Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 21
mUKtiUJNBJ-,A«lö, SUJNJNUUAUUK 21. MAl 1907. 21 Fjölsóttur fundur um land búnaðarmál að Hlégarði FRAMBJÓÐBNDUR SjáXfstæfc isflokksins í Reytkjaneskjördæmi efndu til fundar um landbúnað- armál í Hlégarði s.l. fimmtu- dagskvöld. Er þar með lokið •væðafundum atvinnustéttanna, sem frambjóðendurnir hafa hialdið undanfarið, í Keflavík, Hafnarifirði og Kópavogi. Allir hafa fundir þessir verið mjög fjölsóttir og vel heppnaðir. Matthías Á. Mathiesen setti fundinn í Hlégarði og ræddi síðan Matthías um landbúnaðar- mál vítt og breitt og sagði að mik jjs væri um vert fyrir frambjóð- endur að sem flestir tækju til máls og kæmi sjónarmiðum sín- um á framifæri. Einar Halldórsson á Setbergi sagði að landbúnaðarmálin væru eíkiki sérmál bænda, heldur og málefni neytenda allra. Yissulega væri við marga erfiðleika að etj'a í landbúnaðinum, en hin mikla vélvæðing hans og tækni- lega uppbygging hefði létt störf bændanna og bætt afikomu þeirra. Þá ræddi Einar um hag- ræðingu og skipulagningu fram- leiðslu landbúnaðarins og sagði að skilningur bænda á því færi vaxandi. Jón Guðmundsson á Reykjum, sagði að á undanförnum árum hefði orðið töluverð breyting í landbúnaðinum. Áður hefði ötll áherzla verið lögð á mjólkur- framleiðslu, en nú hefðu komið til nýjar greinar. Ræddi Jón síð- an um jarðnæði Mosfellshrepps og fagnaði samþykkt Alþingis á sölu ríkisj arða í hreppnum. Gísli Andrésson, sagði að mik- ið væri undir heyöflun kowjið hjá bændum og því mikils um vert ef unnt væri að fella niður toll'a af heyvinnuvélum. I>á sagði Gísli að lánastofnanir landbúnað arins þyrftu að greiða betur götu sölufélaga bændanna, þannig að greiðsla til þeirra gengi betur fyrir sig. Sverrir Júlíusson ræddi um uppbyggingu lánasjóða sveitar- félaganna og gat um það sem gert hefði verið nú að undan- förnu til þess að koma þeim mál um í betra horf. Tók Sverrir und ir orð Einars Halldórssonar um að vinna þyrfti betur að skipu- lagi framleiðslunnar og benti á í því sambandi lög um framleiðni sjóð er sett voru í vetur. Að lok- um ræddi Sverrir svo um Áburð arverksmi'ðj una og þá hug- mynd, að hið opinibera keypti upp þau hlutabréf sem það ekki á nú þegar í henni. Helga Magnúsdóttir á Blika- stöðum, sagði að oft gleymdist að ræða þátt konunnar í búskapn um. Ekki sagði hún að minna væri um vert að lækka tolla á heimilistækjum heldur en vinnu vélum. Ræddi Helga síðan um heilbrigðisiþjónustu í sveitunum og sagði að hana þyrfti að auka m.a. með því að tannlæknar ferð uðust um svo og læknar eða hjúkrunarkonur til þess að fylgj ast með heilsu ungbarna Að lok- um ræddi síðan Helga um að koma þyrfti til leiðbeiningar um ræktun grænmetis, og benti á að það ætti að vera innifalið í störfum landbúnaðarráðunauta. Páll Ólafsson í Brautarholti, sagði að það væri landbúnaðin- um fyrir beztu að bændur stund uðu vel sín bú. Ræddi Páll síð- an um stefnu og framkvæmdir Framsóknarflokksins í landbún- aðarmálum og • benti á nokkur dærni þar um. >á kom Páll inn á það ekki væri nóg að lækka tolla á dráttarvélum heldur þyrfti að koma til tollalækkun á varahlutum einnig. Pétur Benediktsson gerði Á- burðarverksmiðjuna fyrst að umtalsefni og sagði að þar þyrftu að koma til miklar breytingar. Síðan ræddi Pétur um nauðsyn á hagræðingu í byggðarmálum og sagði það engum til góðs að jarðir sem gæfu litla möguleika væru nytjaðar. Að síðustu ræddi Pétur svo um lánamál landbún- aðarins og bar þau saman við lánamál annarra framleiðsluat- vinnuvega. Ólafur Ágúst Ólafsson á Valda stöðum gerði Áburðarverksmiðj- Frá liinum fjölsótta Iandbún aðarfundi að Hlégarði Ms. Gullfoss sumaráætlun 1967 BROTTFARARDAGAR: FRÁ REYKJAVÍK: 17/6, 1/7, 15/7, 29/7, 12/8, 26/8, 28/6. 9/9. FRÁ KAUPMANNAHÖFN: 10/6, 24/6, 8/ 7, 22/7, 5/8, 19/8, 2/9, 20/9. Skipið kemur við í Leith bæði á útleið og heimleið. Dragið ekki að panta farmiða. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Hluti fundargesta að Hlégarði, una að umtalsefni og sagði að ekki skipti mestu máli fyrir bændur í hvers eign hún væri, heldur miklu fremur það að hún framleiddi nothæfan áburð. Sagði Ólaifur að bændastéttin hefði efcki áður búið við svo góð kjör og nú undanfarin ár og þyrfti að vinna að því að sú upp bygging er hafin væri héldist á- fram. Árni G. Eylands, ræddi um ýmsar löggjafir um landbúnaðar- mál, sem að hann sagði að væru oft á tíðum mjög gallaðar. Sagði hann að landbúnaði væri ekki veitt sama aðstaða í atvinnumál ráðuneytinu og öðrum atvinnu- vegum. Axel Jónsson, sagði að skipu- lagsmál bændastéttarinnar þyrfti fyrst og fremst að vera í höndum þeirra sjálfra. Ræddi Axel síðan tollalöggjöfina og þær breytingar sem æskilegar væru á henni. Þá ræddi Axel um forustuhlutverk Mbsfells- sveitar í landbúnaðarmálum og nefndi sem dæmi Mjólkurfélag- Reykjavíkur og fjölþættari bú- greinar en annarstaðar gerðist. Guðmundur Gíslason Kópavogi ræddi um þá stefnu Framsóknar flokksins í landbúnaðarmálum að reyna með bölsýnisáróðri að draga kjarkinn ú;r bændum og fæla unga menn frá því að ger- ast bændur. Oddur Andrésson ræddi um lánasjóði landbúnaðarins og verð lagsmiál hans og sagði að þar hefði mikið unnist. Benti Odd- ur síðan á að samgöngumál og orkumál væru mikið hagsmuna- mál bændastéttarinnar, en veru- lega hefði unnizt í þeim málum á liðnum árum. Ólafur Andrésson, Sogni ræddi um mikilvægi þess að heyjaöfl- un væri sem bezt og lögð væri áherzla á ræfctun og það að koma henni í betra horf heldur en nú væri. Jónas Magnússon í Stardal, sagði að fundarform sem þetta væri mjög mikilsvert og vænlegt til þess að atvinnustéttir gætu komið málum sínum á framfærL Gat síðan Jónas um leiðara Tím- ans daginn áður, og sagði að eftir honum að dæma væri ástandið hjá bændum ekki upp á það bezta. Sagði hann þennan áróður dæmigerðan fyrir Framsóknar- flokkinn sem erfitt ætti með að viðurkenna að aldrei hefðu orð ið eins miklar framfarir í land- búnaði og á valdatímabili nú- verandi stjórnar. Að lokum tók Matthías Á. Mathiesen til máls og svaraði atriðum er komið höfðu fram í ræðum fundarmanna. Sagði Matthías að mikils væri um vert fyrir landbúnaðinn að vel gengi hjá öðrum stéttum. Þá tók Matthías undir orð Jónasar Magnússonar um áróður Fram- sóknarfloikksins í landbúnaðar- málum. Húsfylli var á landbúnaðar- fundinum og stóðu umræður til kl. 2 um nóttina. OPEL KADETT Nýr sportbíll — KADETT COUPÉ Glæsilegt útlit í FASTBACK stíl Sportskiptistöng í gólfi Diskahemlar að framan (fáanlegir) 146 km/klst. hámarkshraði 100 km/klst, á 22 sek. "L" frágangur meö 30 aukahlutum ... og fjöldi annarra nýjunga Ármúla 3 Sími 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.