af- gerandi, að knýja fram skoðun 6Ína í ríkisstjóm, heldur sýna viljann. Að lokum sagði Ragnar, að fullkominn einhugur væri í AlþjCubandalaginu um öll mál. Og eina leiðin til að fella rík- isstjórnina væru fleiri lands- kjörnir þingmenn Alþýðubanda- lagsins. Jón Þorsteinsson (A) nefndi nokkrar samanburðartölur úr mannfjöldaskýrslum viðvíkjandi þróuninni í byggðamálunum svo nefndu. Á tímabilinu 1940—50 hefði fjölgun þjóðarinnar verið 19%, en á Reykjavíkursvæðinu Bl%; 1950—60 hefðu sömu hlut- tföll verið 22% og 36%; síðustu sex árin 12% og 14%. Þannig hefði hin geigvænega röskun, eem áður ríkti m.a. á tíma hinn ar svokölluðu byggðastefnu Fram eóknar verið næstum stöðvuð á etjórnartíma núverandi stjórnar. Ætti þó enn eftir að gæta far- sælla áhrifa atvinujöfnunarsjóðs bg landshl.áætl. þeirra, sem rik- ísstjórnin hefði látið undirbúa. Ræðumaður minnti á. hve gjald- eyrisstaða landsins hefði batnað — og væri af þeim sökum mun hægara að rísa undir þeim nið- tirgreiðslum, sem nauðsynlegar hefðu orðið vegna verðfalls út- tflutningsins 1. ár. Að þvi er verð Ibólgunni viðkæmi væri saga Framsóknarflokksins sú, að hann hefði ýmist ekki ráðið við hana eða hlaupizt á brott. Stefna Iflokksins nú einkenndist af fyr- Irheitum án fyrirhyggiu. Að því er verkalýðinn áhrærði þá hefði m.a. Björn Jónsson áður viður- kennt að samningar hefðu verið Óvenjuhagstæðir í tíð núverandi fctjómar, enda hefðu láglauna- ítéttir fengið kjarabætur umfram laðra. Á sama tíma og byggingar- kostnaður hefði hækkað um 64% hefðu lán hækkað um 137— 138%. Með stórum byggingaá- tföngum og heilbriffðri samkeppni ínætti eflaust lækka bygginga- kostnað og væri að því unnið. Kaupmáttur ársl. bænda hefði •ukist um 28% og lánamálum þeirra verið komið á fastan grundvölL Halldór E. Sigurðsson (F) mælti síðastur þingmanna í um- tferð þessarri. Hóf hann ræðu tína með því, að segja, að Fram- •ókn ein hefði möguleika til að •uka svo fylgi sitt, að það nægði til að fella ríkisstjórnina. Fylgis- •ukning hennar í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum bentu á möguleika til að hún tfengi uppbótarþingsæti. Þingmaður sajpði, að ein- kennilegt væri, að halda því tfram að allt væffi í itakasta lagi, atvinnuvegirnir blómguðust og fólkinu liði vel, þegar stjórnin í hinu orðinu •egði, að þjóðin væri á vega- mótum velsældar og vandræða og setti hverja neyðarráðstafana- löggjöfina á fætur annarri, eins og gerzt hefði í vetur. Þá væri það einnig eftirtektarvert, að umframtekjur ríkissj /js hefðu numið einum og hálfum millj- •rð á kjörtímabilinu, en samt væri alltaf verið að segja og framkvæma niðurskurð á fram- kvæmdum, vegna fjárleysis. Það væri allt á sömu bókina lært. Vegamáiin væru í algjörum ó- lestri, og vegakerfið að sligast undan þunga bifreiðanna og svo væri með fleira. En það versta væri, aB stjórnin sjálf væri blind og sæi ekki, hvað væri að ger- *st ★ Gils Guðmundsson (K) sagði að það væri rétt að hér sæti að völdum ríkisstjórn hina glötuðu tækifæra. Hún hefði setið leng- ur að völdum samfellt en nokk- ur önnur ríkisstjórn en þó blasti öngþveiti við. Orsakarinnar væri að leita í kenningu ríkisstjórn- arinnar um frelsi á öllum svið- um. Það veldur því að undir- stöðuatvinnuvegirnir eru að þrot um komnir. Ræðumaður vitnaði síðan í orð Jóhannesar Nordals, Seðlabanka stjóra og kvað hann hafa tekið undir þá skoðun stjórnarand- stæðinga að fjárfestingin leitaði í verðbólgugróðann. Gils Guðmundsson vék að landhelgismálinu og sagði að það væri yfirlýst stefna íslendinga að friða landgrunnið allt. En ríkisstjórnin hefði með ógætfu- samningunum við Breta torveld- að nauðsynlegar aðgerðir í þess- um efnum, málið væri í sjálf- heldu og þess vegna vildi hún enga samvinnu við stjórnarand- stæðinga um þetta mál. Að lok- um sagði ræðumaður að þreytu- merki væru í starfi ríkisstjóm- arinnar og nú þyrfti að móta nýja stefnu sem tryggði undir- stöðuatvinnuvegunum stór- bætta aðstöðu. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra sagði, að ef einhver á ann- að borð tæki mark á orðum stjórnarandstöðunnar virtist einna helzt sem ráðherrarnir væru annað hvort fábjánar eða illimenni eða kannski hvort tveggja, því að skv. orðum stjórn arandstæðinga hefðu þeir lagt sig í líma við að fremja óþurft- arverk undanfarin 8 ár. Stjórnarflokkunum hugkvæm- ist ekki að halda því fram, að ekki hafi eitt og annað mátt bet ur fara í þeirra stjórnartíð; en enginn réttsýnn og góðviljaður maður getur neitað því, að á flest Magnús Jónsson um sviðum þjóðlífsins hafa á síð ustu árum orðið meiri framfarir en áður hafa þekkzt og við bú- um nú í betra þjóðfélagi og við jafnari og betri lifskjör en nokkru sinni áður. Skipting arðsins af þjóðarbú- inu er grundvallarágreinings- efni hér á landi sem víðast ann- ars staðar en ég efast um að nokkur ríkisstjórn hafi lagt sig meira fram um að sætta vinnu og fjármagn í þjóðfélaginu enda aldrei verið lagt jafnmikið kapp á að afla hlutlausra upplýsinga um grundvallaratriði efnahags- mála. Af þessum ástæðum hefur skapazt nýtt andrúmsloft í sam- skiptum atvinnurekenda, laun- þega og ríkisvalds, sem hefur tryggt lengri samfelldari vinnu- frið en áður. Fjármálaráðherra ræddi verð- bólguna og þær fullyrðingar, að aðgerðir sem allar þjóðir með svipað hagkerfi og við beita gegn henni eigi ekki við á ís- landi. Hvaða furðuverk halda þessir menn, að efnahagskerfið á Islandi sé? Það er jafnvel gengið svo langt af því að kosn- ingar eru í nánd að leggja til að afla fjár til ríkisframkvæmda á þessu ári með því að láta Seðlabankann leggja fram allt féð, sem væri sama og hella olíu á eldinn. Önnur voru við- brögð stjórnarandstöðunnar í Finnlandi nýlega sem gagnrýndi ríkistjórnina harðlega fyrir að leysa fjárhagserfiðleika ríkis- sjóðs með lántöku hjá Seðla- bankanum þar. Stefna rikisstjórnarinnar í fjármálum og peningamálum hefur unnið gegn verðbólgunni en það má með nokkrum rétti saka ríkisstjórnina um, að hafa ekki haft meiri hemil á fram- kvæmdum og það skal fúslega játað, að hún hefur heldur viljað tefla á tæpasta vað en að skapa atvinnuleysi eins og ýmsar þjóð ir beinlínis skipuleggja í barátt- unni gegn verðbólgunni. Stjórnarandstæðingar halda því fram, að viðreisnin hafi nú beð- ið skipbrot. Því fer víðs fjarri. Einmitt erfiðleikarnir nú sanna, hversu skynsamlega hefur verið á haldið. Hvenær halda menn, að áður hefði verið unnt að mæta stórfelldri lækkun á verði meginhluta útfltnings án hafta og jafnvel skömmtunar og greiða hundruð milljóna til að lækka vöruverð og til aðstoðar útflutn- ingsframleiðslunni án þess að leggja á nýja skatta? Er þetta ekki Ijósust sönnun þess, hversu traustum fótum við stöndum efnahagslega. Verðstöðvun í eitt ár er fram- kvæmanleg án kjaraskerðingar. Verðstöðvunin er engin kosn- ingabeita heldur raunhæf að- gerð til þess að mæta erfiðleik- um atvinnuveganna sökum verð falls, sem varla er hugsanlegt, að geti orðið varanlegt þar eð verðlag í flestum löndum er al- mennt hækkandi. I framhaldi af verðstöðvuninni þarf að marka þá stefnu í verðlags- og kjara- málum sem er í samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna. Á síðustu árum hefur stærri hluti þjóðartekna farið til fjár- munamyndunar en hjá flestum öðrum þjóðum og langmest hef- ur aukning verðmæta orðið í framleiðsluatvinnuvegunum. Oft er talið um, að öll ógæfa stafi af byggingu verzlunarhalla. Allt er þetta orðum aukið. Fjár- festing í verzlunarhúsum og þá einnig meðtaldir olíugeymar, gistihús og ýmsar þjónustubygg ingar nemur aðeins 5% af fjár- munamynduninni. Sagt er, að fjárveitingar rík- isins til verklegra framkvæmda hafi dregizt saman. Þær hafa raunar hækkað að meðaltali um 128% frá árinu 1958 miðað við fasta byggingarvísitölu. Formaður Framsóknarflokks- ins sagði í þessum umræðum, að ríkisstjórnin hefði gefizt upp við gerð framkvæmdaáætlana. Þetta er rangt. Vinna er þegar hafin við enn nákvæmari áætl- anagerð en hægt var að koma við þegar fyrsta langtímaáætl- unin var samin en talið var rétt að bíða fram eftir árinu að ganga á henni vegna óvissunar f verðlagsþróun útflutnings- framleiðslunnar, sem vitanlega hefur úrslitaþýðingu varðandi það fjármagn, sem til ráðstöf- unar verður og fyrsta skipulega hyggðaáætlunargerðin er þegar hafin. Það er höfuðviðfangsefni næstu ára að treysta og efla undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn ar og gera ný átök til að hag- nýta auðlindir landsins. Það verður mikið vandamál að sjá hraðvaxandi þjóð fyrir nægri atvinnu, því að trygging lífs- kjaranna er einmitt fólgin í fækkun mannshandanna við framleiðsluna. Þess vegna verð-. um við að hafa augun opin fyr- ir nýjum viðfangsefnum og það má ekki gleymast hverjir voru andvígir álbræðslu og kisiliðju. Benedik Gröndal talaði síðast- ur af hálfu Alþýðuflokksins. Benti hann í upphafi á að Lúð- vík Jósefsson teldi það mjög til vansa, að almenningur keypti bíla og sjónvarp.Einnig væri þessi maður hnugginn vegna fjár skorts útgerðarmanna, og mætti þó ætla, að hann hefði talið, að slíkir menn mættu vera fjár- vana í friði. Benedikt 'kvaðst vel við una, að Alþýðuflokknum væri líkt við fjárhund. Fjárhundar hefðu oft leitt af sér gott, leitt menn, er lent hefðu á villustigu og hund anna væri minnst með virðingu ;hjá þjóðinni. Hins vegar mætti líkja Ragnari Arnalds við póli- tískan kjölturakka, sem ekkert kynni annað en gelta að heið- arlegu fólki. Benedikt kvað það rangt, að xíkisstjórnin hefði hleypt einka- framtakinu lau9u. Þvert á móti befði ríkisstjórnin beitt sér mjög tfyrir auknum ríkisafskiptum, sbr. Seðlabankann, og trygging- armál auk stóraukinna afskipta ríkisins af framkvæmda- og at- Vinnumálum í landinu. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði að aldrei hefði verið meiri hafta- maður á íslandi en Gyltfi Þ. Gíslason. Hann sem bankamála- ráðherra bæri ábyrgð á því, að á hverjum morgni leituðu 400— 500 manns til bankanna í Rvík og fengju ekki úrlausn. Svo MIKIL aurbleyta er nú á veg- um um allt land, einkum á Vest- urlandi vegna stórfelldra rign- inga í fyrradag og í gær. Eru vegir víða tepptir, þar sem runnið hefur úr þeim og flestir vegir eru einungis færir jeppum. Samkvæmt upplýsingum Hjör leifs Ólafssonar, hjá Vegagerð ríkisins var sæmilega fært aust- ur í Vík í Mýrdal, og stórum bílum og jeppum var fært um Mýrdalssand. I Rangárvalla- sýslu og Árnessýslu hefur öxul- þungi bifreiða á flestum útveg- um verið takmarkaður við 5 tonn. Sæmileg færð er um Hvalfjörð og Borgarfjörð, nema hjá Krossi í Lundarreykjardal, þar rann úr veginum og myndaðist skarð og var hann ófær, en vonast var til að unnt reyndist að lagfæra hann í morgun. Á Snæfellsnesi og í Dalasýslu voru gífurlegir vatnavextir. Var Útnessvegur ófær af þeim sök- um, svo og Ólafsvíkurvegur í Fróðárhreppi. Vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni, sem lokaðist nú á dögunum vegna aurskriðna mun hafa opnast í gærkvöldi fyrir jeppa. Á Vestfjörðum var úrrennsli Vopnafirði, 13. apríl. f MORGUN komu yfir Smjör- vatnsheiði, frá Fossvöllum í Jökuldal að Borgum í Vopnafirði, tveir snjósleðar með tvo farþega. Sleðunum óku Gunnar Ragnars- son frá Fossvöllum og Sigþór Gunnarsson, Heiðarseli, Hróars- tunngum. Farið var frá Fossvöllum kl. 8 í morgun og komið að Bongum kl. 12 á hádegið. Þetta hefði ekki verið nema tveggja og hálfstíma ferð, ef annar sleðinn hetfði ekki verið í ólagi Lausasnjór var í brekkunum - ADENAUER Framhald af bls. 1. vetur, en náði sér sraám saman aftur, Hefur hann unnið mikií að þriðja bindi endurminninga sinna síðan, lesið einkaritara sínum fyrir úr rúminu og lesið prófarkir. Ekki hefur Adenauer haft nein afskipti af stjórnmál- um frá því í desember s.i. þegar fyrrverandi andstæðingi hans innan Kristilega demókrata- flokksins, Ludwig Erhard. var vikið úr kanzlaraembættinu Hafði Adenauer unnið ötullega að því að Kurt Kiesinger tæki við því embættL þykist hann vera á móti hötft- um. Kommúnistar segja að ör- uggasta leiðin til þess að fella stjórnina sé að kjósa þá. Þetita er sami áróður og við síðustu kosningar. Hann bar ekki árang- ur 1963 þegar Framsóknarflokk- urinn fékk tvo þingmenn kjörna í Reykjavík en hann bar árang- ur 1966 þegar Framsóknarflokk- inn vantaði 400 atkv. til þess að fella 8. mann Sjálfstæðisflokks- ins. Kommúnistar björguðu þá borgarstjórnaríhaldinu. Nú fara þeir enn á stúfana og segja að Framsóknarflokkurinn geti hvergi unnið þingsæti. Það eru engar líkur á því að meirihlut- inn tapist stjórninni nema Fram sóknarflokkurinn vinni anmað hvort þingsæti eða uppbótar- sæti. Framsóknartflokkurinn trúir á íslenzkt framtak til þess að leysa efnahagsvandamálin og hafnar aðild útlendinga að atvinnu- rekstri hér á landi, sagði Þór- arinn að lokum. og skriðuföll mjög víða og var erfitt umferðar þar um sveitir. í Vestur-Húnavatnssýslu var sæmileg færð, sömuleiðis um Strandir til Hólmavíkur, en f Austur-Húnavatnssýslu voru tals verðar skemmdir t. d. hjá Ási i Vatnsdal, en þar hefur runnið úr veginum og hann lakazt. í Langadal flæðir Blanda yfir veginn og er búizt við að veg- urinn þar liggi undir skemmd- um. Vegir í Skagafirði eru nokk- urn veginn færir jeppum, nema á tveimur stöðum, þar sem all- verulegar skemmdir hafa orðið, á Siglufjarðarvegi, hjá Tjörn f Sléttuhlíð, en þar er skarð I veginum og á Skagavegi, sem er lokaður vegna úrrennslis og aur bleytu. í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum hafa verið gífurlegir vatnavextir, sem hafa valdið miklu tjóni á vegum, en gert var ráð fyrir að unnt yrði að lagfæra þá í gærkvöldi a.m.k. allar aðalleiðir. Á Austurlandi voru miklar aurbleytur sem annars staðar, en engar verulegar vegaskemmd ir. Fært var um flesta vegi jepp um, nema um hæstu fjallvegi. beggja vegna, en þéttari uppi á heiðinni. Þó var frostlaust á há- heiðinnL Ferðin gekk að óskum og var ferðalagið þægilegt. Farþegamir voru Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku og Tómas Árnason frá Reykjavík. — Ragnar. 75 ÁRA er í dag Sigríður Gísla- dóttir, Hverfisgötu 98 A. Sig- ríður mun dveljast á heimili dóttur sinnar, Norðurbrún 24 i dag. Gífurieg aurbleyta í vegakerfi landsins Snjósleðar yfir Smiörvatnsheiði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.